Morgunblaðið - 16.11.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.11.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK 262. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 16. NÓYEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunbiaðsins Líbýustjórn hafnar framsalskröfum; Yesturveldin ráðg- ast um næstu skref Tvísýnar kosningar í Louisiana Ríkisstjórakosningar eru í Louisiana í dag og hefur kosningabaráttan vakið mikla athygli í Bandaríkjun- um. Frambjóðandinn David Duke, sem hér sést ræða við aðdáendur sína, segist vera repúblikani þótt frammámenn flokksins vísi honum á bug. Duke er fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan-hreyfingarinnar sem ofsótti blökkumenn og myrti marga þeirra, einnig þótti honum á yngri árum nasistaforinginn Adolf Hitler hið mesta valmenni og vildi halda minningu hans á lofti. George Bush forseti hvetur repúblikana til að kjósa að þessu sinni Edwin Edwards, frambjóðanda demókrata. Sjá ennfremur frétt á bls. 20. Mitterrand segir aðild Líbýumanna að Lockerbie-tilræðinu sannaða London, Washington, Bonn, Túnisborg, Nikosiu. Reuter. STJÓRNVÖLD í Líbýu vísuðu í gær á bug öllum ásökunum yfir- valda í Bretlandi og Bandaríkjunum um aðild tveggja líbýskra leyni- þjónustumanna að sprengjutilræðinu yfir Lockerbie árið 1988. Því var hafnað að framselja mennina og Vesturveldin hvött til að fela málið í hendur óháðum, alþjóðlegum dómstóli. Helstu ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi munu á næstu dögum ráðgast um aðgerðir sem gripið verði til ef líbýskir waldamenn neita áfram að framselja hina grunuðu og er ekki útilokað að beitt verði hervaldi. Aðrar leiðir, s.s. viðskiptabann, eru þó líklegri. Francois Mitterrand FraTck- landsforseti sagði í gær að sannan- ir virtust vera fyrir aðild Líbýu- manna að tilræðinu. Forsetinn sagði að tengsl væru milli Lock- Afsögii tveggja ráðherra í Noregi Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaósins. ELDRID Nordbo, viðskiptaráð- herra Noregs, og Matz Sandman, fjölskyldu- og neytendamálaráð- herra, sögðu af sér embætti í gær af persónulegum ástæðum. Orð- rómur er á kreiki um að frekari breytingar á stjórn Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra séu í vændum. Afsögn ráðherranna kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og þykir fréttnæmari sakir þess að ijölmiðlar höfðu margir metið stöðu þeirra innan stjómar Brundt- land sem mjög sterka. Við starfí Nordbo tekur Bjorn Tore Godal, for- maður utanríkis- nefndar Stórþings- Eldrid Nordbo ins, og Grete Berget leysir Sandman af hólmi, en hún hefur starfað í for- sætisráðuneytinu sem ráðgjafi Brundtland. Nordbo hefur óskað eftir að taka við fyrra starfi í umhverfisráðuneyt- inu en Sandman segist þurfa meiri tíma fyrir fjölskyldu sína. Gro Harlem Brundtland sagðist hnuggin yfir því að Nordbo og Sand- man yfirgæfu stjómina því þau hefðu stutt sig dyggilega. Fullyrti hún að pólitískar ástæður lægju ekki að baki afsögnunum, þær hefðu átt sér nokkuð langan aðdraganda. Það hef- ur þó legið fyrir að Matz Sandman er yfirlýstur andstæðingur hugsan- legrar aðildar Norðmanna að Evr- ópubandalaginu og Nordbo hefur margsinnis látið í ljósi efasemdir um gildi aðildar. Hún stýrði samning- um um Evrópska efnahagsssvæðið (EES) fyrir hönd Norðmanna og mun hafa ákveðið að segja skilið við anna- samt starf viðskiptaráðherra þegar EES-samningarnir voru í höfn. erbie-tilræðisins og annars tilræðis níu mánuðum síðar, er frönsk far- þegaþota hrapaði í Sahara og 170 manns létu lífið. í Lockerbie-til- ræðinu fórust 270 manns. Athygli vekur að í opinberri yfir- lýsingu stjórnar Moammars Gadd- afís, leiðtoga Líbýu, er tónninn ekki jafn herskár í garð vestrænna ríkja og oft áður og öllum formæl- ingum sleppt. Sagt er að Líbýa fordæmi sem fyrr öll hryðjuverk, leysa beri deilur með samningum. Líbýumenn hafa árum saman stutt ýmsa hryðjuverkahópa, þ. á m. liðsmenn írska lýðveldishersins (IRA) á N-írlandi, með vopnum. Sendiherra landsins í Frakklandi, Saeeb Mujber, sagði í sjónvarpsvið- tali að framsal mannanna tveggja kæmi ekki til greina, með því myndi þjóðin afsala sér fullveldi sínu. