Morgunblaðið - 16.11.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.11.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 27 Minning: Eggert Þórarinn Teitsson, Þorkelshóli Fæddur 10. maí 1899 Dáinn 6. nóvember 1991 Fimmtudaginn 6. þ.m. lést í sjúkrahúsinu á Hvammstanga Egg- ert Þ. Teitsson, lengst af bóndi á Þorkelshóli í Víðidal. Hann var fædd- ur 10. maí 1899, sonur hjónanna Teits Teitssonar og Jóhönnu Bjöms- dóttur í Víðidalstungu. Eggert var kvæntur móðursystur minni Herdísi Jóhannesdóttur frá Auðunnarstöðum. Vegna skyldleika við Herdísi, var ég svo lánsöm að fá að vera í sumardvöl á Þorkels- hóli sem barn og unglingur, og á þaðan margar ljúfar minningar. Heimilið á Þorkelshóli var með sérstökum myndarbrag, þar var þrifnaður og reglusemi á öllum svið- um bæði utan húss og innan. A þeim árum er ég dvaldi á Þorkelshóli, var enn búið í stórum torfb'æ sem var meira en 100 ára gamall. Ég hef oft hugsað um það síðan hve erfitt hefur verið að halda öllu svo hreinu og snyrtilegu, þrátt fyrir að í bænum væri hvorki rennandi vatn né frá- rennsli og að sjálfsögðu ekki raf- magn. Sumrin á Þorkelshóli eru í hug- anum einn samfelldur sólskinsdagur, heyskapurinn er mér efstur í huga - þar er Eggert við slátt með kaupa- manni og síðar Teiti eldri syni sín- um. Konur og krakkar raka í fiekki og rifja, glaðværð ríkir við vinnuna og allir eru ánægðir, en þreyttir að loknum góðum þurrkdegi. Ég man eftir Eggert í jarðabótum, smala- mennsku, rúningi, mótöku og að lagfæra hús og verkfæri. Aldrei virt- ist hann vera að flýta sér, en afköst- in voru mikil. Hann var einn af þess- um dagfarsprúðu, athugulu mönn- um, aldrei f|as eða óðagot en ákveðni og iðjusemi. Hann byggði upp á Þorkelshóli bæði íbúðar- og útihús auk þess stóijók hann ræktað land jarðarinnar. Hjónaband þeirra Herdísar og Eggerts var farsælt, þau voru sam- hent og milli þeirra ríkti gagnkvæm virðing. Börn þeirra urðu fjögur: Teitur, bóndi í Víðdalstungu II, Ingibjörg, húsfreyja í Reykjavík, Jóhannes og Jóhanna Ragna bændur á Þorkels- hóli. Árið 1963 brugðu þau Herdís og Eggert búi og fluttu til Reykjavíkur og tvö yngri böm þeirra skiptu með sér jörðinni. Herdís var þá orðin heilsulítil. Þau keyptu sér lítið hús í Melgerði 4 í næsta nágrenni við Ingibjörgu dóttur sína, en hún og fjölskylda hennar aðstoðuðu þau á allan hátt meðan þau bjuggu þar. Herdís lést í ársbyijun 1981. Rúmum tveimur árum síðar flutti Eggert til Hvammstanga, og bjó þar til dauða- dags. Að leiðarlokum þakka ég Eggerti fyrir þolimæðina við mig, frekan kaupstaðarkrakkann og vináttu og tryggð æ síðan. Frændsystkinum mínum og fjölskyldum þeirra sendi ég samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Eggerts Teitssonar. Ingibjörg Kristín Jónsdóttír Afi er dáinn. Eftir langa ævi hef- ur hann fengið hvíld. Söknuður kem- ur í huga manns, en jafnframt þakk- læti fyrir það tækifæri að njóta sam- verustunda með honum, ástríki hans og hlýju. Afi var hægur maður og tók hlut- unum með æðruleysi og var þakklát- ur fyrir allt sem gert var fyrir hann, hversu lítið sem það var. Hann var stoltur af sínu fólki og mat fjöl- skyldu sína mikils. Það er gott dæmi um það hve mikilvæg fjölskyldan var honum, að hann hafði löngum orð