Vísir - 16.04.1969, Blaðsíða 2

Vísir - 16.04.1969, Blaðsíða 2
 VÍSIR . Miövikudagur 16. apríl 1969. piilá: LANDSLIÐIÐ MED 2,09 METRA RISA í EVRÚPUKEPPNINA □ Landsliðsnefnd Körfu- knattleikssambands ís lands hefur valið landslið- ið, sem taka á þátt í Evr- ópumeistarakeppninni í Svíþjóð í maí næstkom- andi. Valdir voru 10 leik- menn til keppninnar, og er liðið þannig skipað: ÁRSHÁTÍÐ VÍKINGS ÞORSTEINN HALLGRÍMSSON — reyndasti maður íslenzka landsliðs- ins og fyrirliði þess. Hann verður með landsliðinu i Evrópukeppninni. verður haidin laugardaginn 19. april í húsnæði Dansskóla Her- manns Ragnars. Fjölbreytt skemmtiatriði. M. a. Gunnar og Bessi. Aðgöngum'ðar fást í Söebech- verzlun við Háaleitisbraut. Uppl. í síma 22438. NEFNDIN. Knattspyrnufélög Bjóðum hagstælt verð og fjölbreytt úrval SPALL fótboltar ★ HENSON búningar ★ LISPRO legghlífar ★ BONETTI hanzkar ★ KOPA skór ★ UWIN sokkar ★ Einkaumboð fyrir Benjamin flóðljós Allt fyrir leikmanninn og félagið HALLDÓR EINARSSON • HEILDVERZLUN Lækjargötu 6b • Pósthólf 1015 'leiki er Birgir Örn Birgis, en hann hefur leikið alla landsleiki íslands frá upphafi, 23 að tölu. Meðalhæð liðsins er 190 cm, og meðalaldur 25 ára. Allstrangt æfingaprógram hefur verið gert fyrir liðið, og samkvæmt því munu verða leiknir fjórir æf- ingaleikir í viku hverri fram að keppni, og auk þess ein æfing í viku. Á sunnudaginn kemur mætir landsliðiö pressuliði í keppni. Má vænta þess, að íþróttafréttamenn geti teflt fram sterku liði, því margir mjög góðir leikmenn munu sitja eftir heima, þegar laridslið'ð fer utan, vegna náms og annars. Birgir Örn Birgis, Ármanni, Brynjólfur Markússon, KR, Einar Bollason, Þór, Gunnar Gunnarsson, KR, Jón Sigurðsson, Ármanni, Kolbeinn Pálsson, KR, Kristinn Stefánsson, KR, Sigurður Helgason, KFR, Þórir Magnússon, KFR, Þorsteinn Hallgrímsson, ÍR, Tveir nýliðar eru í liðinu aö þessu sinni, hæsti körfuknattleiks- maður Islands, Sigurður Helgason, KFR, sem er 209 cm á hæð, og Brynjólfur Markússon KR, einn af efnilegustu yngri mönnunum. Yngsti leikmaður liðsins er Jón Sigurðsson, Ármanni, sem er 18 ára, og vakið hefur athygli fyrir fjölhæfni sína I körfuknattleiknum. Sá, sem leikið hefur flesta lands- Leikurinn fer fram á Nesinu kl. '16.00. Þaö er dýrt fyrirtæki að taka þátt í slíkri keppni, og hefur því K.K.I. sett af stað ýmiss konar fjár- öflunarstarf. Meðal annars hafa verið gefin út númeruð styrktar- kort, sem seld eru fyrir upphæð frá kr. 100. Innan skamms verður dregið úr númerunum, sem seld verða, og hlýtur handhafi vinnings- númersins ferð til Svíþjóðar með landsliðinu á keppnina. Er vonazt til, að fólk sýni þessu máli skiln- ing og styrki landsliðið okkar til keppni í sinni fyrstu Evrópumeist- arakeppni. Körfuknattleikssamband Islands. • Siónvarpshúsið að Lauga- vegi 176 hefur í vetur breytzt í aðalvígvöll íslenzkra glímu- manna. Nýlega fór Landsflokka- ■glíman fram í sjónvarpssal og var send út beint í dagskrá við misjafnar undirtektir sjónvarps- áhorfenda, en mörgum þó til á- nægju, og er ekki að efa að glím- an hefur eignazt allmarga áhuga menn við þessar útsendingar. íslandsmeistari í þyngsta flokki varð þá Sigurður Steindórsson úr Skarphéðni, en hann glímdi íil úr- slita við Ingva Guðmundsson, Vík- verja, báðir hlutu 5]/2 vinning í 6 glímum. I Íslandsglímunni, sem fer fram í sjónvarpssal laugardaginn 26. apríl og hefst kl. 16.30 eiga rétt til þátttöku glímukappar Islands næstu 3 árin eftir unna íslands- glímu, fjórir næstu menn eftir sig- urvegara á síðustu Íslandsglímu, þrír efstu í Skjaldarglímu Ármanns og Skarphéöins. Keppendur skulu ekki vera yngri en 17 ára miðað við síðustu áramót. Þátttaka tilkynnist Sigurði Inga- syni, pósthólfi 997 fyrir 20. apríl. FRAMKÖLLUN KOPIERING EFTIRTÖKUR eftir Vormót í hdBid- knattleik r NU ER ODYRT AÐ TAKA SVART HVÍTAR MYNDIR • Handknattleiksráð Reykjavík- ur gengst fyrir vormóti í hand- knattleik B-liða 2. og 3. flokks karla og 2. flokks kvenna og 4. flokks drengja nú í lok keppnis- tímabilsins. Þátttaka óskast til- kynnt til Birgis Lúðvíkssonar, Al- mennum tryggingum, fyrir 21. apríl. Haukar og FH í kvöld Þetta er Ómar markvörður Hauka. I kvöld lendir það ekki svo1 lítiö á honum að freista þess að Haukar verði einir 1. deildarliða til þess að sigra nágrannana úr FH, sem enn eru taplausir eftir 9 leiki í 1. deild og þegar orðnir yfirburða sigur- vegarar. 1 kvöld mætast í fyrsta leik Ármann og Keflavík í 2. deild, en Víkingar hafa þegar unnið 2. deild, og þá keppa Valur og Fram í 1. deild, en Haukar hafa eitt stig yfir Fram og vilja ör- ugglega halda silfursætinu á- fram. Vifa Wrap Heimilisplast Sjálflímandi piastfilma . til a3 leggja yfir köku- og matardiska °9 paW«> y inn matvælum til geymslu í ísskápnum. Fæst í matvöruverzlunum. PLASTPRENT H/F. ENN GLÍMT í SJÓNVARPINU i i ) í i i I I i S i i i i Í i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.