Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 Sannleikurinn um Arnarflug eftir Gísla Maack Nú er svo komið, að ég sem fyrr- verandi starfsmaður Arnarflugs get ekki lengur horft upp á kerfís- bundna blekkingarstarfsemi Harðar Einarssonar og félaga hans í „flugbjörgunarsveitinni". Allan febrúarmánuð hafa dunið yfir þegna þessa lands „hreinskilin" viðtöl við hann um stöðu Arnar- flugs. Það keyrði þó um þverbak þegar Morgunblaðið birti „forystu- grein" 28. feb. sl., þar sem lýst var „óvenjulegri" hreinskilni stjómar- formanns Amarflugs. Þessi „for- ystugrein" var í öllum meginatrið- um röng eins og koma mun fram hér síðar. Það er augljóst fyrir alla aðila, sem til þekkja, að nú er að hefjast markviss áróðursherferð fyrir sölu viðbótarhlutafjár í Arnarflugi, sem að mínu mati hefur engar lífslíkur. Ég hvet því alla tilvonandi og núverandi hluthafa til að kynna sér það sem hér fer á eftir, áður en þeir láta blekkja sig til frekari fjár- festingar í þessu nýja „Hafskipsæv- intýri". Ekki verður nútíð eða framtíð Amarflugs metin án þess að skoða fortíðina, og skal hún nú rakin eft- ir bestu getu. Rekstrarmistök fyrri ára Það er alltaf auðvelt að vera vit- ur eftir á, en þau atriði, sem hér verða talin, sem hugsanlegar orsak- ir fyrir stöðu Amarflugs, vom þó öll mjög umdeild á sínum tíma, þannig að einhveijir hafa a.m.k. verið vitrir fyrirfram. Starfsmenn og hluthafar Amar- flugs hafa að öllu jöfnu fengið verri stjómendur en þeir áttu skilið og er það meginorsök fyrir vanda fé- lagsins. En lítum nú á nokkur atriði, sem vom örlagavaldar í rekstri Arnarflugs hf. Amarflug hafði um árabil mjög hagstæðan samning við ríkisflugfé- lagið í Líbýu, Libyan Arab Airlines (LAA). Þessi samningur fólst í vömflugi gegn ákveðnu gjaldi á flugstund, og var eldsneyti innifalið í verðinu. LAA skuldbatt sig til að greiða ákveðinn §ölda flugstunda á mánuði, hvort sem það var allt flog- ið eða ekki. Þar sem eldsneyti var innifalið, sem var óvenjulegt, fékk Amarflug greiddar vemlegar upp- hæðir fyrir eldsneytiskostnað, sem ekki þurfti að greiða, ef ekki var flogið hið tilskylda lágmark, sem oft kom fyrir. Það hefur líklega verið árið 1983, sem Líbýumenn uppgötva þetta, og var þá talið að Arnarflug hefði hagnast aukalega um 2 millj. doll- ara, á eldsneytinu einu saman. Líbýumenn undirbjuggu samn- ingsstöðu sína með því að stöðva greiðslur og fyrir sofandahátt for- ráðamanna Amarflugs var skuld þeirra orðin svipuð og hin umdeilda upphæð, þegar þeir óskuðu eftir leiðréttingu á þessu máli. Það er skemmst frá því að segja, að eftir langvarandi samningaviðræður, ákváðu forráðamenn Amarflugs að gera nýjan samning við LAA, sem þjónaði þeim tilgangi einum að end- urgreiða þeim eldsneytið. Þama var því hagnaði fyrri ára fórnað fyrir samningsþorsta ráðamanna Arnar- flugs. Kaupin á eignum hins gjaldþrota Iscargo voru mikil mistök og þjón- uðu þeim tilgangi einum að komast yfir langþráð áætlunarleyfí. Kaup- verð eigna var mjög hátt, sérstak- lega þegar samningsstaða Iscargo er höfð í huga. Með í kaupunum fylgdi þó velvilji forráðamanna Framsóknarflokksins, sem síðar reyndist félaginu vel. Ég heyrði ábyrgan aðila innan Amarflugs segja nokkmm ámm seinna, að raunvemlegt tap (ekki bókfært) á þessum viðskiptum væri a.m.k. 2 millj. dollara. Það væri ekki úr vegi, að skoða arðsemi áætlunarflugsins með þetta í huga. Þau vom greidd dým verði leyfín á Amsterdam. Skömmu eftir að áætlunarflugið hófst, árið 1982, var Boeing 720- flugvél Amarflugs kyrrsett vegna tæringar í vængjum. Þessi tæring var tvímælalaust til komin vegna þess að vélin stóð langtímum saman óvarin í sjávarátt við skýli 885 á Keflavíkurflugvelli. Sú ákvörðun að gera ekki við vélina, en selja hana til niðurrifs, var mjög umdeild. Þegar tæringin hafði uppgötvast vom mótoramir helsta verðmætið. Það var Magnús Gunnarsson fyrr- verandi framkv.stj., sem þá var hættur störfum fyrir alllöngu síðan hjá Amarflugi, sem annaðist sölu á þeim. Til að annast flugið, sem búið var að taka að sér, var leigð væg- ast sagt lúin Boeing 707-flugvél frá Lúxemborg. Leiguverð var þyngra á kostum en kaup á slíkri vél hefði verið. Vélin var að öllu leyti til skammar fyrir félagið og ótrúlegt að ekki hefði verið hægt að fínna betri vél. Næst var leigð vél af drauma- gerðinni eða Boeing 737, frá hol- lenska flugfélaginu Transavia. Leigugreiðslur fyrir ársleigu námu u.þ.b. 2,3 millj. dollara, að vísu með viðhaldskostnaði inniföldum. Kaup- verð véla af þessari gerð var u.þ.b. 5,7 millj. dollara á þessum tíma, sem greiðist á mörgum ámm. Aug- Ijóslega hefði greiðslubyrði verið minni af kaupum en leigu, svo ekki sé talað um þá eignamyndun, sem orðið hefði. Þessi vél hefði hentað Arnarflugi ágætlega, þar sem hún er með afl- meiri mótora en sú, sem síðar var keypt. Þessar vélar hækkuðu mikið í verði þetta ár, sem Arnarflug kaus að leigja frekar en kaupa. Síðasta afrekið var kaupleigu- samningur á Boeing 737-vél frá Braatens-flugfélaginu. Þessi vél er með aflminni mótora en hollenska vélin og þar með minni burðargetu. Vélin er lítt fallin til t.d. sólarlanda- flugs frá íslandi og ræður varla við beint flug frá Zúrich til Keflavíkur. Mér er kunnugt um, að sumir stjómarmenn Amarflugs héldu al- veg fram á síðustu stundu að vélin væri af sömu gerð og hollenska vélin, þ.e.a.s. með stærri mótorana, og því verðið ágætt miðað við það. Það kom hins vegar í ljós, skömmu fyrir kaupin, hvers konar vél var um að ræða, og fannst þá mörgum verðið hátt. Hvemig skyldi nú hafa verið staðið að svona mikilvægri fjárfest- ingarákvörðun innan Amarflugs. Eðlilegt hefði verið að gera ná- kvæma úttekt á þörfum félagsins með tilliti til flutninga, arðsemi o.s.frv. En þetta var ekki svona hjá Amarflugi. Ákvörðunartaka um þessi flugvélakaup stóð yfír í u.þ.b. þijár vikur og lítið fór fyrir fag- legri úttekt á hagkvæmninni. Framkvæmdastjórinn þáverandi, Agnar Friðriksson, hélt fund að kvöldlagi með nokkmm flugmönn- um félagsins þar sem farið var í „saumana" á hagkvæmni þessara kaupa. Þessi fundur var mjög stormasamur og deildu, menn þar hart. Þegar framkvæmdastjórann þraut rök fyrír kaupunum, sagði hann sína fleygustu setningu: „Nú við kaupum þá bara nýja mótora á hana." Þessi vél skyldi sem sagt keypt, hvað sem tautaði eða raulaði. Gunnar Þorvaldsson, fyrrverandi framkv.stj. Amarflugs og núver- Gísli Maack andi flugstjóri félagsins, var þátt- takandi í öllum þeim ákvörðunum um fjárfestingar sem að ofan