Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 49 Stiörnu Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Hæ! Ég er stelpa fædd rétt fyrir miðnætti þann 7.11. 1972. Mig langar til að biðja þig að fræða mig um kosti mina og galla og hvaða störf ættu best við mig í framtíð- inni. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Sporð- dreki.“ Svar: Þú hefur Sól í Sporðdreka, Tungl, Merkúr og Neptúnus saman í Bogmanni, Venus og Mars í Vog, Ljón Rísandi og Hrút á Miðhimni. Ekki dœmigerð Eins og þú veist er Sporð- drekinn tilfinningamerki og er sem slíkt frekar dult og varkárt merki. Þú getur hins vegar varla talist dæmigerð- ur Sporðdreki, til þess eru hin merki þín of ólík drekan- um. Bogmaður, Vog, Ljón og Hrútur eru öll björt og litskrúðug merki, eru opin og skapandi. Innsta eðli Eigi að síður ert þú Sporð- dreki í innsta eðli þínu. Það táknar að þú ert viðkvæm tilfinningavera. Þú vilt fara djúpt og ná til botns í því sem þú tekur þér fyrir hend- ur. Vegna Bogmannsins þarft þú hins vegar einnig fjölbreytileika. Vegna við- kvæmni þarft þú að draga þig í hlé annað slagið. Daglegt lif Tungl í Bogmanni táknar að þú erttilfínningalegajákvæð og hress og bjartsýn. Þú hefur einnig sterkt ímyndun- arafl og ert listræn og skapandi. í daglegu lífí þarft þú fjölbreytileika og hreyf- ingu. Ást Venus í Vog táknar að þú ert þægileg, ljúf og yfirleitt tillitssöm í samskiptum við annað fólk. Gott jafnvægi milli tilfinningapláneta tákn- ar að þú ættir að verða hamingjusöm í ástarlífí þínu. Þú vilt vera réttlát og þarft að hafa fegurð í umhverfí þínu. Framkoma Rísandi Ljón táknar að fram- koma þín er hlý, einlæg og glaðleg. Það táknar einnig að þú hefur sterkar hugsjón- ir og þarft að fást við skapandi málefni. Kostir Kostir þínir felast í jákvæðri og léttri skapgerð; ! því að þú ert skapandi og Iistræn; í því að þú ert bæði föst fyr- ir og ákveðin, en jafnframt tillitssöm, sanngjöm og sveigjanleg. Gallar Gallar þínir þurfa ekki að vera margir ef þú finnur rétt- an farveg fyrir orku þína. Ef ekki er nóg að gera er hætt við að þú verðir eirðar- laus og eigir erfítt með að sitja kyrr. Þér getur einnig hætt til að hlaupa frá hálfn- uðu verki og nýta þannig hæfileika þína ekki nógu vel. Þar sem þú ert draum- lynd þarft þú að varast að vera utan við þig, lifa f draumi og flýja raunveru- leikann. Þú ert einnig stolt og þarft að varast að láta særast af smámunum. Störf Hæfíleikar þínir virðast fyrst og fremst liggja á félagsleg- um og listrænum sviðum. Þú getur unnið með fólki og ættir því að sækjast eftir félagslega lifandi störfum. FVelsi og hreyfíng þarf að fylgja starfínu. Einnig hefur þú töluverða möguleika á listrænum sviðum, í tónlist, dansi, hönnun og þ.h. GARPUR GRETTIR FERDINAND SMÁFÓLK Nokkuð snotur saga Ég er þó ekki sátt við einn Ég held að þú ættir að kaflann ... strika út þennan kafla þar sem söguhetjan þín fær sér lúr____ BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Austur og suður sökktu sér niður í spilin sín af miklum áhuga. Sortnaði öðrum fyrir augum, en hinn sá rautt. Þetta var í landsliðskeppni fyrir rúmri viku: Suður gefur; AV á hættu. Vestur ♦ Á9 V 9765 ♦ 953 ♦ KD76 Norður ♦ 765 ♦ KDIO ♦ G62 ♦ Á953 II Austur ♦ 10 ' ♦ ÁG842 ♦ ÁKD1087 ♦ - Suður ♦ KDG8432 ♦ 3 ♦ - ♦ G10842 Sex tíglar er ágætur samning- ur á spil AV. Hann vinnst ef hjörtun eru 2—2, og einnig oft- ast þegar suður á háspil blankt. En í þessari legu tapast þeir — jafnvel þótt sagnhafí ákveði að spila norður upp á hjartahjónin. Hann þarft tvær innkomur til að spila ÁG í hjarta, en aðeins eina á spaðaás. Guðlaugur R._ Jóhannesson og Öm Amþórsson vom eina AV parið sem fór í sex tígla. Á hinum tveimur borðun- um gengu sagnir þannig: Vestur Norður Austur Suður J.B. S.S. S.S. GPA , — — — 1 spaði Pass 2 lauf 5 tlglar 5 spaðar Pass Pass Dobl Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson vom í AV gegn Símoni Símonarsyni og Guðm. Páli Amarsyni. Fimm spaðar fóm tvo niður með laufkóng úfe, 300 í AV. Vestur Norður Austur Suður A.J. K.S. Á.Á. Á.P. — — — 4 spaðar Pass Pass 4 grönd Pass 5 lauf Dobl 5 tíglar Pass 5 hjörtu Dobl í AV vom Aðalsteinn Jörg- ensen og Ásgeir Ásbjömsson gegn Karli Sigurhjartaxsyni og Ásmundi Pálssyni. Fimm hjörtu unnust slétt, 850 í AV. Umsjón Margeir Pétursson Þessi staða kom upp í fjórðu sjónvarpsskák Kasparovs og Short sem sýnd var á Stöð 2 á laugardaginn var. Kasparov hafði svart og átti leik. Short lék síðast slökum leik, Re2 — gl? sem gaf svarti færi á laglegri fléttu: 1. — Rcxd4!, 2. hxg4+ (Eða 2. Rxd4 - Rxd4, 3. Kxd4 - Bc5+ og riddarinn á gl fellur þannig að svartur verður peði yfir) Kxg4, 3. Rxd4 - Rxd4, 4. Be3 - Rxb3!, 5. Bxb6 (Eða 5. axb3 — a2, 6. Bd4 — Bc5) Rcl+, 6. Kc2 — Rxa2 og svart- ur vann auðveldlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.