Morgunblaðið - 13.07.1977, Page 2

Morgunblaðið - 13.07.1977, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JULÍ 1977 V erkf allsheimild samþykkt hjá há- setum á farskipum RÍKISSATASEMJARI hélt I gær fund með forráðamönnum skipa- félaganna og fulltrúum yfir- manna, undirmanna og mat- sveina á farskipunum, en hver þessara hópa er með sjálfstæða samninga. Að sögn eins af full trúum yfirmanna er enn Iftil hreyfing komin á samningana, og I allsherjaratkvæðagreiðslu, sem talið var I I gær samþykktu háset- ar verkfallsheimild til handa full- trúum sínum I samninganefnd- inni með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. I dag hefur Torfi Hjartarson, ríkissátasemjari, boðað til samn- ingafundar með fulltrúum Blaða- mannafélags tslands og samtök- um útgefenda, og hefst sá fundur kl. 4. Síðasti fundur þessara aðila var sl. föstudag. Þá hefur embætti ríkissáttasemjara nú einnig til meðferðar deilu starfsmanna í ríkisverksmiðjunum, en fundur hafði ekki verið boðaður þar, þegar Mbl. hafði samband við Torfa Hjartarson i gær. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur frestað samningsgerð sinni fram i miðjan ágúst sam- kvæmt samkomulagi við ríkis- valdið, svo og hafa mörg félög bæjarstarfsmanna farið að dæmi þess, en Torfi kvaðst hins vegar ekki hafa fengið vitneskju um hvort öll þau félög hygðust fylgja þessu fordæmi. Samningar BSRB runnu út hinn 1. júlí sl. Þjóðverjinn skilaði sér V—ÞVZKI ferðamaöurinn, sem farið var að grennslast fyrir um I fyrradag, kom fram af sjálfsdáð- um I gærmorgun. Hafði orðið mis- skilningur á milli Þjóðverjans og skálavarðar f Herðubreiðarlind- um, en skálavörðurinn hélt að Þjóðverjinn myndi koma til baka I skálann úr ferð sinni I Dyngju- fjöll. Það gerði hann þó ekki, en hélt með skozkum hjónum niður í Mý- vatnssveit. Þaðan lá leið Þjóóverj- ans síðan niður á Húsavik og til Akureyrar. Þaðan fór hann með áætlunarbíl i Hvalfjörð og var þar við náttúruskoðun í nokkra daga. Hann kom siðan til Reykjavikur í fyrrinótt og gaf sig fram við lög- reglu i gærmorgun. Ekki var hafin leit að mannin- um, en hins vegar hafði Slysa- varnafélagið byrjað að grennslast fyrir um manninn þegar hann kom í leitirnar. Sagði Hannes Hafstein i gær að fólk hefði sýnt mjög jákvæð viðbrögð við auglýs- ingum Slysavarnafélagsins í út- varpi og bæri að þakka það. 70-80 manns í vinnu við Borgarfjarðarbrú FRAMKVÆMDIR eru i full- um gangi við Borgarfjarðarbrúna og starfa þar nú 70—80 manns, að sögn Jónasar Gíslasonar brúar- smiðs. Hafa tveir stöplar verið settir niður í sumar og eru stöpl- arnir í ósnum þá orðnir 8 talsins. 