Morgunblaðið - 16.08.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.08.1959, Blaðsíða 8
8 MORCrnvrtT.4ÐIÐ Sunnudagur 16. ágúst 195^ Sjötugur á morgun: Císli Jónsson alþingismaður GÍSLI JÓNSSON, þingmaður Barðstrendinga fyllir á morgun 7. áratug ævi sinnar. Hann er i hópi þeirra manna sem mest hefur kveðið að í framfara- og atvinnumálum landsmanr.a á síð- ustu áratugum og er fyrir lóngu þjóðkunnur fyrir margháttuð störf í þágu atvinnuveganna og sem mikilhæfur og dugandi al- þingismaður. Gísli Jónsson er fæddur að Litlabæ í Álftanesi hinn 17. ágúst 1889 og er kominn af frá- bæru dugnaðar- og athafnafólki. Foreldrar hans voru þau Jón Hall grímsson ættaður úr Mýrasýslu, bóndi í Litlabæ og síðar í Skild- inganesi við Reykjavík, og kona hans Guðný Jónsdóttir frá Gras húsum á Álftanesi. Ungur að ar- um fluttist Gísli með foreldrum sínum og fjölmennum syskina- hópi að Bakka í Arnarfirði, þar sem faðir hans fékkst við verzl- un og búskap. Foreldrar Gísla höfðu fyrir stórum barnahópi að sjá, og á uppvaxtarárum sínum mótaðist hann af þeirri hörðu lífsbaráttu í sveit og við sjó sem var einkenni aldamótaáranna. Bein kynni hans á unglingsárun- um af baráttu og striti fólksins í því héraði sem hann síðar átti eftir að fara með þingmennsku- umboð fyrir voru það -veganesti sem herti hann ruddi honum braut áfram í lífinu og hefur hvatt hann sem þingmann til öt- ulla starfa fyrir bættum hag þess og allri aðstöðu í lífsbaráttunfii. Svo sem algengast var um unga menn á þeim tíma. hneigð- ist hugur hans snemma til starfa við undirstöðuatvinnuvegi þjóð- arinnar, og frá unglingsárum fram til 35 ára aldurs stundaði hann sjómennsku á togurum og flutningaskipum Á þessum árum var að rísa véla öld á íslandi, og Gísli gerði sér fljótt ljóst, að ekkert var mikil- vægara fyrir uppbyggingu og far sæla þróun atvinnuveganna, og um leið bætta afkomu þjóðarinn- ar, en að véltæknin væri tekin í þeirra þágu. En það skorti inn- lenda kunnáttumenn á þessu •3viði, og hér beið hans það starfssvið, sem hann síðan að miklu leyti hefur helgað krafta sína. Gísli lagði stund á vélsmíði á fsafirði 1908—1909, var vélstjóri, aðallega á skipum Eimskipafél- agsins, á árunum 1911—1924, að þeim tíma undanskildum, sem hann var við vélfræðinám hér heima og í Englandi og Dan- mörku. Hann var meðal þeirra fyrstu, sem útskrifuðust úr Vél- stjóraskólanum 1916, hefur vél- stjóraskírteini nr. 1 frá skólan- um og lauk náminu á skemmsta tíma sem um var að ræða. Á þeim árum, er hann var vél- stjóri á skipum Eimskipafélags- ins átti hann oft nokkrar tóm- stundir frá vélstjórastarfinu. Þennan tíma notaði hann vel, afl- aði sér þekkingar um landsmál og hag þjóðarinnar og brá sér jafnvel í land og flutti fyrirlestra, t.d. um bindindismál, sem ávallt hafa verið honum nukið hjartans máb Hann valdist brátt til forustu í hinum ungu samtökum vélstjóra og var formaður Vélstjórafélags I íslands frá 1912 til 1924, en varð það ár umsjónarmaður skipa og véla og hefur gegnt því starfi síðan Störf hans við skipa- og vélaeftirlitið fóru eðlilega vax- andi, er fram liðu stundir. Hafði hann t.d. eftirlit með flestum viðgerðum togaranna og skipti miklu máli, að það væri vel af hendi leyst. Á síðustu árunum fyrir heimsstyrjöldina síðari barð ist togaraútgerðin mjög í bökk- um, og það þurfti að sjá svo um, að útgerðinni væri ekki íþyngt um of með miklum viðhaldskostn aði og jafnframt að tryggja sem beztan útbúnað skipanna. Á þessu sviði var honum samt lagður mestur 'vandi á herðar, þegar rík isstjórnin fól honum að semja um kaup á nýsköpunartogurun- um, er endurnýjun togaraflotans fór fram eftir stríðið. Sá hann að öllu leyti um og hafði