Morgunblaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 32
u <;lysin(;asíminn ek« 22480 JílofiSimblníiiö Al!(.I,VSIN(.ASIMI\N EK: 22480 MIÐVIKUDAGUR 13. JUU 1977 Veiöiskapur er víða stundaður þessa dagana, veiðistaðir og verkfæri mismunandi eftir atvinnu og áhugamálum. Ekki vitum við hvort þessi piltur sem Ijós- myndarinn rakst á við Reykjavíkurhöfn á dögunum, hefur verið að fá’ann, en veiðináttúran er greinilega f.vrir hendi. Krafla: Verðlagsyfirvöld og ríkisstjórnin um útselda vinnu: Heimil hækkun sem svarar 2,5% vegna sérkrafna að viðbættum 18 þúsund krónum „Furðuleg afgreiðsla”, segir formaður Sambands byggingamanna RtKISSTJÓRNIN staðfesti í gær þá ákvörðun verðlagsnefndar frá fyrri viku að heimila hækkun á útseldri vinnu iðnaðartnanna sem samsvaraði 2,5% hækkun vegna sérkrafna að viðbættri 18 þúsund króna kauphækkun. Þá var enn- fremur heimiluð 10% hækkun á álagningartölu meistara. Hækkun vegna fyrri liðarins mun vera metinn á tæplega 20% en fyrir lá ósk um 28% hækkun og þar yfir. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í lok síðustu viku, var samið um nokkru hærri kaup- hækkanir við iðnaðarmenn en stefnt var að í almennu samningunum, og var hækkunar- beiðnin vjð það miðuð. Verðlags- nefnd ákvað að meisturum bæri sjálfum að bera umframhækkan- ir, sem þeir sömdu um við iðn- sveina og þvi skyldi þeim ekki velt út í verðlagið. Þessa sam- þykkt staðfesti rikisstjórnin á fundi i gær. Þessi ákvörðun hefur einnig í för með sér samsvarandi breyt- Líklegt að bensín hækki um 7-8 kr. TELJA má vfst að benzín hækki f verði einhverntfma á næstu vik- um, Ifklega um 7—8 krónur hver lftri. (Itsöluverðið er í dag 80 krónur lítrinn. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, stendur fyrir dyr- um fjögurra króna hækkun á svo- köliuðu benzfngjaldi til samræm- is við hækkun byggingarvfsitölu, en gjald þetta er innheimt í benzfnverði og rennur f Vegasjóð. Þá liggur ennfremur til af- Sólarlaust í dag MESTAR LlKUR eru á að skýjað verði suðvestanlands f dag og sólin, sem yljaði f gær sjáist ekki. Markús Einarsson veðurfræðingur tjáði Morgun- blaðinu f gærkvöldi að reikna mætti með þokulofti og skýjuðu veðri um mestan hluta landsins. Vindur yrði hægur og hiti 12—16 stig í innsveitum, en kaldara á annesjum I gær var gott veður um alit Suðurland og hiti mestur 20 stig á Hellu, Þing- völlum og Hæli f Hreppum. greiðslu hjá verðlagsyfirvöldum beiðni olfufélaganna um fjögurra krónu hækkun á hverjum benzfn- Iftra vegna erlendra verðhækk- ana og aukins launakostnaðar. Munu verðlagsyfirvöld taka þessa beiðni til afgreiðslu á næstunni. Fjármálaráðuneytið gefur út reglugerð um benzínhækkun til samræmis við hækkun bygginga vísitölu, en hugmyndin, sem að baki býr mun vera sú að bygg- ingakostnaður vega hækki einnig og þurfi þvi að afla tekna þar á móti. Jón Sigurðsson ráðuneytis- stjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að þegar Vegalög voru samþykkt á Alþingi hafi-ver- ið gert ráð fyrir því að benzín- gjald myndi hækka til samræmis við byggingavísitölu og tekjur hefðu verið áætlaðar með það í huga. Hér væri því um að ræða skattheimtu sem Alþingi hefði ákveðið og væri það hlutverk ráðuneytisins að framfylgja þess- ari ákvörðun. Jón kvað það staö- reynd að byggingavísitala hefði hækkað síðan snemma á þessu ári að benzíngjald var síðast hækkað til samræmis við byggingavísi- Framhald á bls. 1S ingu á ákvæðisvinnu en sú breyt- ing hefur ekki verið reiknuð út ennþá. Megn óánægja mun ríkjandi innan meistarasambandanna með þessa afgreiðslu verðlagsyfir- valda á útseldri vinnu. Morgun- blaðið ræddi í gærkvöldi við Gunnar S. Björnsson, formann Sambands byggingamanna og Árna Brynjólfsson, framkvæmda- stjóra Landssambands rafverk- taka. Árni vildi ekki segja álit sitt fyrr en hann hefði séð samþykkt rikisstjórnarinnar skriflega en Gunnar S. Björnsson hafði eftir- farandi um málið að segja: „Það er okkar skoðun að þetta sé furðuleg afgreiðsla hjá verð- lagsyfirvöldum að ætla nú í fyrsta skipti í áratuga löngu starfi að skipta sér af