Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Blaðsíða 50
58 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 Tilvera X>V Valhöll á Þingvöllum - varla hefur nokkur þjóðhöfðingi komið til landsins án þess að fara þangað Valhöll á Þingvöllum hefur veriö mikiö í fréttum að undanförnu vegna kauptilboðs fjárfestingarfyr- irtækisins Verino Investments fyrir hönd Bretans Howard Kriiger. Til- boðið hljóðar upp á 3,8 miljónir sterlingspunda sem jafngilda um 458 milljónum íslenskra króna. Ekki eru allir sammála um hvort rétt sé að selja húsið til einkanota og hefur málið lent á borði ríkis- stjómarinnar. Hugmyndln að glstlhúslnu menn, heldur fundahús fyrir þjóð- legar samkomur." Enn fremur segir í Þjóðólfi að húsið sé þannig byggt að auðvelt sé að auka við það síðar. í miöju þess er fundarsalur en útbyggingar sín hvorum megin. „Gangur er eptir út- byggingunum endilöngum og dyr á báðum stöfnum, auk aðaldyra á fundarsalnum. Einnig hefur verið byggt útihús með eldhúsi í öðrum endanum en geymsluhús fyrir far- angur i hinum.“ Gert var ráð fyrir að menn gætu sofið á bekkjum í fundarsalnum og átti húsið því auð- Einnig komu fram í áliti nefndar- innar áhyggjur vegna væntanlegrar Alþingishátiðar 1930. Nefndin álítur „brýna og bráða“ nauðsyn á að reist verði nýtt gisti- hús á Þingvöllum vegna fyrirhug- aðrar Alþingishátíðar og vegna þess að gamla gistihúsið „var mjög illa byggt, er óvandað í alla staði og svefnherbergin flest óboðleg til gist- ingar [. . .] veislusalirnir og eldhús- ið eru nýtandi um hásumar í góðu veðri og sömuleiðis tvenn herbergi í viðbyggingunni." Einnig fylgi hús- inu margs konar „ónæði, óhollusta Gengið frá veislu Halldóra Eldjárn, Karl Gústaf Svíakonungur, Erna Fmnsdóttir, Geir Hallgríms- son og Kristján Eldjárn. Valhöll á Þingvöllum Varla hefur nokkur þjóöhöfðingi komiö til landsins án þess aö fara þangaö. 1 gömlum bókum segir að búð Snorra Sturlusonar á Þingvöllum hafi heitið Valhöll og staðið undir Hallinum, nærri Köstul- unum, rétt norðan við núverandi hótelbygg- ingu. Einnig er þess getið að á þing- staðnum hafl verið krár, öl- búð og menn gert sér „að atvinnu að brugga þing- heimi öl“. Alþingi lá niðri margar aldir og Jónas Hallgrímsson orti „Nú er hún Snorrabúð stekkur" og það var ekki fyrr en árið 1864 að Benedikt Sveinsson alþingismaður viðraði þá hugmynd að nauðsynlegt væri að koma upp „viðunanlegu" fundahúsi fyrir Þingvallafundina en þeir fund- ir höfðu mikla þýðingu fyrir sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. Sama ár gekkst hann fyrir því á Þingvalla- fundi að valin var nefnd til að hrinda málinu í framkvæmd og efna til samskota um bygginguna. Benedikt var kosinn formaður nefndarinnar og á skömmum tíma tókst honum að safna töluverðu fé til byggingarinnar. Sjóðurinn skil- aði sér þó aldrei því hann komst í hendumar á einhverjum óviðkom- andi og var eytt í annað. Málið lá að mestu í dái næstu 33 árin. Árið 1897 tókst Benedikt að fá Alþingi til að samþykkja 2500 króna fjárveitingu til byggingar gisti- og fundarhúss á Þingvöllum. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri lagði byggingunni einnig til fé ásamt hópi manna og Sigfús Eymundsson, ljósmyndari og bóksali, teiknaði húsið. Draumur Benedikts varð að veruleika 20. ágúst 1898 þegar hann hélt vígslu- ræðu við opnun hússins. Tímaritið Þjóðólfur greinir frá opnun Valhallar 26. ágúst 1898 og segir að um 150 manns, karlar og konur, flestir úr Reykjavík, hafi verið við vígsluna. „Veður var dá- gott, en þokusúld og sást óglöggt til fjalla. Yfir aðaldyrum hússins blakti íslenska fálkamerkið, en húsið skreytt lyngsveigum að innan og eins yfir fordyrinu. Athöfnin hófst að aflíðandi hádegi með því að sungið var kvæði eptir Einar Bene- diktsson.