Helgarpósturinn - 02.06.1988, Page 30
SEX O G DRÖGGS OG
BROSTNAR VONIR
átti aö verða aö nýjum og betri
heimi.
Hvort þaö hefur tekist, og þá
hvernig, er spurning sem þátttak-
endur í þessu mikla umróti velta
mikið fyrir sér um þessar mundir.
Á íslandi hefur komið út bók um
68-kynslóðina íslensku. í Frakk-
landi hafa að undanförnu komið út
nítján bækur um stúdentaupp-
reisnina í París í mai 1968, auk
þess sem heimildarmyndaflokkur
í fimmtán þáttum hefur verið
gerður eftir einni þeirra. Og vestur
í Bandaríkjunum lét tímaritið Roll-
ing Stone gera ítarlega könnun
um viðhorf ungs fólks þar i landi,
fólks á aldrinum 18—44 ára, sem
margt hvert upplifði blómaskeið
hippatimabilsins, og andófið gegn
stríðsrekstrinum í Víetnam. Þar á
meðal er fólk úr hinni svokölluðu
„barnasprengingarkynslóð", fólk
sem fætt er á árunum eftir heims-
styrjöldina síðari. Það er sú könn-
un sem greint verður frá hér á eftir.
MERKIMIÐA-
KYNSLÓÐIN
Hvaða hópur er þetta? Á hvað
trúir hann? Hvað vill hann? Alls
kyns skilgreiningum og merkimið-
um hefur verið klínt á fólk af þess-
ari kynslóð. Á umbrotaskeiðinu á
7. áratuginum og í upphafi þess 8.
var það kallað uppreisnar- og
hugsjónamenn. Síðar á 8. áratug-
inum var það kallað Ég-kynslóðin,
og loks uppar á þeim 9. Á hverjum
tíma var eitthvert sannleikskorn í
uppnefninu, en langt í frá að það
segði alla söguna.
Þegar kynslóð þessi óx úr grasi,
bauð hún byrginn svo til öllu gild-
ismati sem ríkti í samfélaginu,
hvort heldur það var félagslegt
eða pólitískt. Fram komu nýjar rót-
tækar tónlistarstefnur, nýjar hug-
myndir um hlutverk kvenna, kyn-
lífsbylting, og vímuefnanotkun
sem ekki átti sér neitt fordæmi,
svo eitthvað sé nefnt. Gömlu leik-
reglunum var varpað fyrir róða.
Velsæld og að því er virtust óend-
anlegir möguleikar fylltu kynslóð
þessa sjálfstrausti og jafnvel sjálf-
birgingshætti um leið og hún hélt
inn á ótroðnar slóðir.
En þótt uppreisnarandi sé það
sem einkenni þessa kynslóð í aug-
um flestra þeirra sem eldri eru, er
þó langt frá því að sú lýsing sé
tæmandi. Satt er það, að 18 af
hundraði þeirra sem tóku þátt í
könnuninni sögðust hafa verið
virkir í neðanjarðarmenningunni á
7. áratuginum og í upphafi þess 8.,
eða um 16 milljónir einstaklinga.
Flest ungt fólk gerði þó ekki upp-
reisn gegn kerfinu. Þrjátíu af
hundraði sögðust jafnvel hafa ver-
ið andvígir uppreisnarseggjum
eigin kynslóðar.
KING OG KENNEDY
Það er meira en aldurinn einn
sem skilgreinir kynslóð þessa.
Sameiginleg reynsla hefur einnig
mótað líf hennar. Tveir atburðir
eru þar efstir á blaði. Mannrétt-
indabarátta bandarískra blökku-
manna á fyrri hluta 7. áratugarins
innrætti þeim umburðarlyndi og
30 HELGARPÓSTURINN
hugsjón um meira jafnrétti í þjóð-
félaginu. Víetnamstríðið varð aft-
ur á móti hvati að þeirri einangr-
unarstefnu sem einkennir afstöðu
margs ungs fólk í Bandaríkjunum í
dag.
