Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 59 forsendu að það sé ekki hag- kvæmt, þegar annarleg viðskipta- sjónarmið eru látin leika það svona grátt. Annað atriði, sem gerir þetta flug síður hagkvæmt hjá Arnarflugi, er að flugið er rekið með leiguflugvél- um. Það er því sífellt verið að halda við vélum annarra og tilfallandi við- haldskostnaður skilar sér því ekki sem íjárfesting til framtíðarinnar. Nær væri að hafa færri flugvélar í rekstri erlendis, sem þá væru í eigu félagsins. Pílagrímaflugið í Alsír 1986 Nýjasti blóraböggullinn er pílagrímaflugið í Alsír. En lítum nú á nokkrar staðreyndir, sem gerðu þetta að tapverkefni. Þegar Arnarflug hafði lokið verk- efninu var farið með vélamar fimm í viðgerð til Palma og Brussel. Vegna fjárhagsstöðu Amarflugs gekk illa að afla nauðsynlegra vara- hluta svo hægt væri að skila vélunum á umsömdum tíma og í umsömdu ástandi. Þetta gekk svo langt að a.m.k. tvær vélar lentu í dagsektum, sem námu $4000 pr. dag. á hvetja vél. Heimildum ber ekki saman um hversu lengi þessar vélar voru á dagsektum. Sumir segja tvo mánuði, aðrir íjora mán- uði. Dagsektir af tveim vélum í mánuð nema $240.000 og er hér því um að ræða upphæð á bilinu 480.000—960.000 dollarar. Einnig fannst sprunga í aðalhjólsfestingu á tveim vélum, og vilja eigendur að sjálfsögðu fá það bætt eins og gerðist með TF-VLZ. Nú bar svo við, að Arnarflug vildi ekki taka á sig þessa viðgerð. Arnarflug hefur líklega átt fyrir tryggingunum á Boeing 737-vélinni í þetta sinn og því minnkaði kostnaðurinn á er- lenda leigufluginu. Deila Arnarflugs og UAS endar líklegast fyrir dómstólunum, og óvíst hvaða skell Arnarflug fær þá, þar sem samningar milli félaganna eru vægast sagt loðnir og illa unn- ir. Þetta ættu tilvonandi hluthafar í Arnarflugi að hafa í huga þegar þeir meta lífslíkur þessa félags, því þama er um milljónir að ræða, en ekki neina smápeninga. Erlent leiguflug hefur í málflutn- ingi „nýju hluthafanna" verið svert að ósekju. Sú staðreynd að Amar- flug gat ekki haldið betur á spöðunum en raun bar vitni segir ekkert um afkomulíkur slíks rekstr- ar. Vel rekin flugfélög, eins og t.d. Cargolux og fleiri, hafa náð góðum árangri á þessu sviði. A sama hátt og sagt hefur verið, „að rónarnir komi óorði á brennivínið", má segja að stjómendur Amarflugs hafi komið óorði á erlent leiguflug. Hið nýja Arnarflug Seint á árinu 1985 fór að bera á þeim orðrómi innan Arnarflugs, að von væri á hópi af voskum fjár- málamönnum inn í félagið. Næstu átta mánuði vom síðan þessir menn að kynna sér málefni félagsins, og lauk þeirri könnun með yfirtöku þeirra á félaginu í júní 1986. Allan þennan tíma var haft samráð við Hörð Einarsson í öllum meiriháttar málum. Það var ákvörðun nýju hluthafanna, sem réð því, að ráð- ist var í pílagrímaflugið í Alsír. Hörður Einarsson og Agnar Frið- riksson önnuðust samningagerð við UAS um leigu á vélum til verkefnis- ins. Nýju hluthafamir deila því að fullu ábyrgðinni á mistökum ársins 1986 með þáverandi stjómendum Amarflugs. Það er því vægast sagt broslegt að sjá skrif og sérpöntuð viðtöl við þessa menn í fjölmiðlunum og heyra þá lýsa því hvemig þeir voru blekktir. Hver blekkti þá? Var það Agnar Friðriksson eða gamla þreytta stjómin? Þessa átta mán- uði, sem þessir menn vom að skoða stöðu Amarflugs, töluðu þeir nær eingöngu við framkvæmdastjóra og stjórn félagsins. Ekki var mikið rætt við einstaka starfsmenn fé- lagsins, sem höfðu þó ágæta þekkingu á málum, sem snertu þeirra svið. Þó fréttist af nokkmm starfsmönnum, sem höfðu orðið uppvísir að því að ræða við nýju