Helgarpósturinn - 02.06.1988, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 02.06.1988, Blaðsíða 22
LISTAHÁTIÐ I REYKJAVIK 1988 Laugardagurinn 4. júni er setn- ingardagur Listahátiðar 1988. Setningin verður í Listasafni íslands við Frikirkju veg klukkan tvö og hátið- in hefst með opnun sýninga á verk- um Chagalls og norrænni konkretlist 1907—1960. Skömmu síðar, klukkan hálf fjogur, opnarsýning í íslenskum heimilisiðnaði á islensku keramiki, batik og glermunum. Fyrstu dagam- ir einkennast eðlilega af opnunum sýninga sem standa munu alla há- tíðina. Klukkan fjögur á setningar- daginn opnar Facsimile sýning í Stofnun Ama Magnússonar, en þar eru á ferðinni Ijósprentanir handrita og bóka allt frá fimmtu öld. Klukkan fimm veröur síðan stórviðburður í Háskólabió þegar Penderecky stjórnar Fílharmóníuhljómsveitinni frá Poznan og Fílharmónfukórnum frá Varsjá við flutning á verki sínu Pólsk Sálumessa. Sunnudagur 5. júní: Klukkan tvö opnar á Kjarvalsstöðum sýningin Maðurinn í forgrunni, en þar er á ferðinni íslensk fígúrativ list frá 1965—1985. Nærri fjörutiu islenskir \ myndlistarmenn sýna þar verk sín. Klukkan fjögur opnar síðan í FÍM- salnum sýning á verkum breska málarans Howard Hodgkin og klgkkustund síðar flytur Filharm- óníuhljómsveitin frá Poznan ýmis verk undir stjórn Wojciech Michni- ewsky. Meöal verka er Choralis eftir Jón Nordal. Þessir tónleikar verða að sjálfsögðu í Háskólabiói þar eð ekki er vö) á öðru tónieikahúsi af svipaðri staeröargráðu, enn. Klukkan hálfniu um kvöldið leikur Kolbeinn Bjarnason samtímatónlist á flautu í Listasafni íslands. Mánudagur 6. júní: Stórtónleikar i Haskólabiói með jazz-risanum Sféphane Grappelli Hann hefur verið svo rækilega kynntur hér í HP sem annars staðar að við það er engu að bæta. Þriðjudagur 7. júní: Klukkan hálf- niu að kvöldi heldur Daniel Graffin fyrirlestur um samband'myndlistar og byggingarlistar i Norræna húsinu og á sama tíma hefst í Islensku Óperunni tvíþætt dagskrá helguð íslenskri lisí. Þar frumflytur Hamra- hliðarkórinn verkiö fiminn og Vatn- ið eftir Jón Þórarinsson við Ijóð Steins Steinarr. Stjórnandi er Þor- geröur Ingólfsdóttir. Strax á eftir sýnir Islenski Dansflokkurinn verð- launaballett Hlifar Svavarsdóttur sem heitir Af mönnum. Tónlist er eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Metnað- arfull íslensk dagskrá. Miðvikudagur 8. júní: Klukkan sex opnar í Ásmundarsal Arkitektafélag íslands sýninguna Byggt i Berlín, en hún tengist alþjóðasýningu um byggingarlist sem haldin var i Berlin 1987. Klukkan átta að kvöldi verður frum- sýning á leikriti Guðmundar Kamb- an, Marmari sem Hefgá Backmann leikstýrir. Ég vísa á viðtal við Helgu hér á síðuhn listapóstsíns. Klukkan hálfniu veröur endurflutningur i (s- lensku Óperunni á verkunum Um- inn og Vatnið og Af mönnum. Á sama tíma verður sérlega athygli- verð dagskrá í Lindarbæ, en þar sýn- ir Austur-Þýski brúðuleikhúsmaður- inn Peter Waschinsky brúðuleik- húsverkið Ánamaðkar. Waschinsky er heimsþekktur fyrir list sina og var kynntur í brúðuleikhúsþáttum i rikis- sjónvarpinu árið 1987, Fimmtudagur 9. júní: Klukkan hálfníu flytur Hildebrand Machleit fyrirlestur um sýninguna Byggt í Berlín á sýningarstað í Ásmundar- sal. Á sama tima hefjast í Háskóla- bíói tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands undir stjórn Petri Sakari, en á efnisskránni verða verk eftir Sibel- ius, Leoncavallo, Verdi og Respighi. Og enn á sama tima í