eru nefndar. Samningurinn um leiguflug milli Ítalíu og Kúbu var mikil mistök. Þegar þessi samningur var til um- fjöllunar var ljóst, að arðsemi var lítil og áhættan veruleg, því að leigutakar voru ekki taldir mjög traustir. Það var verulegur ágrein- ingur um þetta milli fjármáladeildar félagsins og framkv.stjórans, Agn- ars Fríðrikssonar. Félagið var verkefnalítið um þessar mundir og samningsþorstinn mikill. Það er skemmst frá því að segja, að fyrir kæruleysi Amarflugs- manna var látið viðgangast að þessir leigutakar söfnuðu skuldum. Þegar loksins var spymt við fótum var skuldin u.þ.b. 500.000 dollarar eða um 20 millj. íslenskra króna. Þannig var staðan haustið 1985 og síðan hefur Amarflug ekki haft ráð á að reka málið, þar sem félagið hefur ekki getað greitt erlendu lög- fræðingunum. Megnið af skuldinni er tapað, en þó var talið að ein ferðaskrifstofa, sem var í þessari keðju, sem samið var við, gæti hugsanlega greitt eitthvað upp í skuldina. Fróðlegt væri að vita hvort þessi útistandandi skuld er ennþá talin til eigna hjá Amarflugi og rétt væri fyrir væntanlega hluthafa að kynna sér það, áður en til fjárfest- ingar kemur. Á meðan Arnarflug rak Boeing 707-fraktvélina (TF-VLJ) annaðist írska flugfélagið Air Lingus viðhald hennar. Amarflug greiddi ákveðna upphæð á flugstund til þessara írsku „frænda" okkar. Gjaldið þótti hátt og þjónusta þeirra með endem- um léleg. Þetta var stöðugt umkvörtunarefni flugvirkja, flug- liða og annarra, sem voru í erlendu leiguverkefnunum. Samt þótti aldr- ei ástæða til að endurskoða þessi mál og stórar uphæðir fóru til Air Lingus ár eftir ár. Arið 1984 var tap Arnarflugs óvenju mikið. Þegar uppgjör lá fyrir fóm að heyrast raddir innan félagsins um stóran reikning frá Air Lingus (500.000 dollarar vom nefndir), sem hvarf skömmu fyrir uppgjör. Á sama tíma var gerður fímm ára samningur við Air Lingus um við- hald á Boeing 737-flugvélinni TF-VLT, sem nú er í notkun. Ef Áir Lingus hefur fellt niður 500.000 dollara reikning, með því að gera fímm ára viðhaldssamning, má ljóst vera að þeir hafa talið sig geta náð þessari upphæð margfalt til baka. Þessi væntanlegi hagnaður Air Lingus er því innifalinn í fram- tíðarstarfsemi Amarflugs og ættu nýir hluthafar að hafa það í huga, þegar þeir meta arðsemimöguleika félagsins. DC8-ævintýrið Áramótin 1984/1985 var staða Arnarflugs orðin vægast sagt hrikalég. Félagið var í reynd gjald- þrota og hefði verið skynsamlegast fyrir alla aðila að hætta rekstri á þeim tíma. En við stjóm var mað- ur, sem hafði hugsað sér að nota þetta starf sem lyftistöng í stjóm- málum. Ég kenndi alltaf svolítið í bijósti um Agnar, því hann hafði ekki fengið réttar upplýsingar um stöðu félagsins, þegar hann tók við, svo ekki sé talað um alls konar inn- byggða tapliði eins og t.d. viðhalds- samninginn við Air Lingus o.fl. I ársbyijun 1985 var byijað að ræða samstarf við fyrirtækið Un- ited Aviation Services eða UAS. Þetta er fyrirtæki sem skráð er í Panama, en eigendur og stjómend- ur eru af sýrlenskum uppruna. UAS er mjög öflugt félag í flug- heiminum, kaupir og selur flugvélar og fæst við flest, sem viðkemur flugmálum, ef það er líklegt til að gefa hagnað. Á tímabili átti þetta félag u.