Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 32
32 MORGÚNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 Grikkland: Sprengju varp- að ísraelska sendiráðinu Aþenu. Reuter. SPRENGJU var varpað að ísraelska sendiráðinu í Aþenu í gær, en sprengjan sprakk ekki, að sögti lög- reglu. Allir, sem voru við störf í sendiráðsbyggingunni, voru fluttir á brott, eftir að sprengj- unni hafði verið varpað inn á grasflöt fyrir framan húsið. Lögreglan sagði, að sprengjusérfræðingar hefðu gert sprengjuna óvirka og tek- ið hana til nánari rannsóknar. Hollenska toll- gæslan sektaði afreksmann- inn Flushing, Hollandi. Reuter. Hollenskur skipstjóri, sem var hetja björgunarafreks- ins við Zeebrugge, sagði í dag, að tollgæslumenn í heimabæ hans, Flushing, hefðu sektað hann fyrir að hafa ekki tilkynnt komu skips síns í höfn og fyrir að hafa ekki skilriki meðferðis. Dráttarbátur skipstjórans, Piets Oppenneers, var með fyrstu skipum á vettvang, eft- ir að breska ferjan fór á hliðina fyrir 13 dögum. Hann sagði, að tveir tollgæslumenn hefðu stigið um borð, þegar hann kom til heimahafnar sl. fimmtudag, slituppgefinn eftir björgunarstörfin. „Þeir sekt- uðu mig um 200 gyllini (um 4000 fsl. kr.), af því að ég hafði gleymt að tilkynna komu bátsins," sagði Oppenneer. V estur-Þýskaland: Skriðdreki rakst á rútubíl Amberg, Vestur-Þýskalandi. Reut- er. ÞRJÁTÍU ferðamenn slös- uðust á þriðjudag, þegar bandarískur skriðdreki rann til á hraðbraut í Bæj- aralandi í Vestur-Þýska- landi og rakst á rútubíl fullan af ferðamönnum. Slysið átti sér stað á hrað- brautinni milli bæjanna Edels- feld og Sulzback-Rosenberg, um 20 km norður af Amberg. Skriðdrekinn var á heræfingu. Fjórir farþeganna slösuðust alvarlega, en ökumaður skrið- drekans hlaut aðeins smá- vægileg meiðsl. V estur-Þýskaland: Austur-þýskur „flóttamaður“ plataði yf ir- völd Kassel, Vestur-Þýskalandi. Reuter. AU STURÞJÓÐVERJI, sem sagðist hafa neytt færis og flúið til Vestur-Þýskalands, þegar aðvörunarbúnaður á landamærunum var óvirkur vegna frosta fyrir tveimur vikum, var í raun og sann- leika rekinn frá Austur- Þýskalandi í fyrra. Maðurinn, sem er 21 árs að aldri, hafði verið f fangelsi f Austur-Þýskalandi fyrir skjalafals. Maðurinn getur átt yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa reynt að villa á sér heimildir. Reuter. Lítið stóð eftir af stúkunni við herskólann eftir sprenginguna í gær. Filippseyjar: Líkur aukast á leiðtogafundi - segir háttsettur bandarískur embættismaður Moskvu, AP, Reuter. HÁTTSETTUR embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu lét í gær í ljós vonir um að árang- ursríkar viðræður fulltrúa stórveldanna um meðaldrægar kjarnorkuflaugar í Evrópu gætu leitt til til þess að leiðtogar stór- veldanna kæmu saman til fundar í Washington. Michael Armacost, aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur undanfama tvo daga rætt við sovéska embættismenn til að und- irbúa fund utanríkisráðherra stór- veldanna, þeirra Georges Shultz og Eduards Shervardnadze, í Moskvu 13. til 16 apríl. Armacost sagði á fréttamanna- fundi í gær að bæði ríkin teldu að unnt væri að ná samkomulagi um Evrópuflaugamar. Kvaðst hann vænta þess að viðræður leiðtoganna gætu orðið til þess að Mikhail S. Gorbachev sækti Ronald Reagan Bandaríkjaforseta heim. Á fundi leiðtoganna í genf árið 1985 ákváðu þeir að hittast að nýju árið eftir í Washington. Af þeim fundi varð aldrei en leiðtogamir komu saman til viðræðna í Reykjavík í október í fyrra eins og alkunna er. Gengi