Helgarpósturinn - 02.06.1988, Qupperneq 21

Helgarpósturinn - 02.06.1988, Qupperneq 21
INS OG BRUÐA Tíunda Listahátíö í Reykjavík sett á laugardag NORRÆN KONKRETSYNING I LISTASAFNINU ballett, jazzballett, brúðuleikhús, látbragsleikur, arkítektúr, kórverk og bókmenntadagskrár. Ég vel að búa til bunu til að benda á hversu mikið verður að gerast í Reykjavík á einungis rúmum hálfum mánuði listahátíðar. Það er ógerningur að sjá aðeins helming dagskráratriða. Maður velur einstaka atburði úr og lætur sér þá nægja. Pyngjan setur líka sín takmörk, þó miðaverði sé stillt í mögulegt hóf, miðað við gíf- urlegt umfang hátíðarinnar. Það er stefnan að hún standi undir sér. Sextán dagar verða fljótir að líða og því er rétt að skoða dagskrá hátíðar- innar sem fyrst. Myndlistarsýning- arnar munu margar hverjar standa áfram þó formlegri listahátíð ljúki sunnudaginn 19. júní. Miðasalan er opin alla daga vikunnar frá klukkan 13.30 til 19.00 í Gimli við Lækjar- götu. Verndari listahátíðar er forseti ls- lands frú Vigdís Finnbogadóttir og framkvæmdastjóri er Rut Magnús- son: „Aðsóknin hefur beinst að mörgum dagskrárliðum í einu, það er að verða mjög vel selt á jazztón- leika Stéphanes Grappelli, og á píanótónleika Vladimirs Ashken- azys. Þá eru Leonard Cohen tónleik- arnir á listahátiðarauka 24. júní að vonum mjög vinsælir og Black Ballet Jazz frá Bandaríkjunum einn- ig. Pólska Fílharmóníuhljómsveitin frá Poznan og Fílharmóníukórinn frá Varsjá ætla að verða vinsæl, Pólska sálumessan undir stjórn höf- undarins Krzysztof Penderecki, og þannig gæti ég haldið áfram. Miða- salan er annars jöfn og þétt á flesta og alla dagskrárliði hátíðarinnar sem gefur okkur góðar vonir um að við náum þeirri breidd í hátíðina sem við ætluðum okkur. Við erum mjögbjartsýn. Þaðsem mér finnst áhugaverðast fyrstu vikuna er auð- vitað opnunin á laugardaginn, opn- un Chagallsýningar, norrænnar konkretlistar og fleiri sýninga, og ekki síður koma tvöhundruð og tut- tugu Pólverja. Svo hef ég áhuga á flaututónleikum Kolbeins Bjarna- sonar á sunnudagskvöldinu. Grappelli verður spennandi og í ís- lensku óperunni verða stóratburðir. Hamrahlíðarkórinn frumflytur Tím- ann og Vatnið eftir Jón Ásgeirsson við ljóð Steins Steinarr og strax á eftir sýnir íslenski Dansflokkurinn Af mönnum eftir Hlíf Svavarsdóttur. Leikrit Guðmundar Kamban, Marmari mun örugglega vekja at- hygli. Síðan eru ýmsir atburðir þarna inn á milli sem virka kannski smærri, en eru ekki síður athygli- verðir. Þar vil ég sérstaklega nefna brúðuleikhúsmanninn Peter Waschinsky sem lítið hefur farið fyr- ir í kynningu fjölmiðla. Hann er mjög þekktur listamaður og sýning- in Anamaðkar sem hann sýnir hér er skemmtileg lítil brúðuleikhús- sýning. Þetta eru fimm eða sex þjóðsögur frá Vietnam. Við viljum gjarna líta á brúðuleikhús sem eitt- hvað ætlað börnum eingöngu. Það er mikill miskilningur þvi þarna er á ferðinni mjög vönduð list sem allir geta notið, jafnt börn sem fullorðnir. Kveikjan að þessu var sex þátta röð sem íslenska sjónvarpið sýndi í fyrra um evrópska brúðuleikhúslista- menn og einn þeirra var Peter Waschinsky. Jim Henson, höfundur prúðuleikaranna, hafði umsjón með þessum þáttum. Þessir þættir vöktu mikla athygli og við hófum að eltast við þessa brúðuleikhúsmenn. Ár- angur þess er koma Peters Waschinsky. Það má eiginlega segja að brúðuleikhús setji svolítinn svip á þessa listahátíð. Auk þessarar sýn- ingar mun Leikbrúðuland sýna ævintýrið um Mjallhvíti í leikstjórn Petr Matásek. Báðar verða sýndar tvívegis að Fríkirkjuvegi 11. Að auki mun Jón E Guðmundsson sýna