Morgunblaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JULl 1977 3 Álit sérfrædings um eldisstödina ad Laxalóni: Ekki óræk merki um nýmasjúkdóm — frekari rannsóknir nauðsynlegar SKÚLI Pálsson á Laxalóni boðaði i gær blaðamenn á sinn fund til þess að gera kunnar niðurstoður rannsóknar, sem danskur fiskeld issérfræðingur hefur unnið að á seiðum á Laxalóni nú i byrjun júlimánuðar. Sveinn Snorrason, lögfræðingur Skúla, gerði grein fyrir aðdraganda þess að þessi sérfræðingur var fenginn hingað, en það var á vegum Skúla Páls- sonar. Sveinn Snorrason sagði að i apríl hefði fisksjúksómanefnd álitið eftir eina athugun að smitandi nýrnasjúk- dómur væri kominn upp í fiskeldis- stöðinni að Laxalóni og sagði Sveinn að þessi niðurstaða hefði fengizt, eftir því sem hann vissi, eftir aðeins eina rannsókn, er gerð var hinn 6 apríl s.l. Var yfirvöldum skrifað og óskað frekari rannsóknar til að hefta frekari útbreiðslu ef um smitnæman sjúkdóm væri að ræða og sagði Sveinn að þrátt fyrir ítrekaðar óskir Skúla Pálssonar hefði það ekki enn verið gert Því hefði Skúli ráðizt í að fá sérfræðing til að athuga stöðina og hefði Frank Bregnballe, danskur sérfræðingur, unnið að rannsóknum dagana 7.—11. júlí. Sveinn Snorrason sagði að Bregnballe, sem væri forstöðumaður tilraunaeldis- stöðvar í Bröns á Jótlandi, væri þekktur sérfræðingur á þessu sviði og hefðu margar þjóðir leitað að- stoðar hans. Hann hefur skilað skýrslu um athuganir sínar og gerði á blm.fundinum nokkra grein fyrir henni Bregnballe sagði að hann gæti ekki fundið nein merki þess að um væri að ræða nýrnasjúkdóm í fisk- eldisstöðinni að Laxalóni. þar virtust Frank Bregnball*. forstööumaður tilraunaeldisstöðvarinnar I Bröns I Jótlandi. Ljósm Emilia. fiskar yfirleitt heilbrigðir og aðeins fáir þeirra sýndu óeðlilega hegðun Þó gæti hann ekki rengt fyrri niður- stöður rannsókna, verið gæti að sjúkdómur hefði verið en væri nú ekki fyrir hendi Sagðist hann hafa unnið að rannsóknum og athugun- um á fisksjúkdómum í 20 ár og sæi á hverju ári fjölda sýktra fiska, en þessir bæru engin merki sýkingar og ekki virtist vera nema úm eðlileg dauðsföll að ræða, ekki sízt þegar tekið væri tillit til hins mikla seiða- fjölda sem þarna væri. Athuguð voru 10 laxaseiði, sem virtust hegða sér óeðlilega Ekki fundust neins konar sníkjudýr i roði, tálknum eða þörmum Framuggarnir voru skemmdir á þeim öllum og i blóðinu fundust bakteriur. Þrjú seyðin vantaði annað augað og i þeim var að finna allmarqar bakteri- ur, lifur og tálkn voru föl, eins og oft er við bakteriusjúkdóma Sagði Bregnballe að hann hefði á ferli sínum oft rekizt á þennan sjúk- dóm og sagði sína skoðun vera á honum að skemmdirnar á uggunum mætti rekja til mikillar snertingar seið?nna i kerunum, fiskarnir bitu hvern annan í uggana og þá gætu bakteríur komist i sárin Bakteriurn- ar væru helzt að finna við botn kerjanna og þeir fiskar, sem héldu sig þar myndu helzt sýkjast, en þar sem hollustu væri gætt væri ekki um óeðlileg dauðsföll að ræða Hér virðist því greinilega vera um stað- bundinn sjúkdóm að ræða, sem ekki gerði til eða frá á Laxalóni þar sem hollustu og heilbrigðis væri gætt í hvivetna Að sömu niðurstöðum komst Bregnballe er hann athugaði urriða- seiði og ársgamla laxa. „í stuttu máli sagt get ég ekki fundið við þessar athuganir nein merki þess að um sé að ræða byrjun á sjúkdómum sem breiðzt gætu út " Spurningunni um hvernig hægt væri að staðhæfa hvort væri um að ræða á Laxalóni bakteríusjúkdóm sem einkum kæmi fram í nýrum svaraði Bregnballe i skýrslunni á þá Framhald á hls. 18 Markvisst unnið að fækkun leigu- bíla í Reykjavík AÐ ÞVl hefur verið unnið undan- farin ár að fækka leigubifreiðum f Reykjavík, en nú eru 647 leigu- bifreiðar f höfuðborginni, að sögn Ulfars Markússonar, formanns Bandalags fslenzkra leigubif- reiðastjóra. A Akureyri hefur leigubifreiðum einnig fækkað mjög undanfarin ár, eru nú 30, en voru mest 52 fyrir nokkrum ár- um. Að sögn Ulfars er fækkun leigu- bifreiða gerð samkvæmt reglu- gerð frá því í september 1975, en þá voru leyfi fyrir leigubifreiða- Albert segir sig úr stjórn Inn- kaupastofnunar