Helgarpósturinn - 02.06.1988, Síða 26
þýska skólann og pólska skólann.
Það er mjög útbreiddur misskilning-
ur að í Darmstadt hafi ríkt harðsnú-
in klíka sem hafi sent frá sér fagur-
fræðileg páfabréf. Darmstadthópur-
inn var mjög sundurlaus frá upphafi
og ekkert sérlega þýskur. Ég minni
aðeins á að Nono var ítalskur, einnig
Maderna, Boulez franskur og Stock-
hausen þýskur. Og allt voru þetta
mjög ólíkir menn, sem áttu ekki
samleið nema í stuttan tíma. Allir
þróuðust þeir sinn í hverja áttina og
voru raunar sjaldan sammála.
Það er rétt hjá Guðmundi að
Schönberg, Berg og Webern hafi
vísað hinn eina og sanna veg í
Darmstadt. Og þá einkanlega
Webern. Ahrif hans voru mjög sterk
á sjötta áratuginum. Flest önnur tón-
skáld 20. aldar hurfu þá í skuggann
af honum. Mönnum fannst þá að
hann vísaði leið til ókunnugs lands
í tónlistinni. Frumleiki og snilld
Weberns var mér alltaf ljós, en núna
er ég ekki eins viss um og þá, að
nokkrum auðnist að feta í fótspor
hans. Og vissulega voru til önnur
merkileg tónskáld á öldinni.
Darmstadtliðið á sjötta áratugin-
um var þó ekki eins einstrengilegt
og margir halda í dag. Og ekki nærri
eins fordómafullt og þeir sem höm-
uðust á móti nýrri og ferskri tónlist.
Afturhaldið hefur alltaf verið til og
breytist ekkert. Og tónlistin var ekki
nærri því eins útreiknuð og menn
halda. Alráð raðtækni kemur raun-
ar fyrir í mjög fáum verkum hinna
stærri spámanna. Aftur á móti voru
þeir stældir og eru enn. Slíkt hendir
alla góða listamenn og er lítið við
því að gera. Raunar kom gagnrýnin
á raðtæknina fyrst fram hjá Darm-
stadthópnum og þar sáu menn best
takmarkanir hennar.
Það er ekki rétt að „óstýrilæti Pól-
verja hafi styggt raðtæknimeistar-
ana“ í Þýskalandi. Þeim var aftur á
móti mjög vel tekið, ekki eingöngu
Penderecki, heldur líka Lutoslawski,
Baird og öllum hinum. Leið Pólverj-
anna til heimsfrægðar lá ekki hvað
síst í gegnum Þýskaland. Þessi nöld-
urskrif mín hafa einkum þann til-
gang að vara við of miklum alhæf-
ingum og svo að hvetja sem flesta að
iesa stórgóða grein Guðmundar í
seinustu Lesbók Morgunblaðsins.
Atli Heimir Sveinsson
Far vel Chet
Dauði Chet Bakers kom ekki á
óvart og þó — það var einsog þessi
skorpni likami byggi yfir þeim krafti
sem gerði hann öðrum styrkari, og
fegurð trompettónsins huldi tann-
leysið, hrukkótt andlitið og hálsæð-
arnar sem hlykkjuðust einsog bláir
snákar þegar trompetinn var blás-
inn — undurmjúkt, undurhægt.
Hann varð ekki sextugur — fædd-
ur á Þorláksmessu 1929, dáinn
föstudaginn þrettánda maí eftir að
hafa stokkið í heróínvímu útum
hótelglugga sinn í Amsterdam.
Hann var ekki tuttuguogfimm ára
þegar heróínið heltók hann. Ungur
strengdi hann þess heit að varast
það alla ævi — hann lék með
Charlie Parker vorið 1952 og meist-
arinn hafði verið háður eitrinu frá
fjórtán ára aldri — en fór sem fór.