þ.b. 40 stórar flugvélar. Hér var því öflugur samstarfsað- ili á ferðinni og ekki síst fyrir það, að þeir höfðu mikil sambönd í arabaheiminum og því líklegir til að geta útvegað samninga. Það var sem sagt í ársbyijun 1985, sem byijað var að ræða sam- starf milli þessara tveggja fyrir- tækja. Stefnt var að samningi um flug við Saudi Arabian Airlines, sem er ríkisflugfélagið í Saudi-Arabíu. Þetta flug hafði amerískt félag annast, en UAS vissi eftir sínum leiðum, að þeim yrði kastað út að vori. Um miðjan apríl voru svo samn- ingar við Saudia undirritaðir, svo og milli UAS og Amarflugs. UAS mundi leigja Amarflugi vélar til að annast þetta flug og var leiguverð- ið mjög hátt, en réttlætt með miklum kostnaði við að útvega samninga. Verðið sem Saudia greiddi var miklu hærra en gerðist á markaðn- um, svo það var mat forráðamanna Arnarflugs að þetta gæfí viðunandi tekjur. Veiki punkturinn í þessu öllu var að vélamar sem nota átti voru af gerðinni DC8, en það var flugvélartegund, sem Amarflug hafði aldrei rekið áður. Það er vem- legt átak fyrir flugfélag, að skipta um vélartegund í rekstri og því fylgir margs konar þjálfunarkostn- aður o.fl. En í þessu tilfelli var dæmið enn- þá hrikalegra. Amarflug hafði áður rekið tvær þotur af Boeing-gerð, en á skömmum tíma bættust við 9 vélar af DC8-gerð. Tími til undirbúnings var aðeins tvær vikur og hamagangur mikill. Ráða þurfti erlendar áhafnir, flug- virkja, vallarstarfsmenn o.fl. Starfsmannafjöldi varð mestur u.þ.b. 300 og þar af voru íslending- ar aðeins um 70 af þessum hópi. Hinir starfsmennimir voru af 24 þjóðemi. Það gerði útslagið, að Arnarflug réð mikið af starfsfólki UACI, ameríska flugfélagsins, sem hafði annast þetta flug áður. Það var tvímælalaust reynsla þessa fólks, sem forðaði Arnarflugi frá því að klúðra gjörsamlega þessu stóra verkefni. En forráðamenn Amarflugs launuðu þessu fólki illa greiðann. Þetta fólk fékk aldrei greidd laun eða dagpeninga á rétt- um tíma, allt það ár, sem þessi starfsemi stóð yfir. Sumir bíða enn- þá og ekki bólar á viðleitni til að greiða þeim launin sín. Þessi starfsemi er tvímæla- laust eitt mesta hneyksli í at- vinnusögu Islands. Þetta starfs- fólk dreifist svo um allan heim og segir sögur af ómerkilegasta fé- lagi, sem það hefur nokkurn tímann unnið fyrir. Ámarflug er því illa kynnt um allan heim. Á sama tíma unnu með þessu fólki fastráðnir flugliðar Arnar- flugs, sem fengu dagpeninga sína alltaf fyrirfram og launin á réttum tíma. Þetta var því kerfisbundin mismunun milli manna. Ég, sem var forsvarsmaður þessa félags í Saudi-Arabíu, komst því fljótlega upp á kant við forráða- mennina heima á íslandi, því ég gat ekki sætt mig við að svona væri komið fram við það fólk, sem mér var falin umsjón með. Þetta fólk var látið gjalda þess að það hafði ekki jámhörð stéttarfélög á bak við sig. Þetta er rétt að hafa í huga, þegar næstu fréttir af átök- um Arnarflugs við stéttarfélög berast, sem verður líklega fyrr en marga grunar. Það eru því skrýtin rök stjómmálamannanna fyrir að- stoðinni við Amarflug, að verið sé að vemda mannorð íslenskra fyrir- tækja í alþjóðaviðskiptum. Þetta félag er nú þegar illræmt um allan heim. I byijun aprfl 1985 sendir svo samgönguráðuneyti íslands