1 haust er ætlunin að allir stöpl- arnir 12 verði komnir á sinn stað. Auk þess sem unnið er við að steypa stöplana er verið að steypa bitana I brúna og verður e.t.v. eitt haf á milli stöpla sett upp I haust, en það fer þó eftir veðri og hvern- ig aðrar framkvæmdir ganga. Að sögn Helga Hallgrlmssonar yfirverkfræðings hjá Vegagerð- inni var 400 milljónum króna veitt til brúargerðarinnar I sum- ar. Þar til Borgarfjarðarbrúin verður tekin í notkun þurfa veg- farendur að fara yfir Hvítá við Ferjukot. Er bogabrúin þar, sem byggð var 1928, orðin léleg að mörgu leyti og þarfnast gagngerr- ar viðgerðar ef vel ætti að vera. — Það þyrfti nánast að endur- byggja brúna, ef hún ætti að verða nútímaleg, sagði Helgi Hall- grimsson í samtali við Morgun- blaðið í gær. — Það verður þó ekki gert þar sem nýja Borgar- fjarðarbrúin er framtíðin og gömlu brúnni verður aðeins hald- Mengun frá Áburðarverk- smiðju óviðunandi tíl lengdar ið við svo hún dugi, en ekki farið út í kostnaðarsamar framkvæmd- ir, eins og þyrfti þar og við tvær aðrar brýr í nágrenninu, sagði Helgi. A FUNDI umhverfismálaráðs Reykjavíkurborgar 15. júnl var gerð eftirfarandi samþykkt: Með tilliti til útblásturs köfnunarefn- isoxfðs frá Aburðarverksmiðj- unni I Gufunesi og vegna nýlegra mælinga, sem sýna að köfnunar- efnistvfoxfð getur við sérstök skil- yrði borizt f of miklu magni til borgarinnar, skorar Umhverfis- málaráð Reykjavfkur á rfkis- stjórnina að flýtt verði öllum þeim aðgerðum, sem dregið geta úr mengun verksmiðjunnar. Tel- ur Umhverfismálaráð núverandi ástand óviðundandi til lengdar, bæði vegna sjómengunar, sem Rannsóknir á jarðskorpu og jarðmöttli við ísland: Vísmdamenn frá mörg- um löndum í samvinnu NOKKRIR tugir erlendra vfs- indamanna eru nú staddir hér- lendis við rannsóknir á gerð jarð- skorpunnar og jarðmöttlinum undir landinu. Vinna erlendu vfs- indamennirnir í samvinnu við fslenzka vfsindamenn, en I hópn- um eru Þjóðverjar, Bretar, Bandarfkjamenn og Sovétmenn, auk Islendinganna. Með f leið- angrinum eru tvö skip, þýzkt og brezkt, og frá þeim verða gerðar neðansjávarsprengingar. A jarð- skjálftamælum á Mið-Suðurlandi og þvert yfir landið til Norð- Austurlands verða jarðskjálfta- bylgjurnar, sem myndast, mæld- ar og af þvf hvernig þær berast 77 Svíar á samkomum Fíladelfíu Samkomur hefjast í kvöld hjá Fíladelfíu í Hátúni 2 og standa þær yfir hvert kvöld vikunnar fram að helgi. Hefjast þær klukkan 20.30 fyrstu kvöldin.-Til- efni þessa samkomuhalds er heimsókn 77 Svía, kirkjukórs og hljómsveitar frá Öckerö. Með kórnum koma 2 kunnir prédikar- ar, Gösta Berg og Venzel Malm- ström. Héðan heldur hópurinn til Gautaborgar 18. júlí. verða loks dregnar ályktanir um hvernig eðliseiginleikar jarðlaga breytast eftir dýpi. Eru þessar rannsóknir gerðar með landrekskenninguna í huga og að frumkvæði Þjóðverja, en mörg ár eru liðin síðan fyrst var farið að gera sambærilegar rann- sóknir hér á landi. Um 1960 var sænskur prófessor hér á landi og gerði þá rannsóknir af svipuðu tagi, en hann starfaði eingöngu á fastalandinu. Guðmundur Pálmason starfaði síðan í mörg ár að rannsóknum, svipuðum þeim og nú eru í gangi. Skrifaði Guðmundur doktorsrit- gerð sína um þær rannsóknir. Arin 1972—73 var hér fjölþjóð- legur vísindaleiðangur og vann að Framhald á bls. 18 Spassky lasinn Ornf. 12. júll. Al'. 