Chet Baker varð djasspoppgoð
eftir að hann réðst til Gerry Mullig-
an 1952. Hann lék í ár með kvartett
barrýtonsaxafónleikarans og þá
stofnaði hann eigin hljómsveit þar-
sem píanistinn Russ Freeman var
innanborðs. Chet vann bæði les-
endakosningar Down beat og
Metronome sem trompetleikari og
hann fékk viðurnefnið James Dean
djassins: fallegur, hæfileikaríkur,
villtur — glataður! En hvernig sem
allt veltist lifði Chet Baker af. Hann
sprautaði sig, var fangelsaður, lam-
inn í klessu af og til og loksins voru
tennurnar slegnar úr honum. Ekki
björgulegt fyrir trompetleikara. Þá
hvarf hann af sjónvarsviðinu í þrjú
ár. Þegar hann kom aftur árið 1973
var hann betri en nokkru sinni fyrr
og hættur í heróíninu — en notaði
medaton alla tíð.
1974 hljóðritaði hann aftur með
Mulligan, 1975 fræga skífu með Jim
Hall og Paul Desmond, 1978 tók
hann að hljóðrita fyrir Steeple
Chase — og svo ferðaðist hann um
Evrópu þvera og endilanga. Allir
vildu Chet Baker heyrt hafa.
Til íslands kom Chet tvisvar I
fyrra skiptið árið 1955. Þá lék hann
með hljómsveit sinni í Austurbæjar-
bíói og fer ýmsum sögum af þeim
tónleikum. Chet hafði haldið til
Evrópu 1955 ásamt hljómsveit sinni
þarsem m.a. Dick Twardzik var
píanisti. Eftir að til Parísar kom
sprautaði Dick sig með of stórum
skammti af heróíni og lést. Baker
lenti í miklu klandri og í Islandsferð-
inni var franskur pianisti með í för
sem féll illa að stíl Bakers — fyrir
utan allt annað sem amaði að.
Seinni heimsókn Bakes varð þrjátíu
árum síðar. Þá blés hann einsog
engill og íslendingarnir sem spiluðu
með honum léku ágætlega undir þó
enga fengu þeir æfinguna. Meistar-
inn mætti í óperuna rétt fyrir tón-
leika og valdi ópusana.
Chet Baker var tilfinninganæmur
maður — og geðsveiflur hans voru
miklar. Hann var óhræddur að taka
stórt uppí sig og strá sleggjudómum
en hann var hjartahlýr. Islandsferðir
hans urðu ógleymanlegar þeim er
upplifðu.
Þegar Chet Baker kom fyrst til ís-
lands var hann tuttuguogsex ára
stjarna. Þegar Terence Blanchard
pg Donald Harrisson komu fyrst til
Islands voru þeir nítján og tuttugu
ára. Síðan eru liðin átta ár og nú eru
þeir stjörnur og einsog flestar ungar
djassstjörnur ræktaðar í gróðurhúsi
Art gamla Blakeys. Þeir léku i
hljómsveit hans sem þeir léku er
þeir komu hingað í boði Jazzvakn-
ingar á Listahátíð 1980 og vöktu at-
hygli allra er á hlýddu. Nú hafa þeir
gefið út fjórar breiðskífur með
kvintett sínum og sú nýjasta nefnist
Crystal Stair (CBS/Steinar) og er
þrusugóð. Ekki það að nýr sannleik-
ur sé þar borinn fram heldur byggja
æskumennirnir á gömlum grunni
svipað og aðrir New Orleanskir
Blakey strákar hafa verið að gera:
Marshalis bræður.
Margt er líkt með skyldum, en þó
eru þeir félagar engin stæling á
bræðrunum. Blanchard og Wynton
sækja báðir í Miles og þeir kunna
klassíkina og fara létt með tækni
Rex Stewarts og fíla feitan tón.
