Helgarpósturinn - 02.06.1988, Síða 23

Helgarpósturinn - 02.06.1988, Síða 23
ÍMANNA TÁKN AU OGTÖ Stórfundur Félags áhugamanna um bókmenntir tileinkaöur skáldkonunni Málfríði Einarsdóttur Laugardaginn 4. júní heldur Félag áhugamanna um bókmenntir ár- legan stóríund sinn og er hann að þessu sinni tileinkaður skáldkon- unni Málfríöi Einarsdóttur 1899 — d.1983). Félagið hélt samskonar fund í fyrra tileinkaðan Halldóri Laxness. Stórfundur um Málfríði Einarsdóttur ueröur haldinn í Krist- alssal Hótel Loftleiða og hefst klukk- an hálftvö. Dagskrá dagsins er fjöl- breytt, þar verða flutt fimm erindi auk þess sem lesið verður úr verk- um skáldkonunnar. Sérstœð strammaskáldverk Málfríöar veröa til sýnis á fundinum og sýnd verður kvikmynd Guðbergs Bergssonar af Málfríði með yfirlesnu Ijóði sem hann katlar Ljóðsuð um látna skáldkonu. Dagskráin stendur til klukkan fimm með kaffihléi. Á fundinn verður upplýst um dularfulla persónu, Mademoiselie S.E. sem aftur og aftur birtist í skáld- skap Málfríðar. Þeir sem flytja erindi eru Sigfús Daðason, hvatamaður og útgefandi Málfríðar (Málfríður, eng- um lík?), lngunn Þóra Magnúsdóttir sem lengi skrifaðist á við skáldkon- una (Bréfin hennar Fríðu), Elías Mar sem hvatti hana til að taka saman skrif sín (Úr skúffum og skápum), Ragnheiður Margrét Guðmunds- dóttir (Leit að samastað í tilverunni) og að lokum flytur Vilborg Dag- bjartsdóttir erindi sitt um Mademoiselle S.E. Málfríður Einarsdóttir hefur skrif- að tvö sjálfsævisöguleg skáld- verk, Samastaður í tilverunni 1977 og Úr sálarkirnunni 1978. Árið 1979 kom fyrsta skáldsaga hennar Auðnuleysingi og Tötrughypja og síðar kom framhald þeirrar sögu, Tötra í Glettingi. Árið 1983 kom út bókin Rásir Dægranna, en þar er á ferðinni safn greina, bréfa og skáld- sögukafli um Tötru. Soffía Auður Birgisdóttir bók- menntafræðingur; Skáldverk Málfríðar eru eiginlega á mörkum þess að vera sjálfsævisöguleg og hreinn skáldskapur. Þannig má segja að hún sé andlega skyldust Þórbergi Þórðarsyni af íslenskum skáldum og þau tvö alveg sér á báti í íslenskum bókmenntaheimi. Hún gaf meðal annars út bókina Bréf til Steinunnar (Sigurðardóttur skáld- konu). Það sem helst einkennir skáldskap Málfríðar er að hún er afskaplega forn um leið og hún er fersk. Ólafur Jónsson skrifaði eitt sinn um hana og titill greinarinnar var Atómskáld í peysufötum eða fornkona í framúrstíl. Skrifum henn- ar verður best lýst sem kaos, glund- roða þar sem öllu ægir saman; skáldskap, æviminningum og hug- leiðingum um heimspeki og listir. Hún vitnar í Baudelaire og Halldór Laxness um leið og Jón Jónsson bónda sem hún þekkti í barnæsku. Hún var góður þýðandi og þýddi bæði Baudelaire og Edgar Allan Poe.“ Málfríður skrifar í raun í anda deconstruction, (ieysigreining/nið- urrif án neikvæðra formerkja), sem um árabil hefur verið nýjasta nýtt í bókmenntaheiminum, eins konar bræðingur sálfræði, mannfræði, táknfræði, heimspeki, strúktúral- isma og feminisma. Soffía: „Hún rífur jafnóðum niður það sem hún segir og gerir það með miklum húmor. Hún er sjálfhæðin með afbrigðum, sem einkenndi ein- mitt stíl Þórbergs. Hún var komin yfir sjötugt þegar fyrsta bók hennar kom út og sagði eitt sinn í viðtali að hún hafi gengið á milli útgefenda í fjörutíu ár.