Morgunblaðið - 13.07.1977, Síða 5

Morgunblaðið - 13.07.1977, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JULl 1977 5 Stálþilið lengt um 50 metra á ísafirði Á VEGUM ísafjarðarkaup- staðar er unnið að ýmsum stórverkefnum í sumar. Nefna má lengingu stálþils í höfninni um 50 metra og er það helzta verkefnið á vegum bæjarins í sumar. Unnið er að byggingu sjúkrahúss og heilsugæzlu- stöðvar ásamt fleiri bæjar- félögum á Vestfjörðum. Undirbúningur er í fullum gangi fyrir lagningu olíu- malar á götum f bænum og unnið er að stofnlögn fyrir vatnsveitu í hús á Eyrinni. Lagning olíumalar á götur þar og vatnsveitunnar eru samhangandi verkefni. Hluti starfsmanna bæj- arins, sem eru í Verkalýðs- félaginu Baldri, gerði verk- fall á föstudaginn. Ekki Veglegar gjafir til Útskálakirkju Á uppstigningardag, 19. maí, minntust börn, sem fermdust í Utskálakrikju fyrir 20 árum, þessa fermingarafmælis síns með því að hlýða á messu i kirkjunni ásamt fjölskyldum sínum. En 19. maí 1957 fermdi ég átján börn i Utskálakirkju. Af þessu tilefni færðu þau kirkjunni vandaðan hökul (græn- an) ásamt stólu og rykkilini. Það mun fátítt, að fólk haldi upp á fermingarafmæli sitt og þvi mjög ánægulegt og vel við eigandi, að þessi fríði hópur skyldi minnast kirkjunnar, þar sem hann fermd- ist fyrir 20 árum, með þessum sérstæða hætti. Hinn 24. júni var Utskálakirkju færð önnur góð og höfðingleg gjöf. Er það forkunnarfagur og vandaður hátíðahökull, gerður af frú Unni Ólafsdóttur. Hökullinn er minningargjöf um frú Magneu Guðrúnu Isaksdóttur og Magnús Sigurðsson frá Nýjalandi i Garði, gefinn í tilefni þess að þennan dag, 24. júní, hefði Magnea orðið hundrað ára. Var hökullinn vígð- ur við guðsþjónustu i Útskála- kirkju sunnudaginn 26. júni að viðstöddum afkomendum og ætt- ingjum Magneu. Magnea Guðrún Isaksdóttir var fædd 24. júni 1877, dóttir ísaks Jónssonar verzlunarmanns á Eyr- arbakka. Þótti hún kvenkostur og glæsileg kona. Hún giftist árið 1898 Magnúsi Asgeirssyni, síðast lækni á Þingeyri, og eignuðust þau einn son, sem upp komst, Asgeir vélstjóra, sem fórst með togaranum Jóni Óiafssyni árið 1942. Mann sinn missti Magnea 1902, 39 ára gamlan, eftir aðeins fjögurra ára sambúð. Arið 1910 stofnaði Magnea heimili með Magnúsi Sigurðssyni frá Akur- húsum í Garði, fæddum 3. okt. 1889, og bjuggu þau nær allan sinn búskap á Nýjalandi. Var Magnús um skeið hringjari við Útskálakirkju. Þau eignuðust þrjá syni, Sigurð, sem kvæntur er og búsettur i Keflavik, Hjálmar og Magnús, sem kvæntir eru og búsettir í Garði. Magnea andaðist 28. ágúst 1951 og Magnús 10. ág- úst 1962. Gjöf þessi er gefin af sonum þeirra Magneu og Magnúsar og fjölskyldum þeirra, svo og af börnum Asgeirs heitins Magnús- sonar. Þessar veglegu gjafir til Ut- skálakirkju er mér ljúft og skylt að þakka í nafni krikju og safnað- ar, og ekki siður þann góða hug til kirkjunnar og ræktarsemi við hana, sem þær bera vitni um. Gefendunum árna ég allra heilla og bið þeim blessunar Guðs. Guðm. Guðmundsson. Hjarðarholt — ekki Hvammur í frásögn af Varðarferð i Morgunblaðinu fyrir nokkru var rætt um kirkju að Hvammi i Dölum. Hér var ekki rétt með farið, umrædd kirkja er í Hjarðarholti i Dölum og teiknaði Rögnvaldur Ólafsson þessa kirkju. Meðfylgjandi mynd er af Hjarðarholtskirkju og er velvirðingar beðizt á þessuni mistökum. I nógu að snú- ast í Siglufirði Siglutirdi 12. júlt. N Bjarni Herjólfsson landar hér I dag 35—40 lestum af mjög góðum fiski, sem skipið fékk eftir tveggja sólarhringa útivist. Kom Bjarni inn til að láta stilla skipti- skrúfu skipsins. Stálvfk landar hér f dag eða á morgun og Dagný landar á morgun á Sauðárkróki, þar sem hér er allt fullt af fiski. Það er talandi dæmi um þá grósku, sem er i atvinnulífi hér, að varla er nokkur leið að fá vöru- bíl hér nema seint á kvöldin. Nema þá að pantað sé með viku fyrirvara. Mikið er unnið við hús- byggingar, bærinn er með miklar framkvæmdir, að ógleymdri allri vinnunni við höfnina. Samkomuhúsið í Garði stækkað og endurbætt stóð verkfallið nema fjóra klukkutíma fyrri hluta dags, en þá tókust samn- ingar. Að sögn Bolla Kjartanssonar, bæjar- stjóra á ísafirði var þetta hópur manna, sem vinna á tækjum á vegum bæjarins og að ýmsum sérverkefn- um. Höfðu þeir boöaö verk- fall með löglegum fyrir- vara, en samningar tókust ekki fyrr en um hádegi á föstudag. Var þá samið að mestu um endurnýjun samninga við þennan hóp frá síðustu samningum. Unnið er nú að endurbótum og stækkun á samkomuhúsinu I Garði. Er þar um að ræða 100 fm. viðbygg- ingu þar sem áætlað er að hafa aðalinngang I húsið, salernisað- stöðu, eldhús og 30—40 manna fundarsal. Þá eru gerðar ýmsar breytingar á eldra húsnæðinu og verður danssalur stækkaður nokkuð. Þá verður eldri hlutinn klæddur að utan a.m.k. að hluta, skipt um þak- klæðningu og þakið stækkað. Hús þetta er nokkuð komið til ára sinna og er Mbl. hafði samband við Björn Finnbogason hélt hann að húsið he öi upphaflega verið byggt i knngum 1906 Þá voru gerðar miklar endur- bætur á húsinu eftir 1940 Eftir þá breytingu var mikið um dansleiki i húsinu og segja kunnugir, að þeim hafi ætíð lokið með líkum hætti eða góðum slagsmálum. Ráðgert er að Ijúka við húsið fyrir jól. Voru endurbætur þessar orðnar nokkuð aðkallandi, en ibúum Garðs fjölgar mjög ört Eru þeir nú í kringum 750 Leðurjakkar sumarfatnaður sími: 27211 Austurstræti 10 i i i/i Leðurjakki kr. 22.580.- skyrta, bómull/pólyester kr. 1.800,- buxur, terylene/ull kr. 6.900,- sportskór kr. 4.600.- - mj

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.