Tveir atburðir öðrum fremur
urðu síðan til þess að gera hug-
sjónir þessa unga fólks að engu,
morðin á Martin Luther King og
Robert Kennedy. Könnun Rolling
Stone leiðir í Ijós að þessir tveir
menn eru dáðastir allra leiðtoga
Bandarikjanna síðustu tuttugu ár-
in, en ekki forsetar eða framá-
menn í viðskiptalífinu.
King og Kennedy héldu á lofti
gildismati sem þessi kynslóð trúir
enn á, samkvæmt niðurstöðum
könnunarinnar, friði og réttlæti,
umburðarlyndi og jafnrétti. Þeir
réðust á sjálfsánægju Bandaríkja-
manna, hvöttu til breytinga á
þjóðfélaginu og tóku upp málstað
þeirra sem voru á skjön við ríkj-
andi skoðanirog þeirra sem ekkert
áttu. Það að King og Kennedy
skuli hafa verið myrtir áður en
draumar þeirra um frið og réttlæti
rættust er eins konar tákn fyrir
kynslóðina sem hér um ræðir.
Brostnar vonir er eitt af því skýtur
upp kollinum aftur og aftur í könn-
un Rolling Stone.
Þrátt fyrir að hetjur þessa unga
fólks séu ímyndir frjálslyndis í
Bandaríkjunum, verður hið sama
tæplega sagt um þá sem tóku þátt
í könnuninni. Þeir eru almennt
íhaldssamari en þeir bjuggust við
að verða, hugsa meira um starfs-
framann og taka mun minni þátt í
stjórnmálastarfi en þeir hefðu
spáð fyrir um. Tæpur helmingur
aðspurðra telur stjórnmálin ekki
hafa mikla þýðingu fyrir sig og rétt
um helmingurfer reglulega á kjör-
stað, sem er minna en gengur og
gerist hjá öðrum
þjóðfélagshópum.
Pólitísk virkni kynslóðarinnar
hefur líka verið nokkuð orðum
aukin. Þannig kemur í Ijós að 76 af
hundraði sögðust lítið hafa skipt
sér af mótmælaaðgerðum og
öðru sem mest bar á í umfjöllun
fjölmiðla. Liðlegur meirihluti
sagðist þó hafa trúað því að hægt
væri að breyta þjóðfélaginu, hvort
sem þeir tóku virkan þátt eða ekki.
Sú trú hefur hins vegar farið mjög
dvínandi á undanförnum árum.
Og mjög lítill hluti þeirra tekur nú
virkan þátt í stjórnmálum af ein-
hverju tagi, jafnvel þó að um sé að
ræða málefni sem þeir styðja að
yfirgnæfandi meirihluta, eins og
andstaða við styrjaldarrekstur
Bandaríkjanna á erlendri grund,
og fækkun kjarnorkuvopna.
Unga fólkið telur heiðarleika og
ráðvendni helstu dyggðirnar sem
eigi að prýða forseta landsins. Þar
á eftir vill það að forsetinn sé
sterkur leiðtogi. Aðrir eiginleikar
sem nefndir voru í könnuninni eru
umhyggja fyrir þeim sem minna
mega sín, vinnusemi og framsýni.
Forsetanum er síðan ætlað að
hægja á kjarnorkuvopnakapp-
hlaupinu, halda verðbólgunni í
skefjum, berjast gegn hryðju-
verkastarfsemi, minnka atvinnu-
leysið, sjá til þess að aldraðir fái
umönnun, beita sér fyrir því að
lækning finnist við eyðni, svo eitt-
hvað sé nefnt. Þessi kynslóð er
líka hlynnt því að þjóðarauðnum
verði skipt réttlátara niður, en um
leið er hún andvíg skattahækkun-
um til ná fram því markmiði, eins
og mikill þorri bandarísku þjóðar-
innar.
SKIPBROT
HUGSJÓNANNA
Tregða unga fólksins til að taka
virkan þátt í stjórnmálum á rætur
sínar að rekja til morðanna á King
og Kennedy, en einkum þó til
styrjaldarinnar í Víetnam. Nær
helmingur allra þátttakenda
þekkti einhvern sem lést í stríðinu,
vin, ættingja eða kunningja. Hjá
þeim sem voru komnir hátt á fert-
ugsaldurinn var samsvarandi tala
sjötíu af hundraði.
