Morgunblaðið - 16.11.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.11.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NOVEMBER 1991 Verk Daða í Fold Sjálfsbjörg mótmælir afstöðu meirihluta borgarstjórnar ^KYNNING á verkum Daða Guð- björnssonar í Fold, listmunasölu, Austurstræti 3, hefst laugardag- inn 16. nóvember. Daði Guðbjörnsson fæddist í Reykjavík árið 1954. Hann stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykja- vík og Myndlista- og handíðaskóia íslands. Einnig stundaði Daði nám við Rijksakademi van Belende kunst- en í Amsterdam. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Daði hefur verið ^kennari við Myndlista- og handíða- skóla íslands sem og Myndlistaskól- ann í Reykjavík. Hann var formaður Félags íslenskra myndlistarmanna um árabil og þá hefur hann átt sæti í safnráði Listasafns íslands. Á kynningunni í Fold verða til sýnis og sölu vatnslita-, pastel- og grafíkmyndir. Eins og áður sagði hefst kynningin laugardaginn 16. nóvember en henni lýkur föstudaginn 29. nóvember. Opnunartími Foldar er mánudaga til föstudaga frá kl. 10-18, laugardaga er opið frá kl. 10-18 og sunnudaga frá kl. 14-18. (Fréttatilkynning) Daði Guðbjörnsson við eitt verka sinna. MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi fréttatilkynning frá Sjálfsbjörg: „Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra, mótmælir harðlega þeirri túlkun meirihluta byggingarnefnd- ar og borgarstjórnar Reykjavíkur að starfræksla sambýlis fatlaðra sé „breyting á notkun” íbúðarhús- næðis. Sjálfsbjörg bendir á að þessi túlkun feli í sér að búseta fatlaðra sé ekki sambærileg við búsetu ófatlaðra og hefði það í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir jafnréttisbaráttu fatlaðra. Sjálfsbjörg skorar því á borgar- stjórn að taka þetta mál upp að nýju og hverfa frá þessari túlkun. Sjálfsbjörg treystir því að hér sé um misskilning að ræða og að meirihluti borgarstjórnar sé ekki þeirrar skoðunar að búseta fatl- aðra sé réttlægri en annarra.” d Af|Ai YCIMC^AR - A TVINNUAUGL ÝSINGAR Atvinnurekendur! Vantar mann? Ég er fjölhæfur í höndum og við texta. 10 ára verktakastörf að baki. Vinsamlegast hafið samband við Sigurjón í síma 611487. BÁTAR — SKIP Báturtil sölu Til sölu 8 tonna bátur útbúinn til línuveiða. Selst kvótalaus. Upplýsingar í síma 94-7762. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Aðalfundur íslensku óperunnar og Styrktarfélags íslensku óperunnar verður haldinn mánudaginn 25. nóvember. Fundurinn verður haldinn í íslensku óper- unni, Gamla bíói, kl. 18.00. Stjórn íslensku óperunnar. Afmælishátíð Fjölbrautaskóla Suðurlands í tilefni 10 ára afmælis skólans - og reyndar fimmtugsafmælis Iðnskólans á Selfossi - verður hátíð um hönd höfð í skólanum í dag, laugardaginn 16. nóvember, og hefst kl. 14.00. w Þar fer fram hljóðfærasláttur og söngur, bæði einsöngur og kórsöngur, ávörp verða flutt og gjafir afhentar. Sýning verður höfð uppi á myndum úr sögu og starfi skólans og fólki gefst færi á að kynna sér húsakynni og búnað. Léttar kaffiveitingar verða framreiddar. Allir eru hjartanlega velkomnir til samkom- unnar. Sérlega er því beint til fyrrverandi nemenda og starfsmanna skólans að heiðra okkur með nærveru sinni. Skólameistari. -------- VEIÐI Stangveiðimenn - stangveiðifélög Tilboð óskast í stangveiði í Blöndu og í Svartá ásamt veiðihúsi sumarið 1992. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð skilist fyrir 20. nóvember nk. til Hall- dórs B. Maríassonar, Finnstungu, 541 Blönduósi, sem gefur nánari upplýsinqar í síma 95-27117. Stjórn Veiðifélags Blöndu og Svartár. Stangaveiðimenn ath!! Nýtt flugukastnámskeið hefst næstkomandi sunnudag kl. 10.20 árdegis í Laugardalshöll- inni. Nýtið ykkur tækifærið. Kennt verður 17. og 24. nóvember og svo 8. og 15. desember. K.K.R. og kastnefndirnar. HÚSNÆÐI í BOÐl Athafnamenn! Til sölu er 250 fm iðnaðar- og verslunarhús- næði á Patreksfirði í góðu ástandi. Notkunarmöguleikar eru margvíslegir en við viljum þó benda á þau tækifæri, sem fram- undan eru í sjávarútvegi og hugsanlega þörf fyrir húsnæði við framhaldsvinnslu sjávaraf- urða, eins og niðursuðu eða pakkningu fram- leiðslu í lofttæmdar