Morgunblaðið - 16.08.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.08.1959, Blaðsíða 2
2 MORVVNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. ágúst 1959 Skipin héldu a veiðar — Þinglausnir Framh. af bls. 1. afgreitt, eru einungis þrjú og ein innanþingsályktun. Engu að síð- ur mun öllum koma saman um, að þetta þing hafi tekið ákvarðanir sem muni valda miklu um örlög íslenzku þjóðarinnar í framtíð- inni. Um þá meginákvörðun, sem gerð hefur verið á þinginu, sam- þykkt breytingar á stjórnar- skránni um nýja kjördæmaskip- un, er alkunnugt, að mönnum sýnist mjög á tvo vegu. — En víst er, að við sameinumst allir í því að vona, að vel reynist. Þeir ,sem eru á móti, vona, að betur fari en þá uggir og við, sem erum breytingunni samþykk ir, að svo reynist, sem við ætlum. Það væri fals af mér, e£ ég léti upp þá ósk, að við ættum allir eftir að hittast hér í þessum þing sal að afloknum kosningum, eins og vitað er, að ekki munu allir óska minnar hingaðkomu aftur. •— En hvað sem því líður, þá er það af heilum hug mælt, þegar ég þakka þingmönnum fyrir sam vistir á þessu þingi og er ég árna þeim og þeirra fjölskyldum allra heilla í þeirra lífi. Ég vil þakka starfsmönnum fyrir ágætt verk á þessu þingi og óska fósturjörð okkar allra heilla". Þakkir þingmanna Þegar þingforseti hafði lokið máli sínu, kvaddi Eysteinn Jónsson sér hljóðs og mælti á þessa leið: . „Eg vil leyfa mér í nafni okk- ar þingsystkina hæstv. forseta að þakka þær árnaðaróskir, sem hann hefur flutt okkur og okkar fólki. Þá vil ég ennfremur þakka hæstv. forseta fyrir góða stjórn á fundum Sameinaðs Alþingis, og flytja honum og hans fólki árn- aðaróskir frá okkur þingsystkin- um hans. Ég vil biðja menn að taka undir þetta með því að risa úr sætum“. Þingsli. Nokkrum andartökum síðar gekk forseti íslands, herra As- geir.Ásgeirsson, í þingsalinn. Þeg ar hann hafði heilsað þingfor- seta og þingmönnum gekk hann til ræðustólsins og tók til máls á þessa leið: „Á fundi ríkisráðs í dag, var gefið út bréf um að kjördagar við kosningar til Alþingis í haust komanda skuli vera sunnudagur- inn 25. og mánudagurinn 26. október. Þá var gefið út svo- hljóðandi bréf um þinglausnir: „Forseti íslands gjörir kunn- ugt: Alþingi, 79. löggjafarþing, hef ur lokið störfum, og mun ég því slíta Alþingi í dag laugardaginn 15. ágúst 1959. Gjört í Keykjavík, 15. ágúst 1959. Ásgeir Ásgeirsson, Emil Jónsson". Umboð þingmanna falla niður skv. ákvæðum stjórnskipunar- laga, en skv. því bréfi, sem ég hefi nú lesið, lýsi ég yfir því að þessu aukaþingi, sem að nú hef- ur lokið störfum, er slitið. Ég óska þingmönnum velfarn- aðar, þjóðinni allra heilla og bið þingmenn að minnast fósturjarð ar vorrar, íslands, með því að rísa úr sætum“. Þingmenn risu úr sætum og Emil Jónsson, forsætisráðherra, mælti: „Heill forseta vorum og fósturjörð“. En þingmenn tóku undir og hrópuðu ferfalt íslenzkt húrra. Lauk þar með athöfn þessari, sem var látlaus en hin virðuleg- asta í hvívetna. Rússar í þoku KORSÖR, 13. ágúst — Þrjú rússnesk herskip sigldu í svarta þoku um Stórabelti í dag. Ekki sáust þau frá landi, en farmenn á skipum, sem mættu Rússun- um, segja að eitt hafi verið mjög stórt, sennilega beitiskip. f Við Árbæ I I I ÞETTA er hliðið upp við Árbæ. Það er ekki fullgert ennþá. Það sem komið er upp, er, að steypt- ir hafa verið steinsöplar og upp á þá settir á dausinn tveir ísbirn- ir, sem í gamla daga voru ofan á þaki gamla ísbjarnarins við Tjörn ina. Á milli tréstólpanna tveggja, sem bera við himinn, á að koma einhvers konar víravirkismyr.d, af syndandi selum. Þykir mönn- um hliðið hið furðulegasta. — Þó sjálfsagí hafi verið að varðveita hinar gömlu tréskurðarmyndir af Isbirninum, þá eru margir þeirrar skoðunar að ekki eigi þær LANDSÞING Samb. ísl. sveitar- félaga var sett föstudaginn 14. ágúst kl. 10 árdegis í veitinga- húsinu Lido. Formaður sambandsins, Jónas Guðmundsson skrifstofustjóri, setti þingið með ræðu. Bauð hann fulltrúa og gesti velkomna og minntist þeirra fulltrúa fyrri landsþinga sem látizt höfðu frá því að síðasta landsþing var háð. Tóku fulltrúar undir orð for- manns með_ því að rísa úr sæt- um sínum. Á þinginu mættu sem gestir fulltrúar frá sveitarstjórn- arsamböndum Norðurlanda og innlendir gestir, Friðjón Skarp- héðinsson, félagsmálaráðh., Hall- grímur Dalberg, stjórnarráðsfull- trúi, Steindór Steindórsson, al'þ. maður og Páll Líndal skrifstofu- stjóri. Ávörp fluttu Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri og Friðjón Skarphéðinsson, ráðherra. Tilkynnt hafði verið um kjör 144 fulltrúa frá 122 sveitarfélög um, þar af 35 fulltrúar frá kaup stöðum og 109 úr sveitum og kaup túnum. Þingið sóttu um 90 full- trúar. Var fyrst kjörinn forseti þings- ins. Kosinn var Jónas Guðmunds- son, form. sambandsins, fyrsti varaforseti frú Auður Auðuns, forseti bæjarstj. Reykjavíkur, og annar varaforseti Tómas Jónsson, borgarlögmaður. Ritarar voru kjörnir Páll Björg vinsson, oddviti Efra-Hvoli og Eyþór Þórðarson bæjarfulltrúi Neskaupstað. Þá var kosið í fasta nefndir: Fjárhagsnefnd, allsherj- arnefnd, sveitarstjórnarlaga- nefnd, launamálanefnd, lána- stofnunarnefnd og kosnar kjör- nefndir fjórðunganna. Þá flutti Hjálmar Vilhjálmsson ráðuneytisstjóri erindi. Stjórnin lagði fram þessi mál: Frv. um Bjargráðasjóð fslands; 1 frv. um lögheimili; stofnun félags heima á þessum stað. Ekki geti verið svo mikið samband á milli Reykjavíkur og hins harðgerða dýrs norðursins. Væri ekki eðli- legra að setja upp minnismerki um ísbirni norður á Hraunfjarð- artanga?, eins og maður nokkur sagði, er hann sá þessa mynd hjá ljósmyndara Mbl. Þá sagði þessi sami maður, er hann heyrði um selina, að ekki gæti hann séð á hvern hátt þeir gætu verið tákn- rænir fyrir Reykjavík eða Reyk- víkinga, nema síður sé. Þar sem ætla má, að listaverka nefnd bæjarins sem öll slík mann virki, sem þetta hljóta að falla undir, hafi fjallað um hina list- rænu gerð þessa hliðs, má búast við að það sé nokkurs konar stóri dómur hvað allri gerð hliðsins viðvíkur. —Sv. Þ. til kaupa á gatnagerðartækjum; endurskoðun sveitarstjórnarlög- gjafarinnar; laun oddvita og sveitarstjóra. Mál þessi voru rædd og vísað til nefnda, auk mála og tillagna sem einstakir fulltrúar báru fram. Fundi var slitið kl. 17. Fyrir hádegi í gær störfuðu nefndir, en þingfundur hófát kl. 13.30. Þá flutti Tómas Jónsson, borgarlögmaður, erindi er nefndist: Hugleiðingar um út- svarsskyldu. Hvar er gjaldþegn