“ Blaðið fjallar síðan lof- samlega um ræöumar sem fluttar vom í tilefni dagsins og birtir brot úr ræðu Benedikts þar sem hann segir að húsið eigi „ekki aðeins að vera gistihús fyrir erlenda ferða- veldlega að geta tekið 30 manns. Árið 1899 tók Jón Thorsteinsson, prestur á Þingvöllum, hótelið á leigu og rak það til ársins 1918 þeg- ar Jón Guðmundsson, bóndi í Heið- arbæ, keypti það. Drykkjulæti og átroðningur í nefndaráliti Þingvallanefndar frá 1925 kemur fram að eftir að Hót- el Valhöll var byggð hafi fjöldi manns sótt til Þingvalla og verið þar með átroðning og drykkjulæti. og óþrifnaður, sem sé staðnum öld- ungis ósamboöið." Nefndin leggur einnig til að nýja húsið verði reist á grundinni „útsunnan við sjálfan ak- veginn austur í skóginn, þar sem 50 km steinninn stendur, spölkom fyr- ir austan túnið“. Jón Guðmundsson, eigandi Val- hallar, samþykkti fyrir sitt leyti að húsið yrði flutt og lagði til að ýms- ar lagfæringar yrðu gerðar á því eða reist nýtt hótel. I bréfi til Þing- vallanefndar 1926 segist hann ætla að „ánafna ríkinu eftir sinn dag Valhöll og aðrar eigur sínar á Þing- völlum". Ekkert varð þó af áform- um Jóns því veturinn 1943-1944 seldi hann hlutafélaginu Valhöll eignina. Alþlngishátíðln 1930 Veturinn 1929 var Valhöll dregin á ís þangað sem húsið stendur í dag. Ýmsar lagfæringar voru gerðar á húsinu og byggt við það. í tilefni Al- þingishátíðarinnar 1930 voru reist stór veislutjöld við hótelið til að geta tekið á móti öllum gestunum sem þangað sóttu. Á fyrsta degi há- tiðarinnar, 26. júní, bauð Alþingi Kristjáni konungi tíunda, drottn- ingu hans og öðrum tignum gestum til veislu í Valhöll. Alls munu milli 500 og 600 manns hafa sótt veisluna sem þótti fara mjög vel fram og vera í alla staði til fyrirmyndar og dag- inn eftir var þar veisla í boði forsæt- isráðherra. Þegar Tryggvi Þórhalls- son hafið látið fagna konungshjón- unum með nifóldu húrrahrópi sneri hann sér að Svíakonungi og lét hyfla hann með ferfóldu húrra- hrópi. Reis Gustaf Aldolf þá úr sæti og flutti ræðu..var rödd hans svo mikil og þung að gjörla heyrðist um alla salina, en annars heyrðust ræð- ur illa í þessum mikla tjaldgeim, þar sem þær voru fluttar frá há- borði innra salsins." Hlutafélagið Valhöll eignast húsið Árið 1944 stofnuðu Jón Guð- mundsson, Ársæll Jónsson, Pétur Danielsson, Ragnar Guðlaugsson og Brynjúlfur J. Brynjúlfsson hlutafé- lagiö Valhöll til að kaupa hótelið og reksturinn í kringum það. Gerðar voru gagngerar breytingar og við- gerðir á húsinu og var þeim lokið skömmu fyrir Lýðveldishátíðina 17. júni 1944. Þjóðhátíðarnefnd samdi við stjómendur Valhallar um veitingar fyrir Alþingi, ríkisstjórn og gesti þeirra. Hún leigði öll herbergin í eldri hluta hótelsins til að gestir hennar hefðu þar athvarf á hátíðar- daginn. Hlutafélagið Valhöll rak hótelið tfl 1963 en þá kaupa Ragnar Jóns- son, Sigursæll Magnússon og Þor- valdur Guðmundsson það. Þeir byrja á að gera húsið upp en það hafði verið í nokkurri niðumíðslu um tíma. Þorvaldur selur hinum tveimur sinn hlut fljótlega og árið 1966 kaupir Jón Ragnarsson, sonur Ragnars, hlut Sigursæls. Jón Ragnarsson kemur tll sögunnar Að sögn Jóns Ragnarssonar veit- ingamanns var nýrri álmu bætt við húsið 1973, gamla gistiaðstaðan var rifrn og ný og betri byggð í staðinn. „Síðan hefur svo sem lítið gerst í málum Valhallar fyrr en í ár þegar ég fæ tilboðið. Ég sótti reyndar um leyfi til að lagfæra húsið og færa það meira í upprunalegt horf fyrir tveimur árum en því var hafnað. Valhöll er merkilegt hús, varla hef- ur komið til landsins sá þjóðhöfð- ingi sem ekki hefur komið þangað. Danska drottningin, sænski kon- ungurinn og Ólafur Noregskonung- ur hafa öll borðað þar. Yoko Ono og David Bowie borðuðu í Valhöll og Paul McCartney gisti þar og margir fleiri sem ég man ekki nöfnin á.“ -Kip UÖSMYND GUNNAR G. VIGFÚSSON Ófálr þjóöhöfölngjar hafa boröaö í Valhöll Þessi mynd var tekin 1973 þegar Ólafur Jóhannesson hélt ræöu fyrir Margréti Þórhildi Danadrottningu, Hinrik prins og Kristján Eldjárn, forseta íslands, og Halldóru, konu hans. Á myndinni má einnig sjá Magnús Kjartansson alþingismann og kokkinn gægjast gegnum gluggann á eldhúshurðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.