Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 Socrates hættur í knattspyrnunni SOCRATES Brasileiro de Sousa Vieira de Oliveira, fyrrum fyrirliði Brasilfu, tilkynntl í vikunni að hann vœri heettur að leika knatt- spyrnu. „Ef ég er ekki nógu góður til að leika fyrir lið mitt er réttast að hætta. Ég get ekki þegið há laun fyrir að gera ekki neitt," sagði 'úæíocrates, en sagt er aö mánaðar- iaun hans séu tæplega fimm hundruð þúsund krónur fyrir utan aukagreiðslur. Socrates er 33 ára. Hann lék í sex ár með Corinthians í Brasilíu og skoraði 160 mörk fyrir liðið. Síðan lá leiðin til Fiorentina á ít- alíu, en hann náði ekki fótfestu og hefur veriö síðustu 18 mánuði með Flamengo í Brasilíu. Þar byrjaði hann á því að fótbrotna og í haust var hann skorinn upp vegna kvið- slits. Því hefur Socrates aðeins leikið 20 leiki með Flamengo, en hann á meira en 50 landsleiki að baki. „Doktorinn" eins og Socrates hefur verið kallaður ætlar nú að snúa sér að faginu, en hann nam læknisfræði. Símamynd/Reuter • Detroit er f öðru sæti í austurdeildinni f NBA körfunni. Hér sjást þeir Kurt Nimpus og Sidney Green f baráttu um boltann við Roy Hinson hjá 76ers. Bandaríski körfuboltinn: Lakers hefur aðeins tapað 15 leikjum Frá Gunnari Valgeirsaynl I Bandarikjunum. FLEST liðin f NBA-deildinni eiga nú eftir 17 leiki f forkeppninni. í Austurdeildinni leiöir Boston og Los Angeles Lakers hefur yfir- burði f Vesturdeiidinni. Boston hefur unnið 48 leiki og ' tapað 17 í Austurdeildinni, Detroit er í öðru sæti með 44 sigra og 20 töp og Atlanta í þriðja sæti með 42 sigra og 22 töp. Eins og staða er núna í Austurdeildinni er líkleg- ast að fjögur lið séu sigurstrangle- gust, Boston, Atlanta, Detroid og Milwaukee. Larry Bird og Bill Wal- ton hafa verið meiddir hjá Boston að undanförnu, en eru nú komnir inn aftur og því má búast við þeim enn sterkari í næstu leikjum. [ Vesturdeildinni er Los Angeles Lakers með nokkra yfirburði. Þeir eru með besta árangurinn í allri deildinni, 50 sigra og aðeins 15 töp. Eina liðið í Vesturdeildinni sem getur hugsanlega veitt Lakers keppni er Dallas, sem er með 41 sigur og 23 töp. Þessi tvö lið bera af í Vesturdeildinni. Háskólakörfuboltinn Bandaríkjamenn fylgjast ekki mikið með NBA-deildinni núna vegna þess að nú fara fram úrslita- leikirnir í bandaríksa háskólakörfu- boitanum. Eftir leiki helgarinar eru aðeins 16 lið eftir af 64 sem hófu keppni. Fimm sigurstranglegustu liðin fyrir keppnina eru öll komin í 16-liða úrslit. Þau eru: Las Vegas, lowa, Indiana, Georgetown og lið Norður-Karolínu, sem talið er sterkast af þessum fimm. 16-liða úrslitakeppnin fer fram um næstu helgi og síðan 4-liða úrslitin heg- lina þar á eftir. Símamynd/Reuter • Socrates fagnar marki á HM f Mexfkó f fyrra og Junior, félagi hans, sem er fyrir aftan, er ekki sfður kátur. Socrates var fyrirliði Brasilfu á HM og misnotaði vítaspyrnu, þegar Frakkland sló Brasilfu út úr keppninni. Evrópukeppnin í knattspyrnu: Tourehetja Bordeaux er llðið tapaði fy rir T orpedo Frá Bernharöi Valssyni f Frakklandi. BORDEAUX er tíunda franska knattspyrnuliðið til að komast í undankeppni Evrópumótsins síðan 1956. Bordeaux tapaði fyrir Torpedo frá Moskvu, 3:2, f keppni bikarhafa í gœrkvöldi og kemst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli, þar sem þeir unnu fyrri leikinn heima með einu marki gegn engu. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu hér í sjónvarpinu og var mjög vel leikinn. Sovétmenn- irnir sóttu meira fyrstu 30 mínú- turnar en síðan fór hann að jafnast. Jose Toure skoraði fyrst fyrir Bordeaux á 39. mínútu þvert á gang leiksins úr vítaspyrnu og þannig var staðan í hálfleik. Agashkov jafnaði úr vítaspyrnu fyrir Torpedo í upphafi seinni hálf- leiks en Bordeaux komst aftur yfir með marki sem skrifast á Jose Toure. Hann komst inn í sendingu varnarmanna Torpedo og nær að Heimsmet SERGEJ Bubka, Sovétrfkjunum, setti sitt fimmtánda heimsmet í stangarstökki á þriðjudagskvöld- ið. Hann fór yfir 5,97 m eftir að hafa fellt byrjunarhæðina, 5,50 m. 2. flokkur: íslands- meistarar KR FYRSTA íslandsmeistaramótið í 2. flokki karla í knattspyrnu inn- anhúss fór fram á Akranesi ekki alls fyrir löngu. Mótið tókst í alla staði mjög vel, en hér er síðbúin mynda af KR-ingunum, sem sigr- uðu í mótinu. Aftari röð frá vinstri: Tryggvi Hafstein liðs- stjóri, Gisli Jón Magnússon Þjálfari, Þorlákur Árnason, Þor- móður Egilsson, Þorsteinn Halldórsson og Heimir Guðjóns- son. Fremri röð frá vinstri: Stefán Guðmundsson, Rúnar Kristins- son, Steinar Ingimundarson, Guðni Grétarsson og Sigursteinn Gíslason. skjóta föstu skoti sem markvörður- inn varði en missti boltann frá sér og fór hann í varnarmann og í netið. Sovétmenn jafna aðeins tveimur mínútum síðar. Savichev skoraði þá stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi. Agashkov skoraði síðan þriðja markið úr vítaspyrnu sem dæmd var á Jose Toure á 71. mínútu. Körfubolti: ÍBK gegn Val FYRSTI leikurinn í úrslita- keppninni f úrvalsdeildinni f körfubolta fer fram f Keflavfk í kvöld. ÍBK og Valur leika og hefst viðureignin klukkan 20. Á sama tíma leika UMFG og KR f 1. deild kvenna í Grindavfk og að þeim leik loknum verður KR-stúlkunum afhentur fs- landsmeistarabikarinn. Karfa: Firmakeppni Árleg firma- og félagashópa- keppni Vals f körfuknattleik verður haldin f fþróttahúsi Vals helgina 28. og 29. mars. í fyrra vann Pökkun og flutningar og verður spennandi að fylgjast með hverjir fara með sigur af hólmi að þessu sinni. Nánari upplýsing- ar f fþróttahúsi Vals. Öldungamót ÖLDUNGA- og öðlingamót f blaki verður haldið fyrstu tvo dagana í maí og er mótið f umsjón Þrótt- ar frá Reykjavfk að þessu sinni. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku geta snúðið sér til Jónasar Traustasonar, Guðmundar E. Pálssonar eða Harðar Sverris- sonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.