skeyti til Air Algerie, þar sem það fullyrð- ir að Arnarflug skuldi starfsmönn- um sínum engin laun. Þetta skeyti var sent þar sem orðrómur hafði borist til Alsír um framkomu Amar- flugs við starfsmenn sína. Fór ráðuneytið vísvitandi með rangt mál, eða sögðu forráðamenn Amar- flugs því ósatt? A.m.k. vissi Agnar Friðriksson mætavel um þessar launaskuldir. í byijun árs 1986 bentu fyrstu tölur til a.m.k. einnar milljón doll- ara hagnaðar af starfseminni { Saudi-Arabíu. Þó var vitað að ein- hver viðbótarkostnaður væri ókominn, sem tilheyrði þessari starfsemi. Til að sKýra hvemig þessi verk- efni urðu að tapverkefnum í stað gróða verður að rekja aðeins sam- skipti Arnarflugs við eigendur vélanna. Þegar Amarflug tók flug- vélarnar á leigu var mjög áríðandi að það kynnti sér vel ástand vél- anna og gerði athugasemdir við allt sem var aðfinnsluvert. Sama gerðu eigendurnir þegar þeir tóku við vélunum aftur. Allt sem á milli bar þurfti Arnarflug að gera við á sinn kostnað. Þetta atriði skipti sköpum um tap eða hagnað af þess- um leigurekstri. Hér var kastað til höndum og hlutimir alltaf fram- kvæmdir á síðustu stundu undir tímapressu. Einn starfsmaður við- haldsdeildar Amarflugs, Þorsteinn Þorsteinsson, reyndi þó að gera þetta samviskusamlega þegar hann tók á móti DC8-fraktvélinni N952R. Þorsteinn skrifaði allt upp, sem að var, vel og samviskusamlega. Þá brá svo við að eigendur vélarinnar urðu æfír og það næsta sem gerð- ist var að Þorsteinn var skammaður rækilega af Agnari Friðrikssyni fyrir forkastanleg vinnubrögð. Þor- steinn gerði aðeins það sem rétt var og nákvæmlega það sama og eig- endumir gerðu þegar þeir tóku við vélunum aftur. Þegar Amarflug skilaði einni DC8-vélinni, TF-VLZ, kom í ljós spmnga í festingu aðalhjóls. Slíkar sprungur eru vel þekktar á þessari vélargerð, og byija að myndast inn- an frá og koma síðan með tímanum upp á yfírborðið. Þetta er sem sagt „krónískur" sjúkdómur í vélum af þessari gerð og er staðfest af verk- smiðjunum sem framleiða þær. Þessar sprungur eiga því ekkert skylt við illa meðferð, heldur eru þær ellisjúkdómur. UAS, sem vom eigendur vélar- innar, kröfðu Amarflug um bætur vegna þessarar viðgerðar. Kostnað- ur var u.þ.b. 370.000 dollarar. Flugrekstrar- og viðhaldsdeild Arn- arflugs var alfarið á móti' því að Amarflug bæri nokkurn kostnað af þessu, þar sem á engan hátt var hægt að rekja þetta til illrar með- ferðar á vélinni. Þá tók Agnar Friðriksson af skarið og samþykkti að Amarflug bæri þennan kostnað. Áður hafði hann þó ráðfært sig við Hörð Ein- arsson, sem hefur verið hafður með í ráðum allt frá því hann hóf athug- un á innkomu í félagið, og er því ekki alveg saklaus af mistökum fyrri tíma, eins og hann lætur í veðri vaka í áróðursviðtölum sínum. Ástæðan fyrir þessari undanláts- semi er sú, að UAS lánaði Amar- flugi fyrir tryggingagreiðslum á Boeing 737-véIinni, með því skilyrði að það samþykkti að bera viðgerð- arkostnaðinn á DC8-vélinni. Þetta þótti mörgum dýrt lán. Þau vom fleiri svona „uppgjörs- málin“ milli félaganna, sem skiptu sköpum fyrir afkomu af erlenda leigufluginu. Það er því óraunhæft að dæma erlenda leiguflugið úr leik, á þeirri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.