Morgunblaðið - 16.08.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.08.1959, Blaðsíða 19
Sunnudagur 16. ágúst 1959 MORÖ»fNBL AÐÍÐ 19 Bætt um framkvæmd aukoverko og kristileg æskulýðsmót 'á aðalíundi Prestafélags Vestfjarða AÐALFUNDUR Prestafélags Vestfjarða var haldinn á Þing- eyri dagana 9. og 10. ágúst. Þau mál, sem voru sérstaklega tekin fyrir á fundinum voru framkvæmd aukaverka og kristileg æskulýðsmót. Urðu miklar umræður um bæði þessi mál og gerðar samþykktir í sambandi við þau. Þrátt fyrir þessa óvirðulegu stellingu, er maðurinn á mynd- inni enginn annar en Ben-Gurlon, hinn aldni forsætisráðherra Isra el. Þessi æfing á að stæla hann og hjálpa til að gera hann snar- an í hugsun og vakandi og losa hann við allar áhyggjur að því er dr. Feldenkrais, læknir og judómeistari segir. Og þessvegna æfir Ben Gurion sig vel á strönd inni í Tel-Aviv. Húsvíkingar f arnir að borða ber HÚSAVÍK, 15. ágúst — Héðan var fólk farið að fara til berja, þegar veðrið spilltist, og Hús- víkingar byrjaðir að gæða sér á ágætum aðalbláberjum. Berin eru nokkuð vel þrozkuð og er útlit fyrir góða berjasprettu ef vel viðrar. Eru bæði aðalblá- berin og bláberin þegar orðin sæmileg, og er það óvenjulegt á þessum tíma árs. Hér kólnaði ekki svo mikið, að það hefði áhrif á berjasprettuna. AKRANESI, 15. ágúst. Bæjartogararnir eru báðir vænt- anlegir hingað af Grænlands miðum eftir helgina. Bjarni Ólafsson á þriðjudag og Akurey á fimmtudag. Tvær trillur reru hér í gær. • — Oddur. Séra Sigtryggs á Núpi minnzt Fundurinn hófst með því, að formaður félagsins, séra Sigurð- ur Kristjánsson, prófastur á Isa- firði, las Ritningarorð og bað bænar, en sunginn var sálmur á imdan og eftir. I upphafi fund- arins minntust fundarmenn séra Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi, sem jarðsettur var daginn áður að Sæbóli á Ingjaldssandi. Var séra Sigtryggur heiðursfé- lagi Prestafélags Vestfjarða. Skrá um ísienzk mannanöfn Formaður flutti síðan skýrslu stjórnarinnar, en þar á eftir fram sögu í fyrsta aðalmáli fundar- ins: Framkvæmd aukaverka. — Umræður urðu miklar. í sam- bandi við mál þetta voru eftir- farandi samþykktir gerðar: 1. „Aðalfimdur Prestafélags Vestfjarða, haldinn á Þingeyri 9. og 10. ágúst 1959, beinir þeim tilmælum til biskups landsins, að hann hlutist til um að heimspeki- deild Hásklóans semji nafnaskrá um íslenzk mannanöfn, samkv. gildandi lögum, þar sem prest- unum er mikil þörf hennar, og almenningi til stuðnings og leið- beininga“. 2. „Fundurinn beinir þeim til- mælum til biskups, að hann at- hugi möguleika á, að gefinn verði út leiðarvísir um framkvæmd prestsverka“. 3. „Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða, haldinn á Þingeyri 9. og 10. ágúst 1959, beinir þeim tilmælum til biskups landsins, að undinn verði bráður bugur að Þóroddur Guðmundsson ritstjóri Eimreiðurinnur Komið er út 1 — 2 hefti þessa drs EIMREIÐIN, 1.