Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 72
 - >STERKT KORT Morgunblaðið/RAX. Vig-dís Finnbogadóttir forseti ís- lands með meðalaglas, sem fannst undir gólfi Bessastaða. Bessastaðir: Fomarminjar ^arðveittar RÚSTIR tveggja mannabústaða hafa fundist undir gólfi Bessa- staðastofu, sú eldri frá fyrri hluta miðalda og sú yngri líklega frá 17. öld. Nú er unnið að því að skipta um gólf í Bessastaðastofu og fundust leifamar við það. Oft áður hefur verið skipt um gólf í stofunni, sein- ast fyrr á öldinni, en ekki hefur áður verið grafið undir gólfíð og hleðslumar höfðu því ekki komið í 'Kjrjs áður. Akveðið hefur verið að varðveita rústimar og verða ráðstafanir gerð- ar vegna þess á vegum Þjóðminja- safns íslands. Sjá nánar bls.38. Renata Scotto til íslands -JTALSKA sópransöngkonan Ttenata Scotto er væntanleg til íslands í næsta mánuði og mun hún halda tónleika í Háskólabíói hinn 11. apríl næstkomandi. Söngkonan kemur hingað til lands á vegum bókaklúbbsins Veraldar fyrir milligöngu Krist- jáns Jóhannssonar óperusöngv- ara. Á tónleikunum í Háskólabíói mun Renata Scotto syngja með Smfóníu- hljómsveit íslands undir stjóm italska hljómsveitarstjórans Mauriza Barbacini, sem kemur gagngert frá Verona vegna þessara tónleika. Renata Scotto er af mörgum tal- 'jgfi ein mesta núlifandi sópransöng- kona í heimi og hefur hún sungið inn á yfír 60 hæggengar hljómplöt- ur, þar á meðal með mörgum þekktustu óperusöngvurum heims, svo sem Domingo og Pavarotti. Hún syngur um þessar mundir í Madame Butterfly í Metropolitan-óperunni í New York. "fcenata Scotto ffgtuiMfiMfe Hö J öföar til fólks í öllum starfsgreinum! FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Tíu félög háskólamanna í verkfalh eða hafa boðað VERKFALL Félags háskóla- menntaðra hjúkrunarfræðinga (FHH) og sjúkraþjálfara, sem starfa hjá ríkinu, hófst á mið- nætti i nótt. Samninganefndir rikisvaldsins og hjúkrunarfræð- inga hófu fund kl. níu í gærkveldi og voru enn að á miðnætti. Talið var ólíklegt að samningar tæk- just í nótt og óljóst hve fundurinn myndi standa lengi. Enginn fund- ur var í gær með sjúkraþjálfur- um og ríkisvaldinu og hefur ekki verið boðaður. Verkfall þriggja félaga innan BHMR er nú komið til framkvæmda, en sjö félög til viðbótar hafa boðað verkfall og koma þau verkföll til fram- kvæmda næsta hálfa mánuðinn. 1 gær samdist við dýralækna og hag- og viðskiptafræðinga, sem starfa hjá ríkinu. Eru samning- arnir á svipuðum nótum og þeir, sem gerðir hafa verið við Iög- fræðinga og presta. Alls eru rúmlega 1200 háskólamenn nú í verkfalli. „Það er mjög erfítt fyrir félag eins og okkar að standa í verkfalli, því það bitnar á þeim sem síst skyldi, en það er mjög dýrt fyrir þessar stofnanir að geta ekki borg- að fólki það góð laun að það hafí efni á að vinna á þeim,“ sagði Magnús Ólafsson, formaður FHH, í samtali við Morgunblaðið seint í gærkveldi. 