Tíminn - 23.12.1939, Qupperneq 5

Tíminn - 23.12.1939, Qupperneq 5
TÍMINN 5 ég að leggja trúnað á það, sem aðrir hafa um þetta sagt. Og satt að segja er ég sjálfur ekki betri athugandi en svo, að frásögn annarra gefur mér öruggari vitnesku en þó ég væri sjálfur viðstaddur og sæi það, sem fram fór. Og því ætti ég að vantreysta Lúkasi mínum? Hann hefi ég aldrei reynt að öðru en góðu einu. — En þetta er þó næsta ósennilegt. Varla hafa eðlislög þessa hnattar breytzt á þess- um tvö þúsund árum. En snúðu nú frásögn- inni upp á nútímann: Múrarasveinn kemur skröltandi i Ford- bíl sínum eftir hreppavegi einum á leið til sjúkrahúss með kærustu sína. Svo bilar vélin rétt hjá krá einni, langt frá síma. Svo fæðist bamið í kránni. Nú, en sjálfur ertu á heimleið úr hófi ásamt nokkrum kunningjum. Allt í einu birtist ykkur engill? Verðið þið óttaslegnir? Eða reynir þið að svifta rekkjuvoðinni af hon- um? Og svo þegar hann fer að skýra ykkur frá nýfæddum lausnara, verður ykkur að hugsa: Nú hækkar krónan í gullgildi — og skundið svo inn í krána til þess að taka þátt í viðhöfninni? — Já, Spurull vinur, það vona ég til guðs að ég gerði. Og gerði ég það ekki, þá held ég varla, að engillinn myndi hafa birzt mér. Ég er, sem sé, svo mikill nútímamaður, að ég trúi á engla, því þótt það hafi tekið okkur 8 þúsund ár að uppgötva útvarpið, er sannarlega ekkert þvi til fyrirstöðu, að drottinn hafi fyrir langa löngu fundið upp englana. Já, á englana trúi ég og fjármennina á völlunum og barnið í jötunni; ekki get ég að því gert. Og þegar ég rekst á fólk, sem segir, að þessu geti það með engu móti trúað, verður mér strax hugsað sem svo: „Skynsemi og ímyndunarafl! Oftlega er manni annað gefið en um hitt synjað, en sjáum nú til, þess eru þá dæmi, að hvort tveggja vantar.“ En hér er orðið lausnari ráðgátan mesta, því víst er um það: Lausn hefir heimurinn enga fengið. Guði er lítið lof sungið og friðurinn tvístrast í veður og vind, og mannkynið er hópmynd, sem tæp- lega verður á horft með sérlegri ánægju. Hvernig get ég þá trúað því, að bamið í Betlehem sé lausnari heimsins? Hér vil ég fyrst játa það, að eigi að taka kenningu guðfræðinnar um það, að hann hafi mildað reiði guðs og tekið á sig hegn- ingu vora og áorkað okkur fyrirgefningu syndanna, sem svar við þessari spurningu, þá leiði ég-hana hjá mér svo sem útúrdúr, sem mig varði engu. Og ef sagt er: „Hann stofnaði hlutafélag, þar sem menn fá hluta- bréf gegn svo og svo miklu framlagi, en á- góðanum er skipt árlega með þeim, sem sálast, og greiddur í eilífri sáluhjálp, þá svara ég og segi: „Lausnari upp á hlutabréf er ekki lausnari heimsins og ekki sonur guðs allsvaldanda.“ Fremur aðhyllist ég þá skýringu, að barnið, sem fjármennirnir fundu í jötu, hafi náð þroska og leyst úr læðingi máttar- völd hjálpseminnar og umburðarlyndisins um jörð alla. Og eigi mannkynið að frelsast frá því að líða undir lok í ofurgræðgi og öfundsýki, verður það með þeim hætti, að það beygi sig fyrir þessum öflum. En furðu varfærin og dauf virðist mér sú úrlausn vera og ekki finn ég neinn jólafögnuð í henni. Því er þá svo varið, að ég veit ekki ljós- lega, hvað englarnir áttu við með boðskap sínum; ég veit bara, að hann fyllir sál mína athugalausum fögnuði fjármannanna. Og jarteiknin sem þeir fengu, hvers virði var hún þeim, ef þeir hefðu ekki trúað? Ósjálfbjarga, tötrum hulið kornbarn fá- tæklings! En þeir litu það trúarinnar aug- um, sem engilborin rödd frá himni hafði Selma Lagerlöf: Amor vincií omnia (Kafli úr Gösta Undir loftsvalastiganum í kirkjunni á Svartavatni er ruslakompa, full af úr sér gengnum grafarrekum, brotnum kirkju- stólum, aflóga blikkskildum og öðru skrani. Þarna inni er kista, búin litskrúðugu tiglavirki úr perlumóður. Þykkt ryk er þarna yfir öllu, rétt eins og það vildi fela hana mannlegum sjónum. En sé rykið strokið af henni, sindrar hún og glitrar eins og sæi í berghallarvegg í huldumanna- landi. Kistan er læst og lykillinn vandlega geymdur; hann skal ekki nota. Engin manneskja má gá í kistuna. Enginn veit hvað í henni er. Loks, þegar átjánda öldin er á enda gengin, má stinga lyklinum í skrána, lyfta lokinu, og leyfa mannlegum augum að sjá hvílíka fjársjóði það hefir að geyma. Svo hefir mælt fyrir sá, er kistuna átti. Á messingsspönginni á lokinu