—2. hefti þessa árgangs, sem er hinn 65. í röðinni er nýkomin út. — Er tímaritið vel úr garði gert að vanda og flytur mikið af fróðlegu og skemmtilegu efni. Þeir þremenningar, Guðmund- ur G. Hagalín, Helgi Sæmunds- son og Indriði G. Þorsteinsson, hafa nú látið af ritstjórn Eim- reiðarinnar, en við hefur tekið Þóroddur Guðmundsson, skáld, frá Sandi. Hér á eftir skal talið það helzta, sem birtist í fyrrgreindu hefti ritsins. — Það hefst á kvæði eftir ritstjórann, sem hann nefn- ir Fagraskógarskáldið. Þá er út- varpsleikritið Bókin horfna eft- ir séra Jakob Jónsson. Hjörtur Kristmundsson á fjögur kvæði í ritinu. Þá er samtal við Ríkarð Jónsson, myndhöggvara, er nefn ist Rætt við Ríkarð, og birtast með því nokkrar teikningar eft- ir listamanninn. Einnig er kvæði eftir Ríkarð, Svanir og mýflugur. Næst er smásagan Og það var kvöld, eftir Ragnheiði Jónsdótt- ur. Þá Herðubreið, kvæði eftir Ivar Orgland, í þýðingu Þórodds Guðmundssonar. — Ólafur Gunn arsson skrifar „Hin gömlu kynni gleymast ei“ og fjallar þar um Viggo nokkurn Zadig, sem hann segir hafa þýtt íslenzk ljóð á sænsku með mestum ágætum allra Svía. — Ivar Orgland skrif- ar um íslandsvininn Hans Hylen, og birtar eru þýðingar eftir Hy- len á tveim íslenzkum ljóðum. — Tvennir tímar heitir grein eftir Guðm. G. Hagalín. — Þá er sag- an Hnífsstunga eftir Francois Mauriac I þýðingu Halldórs G. Ólafssonar, ásamt umsögn um skáldið — og leikritið Þegar tunglið rís eftir Lady Gregory, þýtt af Þóroddi Guðmundssyni, og fylgja þar einnig nokkrar upp lýsingar um skáldkonuna. Auk fyrrgreinds efnis birtast nú þættir um leiklist, myndlist og tónlist, sem eiga að vera fast- ir liðir framvegis svo og ritsjá. Aftast fylgir efnisyfirlit yfir síðasta árgang. „Umferðarleik- húsið44 heldur til Austurlands UMFERÐALEIKHÚSIÐ, sem ferðast hefur um Vestfirði og Suðurland í sumar, er um þessar mundir að leggja upp í leikför um Austur- og Norðurland. — í leikflokknum eru þau: Svandís Jónsdóttir, Bjarni Steingrímsson og Kristján Jónsson, sem hafa, tvö undanfarin sumur ferðast um landið með leikflokki JEvars Kvarans, en auk þeirra er starf- andi hjá flokknum Þorsteinn Gunnarsson, sem hefur komið fram í Menntaskólaleikjum og hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Leikflokkurinn hefur í hyggju að sýna a. m. k. 30 til 40 sýning- ar á Austur- og Norðurlandi og er ætlunin að fyrsta sýning verði að Breiðdalsvík laugardag inn 22. ágúst og er það 22. sýning Umferðaleikhússins á þessu sumri. Næsta sýning verð- ur í Höfn, Hornafirði, þá Stöðv- arfirði, Búðum, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Neskaup- stað, og síðan haldið áfram sem leið liggur um Norðurland og að öllum líkindum endað á Hvamms tanga. Þó mun leikflokkurinn enn sýna á nokkrum stöðum sunnanlands, að lokinni þessari ferð, ef tími vinnst tiL því að taka saman og gefa út í einu lagi gildandi lög og reglu- gerðir um kirkjumál, prestum og sóknarnefndum til hagræðis“. Aukinn undirbúningur æskulýðsmóta Annað aðalmál fundarins var: Kristileg æskulýðsmót. Fram- sögu hafði séra Tómas Guð- mundsson, Patreksfirði. Um það urðu mjög almennar umræður. I lok þeirra var samþykkt eftir- farandi: „Fundurinn þakkar hlutaðeig- endum framkvæmd æskulýðs- mótanna á félagssvæðinu og legg ur áherzlu á, að þeim sé haldið áfram og aukinn sé undirbúning- ur þeirra heima fyrir. Felur fundurinn framkvæmdanefnd mótanna að gera þegar í haust áætlun um undirbúningsstarf fyrir næsta mót og senda út dag- skrá þess í aðaldráttum. Að öðru leyti skal vísað til umræðna fundinum um einstök fram- kvæmdaatriði“. Þá var rætt um útgáfu á riti félagsins, „Lindinni", og ákveðið að gefa hana út svo fljótt sem því yrði við komið. Reikningar félagsins sýndu góða efnahagsafkomu og voru samþykktir