Morgunblaðið - 16.08.1959, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.08.1959, Blaðsíða 18
18 MORCUNTil4010 Sunnudagur 16. ágúst 195® Hellisgerðis- skemmtun ida^ HAFNARFIRÐI — Ákveðið er að skemmtun sú, sem halda átti í Hellisgerði á sunnudaginn var, verði haldin í dag, þ. e. a. s. ef veður þá leyfir. Hefst hún kl. 2,30 og verða skemmtiatriði, sem hér segir: Jóhann Þorsteinsson forstjóri heldur ræðu, Sigurður Björnsson syngur og þau Sigríð- ur Magnúsdóttir og Baldur Hólm geirsson skemmta, flytja gaman- þátt og fleira. Einnig leikur Lúðrasveit Hafnarfjarðar í garð- inum. Má nú búast við að veður verði hagstætt í dag og mikill mann- fjöldi eyði deginum í hinum fagra garði. Allur ágóði rennur til Hellisgerðis, til að fegra það og stækka. — G. E. ■■■■■■■■■■■■*■ Grétu Andersen boBin 5000 dollara verðlaun .... takist henni oð synda tram og til baka yfir Ermasund ★ NÚ er endanlega ákveðið, að Greta Andersen geri til? raun til að synda fram og til baka yfir Ermarsund, annaS hvort 27. ágúst eða 3. sept- erber. Bandariska matvæla- firmað Nutrillite hefur undir ritað samning við hana nm það, að af henni takist þetta skuli hún fá 5000 dollara í verðlaun. Greta ætlar að slá þessari tilraun saman við Jón Helgason, stórkaupmaður og kona hans, Kristín Guð- mundsdóttir. Frúin er dóttir Guðmundar Bergssonar, sem lengi var póstmeistari á ísafirði og Akureyri og síðast póstfulltrúi í Reykjavík. — Samtal v/ð Jón Helgason — Ég þekki að vísu ekki mik- fð til íslenzku niðursuðufram- leiðslunnar, en mér virðist hún muni eiga mjög blómlega fram- tíð fyrir sér. Hráefnin hér eru «vo góð, að mér skilst, að úr þeim sé hægt að vinna mjög góða vöru. Ég vil bæta því við hér, að nú fæst ég eingöngu við kaup og sölu á dönskum niður- íuðuvörum, en þær hafa aukizt mjög í Danmörku á síðustu ár- um. íslenzku hráefnin eru enn betri en hjá öðrum þjóðum og því ættu niðursuðuvörur héðan að vera fyllilega samkeppnisfær- ar á heimsmarkaði hvað gæði enertir. — Þér vilduð kannske að lok- um segja mér eitthvað um dvöl- Ina hér að þessu sinni og þann mun sem þér sjáið á landinu síðan þér voruð að alast upp? — Ég hef ekki komið í sveit- Ina mína í fjöldamörg ár fyrr en nú í þessari ferð. Fyrir mínum augum er þetta ný sveit. Ég Tæpl. 800 laxar 1 Laxá í Kjós VALDASTÖÐUM, Kjós: — í lok ssíðustu viku höfðu veiðzt 794 laxar í Laxá í Kjós. Er það nokkru meiri afli en á sama tíma í fyrra. Þá eru komnir á land við Bugðu 101 lax og loks eru menn búnir að draga 14 laxa í Meðalfellsvatni, og um 2960 sil- unga. Er veiðin nú nokkru minni í Bugðu en í fyrra. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) saknaði gamla bæjarins, kvíanna og stekkjarins og þar sem mýrin og móarnir voru er nú komið slétt og grösugt tún. Söknuður- inn yfir því sem horfið er, vegur þó lítið upp á móti þeirri ánægju að sjá þann blómlega búskap, sem nú er rekinn þarna. Jörðin sem faðir minn bjó á er nú skipt í þrjár jarðir. í gamla daga voru flest þrjár til fimm kýr á bæn- um, en nú eru 30 til 40 naut- gripir á þessum bæjum og einnig miklu fleira fé en þá var. Það er ekki hægt að tala um neina samlíkingu á því Islandi, sem ég þekkti í bernsku og því íslandi, sem nú er. Þetta er nýtt land. J. H. A. Biskupinn lýkur vísi- tazíu á Norðurlandi BISKUPINN hefur nýlega lokið vísitazíu í Norður-Þingeyjar- prófastdæmi og hluta af Norður- Múlaprófastsdæmi. Vísitazían hófst á Skinnistað sunnudaginn 2. ágúst og henni lauk á Skeggjastöðum sur.au- daginn 9. ágúst Biskup prédikaði í öllum kirfkjum, sem hann heim sótti, og flutti auk þess erindi frá altari í messulok. Sóknar- prestar þjónuðu fyrir altari á undan prédikun og fluttu ávörp að lokinni rnessu. Sums staðar fluttu og sóknarnefndarmenn ræður. Biskup flutti einnig erindi á fjölsóttri kvöldsamkomu í ný- reistu félagsheimili á Þórshöfn, en þar er engin kirkja. Er vakn- aður áhugi í kirkjubyggingu í þorpinu, sem er allfjölmennt og vaxandi. Þernurnor in 5 kr. í umhirðugjuld UNDIRRITAÐIR hafa verið samningar milli kvennadeildar Fél. framreiðslumanna annars vegar og Skipaútgerðar ríkisins og Eimskips hins vegar um kaup og kjör þerna á skipum. — Fá þernurnar lífeyrissjóðsrétt og auknar slysabætur, og breyting verður á kaupgreiðslum til þeirra, einkum hjá Skipaútgerð- inni. Eimskipafélagið hefur borgað þernum 10% af fæðisgjöldum farþega, samkvæmt ákveðnum samningstaxta, og helzt það óbreytt, enda hafa allir svefn- klefa og eru í