eftirlit með smíði skipanna, svo og margra fiski- og flutningaskipa, sem síðan hafa komið til landsins. Á 4. áratug aldarinnar má segja ,að atvinnurekstur Gísla hefjist fyrir alvöru með stofnun útgerðarfélags í Reykjavík og stofnun fyrirtækja á Bíldudal um rekstur fiskvinnslu, verzlun- ar og siðar útgerðar. Varð það til að lyfta staðnum og ráða hót á því ófremdarástandi, sem þar hafði ríkt í atvinnumálum næstu árin á undan. í Flatey á Breiða- firði hófst hann handa um hafn arframkvæmdir og stuðlaði að auknum atvinnurekstri í þorp- inu. í Reykjavík hefur Gísli svo rekið Skipa- og vélaeftirlitið síð- an 1924, svo sem fyrr segir, verzl unarfyrirtækið Gísli Jónsson & Co síðan 1940 og auk þess haft meiri og minni afskipti af öðr- um atvinnurekstri. í þingkosningunum 1937 >?ar Gísli Jónsson í fyrsta skipti fram bjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Barðastrandarsýslu, og þar með var hafin stjórnmálabarátta hans þar vestra. í þessum kosningum átti* Gísli við ramman reip að draga. Hlutur Sjálfstæðisflokks- ins í sýslunni var ekki stór á þeim árum, og Bergur heitinn Jónsson, þingmaður Barðstrendinga 1931— 1942 og sýslumaður 1928—1935 stóð þá á hátindi frama og vin- sælda. Að 5 árum liðnum, þegar Barðstrendingar gengu næst að kjörborðinu, hafði hlutur Gísla Jónssonar stórum aukist. Hann var kosinn á þing í báðum kosn- ingunum 1942 með miklu at- kvæðamagni og í haustkosning- LokaB vegna sumarleyfa frá 17—24 ágúst. Jón Jóhannesson & €o. Heildverzlun Skrífstoiustúlka með íslenzka og enska verzlunarskólamenntun (enska hraðritun) óskar eftir góðu starfi. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 21. þ.m. mtrkt: „Einkaritari—4640‘. unum með tæpl. 300 fleiri at- kvæðum en hann hlaut 1937. Átti hann síðan sæti á Alþingi óslitið til ársins 1956. í kosningunum 28. júni sl. var hann svo á ný kosinn þingmaður Barðstrendinga Ber það ótvírætt vitni því trausti og vinsældum, sem hann nýtur í sýslunm. Öhætt mun að fullyrða, að það var mikil gæfa fyrir Barð- strendinga að fela £íísla Jónssyni umboð sitt á Alþingi fyrir 17 árum. Barðastrandarsýsla var þá um margt á eftir öðrum héruð- um, enda afskekkt, og sýslubú- um var fyllilega ljóst, að það valt á miklu fyrir þá að hafa Gísli Jónsson dugandi og framsýnan þing- mann. Gísli Jónsson brást held- ur ekki því traUsti, sem Barð- strendingar sýndu honum á vor- dögum 1942 og reyndist fyllilega þeim vanda vaxinn að fara með þingmennskuumboð fyrir þetta afskekkta útkjálkahérað. Hann hóf þegar skelegga baráttu fyrir margháttuðum umbótum í hérað- inu. Vann að eflingu atvinnu- lífsins, sem hvíldi á herðum dug- mikilla athafnamanna á Pat- reksfirði og hafði sjálfur stofn- að til atvinnureksturs á Bíldudal nokkru áður. í sveitum Barða- strandarsýslu hafa orðið stórstíg- ar framfarir hvað snertir húsa- kost og ræktun. Þá vann hann, auk margs annars, að hafnar- framkvæmdum, samgöngumálum og umbótum í símamálum. Og í dag getur svo að líta árangur- inn af þessum störfum Gísla Jónssonar og annarra, sem lagt hafa hönd á plóginn við upp- býggingu í sýslunni. Barðstrend- ingar skapa á ári hverju drjúg- an skerf af gjaldeyristekjum í þjóðarbúið, á Patreksfirði er í byggingu eitt af stærstu hafnar- mannvirkjum á landinu, vegur hefur verið lagður vestur sýsl- una og að hverjum bæ, sími er kominn á svo til hvern bæ og ýmislegt fleira ipætta nefna. En störf Gísla Jónssonar á Al- þingi hafa aldrei verið bundin við kjördæmi hans eingöngu, heldur hefur hann þvert á móti látið mjög til sín taka landsmál almennt, svo sem félags- og mannúðarmál, skattamál og ráð- stafanir til að viðhalda jafnvægi í byggð landsins. Sum þessara hugsjónamála