Morgunblaðið - 13.07.1977, Page 18

Morgunblaðið - 13.07.1977, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JULl 1977 Tillöguuppdrættir að Seðla- bankahúsi tilbúnir í haust Tillöguuppdrættir að breyttri byggingarskipan nýs Seðlabankahúss verða vart tilbúnir fyrr en með haustinu og verða þá sýndir borgaryfirvöldum, sagði dr. Jóhannes Nordal — Ráðin leik- hússtjórar Framhald af bls. 2 Starfsemi Leikfélagsins mun verða með svipuðum hætti næsta starfsár og var siðastliðinn vetur. Viðfangsefni verða 4—5 en þau hafa ekki verið endanlega valin ennþá. Fastráðnir leikarar verða fimm auk leikhússtjóranna og þar að auki ljósameistari og sauma- kona, bæði i hálfu starfi. Leikhússtjóri Leikfélags Akur- eyrar hefur undanfarin ár verið Eyvindur Erlendsson en hann lét af störfum í vor. __SV.P. Kona fyrir bíl á Akureyri Akureyri 12. júlí. SJÖTlU OG fjögra ára gömul kona varð fyrir fólksbíl þegar hún var á leið austur yfir Glerárgötu við mót Þórunnarstrætis og gekk eftir merktri gangbraut. Hún hlaut áverka á læri og höfði en ekki er vitað hve alvarlegs eðlis þeir voru. A þessum gatnamótum hafa oft orðið stórslys og ráðgert er að þarna komi umferðarljós en ekki hefur orðið af þeim fram- kvæmdum til þessa. —Sv.P. — Benzín hækk- ar um 7-8 kr. Framhald af bls. 32 Ju, þannig að benzínhækkun væri augljóslega framundan. Hins vegar hefði ekkert verið ákvoðið hvenær hún kæmi til framkvæmda. Morgunblaðið snéri sér enn- fremur til Georgs Ölafssonar verðlagsstjóra og spurði hann um hækkunarbeiðni olíufélaganna, en hann kvaðst ekkert geta um málið sagt á þessu stigi. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér f gær, mun benzíngjald nú vera rétt tæpar 20 krónur eða fjórðungur verðs hvers benzinlítra. seðlabankastjóri þegar Morgunblaðið spurði hann hvað liði áformuðum byggingaframkvæmdum Seðlabankans. 1 samtalinu við Morgunblaðið sagði dr. Jóhannes Nordal, að Drukkið fyr- ir tæplega tvo milljarða síðasta árs- fjórðung HEILDARSALA áfengis sfðasta ársfjórðung, þ.c. frá 1. aprfl til 30. júnf, nam tæplega tveimur millj- örðum króna. Sama tfmabili á síð- asta ári var salan liðlega 1 'A millj- arður, en verð á áfengi hefur hækkað nokkuð á þessu tfmabili. Nam söluaukningin 22.7%. Mest var selt i og frá Reykjavík eða fyrir 1.383 milljónir króna, á Akureyri fyrir 205 milljónir króna, 63 milljónir á Isafirði, 30 milljónir í Siglufirði, 52 milljónir á Seyðisfirði, 105 milljónir i Keflavik og f Vestmannaeyjum var á þessu þriggja mánaða tfma- bili selt fyrir 58 milljónir króna. Heildarsalan nam 1.903.748.152 krónum. — Ian Smith Framhald af bls. 1. valiaratriðum afstöðu sinni til mála, eins og t.d. nauðsyn þess að halda trausti hvftra manna I Rhódesíu. Stjórnmálafréttaritarar túlka þetta sem tilvitnun til marksmiðs Stórveldanna tveggja um að blökkumenn taki við rikisstjórn landsins 1978, en Smith hefur áður Iýst því yfir að slikt væri ekki raunsætt. Talsmaður Smiths sagði einnig í dag að áætlanir um að Bretar taki við stjórn Rhódesíu i 3—6 mánuði meðan á aðlögunar- tímanum stæði væru fáránlegar. Þessi yfirlýsing Smiths kemur nokkuð á óvart því að heimildir í Salisbury um helgina höfðu hermt að viðræðurnar við Smith hefðu verið gagnlegar