“ Hún gerði fleira en að skrifa, hún saumaði mikið af Strammaverkum, en það eru útsaumsverk með hugar- mynstri Málfríðar. Guðbergur Bergsson, sem lengi var leigjandi hjá Málfríði, tók eitt sinn kvikmynd af Málfríði úti í garði. Guðbergur hefur samið ljóð við myndina sem hann kallar Ljóðsuð um látna skáld- konu. Þetta impróviseraða talljóð hefur verið lesið yfir myndina. Þessi merka heimild verður frumflutt á fundi.ium. Soffía: „Gagnrýnendur og rithöf- undar áttu í skemmtilegum vand- ræðum með að skilgreina Málfríði. Þeir kölluðu fyrstu bækurnar henn- ar meðal annars þjóðlegan fróðleik með heimspekiívafi. Hún brýst í raun undan öllum skilgreiningum. Viðfangsefni hennar er leit að sama- stað í tilverunni og leit að sjálfsvit- und. Það sem mér finnst skemmti- legt í skáldskap hennar er hversu ill- skiljanlegur hann er, en það styður einmitt sjálfsleit hennar. Hún þótti sérsinna, var í útjaðri þjóðfélagsins og bækur hennar eru að sama skapi í útjaðri íslenskra bókmennta. Þar hefur skáldið Málfríður ekki vissari stöðu, en manneskjan Málfríður hafði í lífinu. Hún hefur þó alla tíð lag á að fjalla um sjálfa sig með mikl- um húmor, sem gerir viðfangsefnið fjarri því tormelt. Hún er náma fyrir sálfræðisinnaða bókmenntafræð- inga vegna þess hve hún byggir frá- sagnir sínar á æsku sinni og upp- runa. Þegar hún fæddist dó móðir hennar af barnsförunum og tvíbura- bróðir hennar með. Hún var sú eina sem eftir lifði. Málfríður hefur sjálf sagt í bókum sínum: „Þarna dóu þau sem allir vildu að eftir lifðu, en hún lifði píslin." Málfríður var þann- ig móðurlaus frá fæðingu, faðir hennar hugsaði ekki um hana: „upp úr þessu spretta allar mínar svörtu fóbíur." Henni fannst hún utangarðs, átti ekki samastað í tilverunni frá fæðingu, og sama má segja um per- sónur hennar Auðnuleysingja og Tötrughypju, sem hún kallar gjarn- an Au og Tö, þau eru utangarðs- menn eins og slíkir verða sterkastir í skáldskap." Meðal þeirra bóka sem Málfríður skrifaði var Bréf til Steinunnar, til Steinunnar Sigurðardóttir rithöf- undar. Steinunn: „Ég var erlendis á þess- um tíma og við skrifuðumst mikið á. Það er sennilega upphafið að þvi að hún stilaði þessa bók á mig, en hvers vegna veit ég i raun ekki. Hún var mjög sérstök kona, vægar er ekki hægt að orða það, ekki lík nokkurri annarri manneskju sem ég hef þekkt. Hún var komin á áttræðisald- ur, en maður fann samt aldrei nein andleg ellimörk á henni. Hún gat fíflast og gantast yfir öllu og engu, mér fannst ég alltaf vera með ungl- ingi en næstum áttræðri konu. Ef maður lét út úr sér einhverja helvítis vitleysu greip hún það á lofti, sneri því á alla kanta og hló svo að öilu saman þangað til henni lá við köfn- un. Það er í raun mjög skrýtið að hún skyldi ekki vera meira metin í lif- anda lífi. Ástæðan er sennilega sú að enginn vissi hvar ætti að flokka hana. Var hún að skrifa skáldskap, heimspekiæfingar eða æskuminn- ingar? Svo var hún fróðasta manneskja sem ég hef fyrir hitt. Hún vissi allan andskotann, hafði skoðun á öllu og því var alltaf hátíð að tala við hana. Hún réði við að þýða úr einum tíu tungumálum. Þýðingar hennar á Dante eru til dæmis frábærar, hreint út sagt. Það voru mikil forréttindi að fá að umgangast Fríðu." fþ Lítið og snoturt Þessi samkeppni um bætta umgengni í Reykjavík er algjört hneyksli. Þetta er ekkert annað en vináttutengsl, klíkuskapur og pólitík. Eg veit að vísu hversu illa það er séð að verða móðgaður þegar maður fer hallloka í sam- keppni en mér tekst ekki að bæla niður reiði mína. Ég var með besta slagorðið og ílátshug- mynd mín var sú lang snjallasta. Samt fékk ég engin