Morgunblaðið - 13.07.1977, Side 20

Morgunblaðið - 13.07.1977, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JULl 1977 | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Landspítalinn Sérfræðingar í skurðlækningum óskast til afleysinga á handlækningadeild spítalans nú þegar. Nánari upplýsingar veita yfirlæknar deildarinnar. Aðstoðar/æknar. Tveir aðstoðarlæknar óskast til starfa á handlækningadeild spítalans frá 1 . september n.k. og til eins árs. Umsóknum, er greini aldur, námsfer- il og fyrri störf ber að senda Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 1 5 ágúst n.k. Aðstoðarlæknar óskast til afleysinga á handlækningadeild spítalans nú þegar. Upplýsingar veita yfirlæknar deildarinnar. Reykjavík. 1 1. jú/í, 1977. SKRIFSTOFA RÍKISSPlTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765 Framtíðarstarf Góðan skrifstofumann vantar til að sjá um bókhald fyrir útgerð og fiskverkun á Norðurlandi Þarf að geta unnið sjálfstætt. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist augld Mbl. fyrir 20. júlí n.k. merkt „Traustur: 6320" Skrifstofustarf Opinber stofnun í miðborginni óskar eftir að ráða starfskraft til sendilsstarfa og léttrar skrifstofuvinnu. Umsækjendur þyrftu að geta hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknir er tilgreini m.a. aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 19. júli n.k., merkt: „Skrifstofuvinna — 2472". Staða ritara í skrifstofu borgarlæknis ,er laus til um- sóknar. Væntanlegir umsækjendur þurfa að vera vanir vélritarar, vera vel að sér í íslenzku og hafa nokkra tungumálakunn- áttu. Laun skv. kjarasamningi Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar við borgina. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu borgarlæknis fyrir 25. júlí Borgar/æknir. Óskum eftir að ráða duglega sölumenn Starfið er fólgið í því að selja tryggingar á Reykjavíkursvæðinu og úti á landi. Umsóknir sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 1 5. þ m. merkt: „Sölumaður 631 9" Laus staða Staða skrifstofumanns við embætti lög- reglustjórans í Reykjavík er laus til um- sóknar. Umsóknum sé skilað til skrifstofu embættisins Hverfisgötu 1 15 fyrir 22. júlí 1 977. Lögreg/ustjórinn í Reykjavík. Tækniteiknarar Verkfræðistofa óskar eftir tækniteiknara, hálfan daginn. Þarf að geta unnið nokkuð sjálfstætt. Tilboð merkt: T-2162 sendist Mbl. Vátryggingafélag óskar eftir starfsfólki. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 15. þ.m. merkt: „Stundvísi: 6318" íslenska járnblendifélagið hf. Grundartanga 301 Akranes — Sími 92-1092 Óskum að ráða nú þegar 4 menn til svæðisvörzlu á byggingartíma kísiljárnverksmiðjunnar að Grundartanga, sem áætlaður er um 2 ár. Vaktavinna, væntanlega hentug fyrir menn á aldrinum 30 — 50 ára. Umsókn- ir skulu hafa borist staðarverkfræðingi íslenska járnblendifélagsins h.f., Grundartanga, sem veitir nánari upplýs- ingar, fyrir 23. júlí n.k. Afgreiðslustarf Matvöruverzlun óskar að ráða traustan og röskan starfskraft vanan afgreiðslu. Uppl. í sima 20843. r Oskum að ráða starfsfólk í veitingahús. Upplýsingar i síma 38533 kl 14—16 Vogakaffi, Súðarvogi 50. Launaútreikningur bókhald Við viljum ráða hæfan starfskraft til að annast launaútreikning og aðstoða við bókhald fyrirtækisins. Verslunarskóla — eða sambærileg menntun skilyrði, reynsla ekki nauðsyn- leg Umsókn, ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, sendist til skrifstofunnar í Haga v/Hofsvallagötu. Öllum umsóknum verður svarað. Coca-Co/a Verksmiðjan Vífi/feU hf. r Hafið þér séð hina nýju verzlun j okkar í Austurveri? m Þar fæst allt Ijósmyndunar og favörur í úrvali. Tökum á móti litfilmum til vinnslu. Það kostar ekkert að iita inn — ANS ETERSEN HF USTURVEhI S. 36161 — Greenpeace Framhald af bls. 19 hafa, ásamt reyndar Alþjóða hval- veiðiráóinu, alla tíð greint á milli atvinnudrápa og þess að stöku þjóðir eða þjóðflokkar drepi sér nokkur