brúðusýninguna Maður og Kona í Lindarbæ. Jón er brúðuleikhúsmað- ur inn að beini. Hann er svo skemmtilegur, eiginlega eins og brúða." fþ puntaður nöfnum. Fyrir utan ítrek- að kynntan Marc Chagall má nefna Donald Judd og Richard Long, Kristján Guðmundsson og Howard Hodgkin að ógleymdum Jóhanni Eyfells. I leikhúsi verða tvö íslensk verk; Marmari Guðmundar Kamb- an og Ef ég væri þú eftir Þorvarð Helgason. Kvikmyndasýningar, Listahátíð í Reykjavík 1988 verður sett með hátíðleika á Listasafni íslands næstkomandi laugardag klukkan tvö. Hápunktur setningarinnar er opnun sýningar á málverk- um Marcs Chagall sem að öðrum dagskrárliðum ólöstuð- um er rósin í hnappagati hátíðarinnar að þessu sinni. Sýningin er ekki mjög stór, en hún gefur trúverðuga mynd af listferli Chagalls. Hann hefur um áratugaskeið verið taiinn til fremstu málara aldarinnar. Dagskrá hátíðarinnar er ákaflega fjölþætt og forvitnileg. Tónlist skip- ar stóran sess að vanda, í dag- skránni rekur hver stórviðburður- inn annan; nútímatónlist, jazz, óperutónlist, klassík og popp. Til að nefna einhver nöfn; Krzystof Pend- erecki, Stéphane Grappelli, Leonard Cohen og Vladimir Ashkenazy. Akur myndlistarinnar er einnig Það verður væntanlega margt um manninn í Listasafni íslands á laug- ardaginn kemur. Klukkan 14.00 verður Listahátíð sett í húsakynn- um safnsins og um leið opna þar tvær sýningar, annarsvegar á verk- um Chagalls sem mikið hefur verið skrifað og talað um og um leið sýn- ingin á norrænni konkretlist sem er mjög, ef til vill ekki síður, merkileg sýning. Sýning þessi, Norrœn konkretlist 1907—1960, er framlag Listasafns- ins til Listahátíðar að þessu sinni og er safnið beinn aðili að sýningunni. Það hefur staðið að undirbúningi hennar fyrir íslands hönd en sam- setning hennar er samnorrænt verkefni, unnið að frumkvæði Norrænu listmiðstöðvarinnar í Sveaborg. Sýningin leggur megin- áherslu á verk sjötta áratugarins en um leið er reynt að draga fram og skýra uppruna norræna konkrets- ins og þróun þess á öldinni. Á sýn- ingunni verða bæði málverk og höggmyndir og frá Islandi verða verk eftir Finn Jónsson, Svavar Guðnason, Valtý Pétursson, Þorvald Skúlason, Karl Kvaran, Eirík Smith, Hjörleif Sigurðsson og myndhöggv- arana Gerði Helgadóttir, Ásmund Sveinsson og Guðmund Benedikts- son. Þróunin í konkret málverkinu var mjög mismunandi í hverju Norður- landanna fyrir sig og þessari list mismunandi tekið. Jákvæðar undir- tektir voru einkum í Svíþjóð og Danmörku en Norðmenn eru fyrst á allra síðustu árum að uppgötva sína módernista. I Finnlandi voru það hinsvegar aðeins tveir málarar sem héldu uppi merki konkretsins að einhverju marki. Á íslandi varð konkretið mjög sterkt á sjötta ára- tuginum. Finnur Jónsson, kom hér heim og hélt sýningu á abstrakt- verkum árið 1925 en hún fékk slæma dóma, svo slæma að Finnur neyddist til að leggja frekari áform um abstrakt að mestu á hilluna. Það var hinsvegar Parísarskólinn sem tók upp merkið aftur á sjötta áratug- inum eins og fyrr segir. Halldór Björn Runólfsson list- fræðingur segir í grein um islenska abstraktlist í veglegri sýningarskrá sem gefin verður út jafnhliða sýn- ingunni, að í raun hafi Islendingar verið seinni til að meðtaka abstrakt- listina en aðrar norðurlandaþjóðir. Skýringin er m.a. sú að hér var borg- araleg þróun þjóðféiagsins skammt á veg komin á öndverðri öldinni. Finnur Jónsson var fyrsti abstrak- málarinn sem við eignuðumst en Finnur málaði abstrakt á þriðja ára- tuginum í Þýskalandi og þykir afar merkilegur máiari þar ytra í þessari þróun. Finnur hélt sýningu hér 1925 en