Morgunblaðið - 16.11.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.11.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 35 fclk í fréttum SÓLIN Elvis segist hafa það fínt Breska blaðið The Sun, sem reyndar hefur stundum þótt ótrúverðugt, fékk fyrir skömmu miðil í lið með sér til þess að ná sambandi við rokkgoðið Elvis Presley sem lést um árið af völdum lyfjaáts. Miðillinn, hinn bandaríski Kim Tracey, náði skjótt sambandi við goðið sem vildi koma skilaboð- um á framfæri til allra velunnara sinna. Þetta var hin athyglisverðasta uppákoma, því eftir að Tracey náði sambandi við efra, opnuðu fréttastjórar símann og lesendur blaðsins hringdu hverjir um aðra þvera til að koma fyrirspurnum til goðsins á framfæri. Sat Tracey í trans með símann í höndunum og Elvis skrafaði við lesendur blaðsins í gegn um miðilinn. Einn lesandi vildi vita hvernig Elvis hefði það og hvort hann væri ekki örugglega í efra. Jú, það var ör- uggt. Og hann hefði það fínt, hann sæti þá stundina ásamt John Lenn- on og Jimmy Hendrix og þeir væru að „djamma”, eða að leika af fingrum fram eins og það heit- ir á betra en lengra máli. Elvis Presley Þetta er Jennifer Flavin. Móðir Stallones reyndi að spilla sambandi þeirra þar seni henni þótti Flavin ekki vera nógu miíull „kroppur”. Stallone mætir maka sínum Sylvester Stallone er í þann mund að ganga í þá vaxandi breiðfylkingu karlleikara sem gera sér far um að leika á móti mökum sínum í bíóborginni Hollywood. Svo virðist sem í sumum tilfellum geri drengirnir það af góðmennsku sinni, mökunum til framdráttar á frægðarbrautinni. Áður hafa Tom Cruise leikið á móti Nicole Kidman og Patric Swayze leikið á móti Lisu Niemi svo einhver séu nefnd. Dæmið um frægðarkastljósið hef- ur raunar snúist við þar sem Mel- anie Griffith hefur séð sér þann kost vænstan að leika í kvikmynd á móti bónda sínum Don Johnson til að hressa upp á feril hans. I öðru tilviki má ekki milli sjá hvor aðilinn sé frægari og því hlýtur fólkið að gera það fyrir skemmtun- ar sakir. Má nefna Bruce Willis og Demi Moore. Hvað Stallone viðkemur þá stóð það svo sem ekki til að leika á móti sambýliskonu sinnf Jennifer Flavin. Það hafði komið til tals og í undirbúningi var ný mynd með Stallone, „Cliffhanger” heitir hún. Finninn Renny Harlin mun leik- stýra myndinni og hann taldi sig ekki þurfa að leita langt yfir skammt með val í aðalkvenhlut- verkið eftir að hafa hitt Jennifer. Raunar var Sly aldrei spurður, þvi Harlin er sagður harður í horn að taka og virtur vel vestra. Flavin fær því sína eldskírn í kvikmynd- um í faðmi maka síns Sylvesters Stallone. BAKKUS ■ JBUHHU Jgg ÉPi i i A Ottast um Mel Gibson ! / ? r i í 1 r r i 1 n 1 fjað er vitað mál, að leikarinn ■t* Mel Gibson hefur af og til átt báírt. í viðskintum sínum við Bakk- !F’**Tlrri j JÍJJ j us, þann gamia ref, en allra síðustu árin hefur Gibson haft svo mikið að gera að hann hefur varla mátt vera að því að hugsa um veigarn- ar. Þannig reyna einmitt margir alkóhólistar að sneiða fram hjá skeijunum, þ.e.a.s. með því að hafa bara nóg fyrir stafni. Nú óttast menn að Gibson sé farinn að bila á taugum. Fyrir fáein- um mánuðum „sprakk” hann eins og það er stundum kallað, en reif sig upp og fór að mæta á AA- fundi. Nú er hann aftur sjaldséður á þeim samkundum, en því oftar í vinskap við flöskurnar, Nágrannar hans tóku eftir því eitt kvöldið, að kappinn hafði gleymt að draga fyr- ir gluggatjöldin, þannig að fólkið sá til hans af og til allt kvöldið. Hann sat inni í stofu og horfði á Mel Gibson. sjónvarpíð. Hann drakk bjór mjög stíft allan tímann. Kona hans og börn voru hvergi nærri og undir miðnætti sofnaði hann í stól sínum. COSPER COSPF R U’UO ''' ; f.un' :,-l 1» I' Wgf 'r.rlt.) Fjöldinn alluraf fyrirtækjum og einstaklingum selja vörursýnar um helgina á hlægilega lágu OPIÐ; Laugard. frá kl. 11.00-18.00 Sunnud. frá kl. 12.00-18.00 Leiktæki fynir börnin Jólaskraut Fólk í búningum M r 1 f/H. |J n 'J| M, ALLT MILLIHIMINS OG JARÐAR TIL SÖLU BBBdUBB Grensásveg 14 (bakatil) Sími 651426 mastoW'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.