hans, sem mjög horfa til heilla alþjóðar, hafa náð fram að ganga, en önnur, sem hann vakti máls á fyrir mörgum árum, eiga í dag sívax- andi fylgi að fagna, og hafa aðr- ir orðið til þess að taka þau upp nú. í þessu sambandi má minna á baráttu hans fyrir þeim eðli- legu viðbrögðum almannavalds- ins að greiða bætur til þeirra þróttminnstu þegna þjóðfélags- ins, sem á löngu æviskeiði hafa slitið kröftum sínum við störf í þágu þjóðarinnar ,hlotið hafa örkuml eða meiðsli við þau störf eða skerta starfsorku vegna lang- vinns sjúkleika. Ennfremur for- göngu hans um að ríkisvaldið | hlutaðist til um forsjá þeirra ungmenna, sem misst hafa fyrir- vinnu sína eða alast upp við óhollar þjóðfélagsaðstæður, og beini hugum þeirra að heilbrigð- um viðfangsefnum í námi og starfi og á ’þann hátt sé stuðlað að því að gera þau að nýtum þjóðfélagsþegnum. Hefur hann fengið því til leiðar komið, að ýmsum sjóðum hins opinbera, sem áður fóru til annars ónauð- synlegra, væri varið í þessu skyni. ' Sem. alþingismaður hefur hann þannig sameinað það tvennt að standa fast á rétti umbjóðenda sinna vestur í Barðastrandar- sýslu og vinna jafnframt að fram gangi þeirra þjóðmála, sem eru þjóðinni í heild til blessunar. Okkur Barðstrendingum er sómi að þingsetu Gísla Jónsson- ar, og hefur hann reynzt okkur hinn traustasti fulltrúi á þingi. Þar hefur hann fyrst og síðast unnið fyrir kjördæmi sitt og þjóðina alla, en ekki í eiginhags- muna skyni fyrir sjálfan sig. Það er með þingmennskuna, eins og önnur störf, sem Gísli hefur feng- ist við, að starfið á hug hans all- an, hann er vakandi í starfinu og rækir skyldur gínar af einskærri kostgæfni. Hann er ósérhlífinn og ver jafnan miklum tíma til þingstarfanna, kynnir sér vel öll mál, sem þingið fær. til með- ferðar og myndar sér um þau sjálfstæðar skoðanir eftir sann- færingu sinni og dómgreind. Gísli Jónsson er í hópi hinna dugmestu og nýtustu þingmanna. Enda hefur honum á þeim vett- vangi verið sýnt mikið traust, og hann hefur haft á hendi mörg trúnaðar- og virðingarstörf. Hann hafði aðeins setið á þingi í 3 ár, þegar honum var falið eitt umfangsmesta starf þingsins, for- mennska í Fjárveitingarnefnd, og gegndi hann því starfi í 8 ár samfleytt. Á því tímabili var hann einn áhrifamesti þing- maður um fjármál þjóðarinnar og leitaðist ávallt við að haga fjárveitingum í samræmi við gjaldþol ríkissjóðs og svo sem farsælast var fyrir þjóðarhag. Kjörtímabilið 1953—1956 var hann forseti Efri deildar Alþing- is, átti um skeið sæti í Norður- landaráði starfaði í milliþnga- nefndum og hefur haft með hönd- um mörg fleiri mikilvæg störf í þingmannstíð sinni. Á þessum tímamótum í lífi Gísla Jónssonar verður eflaust mörgum hugsað til hans, og þeir geta litið með honum til baka, yfir farinn veg starfs og athafna. Hann hefur lagt gjörva hönd á margt um ævina og mörgu góðu til leiðar komið, og hann hefur vaxið af verkum sínum, sem ís- lenzk æska og komandi kynslóð- ir ekki hvað sízt munu njóta góðs af. Hugsjónir Sjálfstæðisstefnunn- ar eru Gísla Jónssyni í blóð born- ar. Hann er einn þeirra Sjálf- stæðismanna, sem með hugviti sínu og dugnaði hafa vegið sig áfram í lífinu á afli eigin handa, ef svo fá að orði komast. Og þótt æviárin séu orðin 70, hefur hann ekki, eins og svo margir, sem þeim aldri ná, staðnað í blindri trú á „það gamla og góða“, heldur á hann í dag mörg þau sömu hugsjóna- og réttlæt- ismál til að berjast fyrir, sem hinir yngri skipa í öndvegi áhuga mála sinna á sviði þjóðmálabar- áttunnar. Ég tel, að það sé gæfa fyrir þjóðina að eiga í hópi alþingis- manna sinna mann, með lífs- reynzlu hinna mestu umbótatíma- í íslenzku þjóðlífi, og sem jafn- framt