og miðað verulega í samkomulagsátt, undanfarið hefði verið unnið að hugmyndum um fyrirkomulag byggingar bankans á jóð þeirri sem Seðlabankinn hefði fengið úthlutað á sínum tíma, — hins vegar lægi engin ákvörðun fyrir um hvort fyrirhugað hús bankans risi á sama stað þ.e. í norðan- verðum Arnarhóli. þannig að búast mætti við að Bandaríkjamenn og Bretar legðu fram ákveðnar tillögur um valda- skiptin og nýja stjórnarskrá mjög fljótlega. Var sagt að Smith hefði fallizt á bráðabirgðastjórn Breta til að undirbúa að sjá um frjálsar og sanngjarnar kosningar og að sigurvegara þeirra yrði falin stjórnarmyndun. Talsmaðurinn sagði að þessar fréttir væru alger- lega tilhæfulausar, ekkert hefði miðað í viðræðunum. — Sumartón- leikar Framhald af bls. 2 semballeikari og Hubert Selow tenórsöngvari. Hljóðfæraleikararnir munu búa á heimavist lýðháskólans í Skálholti meðan á þess'u tónleikahaldi stendur og gefst ferðahópum sem þess oska, einnig kostur á stuttum tónleikum aðra daga vikunn- ar. Efnisskrá tónleikanna verð- ur í stórum dráttum á jsessa leið, en sama efnisskrain er flutt laugardag og sunnudag: 16. og 17. júli. Manuela Wiesler leíkur einleiks- verk á þverflautu Á efnisskrá henn- ar, sem samanstendur af barokk- og nútimatónlist, eru verk eftir H. Tomasi, J Riverier, C. Ph. E. Bach, J. Ibert og F Mortensen 22. og 25. júlí. Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir leika verk fyrir þver- flautu og sembal eftir G Ph. Tele- mann, G.F Hándel og Mozart. 30., 31. júlí og 1. ágúst — verzlunarmannahelgin. Hubert Selow flytur einsöngsverk úr Þorlákstiðum og söngverk við lútuundirleik Snorra Snorrasonar er einnig leikur einleiksverk á gitar. Einnig leika þær Camilla Söderberg og Helga Ingólfsdóttir með á tón- leikum þessum 7. og 8. ágúst. Camilla Söderberg og Helga Ingólfsdóttir leika einleiks- og sam- leiksverk fyrir blokkflautu og sembal eftir G. Frescobaldi, W Byrd, G. Ph. Telemann, J. Eyck, J Ph. Rameau og A Vivaldi -------»-♦ ♦ ■ — Samvinna vísindamanna Framhald af bls. 2 sama verkefni að frumkvæði Breta. Að sögn Guðmundar Pálmason- ar hófust rannsóknirnar að þessu sinni síðastliðinn mánudag og er reiknað með að þær standi i viku til 10 daga. Sagði hann rannsókn- irnar lið í rannsóknum á Mið- Atlantshafshryggnum, en áhugi á slfkum rannsóknum hefði aukizt mjög að undanförnu vegna land- rekskenningarinnar. Samkvæmt henni myndast jarðskorpa við eld- gos á úthafshryggjum og rekur hana siðan í báðar áttir. Niðurstaða mælinganna á út- breiðsluhraða jarðskjálftabylgn- anna og hvernig hann breytist með auknu dýpi verða síðan born- ar saman við mælingar frá öðrum stöðum i heiminum, t.d. á megin- löndum, sem eru allt öðru vísi. Út frá samanburðinum verður síðan reynt að fá niðurstöður um hvort Island sé svipað t.d. úthafs- hryggjunum, þar sem þeir eru á meira dýpi og lengra úti í hafi. Hefur því verið haldið fram af ýmsum að tsland fylgdi ekki regl- unni vegna þess að það væri ofan- sjávar og ekki samskonar hryggjastykki, eins og á öðrum úthafshryggjum, sem um leið eru flekamót. — Hækkun á út- seldri vinnu Framhald af bls. 32 þurfum að borga starfsmönnum okkar fyrir þessa vinnu. Meistar- ar þurfa að lifa eins og aðrir og það er vissulega öfugþróun að lækka laun þeirra á sama tima og aðrir þegnar þjóðfélagsins fá hækkuð laun. Við eigum eftir að fjalla um þetta mál í okkar hópi og get ég því ekkert frekar tjáð mig um málið.