Þjóðleikhús- inu; Litla Sviðið: Ef ég væri þú, leik- rit eftir Þorvarð Helgason. Á sama tíma verður endursýning á brúðu- leikhúsverki Peters Waschinsky Ánamaðkar i Lindarbæ. BÍÓ O úff ★ sæmileg ★★ góð ★★★ ágæt ★★★★! Regnboginn Síðasti keisarinn (The Last Emperor) Hættuleg kynni (Fatal Attraction) ★★★ Brennandi hjörtu (Flamberede hjerter) ★★ Hentu mömmu af lestinni (Throw Momma from the Train) ★★ Metsölubók (Best Seller) ★★ Gættu þín kona (Lady Beware) ★ Hetjur himingeimsins (Masters of the Universe) ★ Hann er stúlkan mín (He's my girl) ★ Bíóhöllin Spaceball ★★★ Þrír menn og bam (Three Men and a Baby) ★★ Hættuleg fegurö (Fatal Beauty) ★ Bíóborgin Veldi sólarinnar (Empire of the Sun) ★★ Fullt tungl (Moonstruck) ★★ Sjónvarpsfréttir (Broadcast News) ★★ Stjörnubió Dauðadansinn (Tough Guys Don't Dance) ★★ lllur grunur (Suspect) ★★ Laugarásbió Hróp á frelsi (Cry Freedom) ★★★★ Rosary-morðin (The Rosary Murders) ★★ Kenny ★★ Hárlakk (Hairspray) ★ Háskólabíó Sumarskólinn (Summerschool) ★ MYNDBANDALISTI VIKUNNAR 1 (D 2 ( 2) 3 ( 5) 4 (3-4) 5 (3-4) 6 ( 7) 7 ( 9) 8 (11) 9 (19) 10 ( 5) 11—12 ( 8) 11—12 (12) 13 (-) 14 (17) 15 (14—15) 16 (-) 17 (-) 18 (10) 19 (16) 20 (-) Ath. að merkingin (-) merkir að viðkomandi myndband sé nýtt inni á lista. Tolur í svigum sýna stöðu titilsins í vikunni á undan. Listi þessi er gerður af samtökum íslenskra myndbandaleiga og er miö tekið af útleigu hjá um tuttugu aðilum á öllu landinu. gestakennara mun mæta á þessi námskeið erlendis frá án þess að við förum að þylja nöfn. Enn er hægt að skrá sig því námskeiöin eru rétt að fara af stað Á laugardag klukkan hálftvö verö- ur settur stórfundur Félags áhuga- manna um bókmenntir tiieinkaö skáldkonunni Málfriði Sigurðar- dóttur sem margir vilja líkja við Þór- berg Þórðarson. Hún gaf fyrst út skáldverk komin á áttræðisaldur. Skáldskapur hennar liggur á mörk- um ævisögu, skáldskaps og heim- spekihugleiöinga, „hún kafar í eigin fortíð og sálardjúp með kaldhæðnis- 'kimni i veganesti," segir meðal ann- ars í dagskrárkynningu Helgarpósts- ins... Á fundinum veröur haldin sýn- ing á frumlegum vefnaði Málfriðar, auk þess sem Guöbergur Bergsson sýnir kvikmynd sem hann tók af skáldkonunni. Hann hefur nú lesiö inná myndina frumort Ijóð sem hann kallar Ljóðsuð um látna skáldkonu. Stórfundurinn verður haldin á Hótel Loftleiðum og aðgangseyrir félags- manna eru 300 krónur, en 500 fyrir utanfélagsmenn. Árshátíð félagsins verður síðan í beinu framhaldi um kvöldið. Jazz-sveitin Súld heldur tónleika í kvöld, fimmtudagskvöld klukkan hálftíu á Hótel Borg. Þeir kynna þar nýja plötu sina Bukoliki, sem þeir eru sjálfir ekki vissir um hvað þýðir. Einnig verða spánný lög á efnis- skránni. Þeir eru að fara í tónleikaferð til Kanada og nýr víbrafón og slag- verksleikari sveitarinnar heitir Maarten Van Der Valk. Hollending- ur væntanlega, sem minnir á tréskó, myllur, blóm, yndíslega útbiaða sporvagna og einhverra hluta vegna, argentíska nautasteik. í Gallerí Gangskör opnar laugardag- inn 4. júní kl. 14 sýníng á verkum meðlima gallerísins. Sýningin stend- ur til 19. júní og er einskonar framlag gallerísins til Listahátíðar. Yfirskriftin er Gróska og er það réttnefni því ný- vetíö hefur meðlimum Gallerís Gangskarar fjölgað umtalsvert. Sýn- ingin er opin um helgar frá kl. 2—6, virka daga nema mánudaga 12—6. Föstudagur 10. júní: Klukkan átta verður önnur sýning á Marmara eftir Guömund Kamban í Þjóðleikhúsinu og hálftíma siðar