tveir áratugir liðu þar til næsta abstraktsýning var haldin hér á landi og þar var á ferðinni Svavar Guðnason. Hún festi óhlutbundna list í sessi hér á landi og ýtti undir þá málara sem þegar voru farnir að feta sig áfram á þeirri braut. Sá hóp- ur var þó mislitur, þó má spyrða hann saman í kringum Septem-sýn- ingarnar og stefnuskrá Kjartans Guðjónssonar sem hann skrifaði fyrir fyrstu sýninguna undir Septem nafninu, árið 1947. Þar boðaði hann m.a. fráhvarf íslenskrar listar frá ein- staklingsbundinni og sjálfsprottinni viðmiðun fyrri tíma. Listaverkið átti Hér er elsta mynd sýningarinnar, eftir norsku listakonuna Hilmu af Klint, máluð 1907. Hilma var „uppgötvuð" aðeins fyrir fáum árum eftir að hafa legið i gleymsku og dái um langan aldur, m.a. vegna þess að i erfðaskrá hennar voru ákvæði um að ekki mætti sýna myndir hennar fyrr en 40 árum eftir andlát hennar. ekki að merkja en vera. Eigindir þess ættu að vera samspil litar og forms fremur en tilvísun til hlut- veruleikans. Það sem næst gerist í íslenskri konkretlist eru Parísar- áhrifin, Þorvaldur Skúlason, Valtýr Pétursson, Gerður Helgadóttir og fleiri. Á öndverðum sjötta áratugin- um er svo konkretið orðin næsta harðsnúin hreyfing hér heima og fleiri málarar og skúlptúristar bætt- ust við. Karl Kvaran, Eiríkur Smith, Hörður Ágústsson, sem reyndar var einnig sterkur málsvari geometr- ísku stefnunnar í tímaritinu Birtingi. Kompósjón eftir Karl Kvaran frá 1954, svo sannarlega ólík þeim myndum sem Karl hefur gert síðar. Bræðurnir Jón og Guðmundur Benediktssynir sem höfðu lært hjá Ásmundi og fleiri. Allmiklar hrær- ingar urðu innan þessa hóps, margir hverjir sneru baki við konkretlist- inni en sá sem ef til vili hefur haldið hvað lengst trú og tryggð við hana og þróað mest er Karl Kvaran. Nína Tryggvadóttir gerði líka myndir sem g««iga nærri hreinni geómetríu en hún gekk þó aldrei alla leið og það kom svo í hennar hlut að lýsa yfir opinberlega að geómetrísk abstraksjón hefði of mikil áhrif á íslandi og um leið yrðu aðrar stefnur, ekki frá París, útund- an. Þetta var árið 1955 og eftir það tninnkuð áhrif flatarlistarinnar á Is- landi. Minnkuðu um leið og stefnan náði hámarki sínu með þátttöku ís- lenskra listamanna á samsýningu í Róm. Þar sást glögglega hversu snöggir íslensku listamennirnir höfðu verið að skapa módernisma í landi sem þekkti lítt til slíkra fyrir- brigða. Um leið var ljóst að ísland hafði verið þátttakandi í alþjóðleg- um straumi, komnum beint frá París, og telja menn að slík þátttaka hafi aldrei endurtekið sig. Konkretlistin er óþjóðleg, hún er fyrst og fremst alþjóðleg uppbyggingarstefna og hennar kennir víða, t.d. í húsa- gerðarlist þar sem hún er tákn enduruppbvggingar eftir stríðið þegar skipulag var útópía rústaðrar heimsálfu. Halldór Björn, sem hér hefur að mestu verið vitnað til að ofan, segir að skýringa á því hversu sterkt og fljótt konkretiistin spratt upp hér á landi, megi ef til vill rekja til þess að mönnum þótti jafn sjálfsagt að fá listalínuna frá París, eins og þeim fannst sjálfsagt að fá flokkslínuna frá Moskvu. En margir þeirra sem hér hafa verið nefndir voru hallir undir Stalín fram að Krúsjoff ræð- unni frægu en um svipað leyti og hún var haldin byrjaði íslenska konkretlistin að dala. List sem tók þátt í alþjóðlegri hræringu og vildi færa landið til nútímans, færa það fram á veginn með skilyrðislausri kröfu um uppbyggingu. Oll undan- látssemi var túlkuð sem hálfvelgja og átti ekki heima í hreinlínustefn- unni, listrænni eða þjóðfélagslegri. kk HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.