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, Richard Bouch- er, segir að stjórnvöld í Líbýu hafi skipulagt tilræðið. „Sprengjutil- ræðið gegn Pan Am 103 var ekki verk fáeinna glæpamanna. Svona umfangsmikið verk, með þátttak- endum sem eru nátengdir æðstu mönnum landsins, hefur aðeins verið hægt að framkvæma með samþykki háttsettra embættis- manna,” sagði Boucher. Árið 1986 gerðu Bandaríkja- menn loftárás á einkabúðir Gaddafis í Líbýu og fórst kjördótt- ir hans. Árásin var gerð í hefndar- skyni fyrir tilræði gegn bandarísk- um hermönnum í Þýskalandi sem talið var að Líbýumenn hefðu stað- ið á bak við og telja margir að Lockerbie-tilræðið hafi verið svar Gaddafis við loftárásinni. Bardagar sambandshers Júgóslavíu og Króata: Yopnahlé tekur gildi í þrettánda sínn í dag Zagreb. Reuter. HER Júgóslavíu og stjórnvöld í Króatíu sömdii í gær um vopnahlé sem taka á gildi kl. 17 í dag. Dirk Van Houten, yfirmaður sendi- nefndar Evrópubandalagsins í Króatíu, sagði að vopnahléð væri byggt á samkomulagi sem gert var í Haag í Hollandi 18. október en var ekki framfylgt. Samkvæmt því munu Króatar leyfa hermönn- um sambandshersins að yfirgefa umsetnar herstöðvar í Króatíu og herinn mun stöðva árásir á borgir í landinu. Bardagar héldu áfram í gær, þrír menn féllu í sprengjuárásum á borgina Split og sambandsherinn herti tök sín á bænum Vukovar við Dóná. Þetta er í þrettánda sinn sem samið er um vopnahlé milli Króata og sambandshersins eða stjórn- valda í Júgóslavíu. Van Houten kynnti vopnahléssamkomulagið í Zagreb eftir viðræðúr við Andrija Raseta, hershöfðingja í Júgóslavíu- her, og króatíska embættismenn Baker heim- sækir Kína James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í gær í opin- bera heimsókn til Kína og ræddi við kínverska starfsbróður sinn, Qian Qichen. Búist er við að Ba- ker knýi á kínversk stjómvöld um úrbætur í mannréttindamálum en samkvæmt fréttastofunni Nýju Kína bar það mál ekki á góma á fundi utanríkisráðherranna í gær. Qian hvatti hins vegar Bandaríkj- astjórn til að aflétta refsiaðgerð- um gegn Kínveijum og lét í ljósi von um að heimsókn Bakers yrði til að bæta samskipti ríkjanna. Myndin var tekin af ráðherrunum fyrir fund þeirra. Sjá frétt á bls. 20. undir forystu Imra Agotics, foringja í þjóðvarliði landsins, og Mates Granics, aðstoðarforsætis- ráðherra. Að þessu sinni munu hermenn en ekki stjórnmálamenn sjá um útfærslu vopnahlésins. Svifnökkvi Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna kom í gær heill í höfn í Dubrovnik í Króatíu. Júgó- slavneskt herskip hafði skotið varúðarskotum að nökkvanum á leið hans til borgarinnar en að sögn var ástæðan sú að júgóslav- neska flotanum var ekki fullkunn- ugt um hvaða farartæki væri þar á ferð. Áformað er að nökkvinn flytji börn frá Dubrovnik en borgin hefur sætt linnulausum árásum undanfarnar vikur. Önnur þingdeild júgóslavneska þingsins samþykkti í gær van- traust á Ante Markovic forsætis- ráðherra og Budimar Loncar utan- ríkisráðherra sem báðir eru Króat- ar. Ekki er ljóst hvort ráðherrarnir verða að hlíta þessari samþykkt vegna þessað þingmenn frá íjórum af átta lýðveldum og sjálfstjórnar- héruðum Júgóslavíu, þ. á m. Kró- atíu, sækja ekki þingfundi. For- sætisnefnd Júgóslavíu þar sem Serbar hafa tögl og hagldir ákvað í gær sömleiðis að undirbaa brott- rekstur þessara tveggja ráðherra. Sjá frétt á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.