Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 66
drauma-ræða séra Marteins Lúthers King verið gerð að grunni opinbers siðferðis. Þar býr meginþorri svarts fólks enn við miklu lakari afkomu en hvítir og lítið betri kjör en þegar séra King flutti sína ræðu; þótt svörtum í millistétt hafi vissu- lega fjölgað mjög og forsetinn sé meira að segja svartur. (Þeir sem leggja alla áherslu á jöfnuð og setja hann hærra en sóma- samlegri afkomu; hafa reyndar geta glaðst yfir því kjör hvítrar lágstéttar hafa versnað svo mjög í Bandaríkjunum á undanförnum áratugum að þau eru farin að nálgast kjör illra settra svartra.) Meðal svartra í Bandaríkj- unum var helsti talsmaður þess að réttlæti gæti ekki sprottið upp af almennri sátt nema til kæmu róttækar samfélagslegar breytingar; var Malcolm X. Hann andmælti sáttastefnu séra King og sagði hana sprottna af inngró- inni sjálfsfyrirlitningu þrælsins og djúpstæðri óttafullri virðingu hans fyrir kúgurum sínum. Mal- colm benti á að í þrælahaldinu hefðu þrælar búið við misjöfn kjör og þessi mismunur hefði mótað ólík afstöðu þrælanna til kúgara sinna. Og afkomendur þrælanna hefðu erft þessa af- stöðu. Malcolm benti á að á þræla- tímanum hefðu þrælarnir skipst í tvo meginhópa. Annars vegar hús-negra sem þjónustuðu hús- bændur sína til borðs og sængur og sinntu flestum þörfum hans; þrifu föt hans og hús, ólu upp börn hans og hjúkruðu honum í veikindum. Malcolm sagði að hús-negrarnir hefðu í raun lifað í gegnum húsbónda sinn; þeir glöddust þegar hann eignaðist barn og báðust fyrir þegar hon- um varð misdægurt. Hús-negr- inn sagði „við“ þegar hann átti í raun við húsbóndann; þótt staða þræls og eiganda hans væri svo ólík að þeir gætu aldrei rúmast í sama „við“-inu. Hins vegar voru negrar sem unnu út á ökrunum. Þrælahald- arinn birtist þeim aldrei öðru- vísi en sem kúgandi yfirvald og níðingur; þeir þekktu svipu hans og hlekki. Akur-negrinn fyrirleit og hataði þrælahaldarann og leit ekki á hann sem húsbónda held- ur sinn versta óvin. Akur-negrinn gladdist ekki þótt barn fæddist á herrasetrinu og hann bað til Guðs að íbúarnir þar dræpust úr þeim pestum sem hrjáðu þá. Þegar Malcolm X hafði sett meginstrauma mannréttinda- baráttu svartra í þetta sögulega ljós bætti hann við að hann væri sjálfur akur-negri. Og lét hlust- endum eftir að botna söguna. Séra King hlaut þar af leiðandi að vera hús-negri og sáttaleið hans að vera sprottin af þrá eftir að verða þátttakandi í lífi húsbónd- ans; kúgarans; kvalarans. Sameiginlegir hagsmunir falla úr tísku Þegar horft er yfir fimmtíu ára baráttusögu minnihlutahópa frá því að séra Marteinn Lúther King opinberaði drauma sína má segja að fyrri hluti þessa tímabils hafi verið tími séra King en sá seinni tími Malcolm X. Malcolm hefur vissulega ekki öðlast sömu óumdeilanlegu virðingu og séra King – eða Desmond Tutu og Mandela; en barátta flest allra minnihlutahópa á síðustu ára- tugum hefur frekar tekið mið af afstöðu Malcolm X en séra King. Þau sem berjast fyrir auknum rétti kúgaðra hópa leggja síður fram plan (eða draum) um al- menna sátt í samfélaginu; heldur einvörðungu kröfur um aukinn réttindi og sterkari stöðu síns hóps. Talsmenn minnihluta hafa hætt að líta á það sem sitt hlut- verk að smíða sátt við ríkjandi viðhorf; ef slík sátt er á annað borð eftirsóknarverð þá hlýtur það að vera hlutverk annarra að leita hennar. Það liggur nánast í hlutarins eðli að kúgaður hópur getur ekki byggt baráttu sína á fyrirframgefinni málamiðlun; í því felst í raun viðurkenning á réttmæti kúgunarinnar. Að baki þessari þróun liggja margir þræðir og ég ætla aðeins að reifa fáeina. Við höfum ekki sömu trú á al- mennu réttlæti, almennu siðferði eða almennu viðhorfi og fyrir hálfri öld. Það sem þá var talið vera algildar hugmyndir kom síðar í ljós að voru hugmynda- kerfi til að viðhalda völdum og forréttindum tiltekins minni- hlutahóps; hvítra miðaldra karla. Mannréttindabarátta hópa sem þetta hugmyndakerfi hafði haldið niðri afhjúpaði þessa blekkingu. Baráttan dró því í sjálfu sér úr því að hægt væri að halda á lofti almennri sátt um framtíð byggðri á sameiginlegum grunni. Stjórnmálaumræða síðustu áratugi hefur líka fjarlægst hug- myndir um sameiginlega hags- muni. Á sama hátt og hugmynda- kerfi hvíta miðaldra karlsins var afhjúpað sem valdatæki hans sjálfs; var opinberi starfsmaður- inn líka