Lærdómurinn sem dreginn var
af styrjöldinni kemur fram í af-
stööu unga fólksins, og sá lær-
dómur er eingöngu neikvæður:
þetta var glórulaust stríð þar sem
Bandaríkjamenn dóu að ástæðu-
lausu. Annað hvort á að berjast til
sigurs eða ekki, er afstaða þessa
fólks. Styrjöldin gerði að engu til-
trú manna á ríkisvaldið. Banda-
ríkjamenn voru ekki hetjur sem
börðust fyrir réttlátum málstað.
Skiptum okkur ekki af vandamál-
um annarra landa.
Víetnamstríðið leiddi til skip-
brots hugsjónastefnunnar og
vonbrigðin sem það hafði í för
með sér voru þau að unga kyn-
slóðin hörfaði inn í sjálfa sig. Þar
kann að liggja hluti skýringarinnar
á vinsældum Ronalds Reagan
forseta, einkum meðal yngra
fólksins sem hafði ekki persónu-
lega reynslu af styrjöldinni í
Víetnam. í þeirra augum var
Reagan sjálfsöruggur og bjart-
sýnn leiðtogi sem lagði áherslu á
dyggðir og styrk Bandaríkjanna,
en velti sér ekki upp úr smán
landsins og mistökum. Álit unga
fólksins á honum hefur hins vegar
beðið mikla hnekki á síðustu miss-
erum vegna þeirra hneykslismála
sem stjórn hans hefur verið viðrið-
in. Reagan hefur bæst í hóp þeirra
leiðtoga sem valdið hafa von-
brigðum.
Kynslóðin aðhyllist einangr-
unarstefnu, í heimi þar sem menn
verða sífellt háðari hverjum öðr-
um. Grundvallarspurning í heims-
mynd hvers og eins er því þessi:
undir hvaða kringumstæðum eru
menn tilbúnir til að ganga í herinn
og fara í stríð? Niðurstöður könn-
unar Rolling Stone eru nokkuð
óvæntar: 40 af hundraði þessarar
kynslóðar, þar af 27 af hundraði
karlmannanna, gátu ekki komið
auga á neinar kringumstæður
sem myndu fá þá til að berjast fyr-
ir land sitt. Aðeins þriðjungur karl-
mannanna var reiðubúinn til að
standa við hlið bandamanna
Bandaríkjanna og berjast fyrir
vestur Evrópu. Og fimmtungur
lýsti sigi reiðubúinn til að berjast
fyrir því að ríki í þriðja heiminum
yrðu ekki kommúnismanum að
bráð.
Eina stríðið sem þátttakendur í
könnuninni sögðu að væri þess
virði að heyja, væri stríð sem ógn-
aði beint landamærum ríkisins,
þ.e. í Mexíkó eöa Kanada. Þrátt fyr-
ir það lýsti rúmur fjórðungur karl-
mannanna yfir því að þeir væru
ekki reiðubúnir til að berjast í slíku
stríði. í fáum orðum sagt, unga
kynslóðin treystir stjórnvöldum
ekki lengur til að heyja styrjaldir
sem eiga rétt á sér.
Þessi afstaða er í hrópandi and-
stöðu við afstöðu næstu kynslóð-
ar á undan, unga fólksins sem
mótaðist af heimsstyrjöldinni síð-
ari. Úrslit styrjaldarinnar voru ekki
einungis sigur fyrir landið, heldur
mátti draga af þeim lærdóm um
hvers menn gátu vænst af lífinu.
Bandaríkin gátu varið réttlátan
málstað og ef þjóðin stóð saman,
var sigurinn vís. Heimsstyrjöldin
síðari skólaði heila kynslóð af nýj-
um leiðtogum og kenndi öðrum
að fylgja þeim.
Lærdómurinn af reynslu sjö-
unda áratugarins var annar. Heil
kynslóö stóð utan kerfisins, og var
í andstöðu við leiðtogana, hvort
sem það var grasrótaruppreisnin
fyrir mannréttindum blökku-
manna, eða almenn andstaða við
styrjöldina í Víetnam. Unga fólkið
lærði að fylgja eigin siðferðisvit-
und og um leið komst það að því
að það gat ekki vænst forystu í
þeim efnum frá leiðtogum lands-
ins.