skilur rödd hins nýja tíma og lítur af stórhug og viðsýni fram á veginn með óbilandi trausti á mátt þjóðarinnar og möguleika landsins, auðlindir þess og orku. Gísli Jónsson hefur séð þá vélvæðingu og tækni, sem hann þegar á unga aldri helgaði starfskrafta sína, er hún hóf inn- reið sína í landið, gjörbreyta og móta íslenzkt atvinnulíf til lands og sjávar, og hann hefur verið virkur þátttakandi í því að ryðja braut öllum þeim nýjungum, sem eflt hafa atvinnuvegina, aukið framleiðsluna og stórbætt lífs- kjör þjóðarinnar. Það er svo með alla athafna- menn og baráttumenn, að um þá er hægt að skrifa langt mál, því af nógu er að taka, en hér verð- ur lokið þessu greinarkorni í til- efni sjötugsafmælis Gísla Jóns- sonar, alþingismanns. Ég vil aðeins að lokum, fyrir hönd stuðningsmanna hans og fjölmargra velunnara vestur í Barðarsírandarsýslu, færa hon- um hugheilar árnaðaróskir á þessu merkisafmæl hans og óska honum og konu hans, Hlín Þor- steinsdóttur, sem ávallt hefur reynzt manni sínum hin trausta stoð í lífsbaráttunni, allra heilla á komandi árum. Þeim hjónum hefur orðið þriggja barna auðið og eru þau Guðrún, tannlæknir í Reykjavík, Þorsteinn, verkfræð- ingur, búsettur í Ameríku og Haraldur, viðskiptafræðingur, sem er framkvæmdastjóri fyrir verzlunarfyrirtæki Gísla Við Ægisgötu í Reykjavík. Án efa verður Barðstrending- um, hvar í flokki sem þeir standa, hugsað til þingmanns síns á þessum tímamótum í lífi hans, og vonandi eiga þeir og aðrir landsmenn eftir að njóta starfskrafta hans á Alþingi enn um sinn, svo að sem flest hug- sjónamál hans megi ná fram að ganga. Jóhannes Árnason ★ Um íslenzka stjórnmálamenn næða tíðum stormar óvægilegs návígis. Fámenni þjóðfélags okk- ar skapar oft meiri hörku í hin pólitísku átök og gefur þeim per- sónulegri blæ en tíðkast meðal annara lýðræðisþjóða. Gísli Jónsson, þingmaður Barð strendinga, sem á morgun á sjö- tugs afmæli er mikill barittu- maður og hefur marga hildi náð á málþingum. Oftast hefir hann komið með sigur af þeim fund- um. Óhætt er þó að fullyrða. að hans verður ekki fyrst og fremst minnzt fyrir víggengi sitt, heldur fyrir mikið og þrotlaust starf að þjóðnýtum málurn. Það, sem einkennt hefur þátttöku Gísla Jónssonar í opiaberum málum, er einlægur áhugi hans fyrir að vinna þjóð sinni gagn, og þá fyrst og fremst því fólki, sem hefur sýnt honum mestan trúnað, En þótt Barðstrendingar hafi not- ið mests árangurs af störfura hans, hefur hann þó beitt sér fvr- ir og komið fram • fjölmörgum málum er varða alþjóðarheill. Gísli Jónsson er einsrður mað- ur og sjálfstæður í skoðunum. Hann fer gjarnan sínar eigin göt- ur, kemur til dyranna eins og hann er. klæddur, hreinn og beinn. Væri illa komið þeirri þjóð, sern teldi slík skapeinkenni til ókosta, enda þótt lipurð og sveigjanleiki séu ekki hvað sí^t stjórnmálamönnum gagnlegir eig inleikar. Þeir, sem kynnzt hafa Gísla Jónssyni vita að hann er ekki aðeins dugmikill baráttumaður á vettvangi stjómmálanna, held- ur mildur og hjálpfús maður, sem helzt vill allra vandræði ley«a. Hann hefur ríka samúð með þeim, sem í bágindum eiga og hefur á margvíslegan hátt sýnt áhuga sinn fyrir að rétta hlut þeirra. Allir, sem setið hafa með Gísla Jónssyni á Alþingi viðurkenna dugnað hans og ósérhlífni. Fyrir flokk sinn hefur hann unnið fjöl- mörg þýðingarmikil störf. Hanr. stendur enn mitt í baráttunni og á fjölmörg áhugamál til þess að berjast fyrir. Morgunnblaðið flytur Gísla Jónssyni, hinni ágætu konu hans og skylduliði hans öllu beztu hamingjuóskir með sjötugsaí- mælið um leið og það þakkar honum merkilegt starf í þágu þjóðar sinnar. S. Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.