Morgunblaðið - 16.08.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.08.1959, Blaðsíða 20
VEÐRID NA hvassviðri, úrkomulaust. Reykjavíkurbréf S.íá bls. 11. 176. tbl. — Sunnudagur 16. ágúst 1959 Blindi maðurinn og fegurb íslands — Það var gaman að koma til' við íslehzka íslands. Það er fagurt, svipmikið I Feðginin land með miklum óbyggðum víð- áttum og bláum fjöllum. Þannig maelti þýzkur ferðalang ur, sem fréttamaður Mbl. hitti snöggvast er hann var á ferð hér í bænum. Ummælunum hefði ekki verið veitt athygli. ef ekki hefði staðið dálítið sérstaklega á. Maðurinn sem var a lýsa feg- urð íslands, víðsýni og bláma ! fjallanna er BLINDUR. Hvernig gat hann talað um fegurð og liti? Við nánari eftirgrennslun kom í ljós, að blindi ferðamaðurinn hafði ferðazt langleiðir á hest- baki um hálendi íslands og við spurðum hann: — Er nokkuð varið í það fyrir blindan mann að ferðast um land ið? Getur hann notið útsýnis- ins? Heinrieh Teiwes, hinn blindi ferðamaður svaraði: — Þótt augun séu blind, get ég fundið hvernig umhverfið er, — og dóttir mín, Ingeborg fylgdi mér á ferðinni og hún er vön að lýsa fyrir mér, því sem fyrir augu ber, fjöllunum, jöklunum, fljótunum. Ég veit eftir ferðina, að ísland er mjög fallegt land. Dóttirin stendur hjá föður sínum og tekur fram í fyrir hon- um: — En, pabbi, þú reiðst bara alltaf svo hratt, að þú fórst langt fram úr okkur öllum og ég gat alltof sjaldan sagt þér hvernig útsýnið var á Fjaliabaksleið. Heinrich Teiwe er verksmiðju- eigandi. Hann á stóra sápuverk- smiðju skammt frá Bonn höfuð- borg Vestur-Þýzkalands. Hann hefur verið blindur frá því að hann lenti í slysi tveggja ára að aldri, en er framtaksamur og hugkvæmur maður. -----Við eigum þrjá hesta, suð- ur í Þýzkalandi, sagði hann við fréttamann Mbl. En byggðin er svo mikil í Rínardalnum og slík landþrengsli, að mjög erfitt er að komast í góða útreiðartúra. Alis- staðar. eru girðingar, grindur og umferðareglur. Þessvegna kom- um við hingað. Ferðin um íslenzk öræfi hefur verið dásamleg og mér finnst ég aldrei fyrr hafa verið eins frjáls. — —En hvernig líkaði ykkur^ hestinn? svara þessu sitt hvoru lagi: Blindi maðurinn: — fslenzku hestarnir eru mjög misjafnir.Mér líkaði bezt við þá, sem höfðu líkan gang og stórir útlendir hestar, þá sem hopppuðu og brokkuðu. Dóttirin’: — En mér féll bezt við töltið. — Ætlið þér ekki að kenna stóra hestinum yðar að tölta? , Stúlkan hlær og svarar. — Ég hugsa að það sé alveg vonlaust. Nýr fulltriii h já Ríkisútvarpinu NÝLEGA var auglýst. staða full- trúa í dagskrárdeild við rikisút- varpið, og sóttu margir um hana, eins og áður hefur verið frá skýrt. Nú hefur Sveinn Einars- son, verið skipaður í þessa stöðu. Sveinn er sonur Einars Ólafs Sveinssonar prófessor. Hann hef- ur lokið fil. cand. prófi í ai- mennri bókmenntasögu, leiklist- arsögu og heimspeki við Stokk- hólmsháskóla, og var síðastliðinn vetur við framhaldsnám { þess- um greinum við Sorbonnehá- skóla í París. Hey fauk í Borgafirði AKRANESI, 15. ágúst. — I nótt var gríðarhvasst og ofsaveður af hánorðri seinni hluta nætur. — Margir bændur misstu hey meira og minna í rokinu, eink- nýsætt hey og sömuleiðis flatt. Voru girðingar víða fullar af heyfokstri, sligaðar og jafnvel slitnar. Hvassast var í Leirár- sveitinni og í neðanverðum Svínadal. — Oddur. Hvergerðingar fá vatn úr einni djúpholunni fil hitaveitunnar N Ú er búið að leysa vanda- mál Hvergerðinga í sambandi Blindi maðurinn og dóttir hans. við hina kulnandi hitaveitu þeirra. Ríkið hefur leyft að