verður önnur sýn- ing á Ef ég væri þú eftir Þorvarð Helgason á Litla sviðinu. Klukkan hálfníu veröa tónleikar á Kjarvals- stööum þar sem Svava Bernharðs- dóttir og Anna Guðný Guömunds- dóttir leika islenska tónlist fyrir lág- fiölu og píanó. Þetta látum viö nægja um listahátið í dagskrárkynningu. en höldum áfram i næsta blaði meö samskonar yfirlit auk greina um sér- staka viðburði. Gallerí Borg verður meö sjálfstætt framlag til listahátíðar að þessu sinni. Þann 9. júní opnar galleriið sýningu á verkufn Þorvaldar Skúla- sonar listmélara og þar munu vera á ferðinni valdar rhyndir úr safni erf- ingja Þorvaldar, dliu og gvassmyndir. Myndirnar verða frá ýmsum skeiö- urh á lístferli Þorvaldar og sýningin stendur aðeins fram yfir iistahátíö, alltaf gera betur strákar, til 21. júni. I Gallerí Darrell i Kaupmannahöfn hangir mynd eftir Þorvald frá árinu 1948 og er sú föl fyrir 1 milljón króna. í Heita pottinum Duus húsi verða jazz-tónleíkar á sunnudagskvöld næstkomandi, þegar hljómsveit Jónasar Þóris treður upp klukkan tiu. Ekkert meira um það að segja, það verður nóg að gera hjá jazzunnend- um á næstu vikum. Kramhúsið hefur auglýst sumar- námskeið sín í dansi, leikfimi og hreyfitjáningu, en nokkur námskeið hófust 1. júní, meöal annars i nám- skeið í jazz-dansi og nútímadansi, dansspuna fyrir börn á aldrinum 4—8 ára. Kennari á því námskeiði verður Guðbjörg Arnardóttir sem hefur barnaspuna aö sérgrein. Fjöldi Dirty Dancing (J.B. Heildsala) No Mercy (Steinar) Raising Arizona (Steinar) Beverly Hills Cops 2 Háskólabíó) Roxanne (Skífan) Rent a Cop (J.B. Heildsala) Critical Condition (Háskólabíó) Big Easy (Skífan) Jumping Jack Flash (Steinar) Ishtar (Skífan) Case Closed (Steinar) Assassination (Myndbox) Radio Days (Skífan) Eureka (Steinar) Woowoo Kid (J.B. Heildsala) Bigshots (J.B. Heildsala) The Jerk (Laugarásbíó) Made in Heaven (J.B. Heildsala) La Bamba (Skífan) Innerspace (Steinar) Howard Hodgkin Andartak af sambandi Sunnudaginn 5. júní kl. 16 verdur opnud sýning á vegum listahátídar á grafíkverkum breska listamanns- ins Howards Hodgkin í FÍM-salnum við Garöastrœti. Howard Hodgkin er fæddur í Bret- landi árið 1932. Hann öðlaðist fyrst alþjóðlega viðurkenningu fyrir fjór- um árum sem þátttakandi Bretlands á Feneyjabíennalnum. Síðan 1970 hefur Hodgkin málað með olíu á tré. Sjálfur segir hann að viðurinn hafi karakter en auður strigi sé hins veg- ar einsog óspjölluð mey. Hann kveðst hafa meiri áhuga á karakter- um; það sé bara eins og með reynsl- una — hún sé alltaf háð fyrri reynslu og aldrei algeriega hrein. „Fólk meðtekur hvert annað svo óbeint", segir Hodgkin, „...ég get ekki hugs- að mér neitt fjær líkamlegum eða sjónrænum veruleika en hið hefð- bundna portrett". I gegnum árin hef- ur Hodgkin þróað allsérstæðan málarastíl sem kann í fyrstu að virð- ast afstrakt, en er í raun mjög hlut- bundinn og tengdur fyrirmynd. Hann segir að neistinn sem skapi málverkið verði til þegar minnið fari að vinna úr kynnum hans af fólki. ...eitt andartak af sambandi á milli mín sjálfs og annarra". Flestar þeirra mynda sem Hodgkin málaði á sjötta og sjöunda áratuginum höfðu að uppistöðu persónu eða persónur sem blönduðust saman við um- hverfi sitt; sviðið var venjulegast innandyra og hlaðið listaverkum því fyrirsætur Hodgkins voru oftar en ekki listamenn eða listaverka- safnarar. Myndir hans studdust því gjarnan við iist og persónuleika fyr- irsætanna sem voru honum yfirleitt