hluthafana. Sjálfur heyrði ég Agnar Friðriksson tala með lítilsvirðingu um starfsmann „sem var að lepja í nýju hluthafana". Eins og ég sagði hér að ofan tel ég að Agnar Friðriksson hafi verið blekktur þegar hann var ráðinn sem framkvæmdastjóri. Hann hefur svo eflaust blekkt Hörð Einarsson og félaga, en nú em þeir að blekkja aðra. Þeir tala um „hið nýja Amar- flug og nýja menn“. Lítum nú aðeins nánar á þetta. Stjóm Amar- flugs er í dag skipuð sjö mönnum. Þar af er einn fyrrverandi framkv.stj. Arnarflugs og einn fyrr- verandi stjórnarmaður. Hluti af nýkjörinni stjóm Arnarflugs verður því varla talinn „nýir menn“. Einn helsti ráðgjafi nýju hluthafanna frá upphafi hefur verið Magnús Gunn- arsson, sem varla telst nýr maður í sögu Arnarflugs. En lítum nú á „endurskipulagn- ingu“ Arnarflugs. Eitt fyrsta verk hinna nýju manna var að segja öllum starfs- mönnum upp með tilskildum fyrir- vara. Allir bjuggust við, að eftir a.m.k. átta mánaða skoðun væm þessir menn með nákvæmar áætl- anir um endurreisn félagsins. A fundi með starfsfólki, sem haldinn var skömmu eftir yfírtökuna, lofaði nýkjörinn stjómarformaður fólkinu, að fljótlega kæmi í ljós hveijir mundu fá störf áfram og hveijir ekki. Svo leið uppsagnarfresturinn að mestu, og enn vissu menn ekki hvort þeir áttu að fara eða vera. Þegar leið að lokum uppsagnar- frestsins fór starfsfólk svo að knýja á um svör um framtíð sína. Þá var fyrst sest niður og útbúinn listi yfir þá sem ráða átti áfram. Á þessum tíma var engin opinber skilgreining fyrirliggjandi á framtíðarverksviði félagsins og því erfitt að segja hvemig starfsmannaþörfin var met- in. Enda fór svo, að starfsmenn, sem ekki vom á listanum upphaflega, vom endurráðnir og virðist því ekki þessi niðurskurður hafa verið sér- lega markviss, nema ef vera skyldi að losna við ákveðna einstaklinga, sem ekki gegndu ábyrgðarstöðum. Þar sem félagið hafði verið rekið með tapi í mörg ár er eðlilegt að álykta að þeir, sem stóðu að ákvörð- unartökunni í félaginu, væm ábyrgir fyrir mistökunum. Þó vom allir deildarstjóramir endurráðnir að einum undanskildum. Enginn deildarstjóranna var færður til eða á neinn hátt hróflað við þeirra starfi. Þarna var sem sagt allt í himna- lagi. Aðeins örfáir flugmenn vom end- urráðnir og virðist fjöldinn miðaður við vetrarstarfsemi. Þarna var tekin upp gamla úrelta stefnan að ráða flugmenn að vori og losna við þá að hausti. Loftleiðir þrautreyndu þetta fyrir langalöngu en ráku sig fljótlega á, að flugmenn vom ekki til staðar þegar á þeim þurfti að halda. Islenskir flugmenn em vel samkeppnisfærir á erlendum mark- aði og stór hluti þessara manna sem Amarflug sagði upp er nú þegar kominn í vinnu erlendis, og er það vel. Starfsfólki hefur verið fækkað á handahófskenndan hátt úr rúmlega eitt hundrað í sjötíu. Niðurskurður á skrifstofu er hverfandi. Það verða því um sjötíu manns, sem annast rekstur einnar Boeing 737-flugvélar að og frá íslandi. Hvað þarf marga farþega til að greiða laun þessa fólks? Getur þessi eina vél staðið undir afborgunum og fjármagnskostnaði af skuldum félagsins? Á síðastliðnu ári tapaði innan- landsflugið um 16,2% af veltu sinni. Þessi rekstur hefur nú verið endur- skipulagður með þeim hætti einum, að stofna sérfélag um þennan tap- rekstur og lokka sveitarfélögin til þátttöku. Hvemig getur þessi ráð- stöfun snúið dæminu við? Það er skrýtin hagfræði ef það er ódýrara að reka tvö félög en eitt. Fróðlegt verður að sjá á hvaða verði flugflot- inn og íscargo-arfleifðin verða seld. Ég hvet tilvonandi hluthafa þessa félags til að kynna sér vel verð- mæti hinna