Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 Kjósendur velji ekki flokksstjómir eftir Jón Magnússon Fyrir skömmu ákvað miðstjóm Framsóknarflokksins að neita því tímabundið að Stefán Valgeirsson og meðframbjóðendur hans í Norð- urlandskjördæmi eystra væru framsóknarmenn. Þetta gerðist með þeim hætti að miðstjómin mótmælti því að Stefán og stuðn- ingsmenn hans mættu auðkenna framboðslista sinn með bókstöfun- um BB og nefna sig framsóknar- menn. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem flokksstjómir hafa neitað flokkslegri tilvem ákveðinna ein- staklinga tímabundið. Þannig ákvað miðstjóm Sjálfstæðisflokks- ins á sínum tíma að mótmæla því að Eggert Haukdal og stuðnings- menn hans, Jón G. Sólnes og stuðningsmenn hans svo og Sigur- laug Bjamadóttir og stuðnings- menn hennar, byðu sig fram í nafni Sjálfstæðisflokksins. Hinsvegar ákvað miðstjóm Framsóknarflokks- ins við síðustu kosningar að heimila sérframboð framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra í nafni Framsóknarflokksins og fengu þeir því listabókstafina BB. Slj órnmálaf lokkar Um stjómmálaflokka, skipulag þeirra, starfsemi, réttindi og skyld- ur em ekki ákvæði í íslenskum lögum. Við sett lagafyrirmæli verð- ur því ekki stuðst þegar skilgreina á hugtakið stjómmálaflokkur. Stjómmálaflokkur er hópur fólks, sem tekur sig saman með skipu- lagsbundnum hætti í því skyni að berjast fyrir ákveðnum málum eða ákveðinni stefnu. Agreiningur get- ur komið upp um einstök mál, en þeir sem samþykkja og betjast fyr- ir grundvallarstefnu flokka og játast undir skipulagsreglur flokks, em flokksbundnir nema þeir segi sig úr flokknum eða sé vikið úr honum. Þau Stefán Valgeirsson, Eggert Haukdal, Jón G. Sólnes og Sigurlaug Bjamadóttir vom öll flokksbundin í flokkum sínum. Þeim var ekki vikið úr flokknum, en fengu hinsvegar ekki að bjóða sig fram í nafni hans. Kosningalög Kosningalög gera ráð fyrir að fleiri en einn listi geti verið í fram- boði fyrir stjómmálaflokka eða landsframboð eins og það nefnist nú í kosningalögum. í 41. gr. kosningalaganna segir: „Nú hefur landsframboð fleiri lista en einn í sama kjördæmi og skal þá merkja þá A, AA — B, BB o.s.frv. eftir því sem við á.“ í 27. gr. laganna segir m.a.: „Framboðs- lista skal fylgja skrifleg yfírlýsing meðmælanda hans um það fyrir hvaða stjómmálasamtök listinn er borinn fram.“ Þá segir í sömu grein: „Ef sá sem ákveður fram- boðslista eða staðfestir hann endanlega, samkvæmt reglum stjómmálasamtaka, ber fram mót- mæli gegn því að listi sé í framboði fyrir þau samtök, skal úrskurða að slíkur framboðslisti teljist ekki til landsframboðs þeirra." Þetta þýðir að þeir sem vilja bjóða sig fram fyrir ákveðinn stjóm- málaflokk mega það, nema til komi mótmæli þess aðila sem endanlega ber skv. skipulagsreglum flokks að staðfesta hann, f tilvikum Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks em það miðstjómir flokkanna, sem staðfesta listana. Hvers vegna heimila kosningalög sérfram- boð í nafni stjórn- málaflokka Árið 1959 var gerð grundvallar- breyting á kjördæmaskipan og kosningalögum. Þá urðu til þau kjördæmi, sem við búum við enn í dag, og hlutfallskosningar ákveðn- ar í þeim öllum. í umræðum á Alþingi 24. april 1959 úm stjómar- skrárbreytingar komst Bjami Benediktsson, síðar forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, en þáverandi formaður stjómarskrámefndar neðri deildar, svo að orði í framsöguræðu fyrir nefndaráliti meirihluta nefndarinn- ar: „Ef margir em í kjöri, fímm eða sex, og