verðlaun. Slagorð mitt var bæði vin- gjarnlegt og sannfærandi: „Haltu Kvosinni kósí, lagsi". Þeg- ar ég hugsa um þetta brútala og tillitslausa slagorð sem vann til verðlauna verður mér óglatt. Hugmynd mín að ruslafötu var einfaldlega geníal. Líkan af ráðhúsbyggingunni á hvolfi. Til að auka möguleika mína hafði ég límt mynd af borgarstjóranum á ílátið. Stundum skaðar ekki að smjaðra aðeins fyrir dómnefnd- inni. Mistök mín, ég viðurkenni þau, hafa ef til vill verið að hafa myndina í botni fötunnar en ekki utan á en það breytir engu. Borg, þar sem bílum hefur fjölgað um tugi þúsunda og blikkdósir fjúka brátt út um allt, hefði ekki veitt af litlu og snotru íláti sem mætti stækka í áföngum samkvæmt vaxandi þörfum án þess að al- menningur tæki einu sinni eftir því! Gengisfelling íslensku krón- unnar er svar við lækkandi fisk- verði og innlendri verðbólgu. Þessi var hvorki sú fyrsta né síð- asta. En gengisfelling er alltaf miklu meira en bara efnahags- ákvörðun. Það er athöfn sem fer eftir ákveðnum reglum. Leikrit, pólitískur sjónleikur með sið- ferðilegu ívafi. í drama togast á öfl án þess að úrslit séu fyrirfram ákveðin. í tragíkinnni ákveða guðirnir örlög persónanna og getulaus áhorfandinn getur ekk- ert við því gert. í gamanleik eru öll brögð leyfð en allt á að enda í gleði og samlyndi. Gengisfellingin var ekki stíl- hrein. Hún hikstaði á milli þess- ara leikforma. Kannski var hún „svört kómedía" eins og „Algjört Rugl" sem LR sýndi í vetur og sannaði hversu erfitt þetta form er _í uppfærslu. í hlutverki örlaganna í harm- leiknum voru vondir Amerikanar og Evrópubúar sem borga nú minna fyrir fiskinn. Bankarnir og stórfyrirtæki sem keyptu dýr- mætan gjaldeyrinn voru í hlut- verki svikarans. í hlutverki vof- unnar, eins og í leikritum Shakespeare, var gamli vinur okkar, verðbólgan. Hlutverk ríkisstjórnarinnar var að breyta harmleiknum, þar sem menn eru ofurseldir vilja guðanna, í drama, þar sem hetjan rís upp og snýr við atburðarásinni. Þetta er erfitt hlutverk því um leið og þarf að útskýra að ekkert hafi verið hægt að gera, verður að sannfæra áhorfendur um að nú verði tekist á við hlutina. Þegar leikritið byrjaði var hetj- an á skrifstofu sinni með upp- brettar ermar, vinnuglaður og af- kastamikill. Hann hafði aflýst stefnumóti við þekktan leikara. Síðan kom hléið og eftir það varð stykkið sundurlaust. Leik- ararnir treystu ekki lengur leikrit- inu og hver lék í sínu horni í þeirri von að bjarga mætti sýningunni ef ekki krónunni. Gengisfellingar eru líkar en orðaforðinn breytist. Fyrir nokkr- um árum voru hliðarráðstafanir í tísku. Þessar hliðar voru ekki endanlega björtu hliðarnar én gengisfellingin var umkringd á alla vegu. í dag er „stærð" nýja hugtakið. Hvað kemur næst? Maður man eftir fljótandi krónu og þeirri sem seig í sam- úðarskyni við fallandi erlenda mynt. Það er fastgengisstefn- unni að þakka ef tími alvöru gengisfellinga er kominn aftur og það er fagnaðarefni í sjálfu sér. Það er alltaf viss stemning í kringum gengisfellingu. í fáeina daga breytast allir íslendingar í efnahagssérfræðinga. Allir hafa gaman af að spá í hversu mikil hún verður og vinningshafar eru fleiri en í lottóinu. Ég skrifa meira um þetta í júlí- mánuði þegar næsta gengisfell- ing verður. Greinarhöfundur ætlar að kæra dómnefndina í samkeppn- inni um ruslaílát á alþjóðlegum vettvangi. Gerard Lemarquis a \ 1 HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.