kjarasamningum sem atvinnurekendur og launþeg- ar hafa gert sin á milli en það er einmitt það sem verðlagsyfirvöld eru núna að gera. Þetta þýðir einfaldlega að við getum ekki krafizt greiðslu fyrir útselda vinnu í samræml við það sem við Framhald á bls. 18 Enn er ólag á holunum EKKI tókst að reynslu- keyra gufutúrbínuna sem notuð er við eimsvalana við Kröflu f gær, þar sem hola 11 datt niður bæði í fyrrakvöld og í gærmorg- un. Stjómlaus strætó á fleygiferð — en eng- an sakaði SÁ atburður gerðist við Hlemmtorg skömmu fyrir kvöldmat f gær að strætisvagn, sem lagt hafði verið sunnan- megin við Hverfisgötu gegnt veitingastaðnum Kránni, rann skyndilega af stað. Leigubif- reiðarstjóri á Ilreyfli, Jónas Grétar Þorvaldsson, sá hvað verða vildi, stökk inn f vagn- inn og náði að stöðva hann, en áður hafði vagninn runnið á Skodabfl og stórskemmt hann. Er ekki að vita hvernig farið hefði ef Jónas hefði ekki verið svona snar f snúningum, þvf neðar í götunni var fólk á ferð og hflaruna var að koma upp Hverfisgötuna frá Snorra- braut. Vagnstjórinn hafði skilið bil- Framhald á bls. 18 Eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær stóð til að reynslukeyra gufutúrbínuna síðari hluta dags í gær ef næg orka væri fyrir hendi. „Hola 11 datt á ný niður i fyrra- kvöld og aftur í gærmorgun og því var lítið afl fyrir hendi,“ sagði Einar Tjörvi Elíasson verkfræð- ingur Kröflunefndar þegar Morg- unblaðið ræddi við hann. Kvað hann holu 11 enn vera mjög duttl- ungafulla og til alls visa. Áður en reynt yrði aftur að reynsiukeyra túrbínuna yrði reynt að láta hol- una ná fullu hitastigi en það tæki a.m.k. 12 tíma. Þá sagði Einar Tjörvi að hola 6 væri nú að koma upp á ný eftir viðgerð sem gerð var á toppi hennar, en hola 7 væri aftur á móti léleg. 1 dag væri svo hug- myndin að reyna að stilla holurn- ar saman og ef þær létu ekki mjög illa tækist samstillingin vonandi á næstu dögum. 10% hækkun á taxta efnalauga og þvottahúsa ÞVOTTAHUSUM og efnalaugum hefur verið heimilað að hækka taxtasfnaum 10%. Verðlagsnefnd tók ákvörðun um hækkunina í siðustu viku og hlaut hún samþykki ríkisstjórnar- innar í gær. Að sögn Georgs Ölafs- sonar verðlagsstjóra höfóu þvotta- hús og efnalaugar farið fram á 16% hækkun taxtans svo heim- iluð er talsvert minni hækkun en farið var fram á. Norsk-íslenzki síldarstofninn: Leyfa Norðmenn veiði á 15 þúsund lestum? Margt bendir til að norsk stjórnvöld ætli nú að heimila veiði á 150 þús. hektólftrum eða 14—15 þúsund tonnum af norsk- fslenzka sfldarstofninum á þessu ári, en áður var búið að heimila veiði á 100 þúsund hektólftrum og fiskifræðingar höfðu sagt að ekki væri þorandi að veita meira ef stofninn ætti fá að halda áfram að stækka. Einar B. Ingvarsson, aðstoðar- maður sjávarútvegsráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að sjávarútvegsráðuneytinu hefðu borizt þær fregnir að norsk sjómannasambönd pressuðu nú stíft á stjórnvöld þar í landi að leyfa veiði á 50 þús. hektólítrum af síld til viðbótar því magni sem fyrr var ákveðið og flest benti til að látið yrði undan þrýstingnum af einhverjum ástæðum og sumir kenndu fyrirhuguðum kosning- um í Noregi um. Rís 80-90 íbúða hús við vesturenda Austurstræt- is og meðfram Aðalstræti? UM ÞESSAR mundir er unnið að hugmyndum um framtíð þriggja fram- kvæmdasvæða í miðbæn- um og sem þegar hafa verið samþykkt í borgar- stjórn, en þessi svæði eru við Skúlagötu, kringum Alþingishúsið og við Að- alstræti. Samkvæmt því sem Morgunblaðið hefur fregnað hefur verið um það rætt, að við vestur- enda Austurstrætis og meðfram Aöalstræti rísi hús með 80—90 íbúðum og fjölbreyttri félags- legri aðstöðu og er þessi hugmynd fram komin til að gera fólki kleift að búa í gamla bænum. Tillögur um byggingar á svæðunum þrem hafa ekki enn verið lagðar fyrir skipulags- nefnd borgarinnar, enda eru þær enn langt frá að vera full- mótaðar. Þá mun einnig eiga eftir að ræða við eigendur lóða á þessu svæði og kanna hvort þeir eru tilbúnir að taka þátt i uppbyggingu á þessum stöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.