kosið hlutfallskosningu, þá er ljóst í fyrsta lagi, að kjósandi getur valið um fleiri menn á hveij- um lista og er ekki bundinn við þá röðun, sem er á listanum, þegar hann er lagður fram af flokkssam- tökunum. En eins verður þá mun minni áhætta fyrir óánægða flokks- menn að bera fram sérstakan lista, ef hlutfallskosningar em, vegna þess að þá er líklegt, að meiri líkur séu til þess, að minnihluti geti kom- ið að sínum manni og þó að klofn- ingur verði í flokki, þurfí það ekki að leiða til þess að sæti glatist al- veg, heldur geti af tveimur mismunandi flokkslistum jafnvel tveir mismunandi menn verið valdir. Þetta aukna fijálsræði kjósenda sést berlega af tali manna um það, að þessari skipan sé sérstaklega fylgjandi hætta á smáflokkum. Sú hætta er í raun og veru ekkert annað en það að kjósendur megi sjálfir velja þann, sem þeim líkar. Sumir kalla það hættu. Aðrir kalla það aukið frjálsræði. En ömggt er, að besta ráðið til að vinna á móti þessari hættu er að hafa á listanum sem allra vinsælasta menn, þá sem líklegir em til að afla flokkunum sem mest fylgis. Það er því gersamlega öfugt að verið sé að svipta kjósendur frelsi, það er verið að veita þeim mikinn aukinn rétt frá því sem verið hef- ur, og gera líklegra að eftir óskum sem allra flestra sé farið." Auk Bjama Benediktssonar hafa ýmsir merkir stjómmálamenn og lagamenn lýst því yfír í umræðum eða með atkvæði sínu á Alþingi að nauðsyn beri til að viðhalda því fijálsræði sem kosningalög gera ráð fyrir og heimila minnihluta í stjóm- málaflokki að bjóða fram lista í nafni hans, með sama listabókstaf. í því sambandi nefni ég Ólaf Thors fyrrverandi formann Sjálfstæðis- flokksins, Ásgeir Ásgeirsson fyrr- verandi forseta, Tryggva Þórhalls- son fyrrverandi formann Framsóknarflokksins, Pétur Magn- ússon fyrrverandi ijármálaráð- herra, og þingskörunginn Pétur Ottesen. Þessum mönnum var það sameiginlegt að vilja hafa valfrelsi kjósenda sem mest og takmarka flokksræðið til að tryggja að rétt- indi minnihluta í flokki yrðu ekki fyrir borð borin. Ofangreindar rök- semdir Bjama Benediktssonar em einkar skýrar og sýna þann skilning að í lýðræðisríki eiga kjósendur að kveða endanlega dóma en ekki flokkastjómir. Afstaða miðstjómar Framsóknarflokksins nú til fram- boðs Stefáns Valgeirssonar og miðstjómar Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma er í fullri andstöðu við viðhorf þessara manna og þau við- horf, sem fram vom færð við kjördæmisbreytinguna og talin henni til gildis. Afstaða miðstjórnar Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks Sá sem þetta ritar sat í miðstjóm Sjálfstæðisflokksins, þegar afstaða var tekin til framboðslista Eggerts Haukdal og Jóns G. Sólnes. Þáver- andi formaður flokksins lýsti þeirri skoðun að þar sem kjördæmaráð flokksins í viðkomandi kjördæmum hefðu mælt gegn því að framboðin yrðu talin á vegum flokksins ætti miðstjóm að mótmæla þeim sem framboðum flokksins, þar sem það væri ekki hlutverk miðstjómar að taka fram fyrir hendur á heima- mönnum. Ég taldi þessa skoðun ranga, það væri hlutverk miðstjóm- ar að skera úr um ágreining sem þennan og taldi nauðsynlegt að kanna málið betur, t.d. hvort á framboðslistunum væm flokks- bundnir sjálfstæðismenn eða ekki. Bent var á í því sambandi að öll sjálfstæðisfélög í tveim sýslum í Suðurlandskjördæmi hefðu lýst stuðningi við framboð Eggerts Haukdal. Undir þessi sjónarmið tók dr. Gunnar Thoroddsen, en frekari efnislegar umræður fóm ekki fram. Tillaga formanns var síðan sam- þykkt samhljóða