beizla megi eina af djúpu hol- unum, sem stóri jarðborinn gerði þar í fyrra. Standa nú vonir til þess að hægt verði eftir um það bil mánuð að tengja hitaveitu þorpsins við hina vatnsmiklu djúpholu. Þar eð vandamál þetta héfur hefur nú verið leyst á þennan hátt, mun stóri djúpborinn ekki verða sendur austur til þess að bora fyrir Hvergerðinga, a. m. k ekki að þessu sinni. Allar boranir, sem Hveragerð ishreppur hefur látið vinna að í sumar, með litlum jarðbor, sem getur borað 500 metra, hafa ver- ið árangurslausar, en kostnað- urinn er afþar orðinn um fjórð- ungur milljónar. Þetta vandamál hefur verib leyst þannig, að fyrir atbeina for- sætisráðherra, hefur Landsbanki Islands lánað til hinnar nýju vatnsæðar hitaveitunnar um. 500 þús. krónur og frá Atvinnuleys- istryggingasjóði 250 þús. kr. Gert er ráð fyrir að maunvirkið alit muni kosta um eina millj. kr. Tekist hefur að fá pípur í leiðsluna, sem verður um 1400 m löng. Voru þær til hjá Vatns- veitu Reykjavíkur og hjá varn- arliðinu. Þá hefur hreppurinn samiö við Kristin Guðbrandsson forstjóra Björgunar hf. um að leggja leiðsluna og ætlar hanr að ljúka lagningu æðarinnar frá boroholunni að dælustöðinni á mánaðartíma. Standa því vonir til að upp úr miðjum september verði hitaveita Hveragerðis aftur komin í lag, að því er Oddgeir Ottesen, sveitarstjóri, skýrði Mbl. fré í gærdag. Raktil_baka síðasta tímann ÞESSAR myndir, sem Jóhann Sigurðsson, tók fyrir Mbl., sýna er Eyjólfur Jónsson varð að láta „í minni pokann“ fyrir Ermasundi á föstudags- morgun. — Á myndinni að ofan sést, er Eyjólfur syndir að fylgdarbát sínum, Vil- hjálmi m., en á myndinni til hliðar er hann kominn að bátn um. Sundinu er lokið. Ermasund hefir „staðizt“ þrjár atlögur íslendingsins. „En ekki er fullreynt fyrr en í fjórða sinn, er sagt“. Og Eyjólf- ur er ákveðinn í að gera eina tilraun enn — ef ekki í sumar, þá á næsta ári. Er Eyjólfur hóf sundið, kl. '►3:40 á fimmtudagsnóttina, var ^veður gott, og hann synti rösk- ►lega frá landi — 29 sundtök á ► minútu. — Smávegis kaldi var, £og óx hann, þegar kom fram ► yfir hádegi. Straumiur var stríð- ► ur í sundinu, og varð Eyjólfur {að synda skáhalt á móti honum ► lengst af. — Vegna straumsins ► bar hann mjög af leið, og eftir ^iað hvessa tók, gerðist hann ► mjög sjóveikur — en það var ► meginorsök þess, að hann varð [ að gefast upp. ► Eyjólftur var næst Dover eftir ► 12 tíma sund, hafði þá lagt að J baki % leiðarinnar, en síðasta ► klukkutímann rak hann aftur ► nær Calais fyrir allsterkum J vindi og straumi, sem stóð hon ► um beint í fang. ► Þeir Albert Croucher, skip- ►stjórinn á Vilhjálmi III. og Denn ► is Oskar Pearson frá Rhodesíu, [sem var umsjónarmaður af ►hálfu samtaka þeirra, er hafa ► með framkvæmd þessa sunds ► að gera, syntu báðir með Eyj- ►ólfi nokkurn spöl. Skipstjórinn ► er gamalreyndur sundmaður, og £ Pearson synti yfir Ermasund 14. júlí s.I. Leiðindaveður í fyrrinótt, en... UNDANFARIÐ hefur verið I ing, en í gærmorgun var víða leiðindaveður um land allt. I farið að hlýna mikið, t. d. Hefur verið kalt og sums komin 14 stig á Kirkjubæj- staðar snjóað í fjöll. í fyrri- arklaustri. Veðurstofan bjóst nótt gekk yfir hvassviðri og við að upp úr því færum við var sums staðar mikil rign- að fá hlýtt veður aftur, þar eð ekki eru fyrirsjáanlegar neinar breytingar á næstunni. Sunnanlands var víða hvasst í fyrrinótt, en lítil úrkoma. — 1 Reykjavík mældust 7 vindst., en 8—9 vindstig á Höfn í Horna- firði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.