útsvarsskyldur? Einnig skiluðu nefndir álitum og urðu umræður um þau. í dag hefst fundur kl. 13,30. Verða fyrst framhaldsumræður og afgreiðsla þingmála, þá kosin stjórn og fulltrúaráð, en að lok- um flytja erlendir gestir ávörp. Þinglausnir verða kl. 16 i dag en í kvöld sitja þingfulltrúar boð foæjarstjórnar Reykjavíkur í Lido ungur milljón. GÖTULÖREGLAN lenti í stutt- um eltingarleik við bílþjóf í nótt. Lauk leiknum með því að maður- inn var handtekinn undir stýri bílsins. Hvoru tveggja var, að maðurinn var ölvaður og öku- leyfislaus, þar eð hann hafði ver- ið sviptur því áður með dómi. Forsaga málsins er sú, að hinn drukkni maður, sem er rétt lið- lega tvítugur að aldri, var að koma af dansleik. Þá kom hann að Volkswagenbíl utan af landi. Bíllinn var í gangi en hurðin læst. En maðurinn lét það ekki hindra sig. Hann braut rúðu í bílnum og komst þanig í hann og ók síðan af stað. BRÆLA var á öllum síldarmið- unum í gærmorgun og fyrrinótt, og ekki hægt að vera við veiðar Skipin lágu inni og biðu los- unar á Austfjarðahöfnunum og Raufarhöfn. Er blaðið átti tal við fréttaritara sinn á Raufarhöfn um hádegi í gær, fór veður batn- andi, og þau skip sem ekki biðu losunar voru farin að tínast út. Þrærnar á Raufarhöfn fullar Svolítið var saltað í fyrradag á Raufarhöfn, en síldin hefur yf- irleitt verið orðin 15—20 klst. gömul er hún kemur til hafnar og því farið í bræðslu. Þrærnar á Raufarhöfn voru orðnar fullar í gærmorgun og biðu um 4500 mál síldar losunar í höfninni, en þró átti að losna í gærkvöldi. Blaðinu er kunnugt um þessi skip hafi landað á Raufarhöfn: Haförn 2007 mál, Snæfari AK 897; Víðir, Eskifirði 678; Sigur- von 858; Jón Finnsson 540; Snæ- fell 1830; Víðir II. Garði 489; Björgvin 1293; Hafþór 1017; Rán 651; Gunnar 924; Hafrenningur 936; Gullver 744; Fjarðarklettur 756; Sigurbjörg 657; Hannes Lóðs 507; Mummi 444; Svala 1218; Geir 516; Viktoría 525; Bára 500; Pétur Jónsson 500; Skipaskagi 200; Tjaldur VE 300; Askur 550; Þórkatla 700; Ásbjörn IS 300; Álftanes 200; Bjarmi VE 150; Helga Húsavík 450; Heimaskagi 600. Beðið londunar í Nesi NORÐFIRBI, 15. ágúst — Bræla hefur verið á miðunum hér fyrir Austurlandi og engin síldveiði verið síðan í fyrradag. Skipin hafa verið að tínast inn og bíða hér 21 skip með 8270 mál samtals. Mest hefur Faxaborg, 1000 mál, Frygg er með 500 mál, Sæborg 600; Björg 300; Vilborg 130; Reynir 300; Grundfirðingur II. 700; Fylkir 200; Erlingur IV. 800; Guðmundur á Sveinseyri 650; Steinunn gamla 750; Sigrún 500; SIGLUFIRÐI, 10. ágúst — Fyrir nokkru var tekinn í notkun syðri hluti hinnar nýju hafskipa- bryggju hér á Siglufirði og er gerð þess hluta bryggunnar að mestu lokið þótt plata verði ekki steypt ofan á fyllinguna fyrr en síðar, þar eð hún kemur til með að síga nokkuð. Þá var hafizt hana um að reka niður járn- þil umhverfis gömlu hafnar- bryggjunnar eða nyðri hluta þess hafnarmannvirkis og hefur skip- um verið stranglega bannað að leggjast að þeim hluta bryggj- unnar enda getur bæði þeim og mannvirkinu stafað hætta af. Skömmu síðar varð eigandinn þess var að bílnum hafði verið stolið, en hann hafði brugðið sér frá. Hann gerði lögreglunni að- vart. Á Suðurlandsbraut sáu lög- reglumennirnir til ferða