en nokkrir sátu hjá. Vafalaust hafa þær deilur sem uppi vom í Sjálfstæðisflokknum á þessum tíma byrgt mönnum sýn, en æskilegt hefði verið að við þetta tækifæri, svo og þegar ijallað var um framboð Sigurlaugar Bjama- dóttur, hefðu farið fram ítarleg skoðanaskipti og afstaða mótuð til sérframboða almennt. í raun fólu andmæli miðstjómar Sjálfstæðis- flokksins við framboðum þeirra Eggerts, Jóns og Sigurlaugar ekki annað í sér, en að miðstjóm bæri Þyrla sækir danskan varð- skipsmann ÞYRLA frá Vamarliðinu í Keflavík sótti á sunnudaginn skipverja á danska varðskipinu Beskytteren en það var þá statt á Dohmbanka vestur af Vest- fjörðum um 220 mílur frá Keflavík. Sjómaðurinn er talinn hafa hryggbrotnað og liggur hann nú á Borgarspítalanum. Þyrlan lagði af stað klukkan 17.30 á sunnudaginn og fór elds- neytisflutningavél með í ferðina. Vélin lenti aftur við Borgarspítal- ann í Reykjavík um klukkan 21. Morgunblaðið/Júltus Danski sjómaðurinn fluttur úr vamarliðsþyrlunni á Borgarspítalann á sunnudagskvöldið. Jón Magnússon „Ekkert þeirra berst eða barðist gegn skoð- unum flokka sinna í þjóðmálum. Sú stað- reynd rýrir þó í engn gildi þeirra sem fram- bjóðenda en sýnir hinsvegar enn fárán- leikann sem er í því fólginn að afneita þeim við kosningar, en sam- þykkja þau að öðru leyti, sem fullgilda flokksmenn.“ að fylgja eftir samþykktum viðkom- andi kjördæmaráða. Yflrlýsing formanns Framsóknarflokksins nú vegna framboðs Stefáns Valgeirs- sonar virðist reist á sömu rökum. Sú afstaða er hins vegar röng. Það er hlutverk miðstjórnar skv. skipulagsreglum flokkanna og kosningalögum að taka sjálf- stæða afstöðu til mála sem þessara. Væri svo ekki mundu kosningalög að sjálfsögðu vera orðuð öðmvísi en raun ber vitni. Skrípaleikur Menn geta séð hvað það er mik- ill skrípaleikur fólginn í því að mótmæla flokkstilveru trúnaðar- manns stjómmálaflokks við kosn- ingar en samþykkja hann síðan að þeim loknum sem fullgildan flokks- mann. Þannig var það með þau Eggert, Jón og Sigurlaugu. Eggert settist að kosningum loknum í þing- flokk Sjálfstæðisflokksins og þau Jón og Sigurlaug gegndu ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn eftir þær kosningar sem þau buðu fram sérstaka lista. Mér dettur ekki í hug að halda að Stefán Valgeirsson setj- ist ekki í þingflokk Framsóknar- flokksins að kosningum loknun nái hann kjöri. Mótmæli miðstjóraar flokka þessara einstaklinga við þvi að þau byðu sig fram í nafni flokka sinna hefur þvi það eina markmið að reyna að tryggja einkarétt á nafni og grundvallar- viðhorfum viðkomandi stjórn- málaflokka í þeim tilgangi að fæla holla flokksmenn frá þvi að greiða þeim atkvæði sitt og vinna að kjöri þeirra. Sú afstaða er í fullri andstöðu við viðhorf kosn- ingalaga. Ég hygg að ákvæði kosningalaga, sem kveður á um að miðstjóm þurfi að mótmæla því að framboð sé fyrir viðkomandi flokk, hafi fyrst og fremst verið sett til að girða fyrir það að aðrir en flokks- menn gætu boðið fram í nafni flokksins, en það hafí hvorki verið vilji eða markmið flutningsmanna og stuðningsmanna þess ákvæðis, sem lögfest var 1968, að flokks- stjómir mótmæltu sérframboðum eigin flokksmanna. Þó ber að geta þess að hugmynd flutningsmanns umræddrar tillögu 1968 var sú í upphafi að einungis einn listi mætti vera í framboði fyrir flokk, þó hann breytti síðar afstöðu sinni eftir því sem best verður séð á umræðum um málið á Alþingi 1968. Prófkjör Til að gefa kjósendum flokks aukið vald til að velja frambjóðend- ur, hafa stjómmálaflokkamir viðhaft