Morgunblaðið - 13.07.1977, Síða 12

Morgunblaðið - 13.07.1977, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JULÍ 1977 Stýrimannaskólanemar í Eyjum unnu sér 3,7 millj. kr. fyrir útskipun loðnumjöls Samstarf í rekstri Stýrimannaskólans i Eyjum, Vélskólans og Iðnskólans Við heimsóttum Stýrimanna- skólann i Vestmannaeyjum í vertióarlok og kynntum okkur starfsemi hans, en skólinn hef- ur nú útskrifaó nokkuð á 2. hundrað skipstjóraefni og margir þierra eru í hópi mestu afiamanna landsins. Stýri- mannaskólinn í Vestniannaeyj- um starfar i samvinnu við Vél- skólann og Iðnskólann i Eyjum, en í þeirri skólasamsteypu stunduðu á 2. hundrað nemend- ur nám í vetur. Samvinna milli þessara skóla hefur staðið yfir i tvo s.I. vetur og hefur hún gengið mjög vel. Unnt hefur veríð að bæta kennslufyrir- komulag, nýtingu tíma, hús- næðis o.m.fl. en þessi samvinna var tekin upp þegar skólarnir tóku til starfa á ný eftir gos- timabilið í Eyjum þegar öll fél- agsleg starfsemi bæjarbúa féll niður í um það bil eitt ár. Skóla- stjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum er Friórik Ásmundsson skipstjóri. Stýrimannaskólinn var stofn- Stýrimannaskólanemar sprella á stökkbrettinu f Sundhöllinni. aður 1964 og var Guðjón Ár- mann Eyjólfsson fyrsti skóla- stjóri hans eða fram til 1974. Kennsla i sjómannafræðum hefur þó verið um langan tíma í Eyjum og vitað er um slika kennslu allt frá 9. tug sfðustu aldar er Jósep Valdason kenndi þau fræði i Eyjum áður en Stýrimannaskólinn í Reykjavík var stofnaður 1891. Stýrimannaskólinn i Vest- mannaeyjum hefur útskrifað 125 nemendur með meira fiski- mannapróf. Er skólinn sóttur jöfnum höndum af heimamönn- um og mönnum viðs vegar af landinu. Nokkrir erfiðleikar voru við það að koma skólanum af stað aftur eftir gos, en nú er starf skólans komið í fast form við góðar aðstæður. Húsnæði skólans eyðilagðist talsvert í eldgosinu og hús Vélskólans fór undir hraun þannig að taka varð upp nýja stefnu í starf- semi skólanna. Stýrimannakól- inn hefur ávallt boðið nemend- um sínum upp á heimavist, bæði fyrir einstaklinga og fjöl- skyldur og hefur heimavistin mikið verið notuð af mönnum utan af landsbyggðinni. I vetur Frá björgunaræfingu stýri- mannaskólanema I Eyjum. voru t.d. nokkrar fjölskyldur i heimavistaríbúðum sem skól- inn býður og fyrir næsta vetur hefur t.d. einn maður sótt um skólavist og húsnæði fyrir 6 manna fjölskyldu sina. I vetur útskrifaði skólinn 11 úr I. stigi og 5 úr 2. stigi, en 1. stig tekur 6'A mánuð. Félög, fyrirtæki og einstakl- ingar í Eyjum hafa sýnt skólan- um mikla ræktarsemi og skól- inn er vinsæll i Eyjum og þykir nauðsynlegur og mikilvægur þáttur í samfélagi stærstu ver- stöðvar landsins. Enda hefur skólinn skilað dugmiklum yfir- mönnum á fiskiskipaflotann. Sem dæmi um það hvernig fyrirtæki og áhugamenn um starfsemi skólans leggja honum og nemendum hans lið má nefna að Fiskmjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum útvegaði Stýrimannaskólanemum alla útskipun á fiskmjöli i vetur og unnu skólapiltar sér þar inn alls 3,7 millj. kr, eða um 170 þús. kr. á mann. Þá fengu þeir einnig helgarvinnu hjá Neta- gerð Ingólfs Theódórssonar við loðnunótaviðgerðir og annað slikt, en allt kemur þetta skips- stjórnarmönnum síðar til góða í daglegu starfi. Þannig er lagt kapp á að koma til móts við starfsemi skólans og nemendur hans. I samtali við Friðrik Ás- mundsson skólastjóra sagði hann það vera sina skoðun að aðsókn að Stýrimannaskólan- um ætti eftir að aukast mikið, þvi atvinnumöguleikar þeirra sem nema skipsstjórnarfræði væru mjög góðir í sambandi við höfuðatvinnuveg þjóðarinnar, sjómennsku, bæði á vettvangi fiskveiða og farmflutninga. - á.j. Einar Sv. Jóhannesson skipstjóri á Lóðsinum, t.v., ræðir við Friðrik Asmundsson. Kristinn Sigurðsson slökkviliðsstjóri kennir skólapiltum björg- unarfræði. Skipsstjóraefnin kanna vinnsluna f einu af frystihúsunum. Ljós- myndir Mbl. Sigurgeir f Eyjum. Æfing f meðferð gúmmfhjörgunarbáta, skólapiltar léttir á svip, enda hlýtt f sundhöllinni f Eyjum. Mallað f heimavistinni. sro/e , Stýrimannaskólanemar kynna sér starf Öskars vitavarðar á Stór- höfða, en Óskar er lengst til hægri við úrkomumælinn. Einn nemandi Stýrimannaskólans tekur sólarhæðina f skólasjóferð fyrir norðan Eyjar. Hér eru væntanleg skipstjóraefni frá Stýrimannaskólanum f Vest- mannaeyjum að gera klárt troll f Netagerð Ingólfs f Eyjum, en það eru mörg handtökin sem vinna þarf áður en trollið fer f sjó.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.