SEX OG DRÖGGS OG...
Einn þátturinn í uppreisn unga
fólksins á 7. og 8. áratuginum var
hömlulaust kynlíf og meiri fíkni-
efnanotkun en áður hafði þekkst,
fyrir nú utan alla rokktónlistina
sem hlustað var á frá morgni til
kvölds. Oftar en ekki fór þetta
þrennt líka saman. Meira en 60 af
hundraði þátttakenda í könnun-
inni höfðu stundað kynlíf fyrir
hjónaband. Fjórtán af hundraði
urðu eða gerðu einhvern barns-
hafandi áður en til hjónabands var
stofnað, og fimm af hundraði létu
eyða fóstri. Fáir sjá þó eftir nokkru
af því sem þeir tóku sér fyrir hend-
ur. Engu að síður telja fulltrúar
þessar kynslóðar meira lauslæti
vera breytingu til hins verra. Þar
endurspeglast ótti fólksins við
eyðni, enda þekkir tíundi hver
þátttakandi einhvern sem hefur
mælst með mótefni eyðniveir-
unnar í blóðinu, hefur fengið sjúk-
dóminn eða látist af völdum hans.
En þar kemur líka til að lauslæti
stangast á við þrá þessa fólks um
að stofna eigin fjölskyldu.
Um helmingur fiktaði við fíkni-
efni af einhverju tagi á ungdóms-
árunum. Þar er marijuhana efst á
blaði, en næst koma amfetamín,
kókaín, hass og loks LSD. Þetta
þýðir að um 40 milljónir ung-
menna stunduð vímuefnaneyslu.
Um helmingur þeirra hefur enn
ekki látið af iðju sinni.
Þegar þetta sama fólk er spurt
um hvort það vilji að börn þess feti
í fótspor foreldranna í þessum
efnum, er svarið skýrt. Nærri þrír
af hverjum fjórum vilja það ekki.
Þessi tvískinnungur skýrist af því
að þetta fólk veit af eigin reynslu
hverjar afleiðingar fíkniefnanotk-
unar geta verið. Það hefur því
slegist í lið með Nancy Reagan og
segir bara nei.
BARNAKARLAR
Ungir Bandaríkjamenn á aldrin-
um 18—44 ára eiga sér enga ósk
heitari en að eignast börn. Níutíu
og tveir af hundraði þeirra eru
anr.að hvort nú þegar orðnir for-
eldrar eða langar til þess. Þetta er
eitt af því sem kom hvað mest á
óvart í könnuninni.
Ástæðurnar fyrir þessari af-
stöðu eru kannski margar. Ein
kann að vera sú að margar kvenn-
anna sem kusu að mennta sig og
fara út á vinnumarkaðinn hafa nú
stofnað fjölskyldur. Þá erekki talið
ólíklegt að fólk líti á foreldrahlut-
verkið sem ákjósanlegt tækifæri
til að innræta börnum sínum hug-
sjónirnar frá yngri árunum. Fjöl-
skyldurnar eru aftur á móti minni
en hjá næstu kynslóð á undan.
Flestir eiga aðeins eitt eða tvö
börn. Yfirgnæfandi meirihluti
hjónabandanna virðist vera vand-
ræðalítill eða vandræðalaus, að
eigin sögn þátttakenda. Engu að
síður endar um helmingur hjóna-
bandanna með skilnaði, ef marka
má opinberar tölur.
Hamingjusamt heimilislíf, heil-
brigð og farsæl börn eru æðstu
óskir þessarar kynslóðar. Yfir-
gnæfandi meirihluti hennarsegist
myndu styðja forsetaframbjóð-
anda sem legði áherslu á heilsu-
gæslu ungbarna og menntun. Á
vinnustöðum vill þetta fólk að at-
vinnuveitendur komi á fót dag-
vistarheimilum, og að konur fái
laun til jafns við karla.
Útivinnandi mæður eru al-
gengari meðal þessarar kynslóðar
en þær sem heima sitja. Slíkt er
talið æskilegt, bæði vegna fjár-
hagslegrar afkomu fjölskyldnanna