Menntamál - 01.12.1950, Blaðsíða 16

Menntamál - 01.12.1950, Blaðsíða 16
214 MENNTAMÁL aratviksorð), skilyrðistengingar, afleiðingartengingar, orsakatenging(ar, tilgangstengingar, tíðartengingar, til- vísunartengingar, (tilvísunarfornöfn), og viðurkenningar- tengingar — 9 flokka alls. — Mundu svo eftir að læra vel (10. flokkinn), samanburðar- tengingarnar og kommureglurnar, sem gilda um þær (sbr. bls.3). BJÖRN H. JÓNSSON skólastjóri: Söfnun kennslubóka. Nokkuð virðist áhugi á íslenzkri bókfræði hafa aukizt á síðari árum, og þeir eru orðnir margir — fleiri heldur en almenning grunar, sem safna eldri, íslenzkum bókum. Er það vel farið, að tíndar eru saman þær leifar, sem enn eru við líði. Þar er reyndar ekki um auðugan garð að gresja nú orðið, því að hvort tveggja er, að upplögin voru oftast lítil, og svo hafa léleg húsakynni og hirðuleysi hjálpazt að við eyðileggingarstarfið. Þó kemur alltaf ein og ein bók og stundum fleiri saman fram í dagsljósið. Ekki er mér kunnugt um, að gerð hafi verið tilraun til að safna íslenzkum kennslubókum sérstaklega, nema það sem fræðslumálaskrifstofan hefur safnað hin síðustu ár. Nokkrir bókasafnarar eiga þó allmikið safn eldri kennslu- bóka, t. d. Guðm. Gamalíelsson bóksali, Þorsteinn M. Jóns- son skólastjóri, Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður o. fl. Þegar undan eru felldar kennslubækur í kristnum fræð- um, verður naumast sagt, að útgáfa námsbóka hafi byrjað hér á landi fyrr en á síðari hluta átjándu aldar, og fáar voru þær og strjálar allt fram undir síðustu aldamót. Sum-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.