“ Ekki náðist í talsmann Meist- arafélags járniðnaðarmanna. — Spánn Framhald af bls. 1. unum til að draga verulega úr atvinnuleysi, sem nú er um 6%, endurskoða skattakerfið til að loka leiðum til að draga tekjur undan skatti og ráða fleiri skatt- eftirlitsmenn sem hefðu heimild til að rannsaka bankareikninga ef grunur væri á að brögð væru í tafli hjá einstaklingum eða fyrir- tækjum. Verkalýðsfélög á Spáni hafa fagnað yfirlýsingunni um endur- bætur á skattakerfinu og aðgerðir til að draga úr atvinnuleysi en gagnrýnt stjórnina fyrir að hafa ekki gert frekari raunhæfar efna- hagsráðstafanir. — NATO Framhald af bls. 1. Hernaðaruppbygging Sovét- rikjanna væri slík að óhjákvæmi- legt væri fyrir Atlantshafsbanda- lagið að auka bardagastyrk sinn verulega. Hershöfðinginn til- kynnti að hann myndi skipa v- þýzkan hershöfðingja sem aðstoðarmann sinn og fela honum að hafa umsjón með langtima- áætlunargerð um bætta hernaðar- stöðu bandaiagsins. — Stjórnlaus á fleygiferð Framhald af bls. 32 inn eftir í handbremsu en hún gefið sig, með fyrrgreindum afleiðingum. öldruð kona var ein í vagninum en hana sakaði ekki né neinn sem í Skodabiln- um var. Þar sem vagninn rann hafði gangandi fólk verið á ferð skömmu áður. Þykir mesta mildi að ekki skyldi verða meira eignatjón og ekk- ert manntjón og má það fyrst og fremst þakka leigubílstjórn- anum Jónasi. — Minningarorð Framhald af bls. 22 hefir hann verið starfsmaður gróðrarstöðvar Reykjavíkurborg- ar. Þau hafa alltaf verið búsett hér í borg, lengst á Nesvegi 39, sem nú tilheyrir Ægissíðu. Þau eignuðust 2 dætur, öldu og Krist- ínu. Alda er gift Jónasi Magnús- syni, húsasmið í Kópavogi. Þau eiga 3 börn. Kristín er gift Björg- vin Jónssyni, prentara. Þau eru einnig búsett i Kópavogi og eiga 5 börn. Þessir afkomendur þeirra hjóna eru öll vel gefið og myndar- legt fólk, sem feta mun i fótspor hinna dugmiklu forfeðra sinna. Ekki er unnt að ræða það nánar í stuttri grein. En víst er, að allur þessi hópur var mömmu og ömmu mjög kær og sýndi hún þeim öll- um frábæra ást og umhyggju til hinstu stundar. Þau sakna nú öll vinar í stað. En mestur er þó auðvitað söknuð- ur eiginmannsins, Guðmundar, sem nú er nær háifníræður að aldri. Hjónaband þeirra Guðrún- ar var hið besta alla tíð og minn- ingarnar munu því verða honum harmabót til æviloka. Allir ástvin- ir og vinir Guðrúnar eiga ekki annað en ágætar minningar um hana. Þeir koma saman í Foss- vogskapellu í dag til þess að kveðja og þakka. Blessuð veri minning Guðrúnar Ólafsdóttur. Ingimar H. Jóhannesson. — Alit sérfræð- ings um seiðin á Laxalóni Framhald af bls. 3 leið að fyrst yrði að einangra coryne- bakteriur til að rækta upp og sagði að ef sjúkdómurinn kæmi stundum fram á Laxalóni þá gæti það naum- ast verið annars staðar en frá ís- lenzkum laxveiðiám Hann gæti ekki verið kominn með innflutningi á regnbogasilungi frá Danmörku 1951 þvi þar hefur slikur sjúkdóm- ur aldrei komið fram i honum i þeim 300 sjúkdómstilfeMum sem rann- sökuð væru árlega