stendur letrað: „Labor vincit omnia“. En betur hefði kistunni hæft önnur áletrun. „Amor vincit omnia“ hefði þar átt að standa. Jafnvel gamla kistan í ruslakompunni und- ir loftsvalastiganum er vottur um almætti kærleikans. Ó, Eros, alvaldi guð! Ó, kærleikur, vissulega ert þú einn, að ei- lífu. Margir eru dagar mannsins orðnir á jörðinni, en frá upphafi hefir þú verið förunautur hans, og um aldur og æfi. Hvar eru guðir Austurlanda, hetjurnar upp lokið. Og hvað sáu þeir svo? Eins og í móðu sáu þeir sveininn vaxa til þroska- aldurs. Og þegar asninn hrein bak við þá í myrkrinu, sáu þeir hann ríða á asnanum inn í höfuðborg sina til þess að fullkomna ætlunarverk sitt með stórfenglegum hætti, svo að lærisveinar hans gætu byrjað þar sem hann sleppti. Og enn sáu þeir dóm- kirkjur hefjast og reykelsi stíga upp og ölturu rísa og menn leggja líf sitt í sölur nafni hans til dýrðar, — og menn ljúga, hræsna og svíkja í hans nafni. Og aðra deyja rólega undir merki hans. Bölvun og blessun, er hélt jörðinni öldum saman í kvikandi óskapnaði, en að öðrum kosti hefði hún ratað 1 sjúklegan skepnuskap eða slokknað útaf í svartri villu. Ef til vill bar sýn fyrir þann þeirra, sem yngstur var, sem hann skildi ekki sjálfur. Hann sá jörð- ina bera fyrir eins og útkulnaðan, aula- legan mána, rekast um geiminn með örin eftir bit sníkjudýra sinna, en legíónir sálna, sem barnið þarna hafði frelsað frá óratómi foreyðslunnar, skipuðu sér um hástól þess á stjörnu einni. Þannig horfum vér á 1939. afmælisdegi Jesú á hringiðu tilverunnar. Við sjáum hvar jatan stendur, en ekki væri það sannleik- anum samkvæmt að segja, að hún stæði stöðug. Nei, hún er líka á hreyfingu, svo sannarlega sem hún stendur á þessum riðandi hnetti. En betra er, að allt leiki á hverfandi hveli, en að steindauð þögn og kyrrð ríki um allt. Og svo þetta, að jatan er þarna, að hún stöðugt er þarna — það er þetta, sem gefur okkur kjark til þess að kalla Jesús hinu óskiljanlega nafni: Lausnari. En þá fyrst, er maður dirfist þess, er maður sjálfur orðinn þátttakandi í jóla- æfintýrinu yndislega. Þorkell Jóhannesson þýddi. Berlings sögu). Selma Lagerlöf styrku, sem höfðu eldinguna að vopni; þeir, sem á bökkum helgra fljóta þáðu fórnir af hunangi og mjólk? Á helveg eru þeir gengnir. Á helveg er genginn Bel, hjálm- berinn styrki, og Thot, hetjan valshöfðaða. Á helveg eru gengnir sælingarnir, er hvíldu á skýbólstrum Ólympusar, á helveg gengn- ir tívar allir, sem gistu hina vegg-girtu Val- höll. Allir fornmannaguðir hafa helveg troðið nema Eros, Eros, sem öllu ræður. Hans verk er allt, sem þú sér. Hann heldur við kynslóðunum. Alstaðar verður þú hans var! Hvert getur þú farið, að ekki verði fyrir þér ilspor hins nakta guðs? Hvað hefir eyra þitt numið, að ekki hafi vængþytur hans verið grunntónninn. í mannshjörtum býr hann, og í blundandi þokunni. Þú skynjar með ugg og kvíða ná- vist hans í dauðum hlutum! Hvað þráir ekki og heillast? Hvað fær umflúið almætti hans? Allir refsiguðir skulu helveg troða, allar vættir afls og of- beldis. Ó, kærleikur, vissulega ert þú einn að eilífu. * Eberhard gamli frændi situr við skrif- borðið sitt. Það er dásamlegt húsgagn, með ótal hólfum og marmaraflögu, og allt slegið skuggleitu látúni. Hann skrifar í óðaönn; aleinn, uppi á hofmannaloftinu. Æ, Eberhard, hví reikar þú ekki um engi og skóga, eins og hofmennirnir hinir, þessa síðustu sumardaga? Þú veizt þó að enginn er sá, að honum ekki í koll komi ef hann tilbiður vizkugyðjuna. Rétt rúmlega sex- tugur ertu og bak þitt þegar bogið; hárið, sem hvirfil þinn hylur, er ekki á þínu höfði vaxið; hrukkurnar þéttgára enni þitt, sem hvelfist yfir djúpum brúnaskútum, og elli- hrörnunin skín út úr hrukkunum óteljandi kringum þinn tannlausa munn. Æ, Eberhard, hví reikar þú ekki um engi og skóg. Dauðinn skilur þig aðeins því fyrr við skrifborðið, að þú lézt ekki lífið heilla þig frá því. Eberhard frændi dregur feitt stryk und- ir síðustu línuna. Úr ótal hólfum skrif- borðsins dregur hann fram gulnaðar, þétt- krotaðar skræður; þarna eru loksins allir þættir hans mikla verks, þessa verks, sem um aldir skal halda á lofti nafninu Eber- hard Berggreen. En rétt þegar hann hefir komið öllum skræðunum í eitt, og starir

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.