umbúðir, svo eitthvað sé nefnt. Vekjum athygli á nálægð við fiskeldistöðvar með mikla framleiðslu. Upplýsingar gefur Hilmar Jónsson spari- sjóðsstjóri, sími 94-1151. Eyrasparisjóður, Patreksfirði. NAUÐUNGARUPPBOÐ Nauðungaruppboð þriðja og síðasta sala fer fram á eftirtöldum eignum þriðjudaginn 19. nóvember 1991 á eignunum sjálfum: Miðstræti 8A, Neskaupstað, þingl. eigandi Þuríður Una Pétursdótt- ir, talinn eigandi Hörður Þorbergsson: Uppboðsbeiðendur eru: Lífeyr- issjóðu starfsmanna ríkisins og Byggingársjóður ríkisins. Kl. 14.30. Þiljuvöllum 27, efri hæð, Neskaupstað, þinglesinn eigandi Oddur Þór Sveinsson. Uppboðsbeiðendur eru: Lífeyrissjóður Austurlands, S. Ingólfsson hf., Bæjarsjóður Neskaupstaðar, Húsasmiðjan hf., Byggingasjóður ríkisins, Sjóvá-Almennar hf., Landsbanki islands og Sparisjóður Norðfjarðar. Kl. 15.00. Bæjariógetinn í Neskaupstað. Nauðungaruppboð Þriðjudaginn 19. nóvember 1991 fara fram nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum í dómsal embættisins, Hafnarstræti 1, ísafirði, og hefjast þau kl. 14.00: Fiskverkunarhúsi á hafnarbakka, Suðureyri, þingl. eign Fiskiðjunnar Freyju hf., eftir kröfu Hannesar Halldórssonar. Annað og síðara. Hlíðarvegi 26, ísafirði, þingl. eign Lilju Sigurgeirsdóttur og Harðar Bjarnasonar, eftir kröfum Nesco hf., Bæjarsjóðs ísafjarðar, veðdeild- ar Landsbanka íslands og Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Annað og síðara. Pollgötu 4, verslunarhúsnæði a, ísafirði, þingl. eign Guðmundar Þórðarsonar, eftir kröfum Jóns Fr. Einarssonar, Sjóvá Almennra hf., Sindrastáls hf., innheimtumanns ríkissjóðs, Pólsins hf. og Sparisjóðs Bolungarvikur. Annað og síðara. Pólgötu 10, ísafirði, þingl. eign Magnúsar Haukssonar, eftir kröfum Laugarásbíós, Skífunnar hf., Billjardbúðarinnar, innheimtumanns ríkissjóðs og Sjóvá Almennra. Annað og síðara. Bæjarfógetinn á ísafirði. Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu. TILKYNNINGAR Drætti frestað til 7. desember. Happdrætti Olympíunefndar. Fasteignagjöld Eigendur fasteigna í Neshreppi utan Ennis, á Hellissandi og Rifi: Álögð fasteignagjöld ársins 1991 eru öll gjaldfallin. Þeim, sem enn hafa ekki greitt, er bent á.að gera skil nú þegar svo konmist verði hjá frekari inn- heimtuaðgerðum. Sveitarstjóri. KENNSLA Iðnnám - verknám - hönnunarnám Innritun í fjölbreytt nám við flestar brautir skólans á vorönn 1992 fer fram þessa dag- • ana. Innritun lýkur um nk. mánaðamót. Símar á skrifstofu 51490 og 53190. Iðnskólinn í Hafnarfirði. Gítarkennsla Nú getur þú lært á gítar í gegnum bréfa- skóla. Bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeið í rokk og blús hefjast í hverri viku. Upplýsingar í síma 91-629234. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA. Félag íslenskra gítarleikara. FÉLAGSSTARF Kópavogsbúar athugið! í dag, laugardaginn 16. nóvember, mun Arnór Pálsson, bæj- arfulltrúi og meiri- hlutamaður I félags- málaráði, og Kristín Lyngdal, varabæjar- fulltrúi og formaður lista- og menning- arráðs, vera til við- tals I Hamraborg 1, 3. hæð. Opið er frá kl. 10.00-12.00 og eru allir velkomnir. Það verður heitt á könnunni. Sjálfstæðisfélögin. FÉLAGSLÍF UTIVIST HALLVEIGARSTÍG 1 • SÍMI 14606 Dagsferð sunnudaginn 17. nóvember Kl. 10.30: Póstgangan 23. áfangi Kirkjuferja - Torfeyri. Gengin verður gamla þjóðleiðin frá Kirkjuferju um Bakkaárholt og Torfeyri. Þægileg ganga. Stað- fróður Árnesingur verður með í för. Pósthúsið í Hveragerði verð- ur opnað vegna stimplunar póst- göngukorta. Brottför frá BSl bensínsölu, stansað við Árbæj- arsafn. Verð kr. 1.200,-, frítt fyrir börn allt að 15 ára í fylgd með fullorðnum. Sjáumst! Útivist. □ MÍMIR 599111187 = V FRL. □ GIMLI 599118117 - 1 Atkv. Frl. AÍÍSEA Aðalfundur fimmtudaginn 28. nóvember kl. 20.30 á Hótel Leif- ur Eiríksson, Skólavörðustíg 45. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. fítmhjaip Samhjálparsamkoma verður i Akraneskirkju i dag kl. 16.00. Fjölbreytt dagskrá með Samhjálparkórnum og vitnis- burðum Samhjálparvina. Gunn- björg Óladóttir leiðir fjöldasöng. Ræðumaður Óli Ágústsson. Skagamenn og nágrannar hjartanlega velkomnir. Samhjálp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.