Morgunblaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JULI 1977 19 Ottar Ottósson: Greenpeace og hval- veiðar íslendinga Dr. Stefán Aðalsteinsson: Sólblómaolíusmjör beint úr kúnni I tilefni af þeim umræðum, sem fram hafa farið í landinu undan- farið um neyzluvenjur þjóðarinn- ar og heilsufarið, hefur fólki ver- ið ráðlagt að forðast dýrafitu vegna þess að hún sé hörð, mettuð fita. I stað dýrafitunnar hefur verið mælt með því að nota fjöl- ómettaða jurtafeiti, sem tæki dýrafitunni mikið fram um holl- ustu. Hér skal ekki lagður dómur á það, hversu mikið er hæft í full- yrðingunum um óhollustu dýra- fitunnar, en látið nægja að benda á, að hóf er bezt í hverjum hlut, og ætti það að gilda um fituát sem annað. Þess i stað skal drepið hér á tilraunir, sem gerðar hafa verið erlendis með að framleiða kjöt og smjör með verulegu magni af f jöl- ómettaðri fitu. Ástralíumenn eru mikil land- búnaðarþjóð. Þeim leizt ekki á blikuna, þegar læknar og mat- vælasérfræðingar fóru að vara neytendur við smjöri og feitu kjöti og beina neyzlunni að fjöl- ómettaðri jurtafeiti, af því mettuð dýrafita væri óhollari en fjöl- ómettuð jurtafita. Smjörlíkisframleiðendur sáu sér hins vegar leik á borði og fóru að auglýsa jurtafeitissmjörliki og náðu stóraukinni sölu. Astralskir vísindamenn vissu, að jórturdýrin nota bekteríur til að vinna skítverkin fyrir sig sig. Bakteríurnar lifa góðu lifi i vömb jórturdýranna. Þar ráðast þær á fóðrið, sem skepnan étur og melta það fyrir sig. Kýrin borgar svo fyrir sig með þvi að melta bakteri- una. Þetta er ágætis samvinna, að öðru leyti en þvi, að bakteríurnar kæra sig kollóttar um það, hvort fitan í mjólkinni eða kjötinu verð- ur mettuð og hörð eða ómettuð og mjúk. Þess vegna fer það svo, að þegar kýrin étur fjölómettaða og bráðholla jurtafeiti, snarast bakt- eriurnar við og breyta eins miklu af henni og þær geta í mettaða feiti. Þær vinna að visu ekki á nema hiuta af feitinni, sem kýrin fær úr grængresisbeitinni að sumarlagi. Þess vegna er sumar- smjörið mýkra en vetrarsmjörið, og af sömu ástæóu er lambakjötið bráðfeitara í ágúst en i október. En Astraliumennirnir fundu upp ráð til að snúa á baRterfurn- ar. Þeir tóku ómettaða jurtageiti, eins og hún gerist best. Utan um feitikúlurnar i jurtafeitinni settu þeir kasein og bleyttu siðan i blöndunni með formaldehýði. Þannig átti að vera hægt að verja feitina fyrir bakteriunum. Og viti menn. Þeim tókst að snúa á bekterfurnar. Þær réðu ekkert við þennan hjúp utan um feitina, og feitin fór varin og óskemmd ofan i vinstur. Þar komu til skjalanna meltingar- vökvar, sem leystu kaseinhjúpinn sundur utan af feitinni, og þar með gat kýrin notað ómettuðu fit- una óskerta til að búa til fjöl- ómettað og mjúkt jurtaoliusmjör. Og það sem meira var. Astralíu- menn sýndu lika fram á, að nauta- kjöt og mjólkurafurðir af gripum, sem aldir voru á þennan hátt, lækkuðu kólesteról í blóði fólks, sem neytti þessara matvæla í til- raunaskyni. Ný-Sjálendingar og Norðmenn hafa lika gert tilraunir á þessu sviði og náð athyglisverðum árangri. Þannig segir til dæmis i ályktun af fyrstu tilrauninni, sem gerð var með fjölómettaða fitu í kjöti og mjólk i Noregi: „Niðurstaðan er staðfesting á áströlsku niðurstöðunum, og að- ferðin, sem notuð er, gerir okkur kleift að framleiða sjúkrafæði með háu innihaldi af fjölómett- aðri fitu.