Dagur - 01.08.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 01.08.1989, Blaðsíða 13
e8Sf IgijgB .f 'iUBBbuÉ6h«l - flUOAQ - ílf Þriðjudagur 1. ágúst 1989 -DAGUFT- 13 Rósa Ingólfsdóttir sýnir í Gamla Lundi - sýningunni lýkur um næstu helgi Rósa Ingólfsdóttir sem íslensk- ir sjónvarpsáhorfendur kann- ast eflaust flestir við, opnaði síðastliðinn laugardag mynd- listarsýningu í Gamla Lundi á Akureyri. A sýningunni eru 36 verk, svokölluð sjónvarps- grafík, sem Rósa hefur unnið í tengslum við starf sitt hjá Ríkissjónvarpinu. Þetta er fyrsta sýning Rósu á Akureyri og raunar í fyrsta sinn sem hún dvelur einhverja stund í Bridgefélag Akureyrar: Sumarbridds fellur niður - vegna leiks KA og Þórs Sumarbridds Bridgefélags Akureyrar, sem halda átti í kvöld í Dynheimum, fellur niður vegna innbyrðisviður- eignar Akureyrarliðanna KA og Þórs í Hörpudeildinni í knattspyrnu. Stjórn B.A. tók þessa ákvörð- un þar sem vitað er að mjög margir briddsáhugamenn ætla að taka knattspyrnuna fram yfir briddsspilamennskuna í kvöld og hvetja lið sitt til dáða. Þráðurinn verður því tekinn upp að nýju í Dynheimum að viku liðinni, þriðjudaginn 8. ágúst næstkom- andi og hefst spilamennskan að venju kl. 19.30. Nefnd til að fjafla um launamál flstamanna Menntamálaráðherra hefur skip- að nefnd sem fjalla á um launa- mál listamanna í því skyni að gera tillögur um nýtt fyrirkomu- lag á listamannalaunum. Nefnd- inni er ætlað að skila fyrstu niður- stöðum sínum fyrir nóvember- lok. 1 nefndinni eru Ragnar Arnalds, alþingismaður, sem jafnframt er formaður, Eiður Guðnason, alþingismaður, Gerð- ur Steinþórsdóttir, kennari, Brynja Benediktsdóttir, leik- stjóri og formaður Bandalags íslenskra listamanna og Guðný Magnúsdóttir, myndlistarmaður. bænum. „Mér fellur vel við það mannlíf og andrúmsloft sem hér ríkir og mér finnst menningar- straumar fljóta yfir bænum,“ sagði Rósa í samtali við Dag. Sem fyrr segir eru á sýningunni 36 sjónvarpsgrafíkverk. Um er að ræða þrjár seríur og allt eru þetta verk sem birst hafa á skjánum. í fyrsta lagi er verkið „Óðurinn til krónunnar" en það var notað í innlendum fréttaþátt- um um efnahagsmál. í öðru lagi er um að ræða verkið „það er leið út“ en það var notað í samnefnd- um þætti um geðvernd. Loks er um að ræða myndröðiiia „konur í íslensku ljóðlífi". Aðsókn hefur verið með ágæt- um þessa fyrstu daga. Sýningin stendur fram á sunnudag og hún er opin frá 16-22. ET Félag aldraðra Akureyri Opnu húsin hefjast aö loknu sumarfríi miðvikud. 2. ágúst kl. 2 í Húsi aldraðra. Formaður. HÚSNÆDISSTOFWUN RÍKISINS TÆKNIDEILD Útboð Stjórn verkamannabústaða á Sauðárkróki, óskar eft- ir tilboðum í byggingu 6 íbúða í þremur parhúsum, við götuna Kvistahlíð þar í bæ. Hvert hús er 165 m2 að flatarmáli og 513 m3 að rúm- máli. Verkið skal hefjast um mánaðamótin ágúst-septem- ber nk. og skal skila húsunum fullbúnum um áramót- in 1990-1991. Útboðsgögn verða afhent gegn 10.000 kr. skila- tryggingu frá og með þriðjudeginum 1. ágúst, á bæjarskrifstofunni á Sauðárkróki eða hjá Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins að Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík. Tilboðin verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er þess óska, á sömu stöðum, þriðjudaginn 15. ágúst kl. 14.00 stundvíslega. F.h. Stjórnar verkamannabústaða á Sauðárkróki. Tæknideild Húsnæðisstofnunar. nL HUSNÆÐISSTOFNUN UáQi RÍKISINS BhJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI • 696900 MEISTARAFÉLAG BYGGINGAMANNA NORÐURLANDI Hafnarstræti 107 • sími 21022 box 711 ■ 602 Akureyri Skrifstofan er lokuð vegna sumarleyfa og flutninga frá 1. ágúst til 4. september. Verslun til sölu Þekkt sérverslun til sölu. Um er að ræða lager og innréttingar, verslunin er í leiguhúsnæði á góðum stað í bænum. Fasteignasalan Brekkugötu 4 Sími 21744 Sölustjóri Sævar Jónatansson, sími 24300. Sölumaður er á skrifstofunni alla virka daga frá kl. 13.00-18.00. Auglýsing um skattskrár í Norðurlands- umdæmi eystra Dagana 31. júlí til 14. ágúst 1989, að báðum dögum meðtöldum, liggja frammi til sýnis skattskrár Norður- landsumdæmis eystra fyrir gjaldárið 1988. Skrárnar liggja frammi á eftirtöldum stöðum: Á skatt- stofunni á Akureyri. í öðrum sveitarfélögum í umdæminu, hjá umboðsmönnum skattstjóra. Athygli er vakin á, að enginn kærufrestur myndast við framlagningu skránna. Akureyri, 25. júlí 1989 Skattstjórinn í Norðurlands- umdæmi eystra. Gunnar Rafn Einarsson. Auglýsing um að álagningu opinberra gjaida á árinu 1989 sé lokið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/ 1981 um tekjuskatt og eignarskatt er hér með auglýst að álagningu opinberra gjalda á árinu 1989 er lokið á alla aðila sem skattskyldir eru skv. I. kafla framangreindra laga. Álagningarskrár voru lagðar fram í öllum skatt- umdæmum mánudaginn 31. júlí 1989 og liggja frammi á skrifstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra í hverju sveitarfélagi dagana 31. júlí-14. ágúst að báðum dögum með- töldum. Álagningarseðlar skattaðila, er sýna álögð opin- ber gjöld 1989, húsnæðisbætur og barnabóta- auka, hafa verið póstlagðir. Kærur vegna alira álagðra opinberra gjalda, húsnæðisbóta og barnabótaauka, sem skattaðil- um hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1989, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans innan 30 daga frá og með dagsetningu þessarar auglýsingar eða eigi síðar en 29. ágúst nk. 31. júlf 1989 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Ólafur Helgi Kjartansson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Rafn Einarsson. Skattstjórinn i Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson. Skattstjórinn i Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.