Morgunblaðið - 16.08.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.08.1959, Blaðsíða 11
Sunnudagur 16. ágúst 1959 WORCUNBLAÐ1Ð 11 Pingflokkur Sjálfstæðisflokksins í garði Alþingishússins. — Talið frá vinstri: Matthías A. Mathiesen, þm. Hafnfirðinga, Magnús Jónsson, 2. þm. Eyfirðinga, Ingólfur Jónsson, 1. þm. Rangæinga, Sigurður Bjarnason, þm. Norður-ísfirðinga, Ólafur Björnsson, 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Jónas G. Rafnar, þm. Akureyringa, Guðlaugur Gíslason, þm. Vestmanna- eyinga, Gísli Jónsson, þm. Barðstrendinga, séra Gunnar Gíslason, 2. þm. Skagfirðinga, Ólafur Thors, þm. Gullbringu- og Kjósar- sýslu, formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, þm. Vestur-ísfirðinga, frú Ragnhildur Helgadóttir, 8. þm. Reykvíkinga, Bjarni Benediktsson, 1. þm. Reykvíkinga, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Einar Ingimundarson, þm. Siglfirðinga, Björn Ólafsson, 2. þm. Reykvíkinga, Sigurður Ó. Ólafsson, 2. þm. Arnesinga, Jón Arnason, þm. Borgfirðinga, Sig- urður Agústsson þm. Snæfellsnes- og Hnappadalssýsiu, Gunnar Thoroddsen, 6. þm. Reykvíkinga og Kjartan J. Jóhannsson, þm. ísfirðinga. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) REYKJAVÍKU RBRÉF Laugard. 15. ágúst Alþingi lokið Alþingi það sem nú er lokið stóð að vísu einni viku lengur en menn höfðu fyrirfram talið, að það þyrfti skemmst að standa. Sá dráttur er ekki umtaisverður miðað við það, sem orðið hefur fyrr og síðar. Þingið, sem háð var vegna stjórnarskrárbreyting- arinnar 1942, þegar lögfest var hlutfallskosning í tvímennings- kjördæmum, stóð t.d. 37 daga en nú einungis 26. Breytingar, sem gera þurfti á kosningalögum voru þó mun umfangsmeiri nú en þá. Framsóknarmenn gerðu tilraun til að tefja þingsíörf nú bæði með flutningi tillagna um hin og þessi mál, aðal verkefni þingsins með öllu óviðkomandi, og með ræðu- höldum um kjördæmamálið svip- uðustum því, sem það væri nú fyrst til umræðu. Tillöguflutning- ur Framsóknar nú braut ger- samlega í bága við orð Eysteins Jónssonar í útvarpinu 24. júní sl., þegar hann sagði: „Það er verið að kjósa til auka þings, sem eingöngu á að fjalla um frumvarp það um nýja kjör- dæmaskipun, sem samþykkt hef- ur verið í fyrra sinn“. Þrátt fyrir þessa ótvíræðu yf- irlýsingu Eysteins fjargviðrast Framsóknarmenn nú yfir því, að sýndarmálum, er þeir hafa flutt á þinginu, skyldi ekki vera sinnt. Slíkt er samræmið í öllum þeirra málflutningi. Úírætt mál Framsóknarmenn byrjuðu um- ræður um stjórnarskrármáiið á þessu þingi eins og það væri nú til frummeðferðar þar. Þeir urðu fyrir vonbrigðum, þegar aðrir þingmenn létu sér fátt um finn- ast, svo að Framsóknarmenn urðu lengst af að ræðast einir við. í neðri deild snerust umræðurn- ar í uppgjör þess milli kommún- ista og Framsóknar, hvorir bæru meiri ábyrgð á hrakföllum V- stjórnarinnar. í efri deild leiðréttu Sjálfstæð- ismenn rækilega firrur Fram- sóknarmanna til að sýr.a fram á að Framsókn stæði gersamlega hall- oka í efnislegum umræðum um málið. Málefnið sjálft skipti Fram- sókn hins vegar engu. Alveg án tillits til þess lét hún alla þing- menn sína halda hrókaræður. Tilgangur Framsóknar með öllu skvaldrinu leynist ekki Hann er sá að draga athygli kjós- enda frá öðrum aðkallandi mál- um og festa hug þeirra við kjör- dæmamálið eitt. Framsóknar- broddarnir vita, að þeir fengu veruléga fylgis aukningu við kosn ingarnar í sumar vegna kjör- dæmamálsins. Keppikefli þeirra er að halda þessu fylgi við haust- kosningarnar. Þess vegna láta þeir eins og kjördæmamálinu sé ekki ráðið til lykta, þó að nær þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar hafi kosið á þing fulltrúa, er gef- ið höfðu tvímælalausar yfirlýs- ingar, um að þeir styddu breyt- inguna. Ótvíræðar gat vilji þjóð- arinnar ekki komið fram. Hvcr vill til}) ess vimiar Um það skal ekkert sagt, hvort Framsókn tekst að blekkja ein- hvern til að trúa, að verjandi hefði verið, að hafa