“ Sjúkrafæðið, sem hér er vitnað til, er mjólk og kjöt með fjöl- ómettaðri fitu, sem ráðlagt yrði i mataræði hjarta- og æðasjúkl- inga. Vegna ummæla Þórðar Asgeirs- sonar um Greenpeace og hvalveið- ar tslendinga i Morgunblaðinu þann 5. og 6. júli siðastliðinn, sé ég ástæðu til að gera athugasemd- ir við nokkur atriði, sem þar koma fram. Sem skrifstofustjóri í Sjávarút- vegsráðuneytinu og varaformað- ur Alþjóða hvalveiðiráðsins, hlýt- ur Þórður að draga taum þeirra hagsmunaaðila, sem hann er full- trúi fyrir. Slfk hlutdrægni er aúð- vitað fullkomlega eðlileg og tæp- lega ámælisverð, — sé látið þar við sitja. En að halda þvi fram, að félags- menn þeirra náttúruverndarsam- taka, sem berjast fyrir hvalveiði- banni á heimshöfunum, hafi ekki vit á þeim málum, sem þeir fjalla um „og því væri málflutningur þeirra oft úr lausu lofti gripinn", ásamt þvi, að fyrirætlanir Green- peace um að senda hingað báta til hindrunar á hvalveiði Islendinga séu „augljóslega byggðar á van- þekkingu", verður að teljast held- ur fljótfærnislegt, svo ekki sé meira sagt. Hins vegar yfirlýsingar um lágt siðferðisstig og vlsvitandi rang- færslur þessa fólks, álít ég svo lágkúrulegar, að ekki séu svara verðar. Sem dæmi um „vanþekkingu" forsvarsmanna samtakanna á þessum málum, má nefna Dr. Paul Spong, sem hingað kom I marz 1975 á vegum Greenpeace i Kanada og stofnaði hér íslenzka félagsdeild. Nú vill svo til að þessi maður er einmitt „cetologist" að mennt, þ.e. líffræðingur sérfróð- ur um hvali, en Islendingur með þessa menntun er enginn til hér á landi, eftir því sem ég kemst næst. I þvi ljósi er fróðlegt að vitna f áðurnefnd blaðaviðtöl, þar sem Þórður segir „lítið vitað um þann stofn.. og á þar við sandreyði. Þess má geta, að árið 1974 veiddu Islendingar 138 sandreyðar, en aðeins 9 árið 1975 og 3 í fyrra, ef ég man rétt. Kemur þetta mæta- vel heim og saman við þá stað- reynd, að hvalveiðiþjóðir heims- ins hafa með samstilltu átaki orð- ið valdar að gifurlegri eyðingu á hinum ýmsu tegundum hvala: Hvalskurður. Fyrst var það steypireyðurin (stærsta skepna jarðarinnar fyrr og sfðar). Þegar henni tók að fækka svo um munaði, sneru menn sér að langreyði (næst- stærsta hvalnum), þá kom röðin að sandreyðinni, sem einnig fækkaði óðum eins og ofanritaðar tölur sýna. Um þessar mundir er það svo búrhvelið, sem mestrar hylli nýtur. Svipaða og jafnvel enn hrika- legri sögu má segja af hnúfubakn- um og sléttbökum, enda eru þess- ar tvær tegundir nú alfriðaðar samkvæmt ákvörðun Alþjóða hvalveiðiráðsins. Sem frekari sönnun „vanþekk- ingar“ samtaka á borð við Green- peace, er vert að hafa í huga, að i Bandarikjunum og Kanada hefur verið i gildi hvalveiðibann svo árum skiptir, ekki sfzt fyrir áeggj- an og vitnisburð sjálfstæðra nátt- úruverndarsamtaka. Þá má að lokum í þessu sam- bandi minnast þess, að þær að- gerðir, sem fyrst héldu nafni Greenpeace á lofti í heimsfréttun- um, nefnilega truflun þeirra á tilraunum Frakka með kjarn- orkusprengingar á Kyrrahafi árið 1973, báru tilætlaðan árangur, sem kunnugt er. Varla er franska stórveldið að gera sér rellu út af þvi, þó nokkrir „fáráðlingar" séu að „erta“ þá. Svo vikið sé að hugmyndum Greenpeace um hvalveiðibann, kemur enn i ljós greinileg van- þekking eða misskilningur í fyrr- nefndum blaðaviðtölum. Þórður telur, að „Greenpeace- félagsskapurinn ætti fremur að beina spjótum sínum að þvi hvala- drápi“, sem fram fer f Bandaríkj- unum, en þau eru ásamt Kanada helzta áhrifasvæði hinna alþjóð- legu Greenpeace-samtaka. Vissulega er ég sammála Þórði i þvi að þetta fólk skyldi fyrst plokka bjálkann úr eigin auga, en hins ber að gæta, að þessi félags- samtök hafa þegar fyrir löngu fengið því áorkað, eins og áður sagði, að sett var á hvalveiðibann á þeirra heimaslóðum. Reyndar hafa samtökin þegar mótmælt harðlega þessu smáhvaladrápi i Bandaríkjunum, svo ög grimmi- legri kópaslátrun á ísbreiðum Kanada, sem frægt er orðið. Þá skal það upplýst hér i beinu , framhaldi af títtnefndri vanþekk- ingu, að samkvæmt yfirlýstri stefnu Greenpeace-samtakanna berjast þau ekki með grátstafinn i kverkunum gegn öllu drápi hvala og sela, heldur aðeins grimmúð- legum drápsaðferðum og hval- veiði i ábataskyni, „commercial whaling". Þar er komin skýringin á þvi, sem Þórður minntist á í sfðara viðtalinu, drápi Alaska-Eskimóa á friðaðri hvaltegund. Samtökin Framhald á bls. 20. Hringbraut 121 Simi 2 86 01

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.