á því hve lánsamur hann hefði verið í lífinu, að hafa eignast góða konU; mannvænleg og heilbrigði börn. I fjölskyldunni bjó hamingja hans. Afi var barngóður maður, enda er það mér minnisstætt úr bernsku hve stórar þær stundir voru þegar afi kom norður á sumrin. Það var ekki bara það að hann hefði eitthvað gott í pokahominu, sem hann hafði raunar alltaf, heldur fyrst og fremst að strax þá var hann manni félagi og vinur. Hann hafði einstaklega gott lag á að ná góðu sambandi við böm, ekki með ærslum sem mörgum hætti til, heldur með því að tala. í seinni tíð veitti hann mér þá gæfu að fá með honum að kynnast lífí og starfí fólks frá liðinni tíð. Afi var raunverulegt aldamótabam, sem gekk í gegnum og tók þátt í þjóðfé- lags- og tæknibreytingum sem orðið hafa á þesasri öld. Atgervi og dugnaður aldamóta- barnanna er sá bakgrunnur sem velferð þjóðarinnar byggir á. Þennan bakgrunn gerði afí mér ljóslifandi og er það ómetanlegt veganesti inn í nýja öld. Blessuð sé minning hans. Júlíus Guðni Antonsson Eggert Teitsson var fæddur í Haga í Þingi 10. maí 1899. Foreldr- ar hans voru hjónin Jóhanna Björns- dóttir frá Marðanúpi í Vatnsdal og Teitur Teitsson, ættaður af Vatns- nesi. Þau hjón fluttu að Víði- dalstungu árið 1904. Fyrstu árin voru þau þar í leiguábúð en að nokkmm ámm liðnum keyptu þau þá jörð ásamt með fleiri jörðum sem henni fylgdu og í daglegu tali er nefnd Víðidalstungueign. Var þá lokið margra alda búsetu Vídalíns- ættar á þessu höfuðbóli. í Víðidalstungu ólst Eggert upp í stómm systkinahópi. Álls urðu böm þeirra Jóhönnu og Teits 13 sem flest komust til fullorðinsára. Ekki mun Eggert hafa átt þess kost á langri skólagöngu fram yfír þá barn- afræðslu sem þá tíðkaðist í sveitum. Á þessum ámm starfaði Alþýðuskól- inn á Hvammstanga. Þar mun Eg- gert hafa dvalið tvo vetur. En hugur- inn stóð til búskapar. Árið 1922 kvæntist Eggert Herdísi Jóhannes- dóttur frá Auðunnarstöðum. Þau hófu búskap næsta ár í Stórhól í sömu sveit. Stórhóll var ekkert gæðabýli og heyskapur aðeins innan um bithaga. En þeim hjónum búnað- ist vel og að nokkmm ámm liðnum var ein af bestu jörðum í sveitinni, Þorkelshóll, til sölu. Þá var þröngt í ári sökum verðfalls á afurðum bænda og kreppa í algleymingi. En stóð ekki í veg fyrir því að Eggert keypti jörðina og bústofn með og hæfí þar búskap. Það var árið 1934. Á Þorkelshóli bjuggu þau hjón með reisn og batnandi hag þar til börnin voru uppkomin og tóku við búskapnum. En sjálf fluttu þau hjón til Reykjavíkur. Eignuðust þau þar fremur lítið einbýlishús sem varð þeirra heimili síðan á meðan bæði lifðu. Eftir að Eggert flutti suður réðist hann til vinnu á trésmíðaverkstæði. Sú vinna hentaði honum vel. Margir frændur hans voru smiðir góðir og eflaust hefði hann getað hugsað sér trésmíði sem ævistarf. Að Herdísi konu sinni látinni flutt- ist Eggert aftur norður á æskustöðv- ar. Síðustu árin dvaldi hann á elli- heimilinu á Hvammstanga. Búskap- urinn var höfuð áhugamál Eggerts og nákvæmni í allri umgengni við skepnur og jörðina sem hann sat $PENþ/Aþ|W I enda árangur eftir því. Hlédrægur var hann og þess vegna ekki gjarnt til að vera á oddi um sveitarmálefni en öllum störfum sem honum voru falin í þágu samfé- lagsins sinnti hann af