dýr til matar endrum og eins. Einmitt þess vegna hafa Færeyingar fengið að drepa sínar grindur óáreittir, eins og tíðkazt hefur þar öldum saman. Þá vil ég geta þess, að áður- nefndir 400.000 höfrungar, sem drepnir voru i Bandáríkjunum á síðastliðnu ári, eru ekki taldir til „nytjafiska", þykja óhagkvæmir til manneldis, og óhagkvæmir til efnaúrvinnslu vegna smæðar sinnar. Tannhvalir eru einmitt þess vegna ekki í útrýmingar- hættu, að búrhvelinu auðvitað undanskildu. Ástæðan fyrir þvi, að Green- peace-samtökin eru að skipta sér af hvalveiði Islendinga, sem vissulega er litil miðað við verk- smiðjuskipavæddar veiðar Sovét- manna og Japana, virðist í fljótu bragði ótímabær. Eðlileg hlýtur hún þó að teljast, þegar málið er athugað nánar. Samtökin hafa leitazt við að koma öllum hvalveiðiþjóðum heims, utan og innan Hvalveiði- ráðsins, i skilning um nauðsyn friðunar. Sú barátta gengur af ýmsum ástæðum ekki eins og bezt verður á kosið, en mikið hefur þó miðað í rétta átt og mörg vigi fallið. Þau sjónarmið, sem f þessu sambandi eru erfiðust viðureign- ar, eru yfirlýsingar hvalveiði- þjóða, um að þær megi ekki við að missa spón úr sinum aski, og rek- ast þarna á skammtímasjónarmið hvalveiðiþjóðanna og langtíma- sjónarmið friðunarmanna. Minnir þetta óneitanlega mikið á baráttu fiskifræðinga hinnar íslenzku Hafrannsóknarstofnunar við Matthías Bjarnason og Þórð Ás- geirsson hjá Sjávarútvegsráðu- neytinu. Þegar á reynir, verða rök hval- veiðiþjóðanna æ veigaminni og skulu hér nefnd fáein dæmi: Fullyrt er, að ekki sé unnt að hætta hvalveiðum vegna hinna verðmætu og torfengnu efna (t.d. amburs og hvaloliu), sem þessar skepnur gefa af sér. Hins vegar hafa, með nútíma tækni, löngu fundizt aðrar leiðir til að afla þessara efna. (Hvaða vit er að strádrepa þessar stórfenglegustu skepnur jarðarinnar til fram- leiðslu á skósvertu, snyrtivörum og kattamat?! — I sveltandi heimi. . .) Japanir fullyrða að þeir megi hreinlega ekki við því að missa þessa mikilvægu próteinupp- sprettu í fæðuframleiðslu lands- ins. Sannleikurinn er nú samt sá, að einungis u.þ.b. 1% af prótein- neyzlu Japana á upptök sin í af- urðum hvala. Annað 1% heildar- próteinmagnsins, sem japanska þjóðin neytir árlega, fæst úr því áfengi, sem hún drekkur. Islendingar fullyrða að hval- veiðar séu svo snar þáttur i at- vinnulifi landsmanna og gefi af sér svo góðar tekjur, að þær séu þjóðinni ómissandi í lifsbarátt- unni. Hitt er svo alkunna, að hval- vertíðin á Islandi stendur yfir að- eins 3—4 mánuði ársins og veitir einungis um 200 manns atvinnu þennan stutta tíma, sem hún stendur yfir. tslendingar hafa barizt harðri baráttu fyrir yfirráðum yfir fiski- miðum sinum og þorskastriðin eru öllum kunn. Með því að snúa við blaðinu og hætta hvalveiðum höfum við tækifæri til að vinna okkur enn frekari virðingu ann- arra þjóða: Islendingar, smáþjóðin sem tók í slnar hendur yfirráð yfir sínum eigin fiskimiðum þrátt fyrir hat- ramma andstöðu voldugra stór- þjóða, sem voru vel á veg komnar með að eyðileggja þau fiskimið, sem lífsafkoma þjóðarinnar bygg- ist á. Nú ætti þessi sama þjóð að horfast í augu við staðreyndir og gera tafarlaust nauðsynlegar ráð- stafanir til verndunar fiskimiðum sinum, um leið og hún gengur i lið með þeim þjóðum, sem þegar að- hyllast 10 ára hvalveiðibann. Sú þjóð, sem tæki þetta mál upp á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. þar sem það á vitanlega bezt heima, gæti þá væntanlega, ef ár- angur næðist, séð rætast draum sinn um endurnýjaðan og sterkan hvalastofn, sem með skynsam- legri nýtingu gæti orðið óþrjót- andi matarforðabúr hinna si- stækkandi og þurfandi þjóða heims. Þannig má lita á björgun hvala- stofnsins sem prófstein á getu mannkynsins til bjargar sjálfu sér. F.h. Greenpeace á tslandi, Ottar Ottósson. AUGLÝSINGATEIKIMISTOFA * MYNDAMÓTA Aðalstræti 6 sími 25810

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.