samhljóða. Fundinum lauk með því, að formaður las Ritningarorð og bað bænar, en á eftir var sungið versið: „Son Guðs ertu með sanni“. I sambandi við fundinn fór fram guðsþjónusta í Þingeyrar- kirkju, en í guðsþjónustunni var altarisganga. Séra Jón Kr. Is- feld próafstur á Bíldudal, prédik- aði, en sér Sigurður Kristjáns- son, þrófastur á ísafirði, séra Stefán Eggertsson, Þingeyri, og séra Jóhannes Pálmason, Súg- andafirði, önnuðust altarisþjón- ustu. Á sunnudaginn sátu fundar- menn kvöldverðarböð sóknar- nefndar á Þingeyri. Að öðru leyti nutu fundarmenn frábærrar gest risni á heimili prestshjóna stað- arins. Stjórn félagsins skipa: For- maður séra Sigurður Kristjáns- son, prófastur ísafirði; gjaldkeri séra Tómas Guðmundsson, Pat- reksfirði; ritari séra Jón Kr. ís- feld, prófastur á Bíldudal. PILTAR, = EFÞlÐ EIGIO UNNUSTUNA ÞÁ Á ÉG HRINGANA / /C/'drfárt /fs/mrt&ssortX llf HRINGUNUh. FRÁ Niðuríöínuii útsvara á Siglu- firði lokið SIGLUFIRÐI. 10. ágúst. — Nið- urjöfnun útsvara á Siglufirði er lokið. Jafnað var niður rúmlega 6 milljónum og 500 þús. króna, þar í innifalin vanhaldaprósenta lögum samkvæmt á 950 gjald- endur. Útsvarsstiginn er 16% lægri en á s.l. ári og persónufrá- dráttur er verulega aukinn svo láta mun nærri að um 18% lækk- un sé að ræða, miðað við sömu tekjur og veltu á s.l. ári. Þar til viðbótar verður og gefinn 10% afsláttur frá útsvörum þeirra gjaldenda er gera full skil til bæjarsjóðs fyrir 1. september n.k. Þessi fyrirtæki greiða hæstu út- svör: Kaupfélag Siglufjarðar 101.000 kr.. Hrímnir h.f. 76.100, Pólstjarnan 77.700, Olíuverzlun íslands 64.100, Hafliði h.f. 60.500, Reykjanes h.f. 50.775. Hæstu ein- staklingar á útsvarsskrá eru: Þráinn Sigurðsson 89.250, Vigfús Friðjónsson 72.000, Eyþór Halls son 36.770 og Jón Jóhannsson netjagerðarmaður 35.280. — S. Simi 15500 Ægisgötu 4 Nýkomin amerísk verkfærl: BLIKKKLIPPUR BITTANGIR VlRATANGIR STJÖRNULYKLAR TOPPLYKLAR Á Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, ARINBJÖRN ÞORVARÐARSON frá Keflavík andaðist í Landakotsspítalanum 14. þ.m. Ingibjörg Pálsdóttir, synir og tengdabörn Faðir okkar, MATTHÍAS ÞÓRÐARSON, fyrrv. skipstjóri og ritstjóri, andaðist í Kaupmannahöfn, fimmtudaginn 13. þ.m. Jarðarför hans fer fram frá Marienbejergkepellu, Gentofte, þriðjudaginn 18. þ.m. Börn, tengdabörn og barnabörn Jarðarför, JENS EYJÓLFSSONAR byggingameistara, Bragagötu 38 fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 19. ágúst kl 2 e.h. Athöfninni verður útvarpað. Blóm vinsamlega afbeðin. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á minningarkort Sjómannakirkju á Selás, sem fást í bókaverzlunum Lárusar Blöndals. Jarðsett verður að Görðum í Garðahreppi. Fyrir hönd vandamanna. Gunnar B. Jensson Jarðarför SESSELJU HELGADÓTTUR, Efstasundi 53 fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 17. ágúst kl. 13,30. Jarðarförinni verður útvarpað. Fyrir hönd vandamanna. Kristín Björnsdóttir, Þórður Guðnason Útför eiginmanns míns, GlSLA ARNASONAR frá Hafnarfirði fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. þ.m. kl. 1,30, Blóm vinsamlegast afbeðin. Sigríður Jónsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við útför, ÞÓRDlSAR SIGURÐARDÓTTIR frá Hákoti Akranesi og henni sýnda vinsemd fyrr og síðar. Vandamenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.