Morgunblaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JULl 1977 25 fclk í fréttum Þeir eru 6fáir, karlmennirnir, sem Jackie Kennedy Onassis hefur verið orðuð við sfðan skipakóngurinn Ari Onassis lézt. En nú Iftur út fyrir að eitthvað sé að marka orðróminn um „nýja manninn" f Iffi Jackie. Hún sést nú æ oftar f fylgd með rithöfundinum og blaðamanninum Pete Hamill, sem f nokkur ár hefur verið fastur fylgi- sveinn leikkonunnar Shirley MacLaine. Hún er nú á leikferðalagi f Evrópu, kom meðal annars við f Dan- mörku, og á meðan eru Jackie og Hamill saman öllum stundum. Fréttamaður spurði Shirley MacLaine um sam- band þeirra Jackie og Hamill: „Þau hafa farið út að borða saman, nokkrum sinnum, og þá oftast með fleira fólki. Þetta er ekkert fréttnæmt," sagði Shirley. En sannleikurinn er sá að Jackie og Hamill eru meira saman en Shirley MacLaine veit um eða þykist vita um. Þau Jackie og Pete Hamill eiga margt sameiginlegt. Jackie hefur mikinn áhuga á bókmenntum og listum og hefur alltaf sofzt eftir félagsskap manna með sköpunargáfu. Hún vinnur nú sem ráðunautur við bókaforlagið „Viking“ f New Vork. Pete Hamill er mikils metinn rithöfundur, og mikill aðdáandi hverskonar lista, og það er Jackie Ifka. Þessi mynd birtist nýlega í Söndags—Aktuelt og þar stóð i textanum með henni að svo virtist sem maðurinn fengi ekki vatni haldið. Fyrirburðaþing- ið í Útrekt 1976 Nýlega var þess getið f Morgun- blaðinu. að hér hefði verið á ferð fyrirburðafræðingur frá háskólanum i Útrekt i Hollandi, dr, Martin Johnson. og haldið hér fyrirlestur. Ég fór á þennan fyrirlestur og þótti mér hann furðu fásóttur, eða varla mikið yfir 30 manns. Er það að visu sæmilegt. þegar um háskólafyrir- lestur er að ræða. en varla þó svo mjög þegar gætt er að þeim almenna áhuga, sem hér hefur verið á við- fangsefnum þeirrar fræðigreinar sem um er að ræða. En eins og dr. Erlend- ur Harladssop. gestgjafi fyrirlesar- * ans. hefur réttilega bent á, þá er einkennilegt misræmi milli hins mikla áhuga íslendinga á „dulræn- um málum'* — sem mun vera meiri en i nokkru landi öðru — og Banda- rikjamanna, sem ganga næstir is- lendingum. Þar sem menn í Banda- ríkjunum taka yfirleitt þvi meira mark á þessum efnum sem þeir eru betur menntaðir. eða meir skóla- gengnir. þá er þetta gagnstætt. hér. þannig að alþýðan hefur vit fyrir mentamönnum, ef svo mætti til orða taka. Og margir. sem gefið hafa þessum málum gaum, munu hafa tekið eftir þvi, hve viðkvæmir og allt að þvi taugaveiklaðir ýmsir menn- ingarfrömuðuðir hér eru gagnvart þessum efnum. sem ætla má að snerti helztu grundvallarspurningar mannlegs lifs. Hin tiltölufega litla aðsókn að fyrirlestri eins og dr. Johnson kynni að geta skýrzt af þvi, að ýmsum menntamálafrömuðum okkar er hreint og beint ekki um það. að mál eins og þessi komist i hámæli. en að þessu skal ekki leitt fleiri getum, heldur snúið að tilefni þessarar greinar, fyrirburða- fræðingaþinginu i Útrekt i Hollandi siðastliðið sumar, sem boðað var til og stýrt af dr. Johnson. þeim hinum sama sem hér hefur nú flutt fyrirlest- ur. Það er annars ekki alveg án efa- semda. sem ég fer að gera veg dr. Johnsons meir. en annars kynni að verða, þvl að sitthvað hef ég séð um hann skrifað, sem valdið hefur mér áhyggjum. Hann er sænskur að upp- runa, starfandi i Hollandi. stjörnu- fræðingur að menntun, hefur stund- að dýratilraunir á vegum sænska hersins. Hann er kallaður atferlis- fræðingur (behaviourist) og skilst mér, að i þvi geti falizt að hafa býsna hlutlausa afstöðu til tilfinninga lifs- ins. Ég hef séð um hann greinar þar sem segir að menn með slika afstöðu hafi ráðið hann til hins nýstofnaða fyrirburðafræðistóls i Útrekt. i stað þess að hafa próf Tenhaeff með i ráðum. sem þar hafði lengi starfað, og meðal annars er kunnur vegna sambands sins við miðilinn Croiset. Tveir kennarastólar eru i fyrirburða- fræði i Útrekt, og er Tenhaeff i öðr- um. en dr. Johnson i hinum; segja menn að þetta endurspegli hinn heimspekilega ágreining milli tveggja strauma i fyrirburðafræð- inni. — En hvað sem þessu liður, þá reyndi ég sem áheyrandi að vikja frá mér öllum grunsemdum gagnvart hinum fræga og virta dr. Johnson. enda verð ég að segja að erindi hans um stöðu fyrirburðafræðinnar nú á dögum fannst mér vera skipulegt og á ýmsan hátt athyglisvert. Og mér leizt svo sem ekkert illa á manninn, og vel likaðí mér það þegar hann sagðist gjarnan hafa viljað