Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 íslenskur vimiu- skóli holdsveikra á Indlandi Rætt viðÞóru Einarsdóttur, formann Indversku barnahjálparinnar „VIÐ fyrstu sýn virtust verkefnin yfirþyrmandi, jafnvel fyrir mig, sem þó hafði búist við sitt af hverju og var kunnug vandamálinu," sagði Ind- landsvinurinn Þóra Einarsdóttir, sem nýkomin er frá Indlandi þar sem hún hugðist setja upp sjúkrahús fyrir holdsveik böm. Þrátt fyrir mikinn viljastyrk og þrekvinnu, komst Þóra hinsvegar fljótlega að því að það er ekki í valdi eins né neins að breyta hinu aldagamla lífsmynstri Indveija þótt um líf og dauða sé að tefla. Böm- in tilheyra fyrst og fremst fjölskyld- um sínum og þar skulu þau búa þrátt fyrir veikindi. Hún ákvað því að leggja af fyrra áformi og einbeitir hún sér nú að því að hjálpa fjölskyld- unum til sjálfsbjargar í stað sjúkra- húsvistar. Atvinna margra fátækustu kvennanna i borgum og bæjum Indlands er að bera eldivið langar leiðir, daginn út og dag- inn inn, og selja síðan. Þessr konur frá Kodaikanal ganga i 11 km með 30 kg hlöss á höfð- inu og fá eftir erfiðið sem svarar 63 krónum Holdsveikir fá ekki vinnu Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu fór Þóra í ferðina að beiðni framkvæmdastjóra St. Jóseps-sjúkrahússins í Dindigul, systur Agnesar Lögghe. Dindigul er um það bil 100.000 manna bær á sléttum Tamil Nadu-fylkis í Suð- ur-Indlandi. í næsta nágrenni má fínna fleiri slíka bæi þar sem íbúar eru margir hveijir sýktir af holds- veiki og hjá því fólki ríkir mikil fátækt þar sem það situr ekki fyr- ir atvinnu. Þóra sagði að hægt væri að bjarga ungum bömum með lyfjagjöf séu þau tekin nógu ung frá öðru sýktu fólki svo sem foreldrum, en eins og áður sagði tíðkast slíkur aðskilnaður ekki. Systir Agnes hafði sent vinkonu sinni á íslandi neyðarkall fyrir um það bil ári síðan en þær Þóra og systir Agnes höfðu unnið áður saman að líknarstörfum á þessum slóðum og ekki stóð á hjálp frá Þóru frekar en fyrri daginn. Smáum hópi áhugafólks tókst að safna nokkurri peningaupphæð auk lyfja fatnaðar og bætiefna, sem heildverslunin Toro hf. gaf. Lyf, fatnaður og peningar Þóra hélt til Indiands í byijun febrúar ásamt syni sínum séra Einari Jónssyni og Sigrúnu Bjömsdóttur kennara. „Við héld- um á einum 25 kg af lyQum í flugvélinni á leiðinni út og höfðum meðferðis fatnað og þá peninga sem safnast hafa á vegum Ind- versku bamahjálparinnar á síðasta ári. Nokkrir einstaklingar sendu bamahjálpinni styrk óumbeðnir, einn mannkostarmaður hér í Reykjavík sendi 50.000 krónur inn á reikning bamahjálparinnar í Búnaðarbankanum og var það stærsta framlagið fyrir utan fram- lag frá Þróunarsamvinnustofnun ísiands, sem iagði fram 2.000 doll- ara eða um 80.000 krónur. Einnig fengum við 10.000 krónur frá Ind- landsvini á Siglufírði auk minni upphæða." St. Jóseps-sjúkrahúsið er rekið fyrir holdsveikisjúklinga í Suður- Indlandi af Belgíska trúboðinu og er ein af mörgum líknarstofnun- um, sem rekin er á þess vegum í Indlandi. Þar er einnig nunnu- klaustur og hjúkrunarkvennaskóli. „Við fórum í kynnisferð um Din- digul og nágrenni á gömlum Rauða kross bíl, sem hossaðist á ósléttum götutroðningnum milli kofaþorpanna í fylgd með fram- kvæmdastjóm sjúkrahússins og læknum. Gamli bíllinn var notaður sem nokkurs konar keyrandi læknastofa eða neyðarþjónustu- móttaka. Borði var komið fyrir innst í bflnum með tilheyrandi lyfj- um og sprautum. Bifreiðin var þekkt í héraðinu. Fólk flykktist að henni til að fá holdsveikilyf sín. ! þessari skólastofu er óvenjugóður aðbúnaður. í flestum fátækari héruðum sitja börnin á gólfum í Einnig kom fólk oft hlaupandi með tómum stofunum annars konar mein en oft vannst ekki tími til að sinna þeim.“ íslendingar sjái um eitt þorp Systir Agnes hafði stungið upp á því að íslenska nefndin tæki að sér þjónustu í einu af smáþorpun- um í nágrenninu, Viralipatty. í þorpinu búa um 50 fjölskyldur eða fjölskyldu-samfélög, sem öll voru sýkt af þessum hroðalega sjúk- dómi, sagði Þóra. íbúamir fengu þó lyfjagjöf frá sjúkrahúsinu í Dindigul. „Börn dvelja með foreld- rum sínum, samkvæmt indverskri venju sem erfitt reynist að ganga á snið við. Belgíska ríkið gefur lyfín, sem oftast gefa góðan ár- angur, sérstaklega þegar böm byija að taka þau ung. Þá er afar brýnt að sjúklingamir fái jafnhliða næringaríka fæðu og búi að minnsta kosti við lágmarks hrein- læti. Hvorugu var til að dreifa í Maturinn skammtaður skólabömum. Holdsveiku bömín fara gjaraan með skammta sina heim til fjöl- þorpinu. Flestar fjölskyldur búa í skyldu sinnar sem bíður öll eftir skammti eins til tveggja barna strákofum, sem í Evrópu myndu Þóra ásamt belgískum nunnum, sem komnar em á tíræðisaldur Þær hafa starfað í Indlandi í 60 til 70 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.