bilsins og veittu houum eftirför. Var litla bílnum ekið með vaxandi hraða inn hina malmikuðu braut og er lögreglubíllinn náði fram úr VW-bílnum, var hann á 110 km hraða. Þar með lauk þessu næturævintýri mannsins, sem var á leið upp í Mosfellssveit. Lög- reglan tók mann og bíl í sína vörzlu, og setti manninn í kjall- arann. Einar Þveræingur 650; Bergur 100; Dalaröst 400; Fróðaklettur 60; Böðvar 80; Heimir 200; Hólm- kell 100; Rögnvaldur 100; Mun- inn II. 100. í gæpkvöldi hafði síldarverk- smiðjan allt tekið á móti 44117 málum, og var þróin þá full. Bíða skipin í höfninni eftir að rými. Áður en bræla skall á höfðu nokkur skip látið reka í Húna- flóa og fengu nokkur sæmilegan og sum ágætan afla. — Fréttaritari ESKIFIRÐI, 15. ágúst — Dálítil síldveiði var í Reyðarfirði í nótt. Vitað er um Jón Kjartansson frá Eskifirði fékk 400 mál, Hólmanes 250; Svanur RE um 100 mál og Ársæll Sigurðsson, Hafnarfirði um 100 mál, hefðu fengið síld. Skipin hafa legið hérna inni á Reyðarfirði, vegna brælu, allt upp í 30. En nú er að birta upp og eru skipin að fara út, til veiða á sömu slóðum, inni í Reyðar- firði. — Fréttaritari. Skátaforingi tapar boga við Kleifar- vatn SKÁTAFORINGI einn í Hafnar- arfirði, sem fyrir helgi var að koma úr útilegu með Ylfingum, í Hverahlíð við Kleifarvatn, varð fyrir því óhappi að af bílnum, sem hann ók tapaðist langur og mjór kassi. I honum var bogi, sem skátaforinginn lofar ylfingunum að æfa sig með í útilegum. — í öðrum kassa, sem bundinn var við kassann með boganum í, voru 10 örvar. Líklega hefur kassinn dottið af bílnum á Krísuvíkur- vegi, rétt fyrir neðan afleggjar- ann frá Hverahlíð. Það er mjög tilfinnanlegt fyr- ir skátaforingjann að tapa þess- um boga og biður hann þann, sem bogann fann að gera aðvart í síma 50665, og verða fundar- laun veitt. Vitamálaskrifstofan hefur sent hingað norður stórvirk tæki og þjálfaða menn til starfs og miðar verkinu mjög vel áfram. — S. — Kinveriar Frarnh. áf bls. 1. Sananikona, bróðir forsætis- ráðherra Laos. Stjórn Laos hefur þegar ákært stjórn Norður Vietnams fyrir það að standa að baki vopnaðri inn- ráð í landið. Kveðast Laos-menn nú hafa sannanir fyrir því að reglulegir herflokkar frá Norð- ur Vietnam hafi tekið þátt í inn- rásinni, en þeir hafi nú snúið til baka til Norður Vietnams, en eft- ir séu í fjöllum og frumskógum 1200 kommúnískir uppreisnar- menn í Laos, sem stjórn N-Viet- nam hefur búið að vopnum. Laos-menn vilja að S.Þ. skipi rannsóknarfulltrúa og sé hann frá einhverju hlutlausu landi, en þó ekki frá þeim löndum sem áltu sæti í vopnahlésnefndinni 1954, þ.e. frá Kanada, Indlandi eða Póllandi. Forsætisráðherra Laos, Phoui Sananikone flutti ræðu í dag á fjölmennum útifundi í höfuð- borginni. Hann sagði að skær- urnar í landinu ættu rætur sínar að rekja til þess, að hinn stóri ná granni í norðri, Kína, ágirntist yfirráðin yfir Laos. Hét forsæt- isráðherrann því að gera allt sem hann gæti til að bjarga landi sínu undan ágangi og drottnunargirni Kínverja Landsþingi Sambands 'ísl. sveitafélaga verður slitið í dag Lögreglubíll stöðvar bílþjóf á 110 km hraða Hluti uf nýrii hufskipabryggju ú Siglufirði tekinn í notkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.