ýmsu flugvéla eins og t.d. Twin Otter-flugvélarinnar, því sölumöguleikar hennar em hverf- andi. Einnig hvet ég tilvonandi hluthafa til að kynna sér vel veð- bókarvottorð þessara eigna. Sjálfur hef ég veð fyrir launakröfu minni í flugvélinni TF-VLU, en það reynd- ist eina bitastæða veðið, sem fannst í eignum Arnarflugs. Einnig þurfa tilvonandi hluthafar í innanlandsflugi Amarflugs að tryggja sig fyrir hugsanlegri riftun á sölu þessara eigna ef móðurfélag- ið verður gjaldþrota. Hér er samgönguráðherra að aðstoða Am- arflug við að skjóta undan eignum, og er freklega gengið á rétt lánar- drottna Amarflugs með þessari leyfisveitingu. Almenningur í þessu landi hefur nú gengið í ábyrgð fyrir samtals 4 millj. dollara eða u.þ.b. 160 millj. íslenskra króna. En þetta er ekki allt og sumt, því að samkvæmt lög- um nr. 53 frá 7. maí 1986 ætlar hið opinbera að gera enn betur við ■ Arnarflug hf. og greiða niður vexti af nýjasta láninu, sem er að upphæð 2,5 millj. dollara. Einnig er félaginu heimilt að greiða opinber gjöld, sem í vanskilum em, á næstu fjórum ámm. Heyrst hefur að ríkið muni fella niður vexti og viðurlög af þess- um skuldum félagsins. Hluti af skuldum Amarflugs er t.d. flugvall- arskattur, sem félagið innheimtir fyrir ríkissjóð, en skilar ekki. Einn- ig skuldar félagið opinber gjöld starfsmanna, sem það hefur dregið samviskusamlega frá launum en ekki skilað. Starfsfólk hefur orðið fyrir miklum óþægindum af þessu og sér ekki fyrir endann á því enn. Þetta flokkast víst undir fjárdrátt, en sumir em jafnari fyrir lögunum en aðrir. Arnarflug er því ríkisstyrktur ómagi á þegnum þessa lands. Þessi svokallaða endurskipulagn- ing er því í stuttu máli þessi: A. Ábyrgð á rekstri innanlands- flugsins hefur verið komið á við- komandi sveitarfélög. Ekkert hefur verið gert til að breyta fjárhags- legri afkomu innanlandsflugsins. B. Rekstur áætlunarflugs milli landa er nú á ábyrgð almennings á íslandi. Amarflug hefur þegið vem- lega fyrirgreiðslu af hinu opinbera og eina breytingin, sem gerð hefur verið, er að hætta erlenda leiguflug- inu. Engin breyting hefur verið gerð á rekstri millilandaflugs og Qöldi starfsmanna með endemum. Pjölmiðla„tripp“ Harðar Einarssonar Undanfarið hefur birst grein eft- ir grein um hið nýja og gjörbreytta Amarflug og hvemig aumingja Hörður og félagar vom blekktir til að fjárfesta í félaginu. Tölur hafa verið nokkuð á reiki eins og eftirfarandi sannar: Velta 1986 Áætluð velta 1987 Morgunbl. 6. feb. 400 milljónir 500 milljónir Morgunbl. 26. feb. 777 milljónir 480 milljónir Pílagrímaflugið í Alsír velti u.þ.b. 240 milljónum, vömflugið í Saudi- Arabíu frá janúar til apríl 1986 u.þ.b. 24 milljónum og rekstur Bo- eing 707 í Líbýu u.þ.b. 25 milljón- um. Samtals veltu þessi erlendu verkefni því u.þ.b. 289 milljónum árið 1986. Ef heildarveltan hefur verið 400 milljónir árið 1986 gera áætlanir þessara manna ráð fyrir að auka veltu millilandaflugsins úr 111 milljónum í 500 milljónir. Þetta er aukning um 350%, sem er harla ólíkleg. Líklega em þessar tölur í Morgunblaðinu 6. febrúar bara rangar, en ekki hafa forráðamenn Amarflugs hirt um að leiðrétta þær. Lítum á tölurnar í Morgunblaðinu 26. febrúar. Þar er veltan 1986 sögð 777 milljónir og drögum frá 289 milljónir sem vom vegna er- lendu verkefnanna. Eftir sitja 488 milljónir, sem hafa þá verið veltan á rekstri Boeing 737-vélarinnar árið 1986. Þá vaknar spumingin um hver er hin raunvemlega upp- hæð, sem áætlað er að velta 1987. Ef það em 500 milljónir þá er veltu- aukning milli ára 12 milljónir króna. Ef við notum hina töluna er