prófkjör eða skoðanakann- anir. Prófkjörin leystu vissan vanda, en ýmsir annmarkar hafa komið fram á þeim eins og öðmm mann- anna verkum. Stærsti ókosturinn er þó sá, að hvergi liggur ljóst fyr- ir með hvaða hætti frambjóðendur skuli valdir í hvert skipti. Þannig er stundum viðhaft prófkjör og stundum ekki. Þá em próflqorsregl- ur með einum hætti í dag og öðmm á morgun. Æskilegt væri, að flokk- amir kæmu sér saman um próf- lq'örsreglur og hefðu um það samvinnu að framkvæma þau, ef vilji er fyrir hendi að halda þeim áfram. Aðalatriði málsins er þó það með tilliti til ákvæða kosningalaga, sem hér em gerð að umtalsefni, að þeir sem gefa kost á sér í prófkjöri em siðferðilega bundnir af því og það er öldungis fráleitt að þeir sem beðið hafa lægri hlut í prófkjöri bjóði sig fram á sérlista. Undan- tekning frá því gæti e.t.v. verið að veigamikill málefnaágreiningur kæmi upp á tímabilinu frá próflqöri til kosninga, en um slíkt hefur ekki verið að ræða. Þau Eggert, Jón og Sigurlaug buðu sig fram á sínum tíma í kjördæmum, þar sem próf- kjör var ekki viðhaft. Þau höfðu hins vegar beðið lægri hlut í fá- mennum kjördæmaráðum. Þessi skírskotun tekur því ekki til þeirra. Hafa ber það i huga, að vilji menn víkja frá því valfrelsi kjós- andá, sem prófkjör óneitanlega bjóða upp á, þá kann það að vera í lagi, ef meirihluti kjöraefndar eða kjördæmisráð hafa það að- hald, að beiti þær valdi sínu óviturlega geti þeir sem á er hallað skotið máli sínu beint til kjósenda og fengið þar úr því skorið hvort þeir eiga erindi sem erfiði. Flokksræði Bjami Benediktsson og fleiri hans líka sáu hver hætta var búin lýðræðinu í landinu væri valfrelsi kjósenda ekki tryggt jafnt til manna sem stjómmálaflokka. Réttindi minnihluta ber að virða, það er eitt mikilvægasta atriði lýðræðisskipu- lags. Þetta gildir jafnt hvort sem minnihlutinn er í félagi, stjóm- málaflokki eða stjómarandstöðu á hveijum tíma. Minnihluta má ekki skammta annan og verri rétt en meirihlutanum við almennar kosn- ingar. Með afstöðu sinni hafa miðstjómir Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks stóraukið flokksræðið. Sá fámenni hópur sem þar situr hefur í raun tekið sér alræðisvald til að gefa sumum frambjóðendum flokksins flokksstimpil á flokks- skrifstofu í öðm kjördæmi til að sanna kjósendum sínum að þeir séu útvaldir til framboðs og aðrir ekki. Þau Eggert Haukdal, Jón G. Sólnes, Sigurlaug Bjamadóttir og Stefán Valgeirsson eiga það öll sammerkt að til framboða þeirra var stofnað af persónulegum ástæð- um en ekki málefnalegum. Ekkert þeirra berst eða barðist gegn skoð- unum flokka sinna í þjóðmálum. Sú staðreynd rýrir þó í engu gildi þeirra sem frambjóðenda en sýnir hinsvegar enn fáránleikann sem er í því fólginn að afneita þeim við kosningar, en samþykkja þau að öðru leyti, sem fullgilda flokks- menn. Ég tel hentugast stjómmálalífi í landinu að góð samstaða sé innan stjómmálaflokka um framboð og frambjóðendur. Slíkt er til þess fall- ið að skapa þá festu sem stjómkerfí okkar er nauðsynlegt. Því fer fjarri að ég vilji hvetja til sérframboða. Sú aðstaða getur hinsvegar skap- ast, bæði vegna málefnaágreinings og ágreinings um frambjóðendur, að sérframboð minnihluta í flokki eigi fullan rétt á sér. Það er hins- vegar ekki mitt að dæma um hvort framboð eigi rétt á sér eða ekki. Það er heldur ekki rétt að þröng flokksstjóm skammti flokksmönn- um sínum tíma og tíðir í þeim efnum. Það er kjósandans að velja. Höfundur er lögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.