Morgunblaðið - 19.03.1987, Síða 72

Morgunblaðið - 19.03.1987, Síða 72
 - >STERKT KORT Morgunblaðið/RAX. Vig-dís Finnbogadóttir forseti ís- lands með meðalaglas, sem fannst undir gólfi Bessastaða. Bessastaðir: Fomarminjar ^arðveittar RÚSTIR tveggja mannabústaða hafa fundist undir gólfi Bessa- staðastofu, sú eldri frá fyrri hluta miðalda og sú yngri líklega frá 17. öld. Nú er unnið að því að skipta um gólf í Bessastaðastofu og fundust leifamar við það. Oft áður hefur verið skipt um gólf í stofunni, sein- ast fyrr á öldinni, en ekki hefur áður verið grafið undir gólfíð og hleðslumar höfðu því ekki komið í 'Kjrjs áður. Akveðið hefur verið að varðveita rústimar og verða ráðstafanir gerð- ar vegna þess á vegum Þjóðminja- safns íslands. Sjá nánar bls.38. Renata Scotto til íslands -JTALSKA sópransöngkonan Ttenata Scotto er væntanleg til íslands í næsta mánuði og mun hún halda tónleika í Háskólabíói hinn 11. apríl næstkomandi. Söngkonan kemur hingað til lands á vegum bókaklúbbsins Veraldar fyrir milligöngu Krist- jáns Jóhannssonar óperusöngv- ara. Á tónleikunum í Háskólabíói mun Renata Scotto syngja með Smfóníu- hljómsveit íslands undir stjóm italska hljómsveitarstjórans Mauriza Barbacini, sem kemur gagngert frá Verona vegna þessara tónleika. Renata Scotto er af mörgum tal- 'jgfi ein mesta núlifandi sópransöng- kona í heimi og hefur hún sungið inn á yfír 60 hæggengar hljómplöt- ur, þar á meðal með mörgum þekktustu óperusöngvurum heims, svo sem Domingo og Pavarotti. Hún syngur um þessar mundir í Madame Butterfly í Metropolitan-óperunni í New York. "fcenata Scotto ffgtuiMfiMfe Hö J öföar til fólks í öllum starfsgreinum! FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Tíu félög háskólamanna í verkfalh eða hafa boðað VERKFALL Félags háskóla- menntaðra hjúkrunarfræðinga (FHH) og sjúkraþjálfara, sem starfa hjá ríkinu, hófst á mið- nætti i nótt. Samninganefndir rikisvaldsins og hjúkrunarfræð- inga hófu fund kl. níu í gærkveldi og voru enn að á miðnætti. Talið var ólíklegt að samningar tæk- just í nótt og óljóst hve fundurinn myndi standa lengi. Enginn fund- ur var í gær með sjúkraþjálfur- um og ríkisvaldinu og hefur ekki verið boðaður. Verkfall þriggja félaga innan BHMR er nú komið til framkvæmda, en sjö félög til viðbótar hafa boðað verkfall og koma þau verkföll til fram- kvæmda næsta hálfa mánuðinn. 1 gær samdist við dýralækna og hag- og viðskiptafræðinga, sem starfa hjá ríkinu. Eru samning- arnir á svipuðum nótum og þeir, sem gerðir hafa verið við Iög- fræðinga og presta. Alls eru rúmlega 1200 háskólamenn nú í verkfalli. „Það er mjög erfítt fyrir félag eins og okkar að standa í verkfalli, því það bitnar á þeim sem síst skyldi, en það er mjög dýrt fyrir þessar stofnanir að geta ekki borg- að fólki það góð laun að það hafí efni á að vinna á þeim,“ sagði Magnús Ólafsson, formaður FHH, í samtali við Morgunblaðið seint í gærkveldi. 