þjóðarviljann að engu. Ef það skyldi takast, sýnir það einungis, hversu mátt- ur blekkinganna er mikill og hversu lýðræðinu er hættulegt, að flokkur, sem er jafn æfður í blekkingum og Framsókn, skyldi hafa þvílík forréttindi og hann hefur haft öll sín starfsár. í öðru orðinu segir Framsókn, að kjördæmabreytingin skaði síst Framsóknarflokkinn. Undan hverju er þá kvartað? Enginn annar amast við því, að flokkur hafi fylgi í hlutfalli við kjósenda- fjölda sinn. Breytingin stefnir einmitt að því að tryggja það. Kjósendur verða að gera upp við sig sjálfir, hvort þeir vilja láta blekkja sig eða ekki. Þeir, sem það gera, hafa sjálfir unnið til þess að slást í fylgd með Fram- sókn. Kosmngalögiii Við setningu hinna nýju kosn- ingalaga var annað höfuð ágrein- ingsefnið það, hvernig yfirkjör- stjórnir skyldu skipaðar. Vegna stækkunar kjördæmanna varð að setja ný ákvæði um val þeirra. í stjórnarfrumvarpinu var lagt til, að kjörstjórnir yrðu skipaðar sýslumönnum og bæjarfógetum í hverju kjördæmi, hinum þremur elztu að embættisaldri. Ef fjöldi þeirra hrökk ekki til, átti dóms- málaráðherra að skipa menn til viðbótar. Við þetta fyrirkomulag vildi Framsóknarflokkurinn una. Með því móti var þó skipunar- vald í kjörstjórnir gersamlega tekið úr höndum sýslunefnda og bæjarstjórna, sem að áður höfðu að nokkru valið í þessar yfirkjör- stjórnir og valdið að öllu fengið einum pólitískum embættismanni í Reykjavík. Öðrum þótti þetta varhugaverð skipan, en hitt eðlilegra, að Al- þingi kysi menn úr kjördæmun- um til að vera í yfirkjörstjórn. Það er mun lýðræðislegri skip- un heldur en hin og eðlilegri vegna þess, að úrskurðarvald um gildi kosninga er í höndum Al- þingsins. Menn geta sagt, að ó- æskilegt sé, að Alþingi hafi það ákvörðunarvald. En svo hefur æ- tíð verið og meðan því er ekki breytt er rétt að taka afleiðing- um þess, úr því að hið gamla fyrirkomulag fékk ekki haldizt. Hroðshófur Framsóknar Þegar meiri hlutinn ákvað að taka upp þennan hátt brá Fram- sókn við og flutti tillögu um, að sýslunefndir og bæjarstjórnir skyldu kjósa yfirkjörstjórnir ut- an Reykjavíkur einn hver með meirihlutakosningu. í bæjar- stjórn Reykjavíkur átti hins veg- ar að kjósa með hlutfallskosn- ingu. Hér gægðist enn fram gamli hrosshófurinn. Sín hver reglan átti að gilda í Reykjavík og ann- arsstaðar á landinu, og hvarvetna valið það, sem Framsóknarflokkn um hentaði bezt. Veikleikinn í tillögu Fram- sóknar sást glögglega af þvi, að Tíminn skrökvaði því upp, að samkvæmt tillögu meirihlutans þyrftu yfirkjörstjórnarmenn ekki að vera búsettir í kjördæmi. Þessi frásögn studdist við prent- villu í þingskjali, sem þegar var búið að leiðrétta, áður en Tíminn birti frásögn sína. Ef um tvennt er að velja, kýs Tíminn oftast að hafa það heldur sem ósatt reyn- ist. Það, scm úr sker, er að hér sem ella er skynsamlegast að leyfa öllum skoðunum að komast að, svo að enginn geti sagt, að sú skipan sé tekin upp, er á hann halli. Kosningí: hömlurnar Hitt meginatriðið, sem deilt var um í sambandi við kosningalaga* frumvarpið, voru kosningahöml- urnar, sem V-stjórnin beitti sér fyrir, að settar voru rétt fyrir bæjarstjórnarkosninganar 1958. Eysteinn Jónsson fór þá ekki leynt með í hvaða skyni þær væru settar.. Hann hrópaði þá yf- ir þingsalinn: „Hvaða nauðsyn ber til þess, að flokksapparat Sjálfstæðis- manna viti hvort menn hafi far- ið á kjörstað?" Sjálfstæðismenn bentu þegar í stað á hversu óheppilegt þetta ákvæði væri. í nefndaráliti Jóns Kjartanssonar um málið í efri deild í des. 1957 segir m.a.: „Við setningu stjórnarskrár og kosningalaga undanfarna ára- tugi hefur það jafnan verið stefna og tilgangur löggjafans að gera kjósendum auðveldara fyr- ir að neyta atkvæðisréttar síns, bæði á þá lund að rýmka kosn- ingarréttinn frá því, sem áður var og fremur hvetja menn og örva til þess að neyta hans held- ur en að gera það torveldara. En þetta stjórnarfrumvarp mið ar að því gagnstæða.