geta ávarpað okkur á íslenzku; ættu allir sem koma fram með útlenda fyrir- lesara hér að byrja á þvi að kynna þá á islenzku enda kunna hinir útlendu menn þvi miklu betur. Ég spurði sjálfan mig: hvernig get ég komizt að innræti þessa manns, sem talar skipulega og greindarlega um hin merkilegustu efni. Þá datt mér ráð i hug: að spyrja hann um eitthvað varðandi IK eftir dauðann, og einhvern veginn tókst mér að koma spurningunni á framfæri. Það var greinilega. að þetta efni kom dr. Johnson I opna skjöldu. og svo fór að eftir þetta snerist allur fundurinn um spurningar varðandi lif eftir dauðann, og alltaf varð dr. Johnson að svara hinu sama til: Hann Erlendur veit miklu meira um þetta en ég; spyrjið hann! — Og þetta var maðurinn sem stjórnað hafði við- frægustu ráðstefnu fyrirburðafræð- inga á þessari öld, þeirri i Útrekt 1976! Hvað er það sem fyrirburðafræðin fæst við? (parapsychology nefnist hún á erlendum málum. en dular- sál irfræði er ekki sérlega visindalegt orð, aldrei hefur það farið vel saman að vera visindalegur og vilja gera sig dularfullan, dul og vísindi eru ósættanlegar andstæður). Um 1920 var talið um „psychical research" og nefndi dr. Helgi Pjeturss þær rann- sóknir fyrirburðafræði, en arftaka þeirra, parapsychology, veit ég ekki til að hann hafi gefið neitt sérstakt nafn. Ég hef notað orðið fyrirburða fræði en þó er til annað betra: sam- bandssálfræði, sem ungur islenzkur visindamaður myndaði um 1960, og væri óskandi að það orð fengi fram- gang. „Psychical research" snerist nú einmitt mest um þetta. að komast að hinu sanna um fyrirbæri. sem voru af mörgum talin benda til eða sanna, að lif væri eftir þetta lif. Þessar rannsóknir mættu mikilli andstöðu. og viða urðu menn að gefast upp við þær. Þegar ,, parapsychology" fór að ryðja sér til rúms. ætlaði hún sér meira af, reyndi að sanna (þ.e. komast að hinu sanna um) ýmis einföld fyrirbæri af þessum toga spunnin: hugsanaflutning. spá- skyggni, hreyfingar fyrir hugkrafti (psychokisnesis). Tilraunirnar leiddu slika hluti i Ijós. En „stóru" spurn- ingarnar voru lagðar á hilluna fyrst um sinn. Og sfðan var þráttað og deilt i fjóra áratugi. og oft hrósuðu andstæðingar frjálsrar hugsunar sigri um hríð. En á þessum áratug. sem nefndur er hinn áttundi hinnar tuttugustu aldar. hefur fyrirburða- fræðin sótt mjög fram viða. Mest áherzla hefur verið lögð á að „hafa eitthvað milli handanna". eitthvað sem hægt væri að trompa fram gegn hinum vantrúuðu. enda hefur ekki verið vanþörf á þvi vegna hinna rót- grónu efasemda. Það þykir til dæmis mjög gott, og er það vissulega. að , geta sýnt kengboginn málmbjálka innan i læstu glerhylki. sem fór þar beinn inn, og frá öllu tryggilega gengið. — En slik voru þau dæmi sem einna mesta athygli vöktu á fundinum i Útrekt, og þó komu önn- ur næsta athyglisverð fram, eins og fjarskyggnihæfileikar Croisets, fjar likamningahæf iieikar Ted Owens samfara raupi hans um heimsyfirráð i krafti þessara hæfileika. hreyfi- kraftshæfileikar Sussanne Padfield, sem telur þá stafa frá ibúum anna 'a stjarna, kvikmynd af likamninyu smáhlutar frá John Taylor, sem einn- ig gæti hafa komið frá ann.-iri stjörnu. Yfirleitt virðist allt vera að færast i þá átt á ráðstefnurn um þessi mál. að talað sé um ibúa ann arra stjarna þar, og alveg sérstak lega einkenndi það þessa ráðstefnu og er þetta mikið framfaramerki Síður er minnzt á líf eftir dauðann, og er það af þvi að fæstum dettur i hug að lifið eftir dauðann sé einmitt. að nokkru leyti sama sem lífið á stjörnunum. Vegna þess að mönnum hefur ekki auðnast að tengja þetta saman á réttan hátt eru miklc hættur á ferðinni i þessum efnum. og hvað sagði ekki Helgi Pjeturss að af aukinni þekkingu i lifmagnsfra ði (biodynamik) kynni að leiða meira illt en gott, ef ekki fylgdi aukin þekking á þeirri lifernisfræði sem byggist á þvi að lifið er eftir dauðann og að á framhaldi lifsins er enginn vafi Ráðstefnan i Útrekt 1976 markar timamót. Hún er heimsviðburður, langt fram yfir þá atburði sem fylla fréttadálka daglega um viða verold Ráðstefnan leiddi fram krafta sem þarf að beizla — og beina til hin ef svo mætti að orði komast. Ki sem hnekkja afstæðiskenningu og gera samband við ibúa annarra stjarna mögulegt. Framtið mann kynsins veltur á þvi að þessir mögu- leikar verði notaðir. Þorsteinn Guðjónsson MYNDAMÓTA Adalstræti 6 simi 25810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.