5. oinvff'isskák þeirra Boris Spasskvs og Lajos Portish var frestað til föstudags eftir að Spassky tilkynnti veikindi í dag. 5. skák Korehnois og Poluga- evskys verður tefld á morg- un miðvikudag. gulur reykur verksmiðjunnar óneitanlega er, og með tilliti til heilsufars borgarbúa. Umhverfismálaráð hefur að undanförnu fjallað um köfnunar- efnismengun frá Aburðarverk- smiðjunni, en próf. Þorkell Jó- hannesson og Hörður Þormann gerðu ráðinu grein fyrir mæling- um sínum á slíkri mengun 18. maí sl. Á síðasta fundi ráðsins skýrði formaður ráðsins, Elín Pálma- dóttir, frá viðræðum sínum við forráðamenn í Gufunesi um mengun frá verksmiðjunni. Segir i bókun, að komið hafi fram þar að áburðarverksmiðjan hafi farið fram á að fá að byggja nýja sýru- verksmiðju, en tæki núverandi verksmiðju séu orðin gömul og vart hægt að koma á þau hreinsi- tækjum. Ný verksmiðja, gerð í samræmi við ströngustu kröfur i nágranna- löndum um mengunarvarnir, hleypti aðeins út litlu af köfnun- arefnisoxíði. En málið lægi nú hjá ríkisstjórninni. I framhaldi af skýrslu for- manns gerði ráðið svo ofan- greinda samþykkt og lágði um leið áherzlu á, að ráðið fengi áætl- anir um nýju verksmiðjuna og tilhögun hennar til athugunar og umsagnar áður en byggingarleyfi yrði veitt i Reykjavik. Helga fngólfsdóttir, Camilla Söderberg og Snorri Örn Snorrason. Mundin er tekin á heimili Helgu. Ljósm ÓI.K.M. Sumartónleikar í Skálholtskirkju EINS OG undanfarin sumar verSur efnt til sumartónleika I Skálholts- kirkju og verða hinir fyrstu helg- ina 16. og 17. júll og hverja helgi fram til 7. og 8. ágúst. Tónleikar þessir, sem standa yfir I um það bil eina klukkustund. eru á laugar- dögum og sunnudögum kl. 16:00 og að þeim loknum 17:00 er messa. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og eru þeir einkum ætlaðir forðamönnum og volunn- urum staðarins, að þeir goti notið hvíldar og hressingar dagsstund I Skálholti. Þetta er þriðja sumarið, sem slíkir tónleikar eru haldnir í Skálholtskirkju og verður að venju mest flutt af tónlist frá 16., 17. og 18. öld og má þar nefna einleiks- og samleiksverk fyrir blokk- flautu. bverflautu. aítar. lútu og sembal auk söngverka. Flytjendur verða alls fimm, Camilla Söderberg, blokk- flautuleikari, Manuela Wieslar, flautuleikari, Snorri Örn Snorrason, er leika mun á lútu og gítar og mun það vera í fyrsta sinnn sem ís- lendingur leikur á lútu hér- lendis, Helga Ingólfsdóttir, Framhald á bls. 18 Manuela Wiesler Hubert Selow Akureyri: Brynja og Erlingur ráðin leikhússtjórar Akureyri 12. júlf. NÚ MUN endanlega vera ákveðið að hjónin Brynja Benediktsdóttir og Erlingur Gíslason komi til Akureyrar í ágústlok og taki þar við starfi leikhús- stjóra hjá Leikfélagi Akur- eyrar auk þess sem þau munu starfa hjá félaginu sem leikarar. Samkvæmt upplýsingum Jóns Kristinssonar, formanns Leik- félags Akureyrar, mun þó ekki hafa verið formlega gengið frá samningum við þau enn, því að samþykki bæði Þjóðleikhússins og menntamálaráðuneytisins þarf fyrst að liggja fyrir. Framhald á bls. 18 U mhverfismálaráð:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.