------- Frá því er leynilegar kosning- ar voru lögleiddar á fslandi, hef- ur það verið heimilt og þótt sjálfsagt, að frambjóðendur mættu vera á kjörfundi eða hafa fulltrúa sína eða umboðsmenn þar, bæði til að sjá um, að allt fari löglega fram og fylgjast með, hvernig kosningu miðaði áfram og hver þátttaka væri. Ef kosn- ingaþátttaka er léleg, hafa fram- bjóðendur og umboðsmenn þeirra oft og tíðum hvatt kjósendur,sem ekki voru búnir að kjósa, til þess að neyta atkvæðisréttar síns, og hefur fram til þessa víst fáum eða engum dottið í hug, að slíkt ætti að vera- ólöglegt eða refsi- vert athæfi“. „Friðun kjördagsins“ Síðar í nefndaráliti sínu sagði Jón: „Ef það á að vera tilgangur frumvarpsins að friða kjördag- inn, þá mun frumvarpið ekki ná tilgangi sínum, heldur verka þveröfugt. Ef frambjóðendur eða kosningaskrifstofur mega alla ekki, að viðlagðri refsingu, fylgj- ast með því, hvernig kosningu miðar áfram og hverjir kjósa, er viðbúið, að kjósendur verði fyrir meira ónæði en verið hefur, ekki aðeins þeir, sem ekki hafa kosið, heldur einnig hinir, sem búnir eru að neyta kosningarréttar síns, án þess að frambjóðendur eða kosningaskrifstofum sé um það kunnugt. Sýnir þetta m.a. hversu vanhugsað frumvarpið er. Það sýnist erfitt að finna nokkra heila brú í þessu frumvarpi. Eitt stjórnarblaðanna hefur látið orð falla í þá átt, að frv. sé aðallega stefnt gegn Sjálfstæð- ismönnum í Reykjavík til þess að torvelda þeim kjörsókn. Er það vissulega fróðlegt að heyra, að andúð stjórnarflokkanna í garð ibúa höfuðstaðarins er svo mögn- uð, að gera þurfi sérstaka breyt- ingu á kosningalögunum til þess að torvelda þeim að neyta atkvæð isréttar síns“. Stefnt ííc«n Reykjavík í nefndaráliti í neðri deild sögðu þeir Bjarni Benediktsson og Björn Ólafsson m.a.: „f frv. eru------engin á- kvæði, sem leggja hömlur á rétt flokka til að hvetja kjósendur með heimsóknum, upphringing- um eða öðrum slíkum hætti til að fára á kjörstað Merkingarnar, sem bannaðar eru, hafa einmitt verið ætlaðar til þess að ekki væru ónáðaðir þeir, sem þegar hafa kosið. Bannið við merking- unum er því beinlínis lagað til þess að hafa þveröfug áhrif við það, sem fært er frarn því til afsökunar. Þar sem bannið hefur einhver áhrif, má því búast við, að í kappsfullum kosningum, verði látlaust á menn leitað úr öllum áttum, jafnt þótt þeir séu búnir að kjósa og þeir eigi það eftir. Hér við bætist, að sjálf ákvæð- in geta eðli sínu samkvæmt ein- ungis haft áhrif í fjölmenni, en eru gersamlega þýðingarlaast í fámenni. Óhugsandi er, að þessu verði haldið leyndu í öðrum kjördæm- um en þeim, sem mannflest eru. f fámennum kjördæmum fer ekki hjá því, að allir sem vilja, gefa fylgzt með því, hvort kjós- andi kemur á kjörstað eða ekki. En í þessum kjördæmum er einn- ig langhættast við, að óheimilum eða óeðlilegum ráðum sé beitt í kosningaáróðri. Frumvarpið set- ur engar varnir gegn þeirri hættu en miðar ákvæði sín ein- ungis við þéttbýlið, þar sem þessi hætta er Tnun minni en annars staðar. Fjármálaráðherra Eysteinn Jónsson fór ekki dult með það í málflutningi sínum við fyrstu umræðu í neðri deild, að frv. væri fyrst og fremst stefnt gegn „kosningaapparati Sjálfstæðis- flokksins“ í Reykjavík eins og hann komst að orði. Er það og ljóst, að því fjölmennari sem kjósendahópurinn er, því erfið- ara verður eftir löggildingu frv. að annast nauðsynlega fyrir- greiðslu á kjördag. Þetta bitnar áður en yfir lýkur fyrst og fremst á kjósendunum sjálfum. Frv. þetta stefnir þess vegna að því að gera rétt Reykvíkinga lakari en annarra landsmanna". Framsókn hélt fast við ran^lælið Við meðferð kosningalagafrum varpsins nú kom í ljós, að bæði Alþýðuflokkur og kommúnistar höfðu séð sig um hönd. Þeir höfðu nú áttað sig á því, að öll gagn- rýni Sjálfstæðismanna á þessum ákvæðum var réttmæt. Hins veg- ar hélt Framsókn dauðahaldi í ákvæðið. Hún greiddi atkvæði á móti breytingunni á þingi og i Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.