38 af 89 hjúkrunarfræð- ingum munu vinna í verkfallinu, samkvæmt ákvörðun stjómar FHH, og tveggja manna nefnd, skipuð einum frá hvorum aðila, mun fjalla um frekari undanþágur. Enginn samningafundur hefur ennþá verið boðaður í kjaradeilu Hins íslenska kennarafélags við ríkisvaldið, en síðasti fundurinn var seinnipart mánudagsins. Kennarar við Verzlunarskólann eiga í viðræð- um við skólanefnd og greiða atkvæði í dag um hvort halda eigi áfram viðræðum á svipuðum nót- um. Almenn óánægja kom fram með nýgerðan kjarasamning Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar á fjölmennum félagsfundi seinnipart- inn í gær, Skipstjórar sátu á fundi með við- semjendum sínum í allan gærdag og stóð fundurinn enn á miðnætti. Gætti nokkurrar bjartsýni á að sam- an gengi í nótt, en skipstjórar hafa boðað verkfall frá miðnætti. Múrarasamband íslands og félög pípulagningarmanna, veggfóðrara og málara voru einnig á fundi í gærkvöldi og nótt og var talið óvíst hvort samningar tækjust eða upp úr slitnaði. Sjá einnig bls. 2, 30, 39 og forystugrein. í Grindavík hefur fiskeriið glæðst hjá bátunum og vöntun á vinnu- afli í fiskvinnslustöðvunum er tilfinnanleg. Nemendur úr Grindavík í Fjölbrautaskóla Suðurnesja hafa nýtt sér verkfall kennara sinna til að vinna sér inn vasapeninga. Var þessi mynd tekin i einni stöðinni í gær af þeim Sveinbirni Sigurðarsyni, Valgerði Bjarnardóttur, Guðrúnu Sigurðardóttur og Mörtu Guð- mundsdóttur að rífa fisk upp úr körum og salta í stæðum. Iðnaðarráðuneytið leitar nýrra samstarfsaðila um stækkun álversins: Þýsk og austurrísk fyrir- tækí sýna áhuga á þátttöku Iðnaðarráðuneytið hefur að undanförnu haft forgöngu um að leitað verði að nýjum sam- starfsaðila um stækkun álvers- ins í Straumsvik, eftir að Ijóst varð að Alusuisse hefur ákveð- ið að standa ekki að stækkun- inni. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra I gær og sagði hann að þegar hefði orðið vart áhuga frá álframleiðendum í Aust- urríki og Þýskalandi. í ræðu, sem Albert Guðmundsson flutti á ársfundi Félags íslenskra iðnrekenda í gær, kom fram að iðn- aðarráðuneytið hefur kannað áhuga álframleiðenda í Sviss, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi og Austurríki á samstarfí um stækkun álversins VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær 6,5% hækkun á bensíni og tekur hún þegar gildi. Bensínlítrinn hækkar þvi úr 26,30 krónum í 28 krónur. Hækkunin á aðeins við bensín með oktantölunni 93. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið, að skráð verð á bensíni á heims- markaðnum væri á uppleið og þessi í Straumsvík. Morgunblaðið spurði iðnaðarráðherra nánar út í þetta atriði: Olíufélögin hefðu farið fram á hækkun í 28,30 krónur, en það hefði ekki verið samþykkt. Að- spurður um verðhækkun á kraft- meira bensíni sagði Georg, að verðlagning á þvi væri ftjáls og kæmi því ekki til kasta verðlags- ráðs. Hins vegar bæri að tilkynna verðbreytingar á því til Verðlags- stofnunar, en svo hefði ekki verið gert í gær. „Alusuisse hefur tekið þá ákvörð- un að fara ekki sjálft út í stækkun á álverinu,“ sagði Albert, „og þess vegna er nú opin ieið fyrir okkur, með fullu samþykki Alusuisse, að leita að nýjum samstarfsaðila um stækkun álversins, og það er ein- mitt það sem við erum að gera. Þetta höfum við gert í nokkrum löndum og á þessu stigi er hægt að segja frá því að áhugi hefur komið fram frá aðilum í Austurríki og Þýskalandi, en ekki er hægt að greina frá nöfnum fyrirtækjanna, þar sem hér er einungis um könnun- arviðræður að ræða. Auðvitað erum við að þreifa fyrir okkur víðar, en best á veg eru þessar kannanir komnar í þessum tveimur löndum.“ Bensín hækkar hækkun væri í samræmi við það.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.