Rvikurborgar ALBERT Guðmundsson hefur sagt sig úr stjórn Innkaupastofn- unar Reykjavfkurborgar. Sagði Albert f samtali við Morgun- blaðið f gær, að vika væri liðin sfðan hann hefði ákveðið þetta og hefði hann þá tilkynnt borgar- stjóra ákvörðun sfna. Sagði Albert að það væri ekki eitt einstakt mál, sem komið hefði honum til að taka þessa ákvörðun. Heldur væri hann óánægður með vinnubrögð ýmissa stofnana og hefði því valið þann kost að segja sig úr stjórn Innkaupastofnunar- innar. akstri 706 talsins i Reykjavik. Var samkvæmt þeirri reglugerð ákveðið að fækka leigubílum nið- ur í 500. — Eðlilega var enginn rekinn heim og leyfið tekið af honum, sagði Ulfar, en sá kostur tekinn að af hverjum fjórum leyf- um, sem inn koma, fer aðeins eitt út aftur. —Leigubifreiðar hafa verið alltof margar í Reykjavík í mörg ár, og það þýddi að hver einstakur leigubílstjóri þurfti að vinna of langan vinnutíma til að hafa mannsæmandi laun. Leyfin voru orðin 706 haustið 1975 og útlit var fyrir mikla fjölgun, þannig að um annað var ekki að ræða, en að fækka leyfunum verulega. Það verður að hafa í huga að aðeins H hluti þess, sem hver farþegi greið- ir kemur í hlut bílstjórans sem kaup, hitt fer í annan kostnað. Okkar mesta vandamál er að nýta þessi dýru tæki, sem bílarnir eru, á sem beztan hátt og skipuleggja leigubílaaksturinn betur, sagði Olfar Markússon. Leigubifreiðar á Akureyri eru nú 29 eða 30, en voru 52 þegar mest var fyrir 15 árum. Hefur þeim fækkað jafnt og þétt, en eigi að siður kvarta leigubilstjórar þar yfir hve lítið er að gera, að sögn Ulfars. — Þrátt fyrir þessa skipu- lögðu fækkun i Reykjavík og Akureyri, þá þarf enn að fækka talsvert, áður en hæfilegri nýt- ingu er náð, sagði Úlfar. — Þjón- Framhald á bls. 18 Nefnd skipuð til að f jalla um verðákvarð- anir opinberra aðilla MORGUNBLAÐINU barst i gær eftirfarandi fréttatilkynning frá viðskiptaráðuneytinu: 1 framhaldi af yfirlýsingu rikis- stjórnarinnar um verðlagsmái við lausn kjaradeilunnar 22. júni s.l. hefur viðskiptaráðherra skipað nefnd þriggja manna til að fjalla um verðákvarðanir opinberra að- ila. I nefndina hafa verið skipaðir Georg Ölafsson, verðlagsstjóri, sem er formaður nefndafinnar, og alþingismennirnir Halldór Ás- grímsson og Ölafur G. Einarsson. Margs konar verðákvarðanir falla undir hin einstöku ráðu- neyti, svo sem ýmiss konar gjald- skrár opinberra aðila. Er nefnd- inni ætlað að fjalla um allar beiðnir um breytingar á verðlagn- ingu vöru og þjónustu opinberra aðila. Slíkar beiðnir skulu, eins og áður, sendar viðkomandi ráðu- neytum, en þau leita álits gjald- skrárnefndar og gera nefndinni grein fyrir sjónarmiðum sinum. Asamt ráðuneytum fjallar nefnd- in um opinberar verðákvarðanir og samræmir þær. Verðhækkanir á vöru og þjón- ustu opinberra aðila skulu aðeins koma til á síðustu 10 dögum, áður en framfærsluvisitalan er reikn- uð út. Ríkisstjórnin mun kappkosta, að ákvarðanir um verðlagningu vöru og þjónustu opinberra aðila verði teknar við gerð fjárlaga. Viðskiptaráðuneytið 19 irilf 1077 Benidorm Umhoðsmenn Ferðamiðstöðvarinnar hf. Bolungarvlkurumboð BorgarnesumboA Grindavlkurumboð tsafjarðarumboð Ferðamiðstöðin Akureyri Keflavfkurumboð Vestmannaeyjaumboð Sverrir Matthfasson Þóra Björgvinsdóttir Bogi Hallgrfmsson Arni Sigurðsson Hafnarstræti 100 Kristinn Danivalsson Friðfinnur Finnbogason Skólastræti 19. Garðavfk 1 Mánargerði 7 Miðtúni 27 opið 16—19 Framnesvegi 12 c/o Eyjabúð sfmi 7389 sfmi 7485 sfmi8119 sfmi 3100 sfmi 19970 sfmi 1864 sfmi 1450 og 1166 Nú er ekki til setunnar boðið og síðustu forvöð að tryggja sér ferð til BENIDORM. Vegna mikilla vinsælda þessa unga og ferska ferðamannastaðar eru nú þegar margar ferðir orðnar fullbókaðar og gistirými tak- markað. BROTTFARARDAGAR TIL BENIDORM 1. ÁGÚST 8. tí 15. “ 22. “ 29. tt 5. SEPT. 12. Seljum einnig farseðil hvert á land sem er og ávallt á hagstæðasta fargjaldi sem völ er á. Vekjum sérstaka athygli á hagkvæmum sér- fargjöldum, sem nú eru í gildi. Útvegum hótel, og önnumst alla fyrirgreiðslu erlendis. 10 Feróamióstöóin hf. Aóalstræti9 sími 11255

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.