Harrisson og Branford kunna
Coltrane afturábak og áfram — en
Harrisson blæs mikið í altó og þá
losnar hann undan tónalitun
Coltranes, þó tónabreiðurnar séu
viðraðar. Stundum bregður fyrir
Ornette í tóninum en það nær ekki
dýpra. Sópran og tenór leika einnig
í höndum hans og svo blæs hann í
rörið sem Frankie Trumbauer blés í
með Bix vini sínum: c-melody saxa-
fóninn.
Aftur að skífunni: ópusarnir eru
níu: söngur Sigmunds Rombergs:
Softly as in a morning sunrise, ópus
Billie Holliday: God bless the Child,
sem Harrisson blæs á altóinn, svoog
fjórir ópusar eftir Blanchard og þrír
eftir Harrisson. Þar má nefna For-
bidden dreams sem Blanchard hug-
leiðir kynþáttafordóma í Suður
Afríku með feitum fönkrýþma og
Neoclassicism þarsem Harrisson
leitar til hinnar einu sönnu djass-
klassíkur — svíngsins — og þeir fé-
lagar varpa hugmyndum á milli sín
með ýmsum skírskotunum til þess
liðna.
Hrynsveitina skipa píanistinn
Cyrus Chestnut, bassaleikarinn
Reginald Veal og trommarinn Carl
Allen — það þarf varla að taka það
fram að þeir eru hver öðrum betri,
annars fengu þeir ekki vinnu hjá
þessum piltum. Þetta er kvintettinfi
sem ferðast um og vinnur hörðum
höndum — enginn sparikvintett fyr-
ir plötuupptökur.
Vernharður Linnet
LEIKLIST
Draumur og
veruleiki
Þíbilja
Gulur rauður grænn og blár
Höfundur: hópurinn
Leikstj. Þór Túliníus og Ása H.
Svavarsdóttir
Eins og flestir hélt ég að leikárið
væri búið svo að ég varð undrandi
þegar ég heyrði að verið væri að
æfa nýtt íslenskt leikrit í Hlaðvarp-
anum, Gulur rauður grœnn og blár
og ætti að frumsýna 23. maí. Ég
komst ekki á frumsýninguna og
þegar ég mætti annað kvöldið, þann
24. leit út fyrir að leikararnir yrðu
fleiri en áhorfendurnir. Ég var alls
ekki viss um að það væri mjög
ánægjulegt. Fólk kom innum kjall-
aradyr Hlaðvarpans, frekar feimnis-
lega og mjög svo meðvitað um inn-
göngu sína. Mér leið eins og með-
limi í leynifélagi að fara á sýningu
fyrir innvígða.
Ljósin slokknuðu, dyrunum var
lokað og fjórar konur birtust á svið-
inu, íklæddar vinnugöllum. Þær
líktu eftir einhverskonar vinnu-
brögðum, ýttu á hnappa og sveifl-
uðu handleggjunum í allar áttir.
Ekki orð til að byrja með. Þá hélt ég
að ætti t vændum einn og hálfan
tíma af eftirlíkingu af verksmiðju-
vinnu ... sósíal realismi í grunn-
formi sínu ... Beðið eftir Godot án
texta. Mig langaði heim. Síðan
smám saman, og ég man ekki ná-
kvæmlega hvað það var sem gerð-
ist, hvað dró mig að sýningunni, en
hún byrjaði að virka. Fyrst heyrðist
flissað, síðan hlegið og svo sátu
áhorfendur skyndilega í sjokki. Svo
hlátur aftur og síðan allt tilfinninga-
rófið frá hræðslu yfir í gleði og það-
an í einfalda skemmtan. Eftir 20
mínútur var ég svo gagntekinn af
sýningunni að ég varð að einbeita
mér til að komast hjá því að stökkva
á fætur og blanda mér í leikinn.