afhjúpaður sem sérhags- munaseggur. Hann lét sem hann inni fyrir almannaheill en hugs- aði þó aðeins um eigin hag. Sama má segja um stjórnmálamanninn, verkalýðsforkólfinn — í raun alla sem áður byggðu sjálfsvirðingu sína á því að vera að vinna fyrir samfélagið. Í dag er þetta allt saman fag og karríer. Saman er þetta einskonar sértæka og almenna sönnunin Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Þ að er hálf öld og fáeinir dagar síðan séra Mar-teinn Lúther King flutti margfræga ræðu um þá draumsýn að fólk gæti lifað í friði og unað hvort öðru ham- ingju þrátt fyrir ólíkan uppruna og samfélagslega stöðu. Séra King var boðberi sáttar milli kúgaranna og hinna kúguðu. Hann trúði því að slík sátt væri forsenda þess að samfélagið losnaði úr fjötrum fortíðar; án hennar myndi ekki skapast friður til að móta nýja framtíð. Séra King taldi að eina leiðin að þess- ari framtíð væri að sáttin byggði á draum um einmitt þessa nýju framtíð. Tilboðið var: Leggjum niður deilur fortíðar; rjúfum hefndarkeðjuna og fyrirgefum gamlar syndir í skiptum fyrir nýtt upphaf sem getur mögulega leitt okkur til réttláts samfélags. Án slíkrar sáttar losnum við ekki úr viðjum fortíðar; hún mun elta okkur uppi og þröngva okkur til að lifa um alla framtíð samkvæmt því óréttlæti sem er inngróin illri fortíð. Sannleikurinn kom ekki með réttlæti Desmond Tutu og Nelson Man- dela voru helstu talsmenn þess að leið séra King yrði reynd í Suður-Afríku. Þeir bjuggu til sannleiksnefndir þar sem fólk, sem hafði framið glæpi gegn meðbræðrum sínum í nafni kyn- þáttahyggju og kynþáttaátaka, gat fengið sakir sínar uppgefnar í skiptum fyrir að segja sann- leikann um verk sín. Hugmyndin að baki sannleiksnefndunum er ævaforn; að sannleikurinn muni gera okkur frjáls. Tutu og Mandela töldu að það væri mikilvægara fyrir samfélagið að sannleikurinn kæmi fram en að réttlætið næði fram að ganga. Á grunni sannleikans mætti skapa nýtt réttlæti í Suður-Afríku. En refsingar vegna ódæðisverka, sem í sjálfu sér væru réttlátar, myndu aðeins tjóðra samfélagið enn fastar við átök fortíðarinnar. Og framtíðinni yrði fórnarlamb þess réttlætis. Sannleiksleið Tutu og Mandela var gagnrýnd af sömu forsendum og draumar séra King. Sátt milli kúgarans og hinna kúguðu er alltaf á forsendum kúgarans. Hann fær fyrirgefningu og held- ur sinni stöðu en hinn kúgaði fær ekkert; hann er meira að segja sviptur réttinum til að hata og fyrirlíta kúgara sinn. Og þessir gagnrýnendur höfðu margt til síns máls. Því miður hafa kjör og lífsafkoma megin- þorra svartra íbúa Suður-Afríku lítið skánað þótt Afríska þjóðar- ráðið vinni óhjákvæmilegan yfir- burðasigur í öllum kosningum. Sannleiksnefndirnar bættu ekki félagslegt réttlæti. Yfirgengi- legur ójöfnuður einkennir enn suður-afrískt samfélag þótt fleiri svartir hafi skotist upp í millistétt og nokkrir upp í stjórnmálaelít- una. Gamla hvíta forréttindastétt- in á enn meginþorra allra eigna í Suður-Afríku og býr við lífskjör sem eru ofan og utan við allt sem venjulegir svartir borgarar geta látið sig dreyma um. Það búa enn tvær þjóðir í Suður-Afríku. Húsnegrar og engjanegrar Þetta er líka raunveruleikinn í Bandaríkjunum þótt þar hafi Hvað eigum við sameiginlegt? Svar nýja hægrisins er afturhaldssamt og ófrjótt; byggir á hugmyndum sem mannréttindabarátta síðustu áratuga taldi sig hafa fellt. Helsta ástæða þess að svar hægri manna hefur hlotið mikinn hljómgrunn er að þetta er eina svarið sem er í boði. Aðrir leggja áherslu á að svara spurningunni um hvað aðgreinir okkur. Séra Marteinn Lúther King opinberaði drauma sína um betri framtíð byggða á sátt milli ólíkra hópa fyrir hálfri öld og fáeinum dögum. Séra King taldi að sáttin væri eina leiðin út úr ógöngum fortíðar og forsenda réttlætis í framtíðinni. Malcolm X gagnrýndi draumsýnir séra King og taldi óhugsandi að réttlæti gæti sprottið upp af sátt milli kúgaðra og þeirra sem hefðu kúgað þá nema henni fylgdi róttækar samfélagslegar breytingar. Fylgstu með - láttu sjá þig! Auglýsing í Fréttatímanum er góður kostur Lestur á Fréttatímann hefur aukist í helstu markhópum blaðsins. Höfuðborgarsvæðið, konur 35 til 49 ára. Fréttatíminn 74,6% Fréttablaðið 72,83% Morgunblaðið 26,17% DV 11,18% Heimild: Capacent. Lestur janúar til mars 2013. 850 svör. 66 samtíminn Helgin 13.-15. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.