ve! kunnar; kvöldverðarboð, sam- ræður og göngutúr um listasafn eru fyrir Hodgkin einsog opinberanir. Hvað þetta varðar á Howard Hodgkin margt sameiginlegt með Bloomsbury hópnum breska sem áleit persónuleg samskipti vera grundvallarviðfangsefni allrar listar. Styrkur bestu mynda Hodgkins er einmitt tilfinningaleg mögnun á ein- hverju persónubundnu viðfangs- efni. Slík mögnun var einmitt eitt helsta markmið Bloomsbury málar- anna, en vandi þeirra var hugsan- lega í því fólginn að tileinka sér fremur tilfinningalausan stíl. Hodgkin tekur upp hanska sumra Bloomsbury stílistanna, en virðist ganga sýnu betur í tilfinningalegri uppbyggingu. Persónulegir pensil- drættirnir, sem oft virðast hafa að geyma einbeitingu og ástandstúlk- un skrautritarans, eru vísbendingar í þá veru. Hodgkin reiðir sig þó lang- mest á litinn til að koma tilfinninga- boðum áleiðis. Verk hans, sem hvíla í óþægilegri stellingu á milli af- strakts og fígúratívrar nákvæmni, eru oftast nær smá í sniðum og virka yfirieitt enn smærri en þau eru vegna þykjusturammans sem málarinn gerir í kringum lungann af verkinu. A þessum óinnrömmuðu tímum sem sniðganga allar hefðir hefur Howard Hodgkin búið sér til nýja rammahefð. Hann lætur sér ekki nægja mjósiegna og sprautu- lakkaða markaðsramma, heldur snýr hann aftur til forneskjunnar, frumstæðrar listar þar sem ramm- inn er gjarnan stór þáttur í verkinu. Slíks má sjá merki bæði í indíánalist Norður-Ameríku og í indóevrópsk- um sígaunahefðum. Þar ku reglan hafa verið sú að ramminn skyidi þjóna hlutverki undirstöðunnar, móður Jarðar, sem væri í raun drif- kraftur verksins og samofinn því. Þessir samasemrammar Hodgkins gefa verkum hans nánast þrívítt yf- irbragð þannig að þau verða að einskonar sjónhverfingalágmynd- um eða hólógrömmum. Hvað þetta varðar tekur Hodgkin upp suma þræði Nýimpressjónistanna sem margir hverjir hafa það að mark- miði að æpa að hætti umferðar- skiltamálara. Litamál Hodgkins er mjög persónulegt og búið að ganga í gegnum mörg efnahvörf á nær fjörutíu ára ferli listamannsins. í raun er hinn persónulegi þáttur svo stór í list Hodgkins að það er ekki út í hött að tala um sjálfskönnun, eða eins og hann segir sjálfur: „Mynd- irnar mínar eru ekki tilbúnar fyrr en viðfangsefnið er komið til baka og „líkamnast" í málverkinu. Þá fyrst getur tilfinningin farið að skila sér". Auk málarastarfans er Hodgkin uppfinningasamur og atorkumikill grafíklistamaður og það eru einmitt grafíkverk hans sem verða Islend- ingum til sýnis í FIM-salnum nú á listahátíð. Ætingar, akvatintur og litógrafíur Hodgkins hafa ekki ósvipað yfirbragð og málverkin, enda er leitun að „malerískari" listamanni en einmitt honum. Hodgkin hefur ferðast vítt og breitt og nú síðustu árin hefur Indland verið í sérstöku uppáhaldi hjá hon- um. Árið 1982 sýndi hann grafík- verk í Tate Gallery í London sem hann gerði á votan, heimatilbúinn pappír í Ahmedabad í Gujarta-hér- aði Indlands. Hann hefur einnig ver- ið áhugamikil! smágripasafnari um árabil og þá einkum lagt sig eftir Mughalmíníatúrum. Hodgkin hefur hlotnast margs konar viðurkenning fyrir list sína og þar á meðal grafík- list. Fyrir tveimur árum hlaut hann t.a.m. fyrstu verðlaun á Bradford Grafíkbíennalnum fyrir verk sem hann tileinkar David Hockney og kallar „David’s Pool". Og þá er bara að nota góða veðrið og stinga sér til sunds í FIM-salnum á sunnudaginn. Ólafur Engilbertsson 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.