Það sem byrjaði sem fjórar stúlkur
að líkja eftir verksmiðjuvinnu sner-
ist yfir í fantasíuheim með frum-
stæðum dansi, ævintýrum, niður-
lægingu, vangaveltum. Allt galleríið
varð að frábæru flugi ímyndunar-
aflsins, hlaðið óvæntum uppákom-
um. f hvert skipti sem ég bjóst við
einhverju sem var fyrirsegjanlegt
kom sýningin mér gersamlega í
opna skjöldu. Ég man ekki eftir einu
fimm mínútna ferli sem ekki hélt
áhorfendum í spurn um hvað myndi
gerast næst. Þetta er hreint drama
— að vita alls ekki hvað gerist næst
og vera hræddur við að depla auga
því þá missir maður af einhverju.
Ég gæti lýst sumum atburðunum
en kýs að gera það ekki. Það myndi
varpa Ijósi á það óvænta. Leikhús-
gestir, væntanlegir, geta hinsvegar
verið vissir um að þeir munu
skemmta sér frá upphafi til enda.
Hvað var það sem var svona gríp-
andi? Án þess að skýra nákvæm-
lega hvað gerðist er erfitt að skil-
greina það. Að mínu mati var gríðar-
leg fjölbreytni aðalkostur sýningar-
innar. Það er mjög ólíklegt að hægt
sé að ná meiri fjölbreytni út úr fjór-
um leikurum í stuttu verki, heldur
en hér er gert. Þeir fara úr einu
gervi í annað svo fljótt og örugglega
að stundum heldur maður að leikar-
arnir séu í raun og veru tuttugu. En
þetta var meira en sýning á leik-
hæfileikum. Hljóðeffektarnir, tón-
listin, búningarnir, andrúmslofið allt
og þó sérstaklega lýsingin rímaði
svo frábærlega við atburðina að
stundum var næstum því eins og
þetta væri bíómynd. Egill Árnason
sá um lýsinguna og stundum varð
ég bókstaflega að sleppa augum af
sviðinu til að reyna að skilja hvernig
í andsk . . . honum tókst þetta með
litlum búnaði.
Þetta verk er að miklu leyti hóp-
vinna. Þór Túliníus og Ása Hlín
Svavarsdóttir leikstýra og þær Inga
Hildur Haraldsdóttir, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, Ingrid Jónsdóttir og
Bryndís Petra Bragadóttir leika. Það
er ekki einasta erfitt að nefna eitt
þeirra sérstaklega heldur og til-
gangslaust. Innan hópsins hafa þau
náð að kalla fram sjaldgæfa en um
leið algerlega leikhúslega samhæf-
ingu sem sprettur úr tilraunum og
spuna. Ef það er einhver stjarna í
sýningunni þá ert það þú sjálfur,
áhorfandinn, sitjandi á rassinum í
salnum á meðan tuttugu ólíkir hlut-
ar heila þíns berjast og bylta sér
ærslafengnir í hausnum á þér. Farið
og sjáið verkið, takið með ykkur
börnin, foreldrana, hvern sem þið
viljið. Missið bara ekki af þessari
uppfærslu á Gulur rauður grænn og
blár í Hlaðvarpanum því ég býst við
að það muni líða langur tími þangað
til að annað viðlíka sést.
Martin Regal
. SPARAÐU SPORIN
ÞU ÞARFT EKKILENGUR
AÐ UMSKRÁ
Frá 1. júní þarf ekki iengur að umskrá
bifreið þegar hún er seld úr einu umdæmi í
annað eða eigandi flytur á milli umdæma.
Umskráningar verða þó heimilar til 31.
desember n.k.
Við sölu á bifreið þarf því eftirleiðis einungis
að senda nákvæmlega útfyllta sölutilkynn-
ingu ásamt eigendaskiptagjaldi kr. 1.500.-
til Bifreiðaeftirlits ríkisins, eða fógeta og
sýslumanna utan Reykjavíkur.
Dómsmálaráðuneytiö
26 HELGARPÓSTURINN