gjaldmiðla Aætlun liveraig sigra á skæruliða ekki til - segir aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna Manila, Washington, AP, Reuter. SPRENGJA sprakk í gærmorgun í herskóla á Filippseyjum, fjórir létust og um 40 slösuðust. Verið var að æfa fyrir útskriftarathöfn er verður nk. sunnudag þar sem ráðgert var að Corazon Aquino, forseti, héldi ræðu. Á suðurhluta Luzoneyju féllu 19 hermenn í fyrirsát skæruliða kommúnista í fyrradag. Er það mesta mann- fall er orðið hefur á einum degi, síðan vopnahlé milli stjórnvalda og skæruliða rann út 8. febrúar sl. Sprengjunni í herskólanum, sem er í borginni Baguio, um 210 km. fyrir norðan höfuðborgina, hafði verið komið fyrir í þaki stúku er Aquino átti að nota á sunnudag og hmndi þakið niður á u.þ.b. 100 manns er vom þar fyrir neðan. Ekki er vitað hveijir komu sprengj- unni fyrir. Bent hefur verið á að nemendur og kennarar herskólans hafí verið andsnúnir Aquino, for- seta, og t.d. greitt atkvæði á móti nýju stjómarskránni í febrúar. Fleiri hallast þó að því að skæmlið- ar kommúnista hafi verið þama að verki, en þeir hafa látið mikið til sín taka að undanfömu. Um 200 skæmliðar gerðu stjóm- arhermönnum fyrirsát í Quezon héraði um 160 km. fyrir suð-austan Manila á þriðjudag, drápu 19 þeirra og særðu 7. Flestir hermannanna féllu er farartæki er þeir vom í óku yfír jarðsprengjur. í síðasta mánuði sögðu foringjar skæmliða við blaða- menn, er þeir buðu til búða sinna, að þeir hefðu nýlega fengið mikið magn af jarðsprengjum sem þeir myndu nota er vopnahléð rynni út. Skæruliðamir munu hafa náð nokkm magni af vopnum frá stjóm- arhemum í fyrirsátinni á þriðjudag. Richard L. Armitage, aðstoðar- vamamálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi bandarískrar þing- nefndar á þriðjudag að stjóm Aquino hefði ekki neina ákveðna áætlun um hvemig hægt væri að sigra skæmliðana og að viðnám þeirra ykist þrátt fyrir vaxandi vin- sældir forsetans meðal þjóðarinnar, því þeir skeyttu lítt um lýðræðis- hefðir. Hann sagði að sambandið milli hersins og borgaralegra stjóm- valda á Filippseyjum, væri slæmt og gagnkvæm tortryggni virtist ríkja. Hann sagði einnig að Marcos, fyrrverandi forseti, hefði reitt sig of mikið á stuðning hersins, en ráð- herrar í núverandi stjóm virtust álíta að táknrænar pólitískar at- hafnir myndu tryggja þeim völdin og að skæmliðar kommúnista myndu hverfa af sjónarsviðinu af sjálfsdáðum. Gaston Sigur, aðstoðamtanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, staðfesti á fundi einnar af nefndum Banda- ríkjaþings á þriðjudag, að stjóm sín hefði komið í veg fyrir það í janúar sl. að Marcos, fyrrverandi forseti Filippseyja, er nú dvelst á Hawaii- eyjum, héldi heim á leið. London. AP. ÞRÁTT fyrir vaxtalækkun í Bretlandi var pundið hærra í gær gagnvart dollar en það hefur verið í fjögur ár. Dollarinn styrktist heldur gagnvart öðrum gjaldmiðlum að undanskildum kanadíska dollarnum. í gær var frá því skýrt, að þjóðar- framleiðsla í Bandaríkjunum hefði aukist um 1,1% á síðasta fjórðungi liðins árs en ekki um 1,3% eins og áður var talið en þau tíðindi höfðu þó engin áhrif á gengi dollarsins. Pundið fór seint í gær yfir 1,60 dollara eftir að breska fjárlaga- fmmvarpið hafði verið lagt fram en þar er gert ráð fyrir skattalækk- unum og minni lántökum innan- lands. Englandsbanki lækkaði í gær vexti og komu þá strax helstu við- skiptabankamir í kjölfarið og lækkuðu sína vexti um hálft pró- sentustig, í 10%. Þrátt fyrir það fengust í gær 1,6075 dollarar fyrir pundið en 1,5950 á þriðjudag. í Tókýó fengust í gær 151,88 jen fyrir dollarinn en 151,50 í fyrradag. Gagnvart öðmm gjaldmiðlum var staðan þessi í gær: 1,8390 v-þýsk mörk (1,8360). 