Morgunblaðið - 16.11.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.11.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 mmám © 1991 Jim Unger/Distributed by Universal Press Syndicate . Bý maeU mei boxhönskum og höfuðkj&LrriL." TM Reg. U.S. Pat Off.—all nghts reserved c 1991 Los Angeles Times Syndicate Hann var ljótur eins og frosk- ur og það varð aldrei neitt mikið betra! Þesslr hringdu . . Potturinn sem aldrei var sóttur Hún María hringdi og vildi koma á framfæri eftirfarandi skilaboðum: „Kæri Viðar, þú keyptir í fyrra stóran pott, til að nota í slátursuðu, í flóamarkaðs- skúr við Suðurgötu beint á móti St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Komdu vinsamlegast og náðu í pcttinn því við geymum hann ennþá og gaman væri að losna við hann. Þú getur haft samband í síma 50260 e. kl. 18 (María). Bamaföt Barnaföt fundust 13. nóv. í bakgarði við Flúðasel 93. Þeirsem kannast við fötin geta haft sam- band í síma 71929. Meira um kennitöluna Steinka hringdi og sagðist vera óánægð með klausuna sem birtist í miðvikudagsblaðinu frá ensku konunni. Steinka sagðist vera hæstánægð með kennitöluk,erfíð, það væri þó hægt að muna þá tölu. Hún sagðist telja mál til komið, að ef nútímakonur vilji að hætt sé að iíta á þær sem einhveij- ar afsláttamerar er þær komist yfir fertugt, að þær hætti þá að fela aldur sinn. Allir eiga að reyna að líta vel út, bæði karlar og kon- ur, á hvaða aldri sem þeir eru og bera hann með stolti og reisn, sagði Steinka ennfremur. Filofaxið dýrmæta Pétur Örn hringdi og vildi aug- lýsa eftirfarandi: „Sá eða sú sem stal filofaxi úr vasa mínum aðf- aranótt sunnudagsins 12. sept. er vinsamlega beðinn um að skila því, þess er sárt saknað. Sem fyrr er ég tilbúinn að fyrirgefa við- komandi manneskju verknaðinn ef hún skilar því til baka. Vinsam- legast hafið samband í síma 674263 og biðjið um Pétur Örn.” Afmælishjólinu stolið Nýtt Muddy-Fox 21. gírs hjól var tekið þar sem það stóð fyrir utan Æfíngadeild Kennarahá- skóla íslands þriðjudaginn 5. nóv. Hjólið er flekkótt, fjólublátt og brúngult á litinn. Drengurinn sem á hjólið fékk það í afmælisgjöf í sept. sl. Ef einhver gæti gefið upplýsingar um hjólið þá vinsam- legast hafi hann samband við Helga Berg í síma 620037 eða 689265. Skólataska tapast Skólataska var tekinn úr strætóskýli við Kringlumýra- braut, beint á móti Verslunarskó- lanum, fimmtudaginn 14. nóv. Taskan er eðlilega full af skóla- bókum og hvarf hennar kemur sér illa fyrir eigandann. Þeir sem einhveijar upplýsingar hafa um skólatöskuna vinsamlegast hafi samband við Bjarka í síma 50755. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar Yíkveiji fór með bílinn sinn í skoðun í fyrsta sinni, en hann er þriggja ára gamall. Bifreiðin, sem er af Volvo-gerð, fékk ekki fullnaðarskoðun og þegar Víkverji spurðist fyrir um, hvort Volvo-verk- stæðið, sem rekið er af Brimborg, hefði leyfi til þess að framkvæma svokallaða endurskoðun, var svarið neitandi. Astæður voru ekki upp- gefnar. Þegar Víkveiji spurðist fyrir um það hjá verkstæði Brimborgar, var sagt að ekki hefði samizt á milli Bifreiðaskoðunar íslands og fyrir- tækisins um endurskoðunina og var helzt að skilja, að Brimborg neitaði að innheimta svokallað endurskoð- unargjald fyrir Bifreiðaskoðun Is- lands, enda hefði fyrirtækið talið það ósanngjarnt, þar sem Bifreiða- skoðunin framkvæmdi ekki endur- skoðunina. Aftur var lejtað skýringa hjá Bifreiðaskoðun Islands og kom þá í ijós að ekkert endurskoðunargjald væri innheimt og hefði það ekki verið gert. Aðeins hafi verið um hugmyndir að gjaldi að ræða, sem aldrei hefðu komið til framkvæmda. Þessar skýringar eru furðuiegar og stangast á. Hvers vegna í ósköpun- um er sérhæfðu fyrirtæki ekki heimilt að endurskoða þær bifreið- ar, sem þeir eru sérfræðingar í að gera við? í Bifreiðaskoðun íslands voru í raun örfá verkstæði sem höfðu endurskoðunarrétt og fékk Víkveiji að sjá þar lista yfir þau. Þar vantaði fjölda af verkstæðum stórra bifreiðaumboða. Þarna er greinilega einhver pottur brotinn. Raunar kom í ljós við þessar fyr- irspurnir, að hið eina, sem svokölluð endurskoðunarverkstæði þyrftu að greiða Bifreiðaskoðun Islands væru skoðunarmiðarnir, sem kosta 50 krónur stykkið. Raunar er óskiljan- legt, að Bifreiðaskoðunin sé að inn- heimta fyrir þessa miða, þegar hún tekur þúsundir króna fyrir hveija skoðun. Miðarnir, sem límdir eru í gluggann á bílunum - eða á nýju númerin, hljóta að geta verið inni- faldir í skoðunargjaldinu. Annars lítur Víkveiji dagsins svo á að einkavæðing bifreiðaskoðunar sé einhver klaufalegasta aðgerð, sem framkvæmd hefur verið og lítt skárri en sú skoðun, sem Bifreiða- eftirlitið sáluga framkvæmdi. Þá kostaði þó þessi þjónusta ekki þessi ósköp, sem hún kostar nú. xxx Víkverji hefur tekið eftir því að hið nýja happdrætti „Happó” auglýsir að aðeins sé dregið úr seld- um miðum. Þrátt fyrir það tekur happdrættið ákveðið hlutfall vinn- ingsmiða sjálft, sjálfsagt til þess að stækka pottinn. Engu að síður er ljóst að þeir láta ekki af hendi peninga, sem næmu sölu þessara miða. Einhvern veginn hefur Vík- veiji það á tilfinningunni, að þarna sé um að ræða einhverja blekkingu. I raun er ekki rétt að segja að að- eins sé dregið úr seldum miðum. Annars eru það örfá happdrætti í þessu þjóðfélagi, sem draga aðeins úr seldum miðum. Öll stóru happ- drættin spila t.d. sjálf á.óselda miða og sé t.d. aðeins selt um 40% vinn- ingsmiða þýðir það að 60% miða séu í eigu happdrættanna og þá fá þau líklegast vinningshlutfall, sem er mjög nálægt þeirri tölu, þ.e.a.s. sex vinningar af 10 falla happ- drættinu sjálfu í skaut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.