Mesti möguleiki á að útvega sýni hlyti þvi að vera með þvi að athuga lax sem hefði sjúksómseinkenni en jafnvel það væri erfiðleikum bundið Slik sýni væri bezt að senda sérfræðingi sem hefði reynslu i nýrnarsjúkdómum og vissi hann ekki til að slíkur sérfræð- ingur væri i Evrópu, en gæti hugs- anlega verið í Bandarikjunum Þá segir i skýrslu Bregnballe að í stað þess að takmarka rannsóknir við Laxalón ætti að taka fyrir landið sem heild. Að lokum segir i skýrslu Bregn- balles að nokkur einkenni geti bent til tveggja annarra sjúkdóma, ekki siður en nýrnasjúkdóms, svonefndra „soft water disease" og „gas bubble disease". Hann geti ekki þrátt fyrir athuganir fundið nein greinileg ein- kenni, en fyrri athuganir geti gefið grun um það, grun, sem geti aðeins fengizt staðfestur með ræktunar- rannsóknum — Heisa Brezhnevs Framhald af bls. 17 talað mjög skýrt og skorinort við hann. Allar þessar vangaveltur hafa orðið til þess að venju fremur líflegar vangaveltur eru í erlendum blöðum um hugsanlegan eftirmann Brezh- nevs og um það á hvérn hátt hann hyggist draga sig i hlé. Telja sumir að hann vilji losna við erilinn sem því fylgir að vera aðalritari kommúnista- flokksins og aðeins gegna störf- um forseta landsins, en aðrir að hann muni brátt fela fyrsta varaforseta landsins meira af störfum þjóðhöfðingjans. — Unnið að fækk- un leigubíla Framhald af bls. 3 usta leigubifreiðastjóra i Reykja- vík, t.d., er með því sem bezta sem gerist. Að vísu er oft erfitt að fá bíl 2—3 klukkutíma um helgar, en við því verður ekkert gert með- an öllum veitingahúsum er lokað á nákvæmlega sama tima og allir þurfa bíl á sömu mínútunni, sagði Olfar Markússon að lokum. — íþróttir Framhald af bls. 30 kast. spjótkast Fararstjórar og þjálfarar verða Hreinn Erlendsson. Sveinn Sig- mundsson, Magnús Jakobsson. Guð- mundur Þórarinsson og Halldór Matthiasson. Ása Halldórsdóttir, Á: kúluvarp Kristjana Þorsteinsdóttir, VI8i: kringlukast Björk Eiríksdóttir, ÍR: spjótkast KARLAR: Vilmundur Vilhjélmsson, KR: 100 m hlaup, 200 m hlaup, 400 m hlaup og boðhlaup SigurSur SigurSsson, Á: 100 m hlaup, 200 m hlaupog boðhlaup Þorvaldur Þórsson. ÍR: 400 m hlaup. 400 m grindahlaup. boðhlaup Jón Diðriksson, UMSB: 800 m hlaup. 1 500 m hlaup Gunnar P. Jóakimsson, ÍR: 800 m hlaup. boðhlaup Ágúst Ásgeirsson, ÍR: 1 500 m hlaup, 3000 m hindrunarhlaup Sigfús Jónsson, ÍR: 5000 m hlaup, 10.000 m hlaup Ágúst Gunnarsson, UBK: 10.000 m hlaup Sigurður P. Sigmundsson. FH: 5.000 m hlaup Björn Blöndal. KR: 110 m grinda- hlaup, boðhlaup Jón S. Þórðarson. ÍR: 1 10 m grinda- hlaup, 400 m grindahlaup Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eigin- manns míns BENEDIKTS STEINSEN Rauðarárstíg 7 Fyrir hönd sonar okkar og annarra vandamanna Þórdís Steinsen. t Innílegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns, föður, tengdaföður og HARALDAR JÓNSSONAR Hjallabrekku 24 Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landakotsspitala Herbjörg Andrésdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRLAUGAR GUNNLAUGSDÓTTUR, Gaukshólum 2. Erla Hjálmarsdóttir Trausti Bertelsson Sigmundur Hjálmarsson og barnabörn. Hjálmar Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.