1,5390 sv. frankar (1,5315). 6,1105 fr. frankar (6,0975). 2,0770 holl. gyll. (2,0690). 1.305,75 ít. lír. (1.301,75). 1,3135 kan. doll. (1,3157). Síðla í gær fengust 405 dollarar fyrir gullúnsuna en 402,75 á þriðju- dag. Hull og Grimsby: Rúmur helmingur fisksins kemur úr íslenskum skipum Útgerðarmönnum finnst þeir eiga það inni að fá aftur að veiða á íslandsmiðum í grein í breska blaðinu Fish Trader 21. febrúar sl. er fjallað um hafna- og atvinnumál í Grimsby og tilraunir borgaryfirvalda þar til að sætta og sameina hina ýmsu hagsmunaaðila í sjávarút- vegi. Er vikið að samkeppninni við Hull og einnig komið inn á þann stóra hlut, sem íslendingar eiga í fisklöndunum í borgunum báðum. Fer sá kafli greinarinnar hér á eftir: íslendingar hafa skellt skolla- eymm við uppástungum um, að breskum togumm verði aftur leyft að veiða á íslandsmiðum en mörg- um útgerðarmönnum á Humm- bökkum finnst þó, að þeir eigi það inni hjá íslendingum vegna fisk- landananna í Hull og Grimsby. íslenskur fískur er nú rúmur helmingur alls físks, sem landað er í Grimsby, annaðhvort úr tog- umm eða gámum, og í Hull er þessi tala rúm 60%. Fyrir fisk- vinnslustöðvamar em þessar landanir ákaflega mikilvægar, án þeirra gætu sumar ekki starfað með fullum afköstum, en þær em einnig þýðingarmikil gjaldeyris- uppspretta fyrir íslendinga, sem eiga næstum allt sitt undir út- flutningi fisks og annarra sjávar- afurða. Fiskveiðideilan Breskir togarar hurfu af ís- landsmiðum fyrir tíu áram eftir langvinna og óskemmtilega deilu þar sem áttust við bresk herskip og íslensk varðskip. Þessi deila var upphafið að endalokunum fyr- ir veiðar Breta á fjarlægum miðum og í kjölfarið misstu þús- undir manna atvinnuna á stöðum eins og Hull, Grimsby, Aberdeen og Fleetwood. Enginn þessara hafnarbæja hefur fyllilega jafnað sig á þessum umskiptum en Grimsbymönnum hefur þó vegnað best enda njóta þeir Norðursjávar- veiðanna og eiga sjálfir enn talsverðan flota, sem sækir á gmnnmiðin. Hull er þó að sækja í sig veðrið í þessari samkeppni og virðast borgaryfírvöld staðráðin í að ná aftur þeirri sterku stöðu, sem bærinn hafði áður. Einn útgerðar- mannanna þar í bæ, Tom Boyd Jr., ér líka þeirrar skoðunar, að íslendingar hafi nú æma ástæðu til að leyfa takmörkuðum fjölda breskra togara að hefja aftur veið- ar í íslandsmiðum. Er sagt, að hann og aðrir útvegsmenn hafi fært þetta í tal við íslenska við- skiptaráðherrann þegar hann var í heimsókn þar í september sl. Munu þeir hafa varlega í sakimar og lagt til, að stjómir beggja ríkjanna tækju þetta mál upp sín í milli. Talsmaður fslenska sendiráðs- ins í London sagði hins vegar í síðustu viku, að ólíklegt væri, að bresk skip fengju aftur að veiða á íslandsmiðum: „íslensk skip verða að lúta mjög ströngum veiðitakmörkunum til að komið verði í veg fyrir ofveiði og við þær aðstæður er ekki rétt að leyfa útlendum skipum aðgang að mið- unum," sagði hann. Vera má, að breskir togarar væm enn að veiðum við íslands- strendur ef útgerðarmennimir hefðu fallist á málamiðlunarsam- komulag, sem þeim var boðið fyrir áratug. Islendingar buðu þeim þá 50.000 tonna kvóta á ári en út- gerðarmennimir komu þeim skilaboðum til bresku stjómarinn- ar, að þeir vildu allt eða ekkert. Svo fór að lokum, að þeir sátu uppi með ekkert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.