38 af 89 hjúkrunarfræð- ingum munu vinna í verkfallinu, samkvæmt ákvörðun stjómar FHH, og tveggja manna nefnd, skipuð einum frá hvorum aðila, mun fjalla um frekari undanþágur. Enginn samningafundur hefur ennþá verið boðaður í kjaradeilu Hins íslenska kennarafélags við ríkisvaldið, en síðasti fundurinn var seinnipart mánudagsins. Kennarar við Verzlunarskólann eiga í viðræð- um við skólanefnd og greiða atkvæði í dag um hvort halda eigi áfram viðræðum á svipuðum nót- um. Almenn óánægja kom fram með nýgerðan kjarasamning Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar á fjölmennum félagsfundi seinnipart- inn í gær, Skipstjórar sátu á fundi með við- semjendum sínum í allan gærdag og stóð fundurinn enn á miðnætti. Gætti nokkurrar bjartsýni á að sam- an gengi í nótt, en skipstjórar hafa boðað verkfall frá miðnætti. Múrarasamband íslands og félög pípulagningarmanna, veggfóðrara og málara voru einnig á fundi í gærkvöldi og nótt og var talið óvíst hvort samningar tækjust eða upp úr slitnaði. Sjá einnig bls. 2, 30, 39 og forystugrein. í Grindavík hefur fiskeriið glæðst hjá bátunum og vöntun á vinnu- afli í fiskvinnslustöðvunum er tilfinnanleg. Nemendur úr Grindavík í Fjölbrautaskóla Suðurnesja hafa nýtt sér verkfall kennara sinna til að vinna sér inn vasapeninga. Var þessi mynd tekin i einni stöðinni í gær af þeim Sveinbirni Sigurðarsyni, Valgerði Bjarnardóttur, Guðrúnu Sigurðardóttur og Mörtu Guð- mundsdóttur að rífa fisk upp úr körum og salta í stæðum. Iðnaðarráðuneytið leitar nýrra samstarfsaðila um stækkun álversins: Þýsk og austurrísk fyrir- tækí sýna áhuga á þátttöku Iðnaðarráðuneytið hefur að undanförnu haft forgöngu um að leitað verði að nýjum sam- starfsaðila um stækkun álvers- ins í Straumsvik, eftir að Ijóst varð að Alusuisse hefur ákveð- ið að standa ekki að stækkun- inni. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra I gær og sagði hann að þegar hefði orðið vart áhuga frá álframleiðendum í Aust- urríki og Þýskalandi. í ræðu, sem Albert Guðmundsson flutti á ársfundi Félags íslenskra iðnrekenda í gær, kom fram að iðn- aðarráðuneytið hefur kannað áhuga álframleiðenda í Sviss, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi og Austurríki á samstarfí um stækkun álversins VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær 6,5% hækkun á bensíni og tekur hún þegar gildi. Bensínlítrinn hækkar þvi úr 26,30 krónum í 28 krónur. Hækkunin á aðeins við bensín með oktantölunni 93. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið, að skráð verð á bensíni á heims- markaðnum væri á uppleið og þessi í Straumsvík. Morgunblaðið spurði iðnaðarráðherra nánar út í þetta atriði: Olíufélögin hefðu farið fram á hækkun í 28,30 krónur, en það hefði ekki verið samþykkt. Að- spurður um verðhækkun á kraft- meira bensíni sagði Georg, að verðlagning á þvi væri ftjáls og kæmi því ekki til kasta verðlags- ráðs. Hins vegar bæri að tilkynna verðbreytingar á því til Verðlags- stofnunar, en svo hefði ekki verið gert í gær. „Alusuisse hefur tekið þá ákvörð- un að fara ekki sjálft út í stækkun á álverinu,“ sagði Albert, „og þess vegna er nú opin ieið fyrir okkur, með fullu samþykki Alusuisse, að leita að nýjum samstarfsaðila um stækkun álversins, og það er ein- mitt það sem við erum að gera. Þetta höfum við gert í nokkrum löndum og á þessu stigi er hægt að segja frá því að áhugi hefur komið fram frá aðilum í Austurríki og Þýskalandi, en ekki er hægt að greina frá nöfnum fyrirtækjanna, þar sem hér er einungis um könnun- arviðræður að ræða. Auðvitað erum við að þreifa fyrir okkur víðar, en best á veg eru þessar kannanir komnar í þessum tveimur löndum.“ Bensín hækkar hækkun væri í samræmi við það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.