Gripla - 01.01.1979, Blaðsíða 234
230
GRIPLA
framburð en ‘Hamraendar’ sé fyrnd ritmynd skrifara sem hafa gert
sér ljóst að fyrri liður nafnsins væri í rauninni eignarfall fleirtölu af
‘hamar(r)’.
í tveimur heimildum verða þó fyrir aðrar myndir bæjamafnsins en
þessar tvær.
í bréfi skrifuðu í Hítardal 1478, sem er varðveitt í stafréttri uppskrift
Jóns Magnússonar bróður Árna, eru Hamraendar í Hraunhreppi í
Mýrasýslu nefndir “hamurendar” (DI VI nr. 133). Þetta er regluleg
mynd með stoðhljóðinu u, eins og í ‘Akureyri’ og ‘Fagurey’, en hún
hefur varla náð mikilli fótfestu vegna þess að stofninn ‘hamur’- var
ekki til í málinu.
DIIX nr. 381 er prentað eftir stafréttri uppskrift frá 1711 eftir bréfi
skrifuðu í Hjarðarholti 1528. í þeirri uppskrift eru Hamraendar í Döl-
um nefndir fimm sinnum alls, og í öll skiptin er fyrri liður ‘hamr’-, en
í uppskrift sama bréfs með hendi séra Jóns Halldórssonar í Hítardal,
sem lesbrigði eru tekin úr í DI, er í fyrirsögn talað um kaup á “Hamar-
endum” og a. m. k. einu sinni í texta bréfsins um “Hamarenda” fyrir
“hamrenda”. Hér hefur séra Jón (eða einhver á undan honum) búið til
stofnsamsetningu úr annarihvorri framburðarmyndinni ‘Hamrendar’
eða ‘Hamurendar’. s k
GÓÐ ER GÁTA ÞÍN
Grein þessi birtist upphaflega í fjölrituðum bæklingi sem nefndist Bjarnígull,
sendur Bjarna Einarssyni sextugum. I þeim bæklingi er fátt ritað í alvöru.
Greinarskömmin er birt hér aftur sökum þess að í Griplu II var vakin á
henni óverðskulduð athygli, og er tækifærið notað til að bæta í hana á
tveimur stöðum fáeinum orðum sem betra var að hafa en missa.
Eiríkur hét maður og var Þorvaldsson, kallaður hinn rauði, ‘Breiþ-
firþscr’ segir Ari fróði Þorgilsson í íslendingabók, og af öðrum heim-
ildum má ráða, þegar lesið er aftur fyrir varðveitta texta, að hann hafi
verið ættaður frá Dröngum á Skógarströnd. Tvennt var það í eigu
Eiríks rauða, sem varð þess valdandi, að hann gerðist vígamaður meiri
en hann hafði burði til og varð af þeim sökum landflótta af íslandi.
Annað voru þrælar hans, sem felldu skriðu á bæ Valþjófs nokkurs á
Valþjófsstöðum, ‘enn Eyiolfr saurr frændi hans drap þrælana hia
Skeidzbrekkum vpp fra Vatzhorni. fyrer þa sauk vo Eirekr Eyiolf saur.
hann vo ok Holmgongu-Hrafn aa Leikskálum.’1 Hitt voru setstokkar,