Dagblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 1
2. árg. — Miðvikudagur 3. marz 1976 — 49. tbl. .,Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. 7 UNGRA SJOMANNA AF HAFRÚNU LEITAÐ — lík eins skipverjans fannst í gœr Upphaflega hét báturinn Húni HU- 1, síðan Ólafur 2. KE-149, og nú Hafrún ÁR-28, eða síðan í fyrra, jþegar báturinn var keyptur til Eyrarbakka. í morgun fór Landhelgisgæzluflugvélin Sýr í leitarflug og tók Björgvin þessa mynd er leitarmenn voru að ganga um borð, en þar voru flugmennirnir tilbúnir fyrir. Talið er að vélbáturinn Hafrún ÁR-28, hafi farizt úti af Reykjanesi aðfaranótt þriðjudagsins sl., en síðast heyrðist til bátsins kl. 1.15 þá um nótitina. Var hann þá vestan við Þorlákshöfn á vesturleið til loðnuveiða og var allt í lagi. Síðan hefur ekkert til bátsins spurzt, en slæmt veður var við Reykjanesið undir morguninn, um það leyti sem Hafrún hefur væntanlega verið þar. Þannig komst bátur frá Grindavík í hann krappan á þeim slóðum. Hafrún er 73 tonn að stærð, byggð í A-Þýzkalandi 1957. Skipverjar á Jóhannesi Gunnari GK-268 fundu í gær lík kokksins á Hafrúnu á reki undan öngulbrjótsnefl. Hún hét Ingibjörg Guðlaugsdóttir, fædd 1935 ög lætur eftir sig stálpuð börn. Hún var aðkomumanneskja á Eyrarbakka. Víðtæk leit hófst snemma í morgun að hinum skipverjunum cn þeir eru Valdimar Eiðsson, skipstjóri, fæddur 1945, kvæntur og tveggja barna faðir. Ágúst Ólafsson fæddur 1949, kvæntur og á eitt barn. Þórður Þórisson, fæddur 1943, kvæntur og á eitt barn. Júlíus Stefánsson, fæddur 1955 og á unnustu. Haraldur Jónsson, fæddur 1955, trúlofaður og á eitt barn. Slysavarnafélag íslands hóf geysivíðtæka leit strax í birtingu í morgun. Björgunarsveitin Sigurvon úr Sandgerði leitar frá Sandgerði suður í Hafnarósa. Eldev úr Höfnum leitar frá Hafnarósum suður á Reykjanes. Þorbjörn úr Grindavík leitar frá Reykjanesi og austur fvrir Hraunsvík, en með Þorbirni leitar flokkur björgunarsveitarmanna frá Eyrarbakka. Mannbjörg frá Þorláks- höfn leitar Krísuvíkurberg um Her- dísarvík í Selvog. Þá hóf flugvél Landhelgis- gæzlunnar leitarflug í morgun og einnig leitar\'él frá varnarliðinu og þvrla frá sama stað. Snemma voru leitarskipin einnig að safnast saman undir stjórn Guð- björns Þorsteinssonar á Þorsteini RE, en ekki var ljóst hversu mörg skip mundu taka þátt í leitinni. Þess má geta, að Aðalsteinn Stefánsson, bróðir Júlíusar Stefáns- sonar skipverja, er einnig skráður á Hafrúnu, en hann fór ekki með í þessa ferð. Síðast þegar blaðið vissi, kl. 9 í morgun, höfðu leitarflokkar ekkert fundið. -GS. AIRVIKING GJALDÞROTA - SAM- VINNUHREYFINGIN KAUPIR? Að kröfu Olíufélagsins h.f. í Reykjavík, var flugfélagið Air Viking gert gjaldþrota í gær. Var þctta gert til lúkningar á skuldum flugfélagsins við olíufélagið, scm munu nema allt að 80 milljónum króna. í fyrradag var gert Uighald í cignum félagsins, að kröfu Alþýðubankans og Olíu- félagsins, en bankinn fór ekki fram á gjaldþrot þegar allt kom til alls. Flugfélagið á alls þrjár flugvélar, en tvær þeirra eru komnar að því að fara í skoðun og sú vélin sem flugleyfi hefur, á að fara í skoðun eftir skamman tíma. Það kom fram í gær, að allir aðilar voru sammála um að verðmæti flugvélarinnar nægði ekki fyrir skuldunum við Alþýðubankann og Olíufélagið. Þá skuldar félagið eitthvað af tryggingarfé og lán til Samvinnubankans og Samvinnu- trygginga, sem munu nema stærri fjárhæðum en þær er um ræðir í sambandi við gjaldþrotið í gær. Undanfarið hafa átt sér stað við- ræður á milli Samvinnuferða, ferða- skrifstofu samvinnumanna um sam- starf og er talið líklegt, að samvinnu- hrevfingin muni nú kaupa vélarnar og hefja flugrekstur í sambandi við ferðaskrifstofuna, enda talar Guðni Þórðarson um „væntanlega eig- endur. . . sem njóta muni rýmri fyrir- grciðslu en við” í fréttatilkynningu til fjölmiðla. Ferðaskrifstofan Sunna heldur sínu striki og menn hafa nú velt því fvrir sér, hvað verður um flug- rekstrarleyfi hennar. — HP. NYR KYNSJÚKDÓMUR LEGGST Á BÖRN í DANMÖRKU 0G SVÍÞJÓÐ — erlendar fréttír á bls. 6—7 Hafði ekki heyrt um þorskastríð fyrr en ég kom hingað — rœtt við nýróðinn þjálfara Akurnesínga, sem er Englendingur Sjá íþróttir í opnu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.