Morgunblaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 152. tbl. 64. árg. MIÐVIKUDAGUR 13. JULt 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Spánn: Gengisfellingin upp- haf róttækra aðgerða Madrid, 12. júlf, AP — Reuter. VMSIR efnahagsmálasérfræðing- ar drógu f dag f efa að ákvörðun spænsku st jórnarinnar um að lækka gengi pesetans um 20% frá og með deginum í dag hefði verið tekin á réttum tfma og sögðu að heppilegra hefði verið að bfða með hana tii haustsins. Gengis- fellingin er fyrsta róttæka að- gerðin í efnahagsmálum af mörg- um slíkum, sem ráðgerðar eru til að rétta efnahag landsins við, sem setið hefur á hakanum hjá Suarez forsætisráðherra meðan hann einbeitti sér að stjórnmálalegum umbótum og kosningabaráttunni. Suarcz lýsti þvf yfir á blaða- mannafundi daginn eftir kosn- ingasigur sinn að umbætur f efna- hagsmálum væru það verkefni, sem mest væri knýjandi og efst væri á lista stjórnarinnar f þróun- inni frá einræði til lýðræðis. Gengisfellingin gerir það að verkum að hinar vinsælu sumar- Flugræning j arn- ir framseldir Helsingfors, 12. júlf, AP—Reuter. ÞRIGGJA til 15 ára fangelsisvist bfður sovézku flugræningjanna tveggja er Finnar framselja þá sovézkum stjórnvöldum á næstu dögum. Finnskir embættismenn skýrðu frá þvf á fundi með frétta- mönnum, að Rússarnir tveir, Alexander Zagirnjak 19 ára og Gennads Selishko 22 ára, hefðu ekki verið vopnaðir, aðeins haldið á gervihandsprengjum, en ekki hefði verið hægt að sjá annað en þær væru virkar. Paavo Vaeyrynen, utanrikisráð- herra Finnlands, sagði, að Finnar ættu ekki annars úrkosti en að framselja ræningjana tvo, Sovét- rikin og Finnland hefðu 1975 gert með sér samning þar sem Finnar skuldbundu sig til að framselja sovézka flugræningja um leið og þeir hefðu verið handteknir og þeir myndu að sjálfsögðu virða það samkomulag og hefðu Sovét- menn þegar krafizt framsals. Refsing við flugráni i Sovétrikj- unum er 3—15 ára fangelsi sam- kvæmt lögum sem sett voru árið 1973. Rússarnir tveir gáfust upp i dögun í gærmorgun eftir að hafa sofnað, úrvinda af þreytu, sem gerði síðustu gíslunum þremur kleift að komast undan. Voru þeir því einir í Iliutsynþotunni er þeir vöknuðu af blundinum og gafst annar þeirra þá strax upp en hinn klukkustund síðar. Hinum gislun- um 69 höfðu þeir sleppt i smáhóp- um í gær, þar sem flugvélin stóð á Helsinkiflugvelli, en flugmönn- um þotunnar tókst að forða sér út um glugga flugstjórnarklefans en skotheld hurð aðskilur flugstjórn- arklefann frá farþegarýminu. Flugvélinni var rænt i innan- landsflugi frá Petrozavodsk í N- Rússlandi til Leningrad og vildu ræningjarnir láta fljúga með sig til Stokkhólms, en vélin hafði að- eins eldsneyti til að fljúga til Helsinki. I samningum í gær buðu finnsk stjórr.völd að láta ræningj- unum í té litla Cessnavél til að halda áfram, en þeir höfnuðu þvi eftir að sænsk stjórnvöld höfðu neitað að leyfa þeim að lenda þar. leyfisferðir vesturlandabúa til Spánar verða mun ódýrari og er gert ráð fyrir að ferðamönnum muni fjölga mjög þegar i ár. Einn- ig eykur hún samkeppnishæfni spænskra útflutningavara á er- lendum mörkuðum, en i'nnflutn- ingur hækkar verulega og mun þyngja greiðslubyrði Spánar á er- lendum lánum, sem í dag nema 12 * milljörðum Bandaríkjadollara. Verðbólgan í landinu, sem nú er 30% mun að dómi sérfræðinga aukast verulega. Sérfræðingarnir, sem minnzt var á i upphafi fréttarinnar bentu á að þar sem ferðamannatíminn væri nú í hámarki myndi það að- eins þýða að spænskir bankar yrðu að kaupa gjaldeyri af erlend- um ferðamönnum 20% dýrari og þar sem margar verksmiðjur á Spáni væru lokaðar yfir sumar- leyfistímann gætu spænskir út- flytjendur ekki notfært sér strax bætta samkeppnisaðstöðu erlend- is og Spánverjar sem skipulagt hefðu sumarleyfisferðir erlendis yrðu nú að greiða 20—25% hærra verð fyrir þær ferðir. Spænska