veltu- minnkun 8 milljónir. Er það furða þó maður sé svolítið vankaður í öll- um þessum talnaleik. Eins mætti spyija hvaða forsend- ur em fyrir rekstraráætlun ársins 1987? Hvaða eldsneytisverði er reknað með? Hversu mikið verður greitt niður af skuldum o.s.frv.? Flugfélög í heiminum, þar með talið Amarflug, búa nú við hag- stæðustu skilyrði, sem verið hafa um langan tíma. Eldsneytisverð hefur verið mjög lágt, en fer nú hækkandi. Staða dollarans hefur afgerandi áhrif á skuldastöðu Arn- arflugs, þar sem skuldir em flestar í þeim gjaldmiðli. Þetta getur allt breyst með litlum fyrirvara. Það er því mikil bjartsýni að halda að þetta félag eigi mikla framtíð fyrir sér. Þessi bjartsýni jaðrar við vísvitandi blekkingu. En víkjum nú að forystugrein í Morgunblaðinu þann 28. febrúar sl. Þar fer greinarhöfundur á kostum og á ekki orð til að lýsa hrifningu sinni á „hreinskilni" Harðar Einars- sonar. Með beinni tilvitnun í nefnda grein: „Sennilega er það fátítt, ef ekki einsdæmi, að forsvarsmaður fyrir- tækis leggi spilin á borðið með þeim hætti, sem stjómarformaður Amar- flugs gerði í viðskiptablaði Morgun- blaðsins í fyrradag. Það vekur traust. í annan stað er augljóslega búið að gjörbreyta rekstri fyrirtæk- isins á hálfu ári. Starfsmönnum hefur verið fækkað um helming, viðamikið leiguflug í fjarlægum löndum hefur verið lagt niður og öll áhersla lögð á áætlunarflug á millilandaleiðum. Hér er augljós- lega öðruvísi að verki staðið en menn eiga að venjast." Tilvitnun lýkur. Hvað er að gerast héma? Hvað veit greinarhöfundur um það hvort Hörður var hreinskilinn í við- talinu eða ekki. Kynnti hann sér fullyrðingar stjómarformannsins og sannreyndi að rétt væri? Síðan kom mglingslegur kafli um að venjulega greiddu menn hlutafé með greiðsluskuldbindingum en ekki reiðufé. Mátti skilja þetta þannig að þetta hefði nú verið öðm- vísi hjá Herði og félögum. Hið sanna í málinu er að hlutafjáraukningjn 1986 var meira og minna greidd með skuldabréfum til fimm ára, sem svo ríkisbankarnir skiptu með sér kaupum á, fyrir tilstilli ríkisstjóm- arinnar. Það er augljóst að Hörður Ein- arsson stjómar nú markvissri áróðurs- og auglýsingaherferð í fjölmiðlum. Þessi maður, sem er einn voldug- asti maðurinn í fjölmiðlaheiminum, virðist eiga greiða leið inn í alla fjölmiðla landsins sbr. þessa „for- ystugrein" í Morgunblaðinu og gagnrýnilaus greinarskrif Helgar- póstsins 12. febrúar sl. Ég var nú svo bamalegur að halda að íslensk- ir fjölmiðlar væm vandari að virð- ingu sinni en svo að þeir létu nota sig á svona augljósan hátt. Til væntanlegra hlut- hafa í Arnarflugi Ég skora á þá, sem em að íhuga kaup á hlutafé í Amarflugi, að krefja sölumennina um eftirfarandi upplýsingar: 1. Hvort útistandandi skuld vegna flugs milli Italiu og Kúbu sé talin til eignar hjá félaginu. 2. Hvort inneign hjá Libya Arab Airlines (ca 160.000 dollarar) er færð til eignar hjá félaginu. Þessi skuld er öragglega glötuð þar sem LAA er með mótkröfu vegna van- efnda á samningi. 3. Hvort búið sé að gjaldfæra dagsektir af flugvélum, sem UAS leigði Amarflugi í pílagrímaflugi 1986. 4. Hvemig staða mála milli UAS og Arnarflugs sé og hvort von sé á bakreikningi vegna þessara við- skipta. 