dugnaði og alúð. Börn þeirra Eggerts og Herdísar eru Teitur, bóndi í Víðidalstungu II, kvæntur Marí Pétursdóttur; Ingi- björg, húsfreyja í Reykjavík, gift Jóhanni Jónssyni húsasmíðameist- ara; Jóhannes, bóndi á Þorkelskóli, kvæntur Sigríði Sigvaldadóttur; og Jóhanna, húsfreyja á Þorkelshóli, gift Antoni Júlíussyni. Eftir að þau hjón Eggert og Her- dís fluttu í Þorkelshól voium við nágrannar og samskipti mikil á milli heimilanna. Óll voru þau samskipti eins og best verður á kosið á milli nágranna. Oll þau samskipti vil ég þakka af heilum hug. Nú er langri og far- sælli starfsævi lokið. Þessum hæg- láta og ágæta manni vil ég að lokum þakka langa vináttu og samskipti. Efast ég ekki um að hann á góða heimvon handan móðunnar miklu. Sigurður J. Líndal Guðmundur Egilsson bóksali - Minning Fæddur 27. ágúst 1913 Dáinn 6. nóveinber 1991 Guðmundur Egilsson bóksali er í dag kvaddur hinstu kveðju en hann lést 6. þ.m. 78 ára að aldri. Á sjöunda áratugnum setti Guð- mundur á stofn fornbókaverslunina Bókina, og fyrir starf sitt af bóksölu í hartnær tvo áratugi varð hann vel kynntur meðal bókvina um allt land. Verslun hans var fyrsta stóra forn- bókaverslunin hér á landi og þar var ríkulegt framboð góðra rita. Það var gott að koma til Guðmundar þegar leitað var að fáséðum gripum úr bókaheiminum og oft urðu fagnaðar- fundir manns og bókar í verslun hans. Hann var traustur og sann- gjarn í viðskiptum. Þekking hans á bókum og hverskonar prentuðu efni var ótrúleg og víðkunn og í gegnum þetta starf eignaðist hann marga vini og kunningja. Guðmundur var maður einarður í skoðunum, jafnt varðandi stjórnmál sem bókmenntir en hvorttveggja voru á áhugasvið hans. Hann var víðlesinn og eignaðist sjálfur fágætt og fallegt bókasafn. Bækur sínar batt hann sjálfur enda hagleiksmað- ur, að hvetju sem hann gekk. Guðmundur fór kornungur til Kanada og dvaldist þar við ýmis störf í sjö ár. Hann kom aftur til íslands skömmu fyrir heimsstyijöld- ina og aldrei mun hafa hvarflað að honum að setjast að vestra. Áður en hann tók til við bóksöl- una fékkst hann við margskonar störf. Hann var búfræðingur frá Hvanneyri og vánn lengi við jarð- ræktartilraunir, fyrst á vegum At- vinnudeildar Háskólans, síðar sem tilraunastjóri á Varmá og síðast við tilraunastofnuna á Korpu en hætti þar störfum og sneri sér að bóksölu skömmu áður en Rannsóknarstofn- un landbúnaðarins var stofnsett. Hvarvetna gar hann sér hið besta orð fyrir góða verkkunnáttu og ósér- plægni. Hann var ákaflega óeigin- gjarn maður. Afstaða hans til pen- inga lýsir því vel. Fyrirtækið hans skilaði góðum arði, en það var fjarri honum að nýta þá fjármuni í oin-in^ þarfír. Hann gaf þá í þágu hugsjóna sinna en lifði sjálfur fábreyttu og hógværu lífi. Eftir að Guðmundur missti heils- una dvaldist hann síðustu sex árin á vistheimilinu í Kumbaravogi og þar leið honum vel. Þar fékk hann vist þegar allar stofnanir Reykjavík- urborgar voru honum lokaðar. Það er full ástæða til að þakka forstöðu- manni Kumbaravogs og starfsfólki þar fyrir ágæta umönnun. Guðmundur fæddist á Galtalæk í Biskupstungum. Hann verður jarð- settur í dag á æskustöðvunum sínum í Bræðratungu. • Eysteinn Þorvaldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.