stjórnin tilkynnti i dag að samfara gengislækkuninni myndi hún beita sér fyrir ráðstöf- Framhald á bls. 18 úr haldi Washington 12. júlí. Reuter. BANDARÍSKA fanganefndin samþykkti í dag að Gordon Liddy, síðasti Watergateinn- brotsþjófurinn sem enn er í haldi, yrði látinn laus til reynslu 7. september nk. Þeg- ar Liddy verður laus, verða aðeins í fangelsi 3 af þeim mönnum sem dæmdir voru fyrir aðild að málinu, þeir John Erlichman, og Robert Haldeman, fyrrum nánustu ráðgjafar Nixons Bandarfkja- forseta og John Mitcheil, fyrr- um dómsmálaráðherra. Liddy, sem er fyrrverandi alríkislög- reglumaður, skipulagði inn- brotið. Hann neitaði allan tím- ann sem á rannsókninni stóð að bera vitni og fékk fyrir lengsta fangelsisdóm sakborn- inganna 20. Hann hefur nú verið í fangelsi í rúm 4 ár._ NATO eflir varnir sínar Casteau, Belgiu 12. júli Reuter — AP Atlantshafsbandajagið hefur ákveðið að stórefla varnir sfnar í V-Þýzkalandi gegn skriðdreka- hernaði, auka hergagnabirgðir í Evrópu verulega og efla átaka- viðbúnað NATO-herjanna f V- Evrópu. Það var yfirhershöfðingi NATO, Alexander Haig, sem skýrði frá þessum ráðstöfunum á fundi með fréttamönnum f Casteau f Belgfu f dag. Haig sagði að ákvörðun um þessar aðgerðir hefði verið tekin af varnarmálaráðherrum banda- lagsins eftir að Carter Banda- rikjaforseti hefði hvatt til þeirra. Haig sagði á fundinum að Var- sjárbandalagsrikin hefðu nú yfir fjórfalt meiri skriðdrekakosti að •ráða i Mið-Evrópu en NATO og hefðu einnig yfðirburði hvað snerti mannafla og flugvélar. Haig sagði að fyrrnefndar- aðgerðir NATO myndu mjög bæta stöðu bandalagsins, en lagði áherzlu á að þær myndu ekki leysa öll vandamál, langt frá því. Framhald á bls. 18 Engin olíuverðs- hækkun 1978? Stokkhólmi 12. júli. AP-Reuter. YAMANI, olfumálaráðherra Saudi-Arabíu, og Jamshid Amouzegar, innanrfkisráðherra Irans, sem nú sita ráðherrafund OPEC, samtaka 13 olíufram- leiðslurfkja, sögðu í sænsku sjón- varpsviðtali f dag að þeir vonuð- ust til að engar olfuverðshækkan- ir yrðu árið 1978. Ráðherrarnir sögðu ekki hvort verðið yrði fryst eftir hækkun sem gert er ráð fyrir að verði samþykkt á næsta fundi ráðherranna, sem verður f Caracas Venezúela f desember nk. Yamani sagði að hann vonaðist til að engin verðhækkun yrði á olíu á næsta ári ef ekki yrði bati i efnahagslífi í heiminum og sagði að nú væri 15 milljónir manna atvinnulausir á vesturlöndum og oliuframleiðsluríkin kæmust ekki hjá því að athuga þá staðreynd. Amouzegar sagði að of snemmt væri að segja fyrir um hvað ákveðið yrði í sambandi við 1978. en Iransstjórn væri fylgjandi verðstöðvun. Talsmaður Samein- uðu furstadæmanna, sem ásamt S-Arabíu klufu sig út úr verð- hækkunarákvörðun OPEC í byrj- un þessa árs, Mana Al-Oteiba sagðist hins vegar gera ráð fyrir þvi að verð ætti eftir að hækka um næstu áramót. Þessi ummæli ráðherranna koma á fundi, þar sem OPEC legg- ur höfuðáherzlu á að koma fram sem ein heild eftir klofninginn fyrr á þessu ári, en sá ágreiningúr var jafnaður, er Saudi-Arabia og Sameinuðu furstadæmin féllust á að hækka olíu um 5% gegn þvi að hin rikin 11 féllu frá 5% hækkun 1. júlí, sem koma átti ofan á 10% hækkun, sem gilt hafði i 6 mán- uði. Fyrrnefndu rikin 2 höfðu að- eins hækkað sína oliu um 5% umáramót. Yamani olfumálaráðherra S-Arabfu á fundinum f Stokkhólmi f gær. Rangt að miðað hafi i rétta átt segir Ian Smith Salisbury, 12. júlí, Reuter — AP IAN Smith, forsætisráðherra Rhódesfu, kæidi f dag verulega vonir manna um að tilraunir Breta og Bandarfkjamanna til að leysa Rhódesfudeiluna friðsam- lega gætu borið skjótan árangur. Smith sagði f yfirlýsingu sem hann gaf út f dag að viðræðurnar við fulltrúa Breta og Banda- rfkjanna um helgina hefðu gengið illa og engin von væri um stjórnmálalega lausn deilunnar nema Bretar breyttu f grund- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.