5. Fara í saumana á eignamati félagsins, og skoða áhvílandi veð- bönd. 6. Skoða rekstraráætlun þessa félags á gagnrýninn hátt og athuga hvort þetta félag geti skilað hagn- aði ef ytri skilyrði væm óhagstæð- ari en þau em í dag. 7. Fá upplýsingar um, hvemig Amarflug ætlar að fjármagna C- skoðun á Boeing 737-vélinni í apríl nk. Þessi skoðun er talin kosta 200.000—350.000 dollara. Til starfsmanna Arnarflug-s Sumum ykkar kann að gremjast þessi greinarskrif mín. Ég veit að við vomm öll einu sinni stolt af þessu félagi. Við stærðum okkur af því að þetta félag hefði mikla möguleika og að við væmm ekki ríkisstyrkt eins og Flugleiðir. En skoðum hvemig komið er. Rekstur- inn mistókst og við eigum engan siðferðislegan rétt á, að fólkið í landinu axli ábyrgð á mistökum stjómenda Amarflugs. Mér fínnst það móðgun við hæfni ykkar, sem einstaklinga, að starfa við þessi skilyrði. Þó svo, að engan langi til að horfast í augu við atvinnumissi skora ég á ykkur að treysta á eigin getu og möguleika. Til flugmanna og flugvirkja vil ég beina þeirri eindregnu áskomn, að þeir láti ekki undan þrýstingi í viðhaldsmálum. Varahlutaskortur er mikill hjá Amarflugi, eins og varahlutageymslan í Keflavík ber^ svo glöggt vitni um. Við skuluni hafa í huga hvemig fór fyrir Arrow Air, sem lenti í hörmulegu slysi sem rekja mátti til slæmrar fjárhags- stöðu fyrirtækisins, sem endur- speglaðist í viðhaldsmálum þeirra. Ég hef hins vegar fullt traust á flug- mönnum og flugvirkjum Amarflugs og hvet þá til að halda áfram að stöðva bilaðar flugvélar. Til Steingríms Hermannssonar Eins og þú kannski manst kom ég til þín tvívegis, ég leitaði eftir aðstoð þinni við að hvetja Amarflug til að greiða erlendu starfsmönnun- um og mér launin, sem við eigum* inni hjá þeim. Þú tókst mér vinsamlega og fyr- ir það er ég þakklátur. Agnar Friðriksson sagði þér að þeir skuld- uðu engum neitt, og að ég væri með óraunhæfar kröfur. Nú, ég sannaði fyrir þér með símskeytum f:á þessum erlendu starfsmönnum að Ágnar Friðriksson sagði ósatt. Það þótti mér mikil óvirðing við embætti þitt. Hvað varðar mína kröfu, þá hefur hún verið staðfest af Borgardómi Reykjavíkur og er — nú á leið í Hæstarétt. Það er því óvirðing við Borgardóm Reykjavík- ur að segja að krafa mín sé óraunhæf. Á seinni fundi okkar í lok nóvember sl. sagðir þú að þú ætlaðir að ræða við forráðamenn Amarflugs, og að ég mundi heyra frá þér í vikunni á eftir. Ég bíð ennþá eftir að heyra frá þér. Rob- ert Pope, breskur flugvirki, sem var á listanum sem ég afhenti þér, bíður ennþá eftir laununum sínum. Hann hringdi einmitt í mig í dag frá Hong Kong og ég skila hér með kveðju frá honum. Auðvitað getur þú ekki skipað íslensku hlutafélagi að fara að lög- um. En í ljósi þeirrar fyrirgreiðslu,-^ sem þetta félag sækir nú til hins opinbera, finnst mér nú ekki ofverk þitt að ýta svolítið hressilega við þeim. Ég get bent þér á leið. í Iögum nr. 53 frá 7. maí 1986 um ríkis- ábyrgð fyrir Amarflug segir í 4. grein um skilyrði fyrir ríkisábyrgð- inni: „Ennfremur að uppfyllt verði önnur skilyrði, sem nauðsynleg þykja að mati fjármálaráðherrra." Þama er möguleiki til að skylda Amarflug til að fara að lögum þó ekki væri nema fyrir þessa vesal- ings útlendinga sem glöptust til að fara að vinna fyrir þá. Lokaorð v Ég geri mér fulla grein fyrir af- leiðingum þessara greinarskrifa minna. En samviska mín er búin að naga mig um alllangt skeið og mér finnst, að fólkið í landinu eigi heimtingu á að vita, hvað það er að styrkja. Margir em búnir að vara mig við því að segja hug minn í þessum málum, þar með talinn Kristinn Sigtryggsson núverandi fram- kvæmdastjóri Amarflugs. Það sést best á skefjalausri fyrirgreiðslu til handa Arnarflugi að hér em voldug- - ir menn að baki, en ég hef líklega aldrei verið sérlega forsjáll hvað varðar eigin hagsmuni. Kópavogi 1. mars. Höfundur er fyrrverandi verk■ efnastjóri Amarflugs íSaudi- Arabiu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.