föstu fæði í milli- landaferðum. Á strandferðaskip- unum er þessu öðru vísi háttað. Ekki er skyldufæði í strandferð- um á II. farrými, og var því sam- ið um að fast eftirvinnukaup félli niður, en þernurnar fengju í Telur svertingja ekki geta lifað án hand- leiðslu hvítra manna SALISBURY 15. ágúst: (Reuter) Sir Roy Walensky forsætisráð- herra sambandsríkis Ródesía og Njassalands hefur lýst yfir, að Ródesíumenn muni ekki horfa á það aðgerðarlausir, að Njassa- land gangi úr sambandinu. Njassaland er nær eingöngu hyggt hvítum mönnum, en lyrir nokkrum árum ákvað brezka nýlendustjómin, að landið skyldi samcinast Ródesíu, þar sem f joldi hvítra landnema er búsettur og stjórnar öllum málum. Sir Roy flutti í gær ræðu, þar sem hann sagði, að ekki kæmi til mála, að Njassaland fengi að segja sig úr sarnbandinu. Sagði hann, að þá mætti búast við því að kommúnisminn næði ríkjum þar. Sagði forsætisráðherranr., að íbúar Njassalands væru alls ó- færir um að stjórna sér sjálfir og benti á það, að í öllu landinu væru aðeins til 25 háskólastúd- entar. Svertingjarnir gætu ekki komizt af án hjálpar frá hvítum mönnum, sem hefðu um langan aldur annazt alla stjórn mála í Njassalandi. staðinn 5 kr. umhirðugjald á sólarhring frá hverjum farþega sem er í svefnrúmi og kr. 10,00, ef farþeginn fer eða kemur að næturlagi. Þannig fá þernurnar greitt fyrir þá þjónustu, sem þær láta af hendi við farþega, en ekkert fyrir þá farþega, sem ekki koma í svefnklefana og ekki fá neina þjónustu hjá þeim. Innheimtir útgerðin þetta gjald hjá þeim sem greiða fyrirfram fæði og fargjöld, en þernurnar sjálfar hjá öðrum farþegum. Messur voru fjölsóttar. Kirkj- urnar yfirleitt vel á sig komn- ar. Hafa nýlega farið fram gagn gerar endurbætur á sumum þeirra, og öllum er vel við haid- ið. Söngmál safnaðanna eru í góðu horfi. ★ Eitt prestakallið, sem biskup vísiteraði, er nú prestlaust, en það er síldarbærinn Raufarhöfn. Þjónar prófasturinn á Skinna- stað, sér Páll Þorleifsson, þeirri kirkju, og er sú annexíuleið fast að 100 km., en Skinnastaðapresta kall er fyrir utan þessa viðbót sjálfsagt víðlendasta prestakail á landinu. Biskup og frú hans róma mjög móttökur þær, sem þau fengu hjá prestum og söfnuðum. Butlins-keppnina og ef hún yrði einnig fyrst í þeirri keppni eins og í tvö síðastu skipti, fengi hún aukalega 500 sterlingspunda verðlaun fyrir það. ★ Ritari brezka Ermarsunds félagsins Mr. John Wood, sagði, þegar hann frétti af fyr- irætlun Gretu: — Ég held, að Greta sé nú langbezti land sundsmaður heimsins Ef nokkrum tekst að ljúka sund- inu fram og aftur yfir Erm- arsund, þá tekst henni það. Reglurnar um tilhögun sundsins eru á þá leið, að þeg- ar Greta hefur lokið fyrri á- fanganum frá Calais til Do\- er, verður hún að uppfylla kröfur Butlins-sundsins um að stíga sjö skref á þurru landi. En þegar því er lokið verður hún að fara aftur í sjóinn og má hún þá hvíla sig og nærast með því að standa í hálftíma í bárunum með sjóinn upp fyrir axlir. Síðan verður hún að hefja se<nni og erfiðari áfangann frá Dover til Calais. Leiðin beina línu fram og til baka yfir Ermarsund er 64 km., en sund leiðin getur vegna straum- anna orðið helmingi lengri. Ef sundið heppnast má búast við að Greta verði milli 20 og 28 klst. í sjónum. Útlit fyrir góðan hey- feng í Svarfarðardal DALVÍK, 15. ágúst — Vætu- samt hefir verið hér það sem af er þessum mánuði og kalsaveður hina síðustu daga og snjóað í fjöll. Annars má heita að heyskap ur hafi gengið sæmilega hér í sveit, sjaldan að vísu skarpir þurrkar, en úrkomulítið, svo hey hafa yfirleitt náðst með góðri verkun. Túnasláttur hófst almennt um mánaðarmótin júní—júlí hjá sumum bændum, þó nokkru fyrr og munu flestir nú hafa lokið fyrra slætti og sumir, er súg- þurrkun hafa og mikinn vé'lakost, eru komnir nokkuð á veg með annan slátt. Og á stöku bæ hefur. sumt af túninu verið þríslegið. Mun það einsdæmi hér í sveit svo snemma sumars. Eru allar líkur til þess, ef tíð helzt hag- stæð fram eftir sumri, að hey- fengur bænda verði helmingi meiri en s.l. sumar. Einnig er útlit fyrir ágæta að- aðbláberjasprettu en bláber hafa ekki náð að þrozkast og er hret- unum í júní kennt um. — SPJ Þeir keppa í Höfn og Oslo íslenzka landsliðið í knattspyrnu við brottförina á Reykjavíkurflugvelli árdcgis í leikur við Dani í Kaupmannahöfn á þriðjudag og Norðmcnn í Osló á föstudatr. gær. — Þ"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.