Morgunblaðið - 16.08.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.08.1959, Blaðsíða 6
6 MonnvisntAÐiÐ Sunnu'dagur 16. agus't 1959 Nautaötin — fréttaefni heimsblaðanna A Ð undanfömu hafa erlend b’öð gert sér mjög tíðrætt um nautaöt á Spánj, enda hefur víst ekki lengi verið eins mikið líf í þeirri iþrótt. Hefur nokkuð af þeim frásögnum síast inn í ís- lenzk blöð, m. a. er sagt frá slysi Domiquins, frægasta nautabana Spánar um mörg ár í Fólk í frétt unum í dag. Við lestur þessara frétta rifj- aðist fyrir mér nautaat, sem ég var sjálfur viðstaddur á Spáni fyrir 6 árum, ekki sízt þar sem í fréttunum af spönsku leikvöng- unum núna koma við sögu sömu aðdáendur íþróttarinnar, sem ég nefndi þá í stuttri frásögn af at- burðinum á öðrum vettvangi. Umrætt nautaat var haldið í sambandi við kirkjuleg hátíða- höld í borginni í Toledo á Dýra- dag, en sá dagur er hátíðlegur haldinn hjá kaþólskum og er merktur í almanaki Þjóðvinafé- lagsins. Það var mikið um dýrð- ir í bænum þennan dag og fólk streymdi úr öllum áttum, til að sjá altari gömlu dómkirkjunnar borið um göturnar og æðstu menn spænskukirkju.mar í skrúð göngu á eftir. Bjánalega hættulegur leikur eða íþrótt. G auðvitað enduðu hátíða- höldin með nautaati, og var tii þeira vandað, ekki sízt þar sem tiginn gestur, Saroya, þá- verandi keisaradrottning í íran, var viðstödd Ég verð að viðurkenna að mér var ekki rótt, þegar ég tók mér sæti á steinsteyptum bekk hring- leikasvæðisins, þvi að ég var ekki viss um að mér mundi íalla það neitt sérlega vel a? sjá nauti slátrað, jafnvel þó það væri gert með ákaflega glæsilegum atburð um. Kornungur nautabani gekk fram í hringinn, tággrannur og fjaðurmagnaður í hreyfingum. Hann gekk léttum skrefum að áhorfendapöllunum, staðnæmdist fyrir framan stúku Saroyu prins- essu, og kastaði húfunni sinni upp til hennar, til merkis um að henni berðist henni til heið- urs. Atið hófst, en ég mun ekki rekja gang þess nánar. Svo oft er búið að segja frá nautaötum í blöðum og útvarpi, að flestum mun vera kunnugt um hvernig þau fara fram. Ungi maðurinn æsti nautið og sveigði sig síðan fimlega og með tignarlegum hreyfingum, svo að nautið rétt missti af honum hvað eftir ann- að. Og þar með gleymdi maður að þetta var í rauninni bjána- lega hættulegur leikur og slá’r- un, og horfði með aðdáun á pilt- inn leika listirnar. Allan tím- ann var í huga mínum frásögnin af unga nautabananum í hringn- um úr bók Hemingways. Og sól- in rennur upp. Nóbelsverðlaunaskáldið er, eins og kunnugt er, mikill aðdáandi nautaatanna, og kveðst allur haia yngst upp við að horfa á hin hættulegu nautaöt sem farið hafa fram í sumar en hann var við- staddur, þegar Dominquin nauta bani, sem að ofan var nefndur, slaðiist lífshættulega. Hætti lífi sínu, en fékk ekki prinsessuna. EN þó nautabaninn ungi, hætti lífi sínu fyrir prinsessuna, eins og karlssynirnir í ævintýr- unum í gamla daga, fékk har.n aðeins blómvönd og breitt hres að launum. Og þó — þegar ég les um það i blöðunum r.úna, að Saroya hafi heimsótt ungan keppinaut Dominquins á sjúkra- húsi er hann særðist, bá er gaman að ímynda mér að það sé sami ungi maðurir.n. Sú hrifn ing, sem' pilturinn vakti þá á leikvanginum, getur vel bent ti) þess, að hann sé einmitt ná frægi Ordonez, sem síðan hefir ógnað frægð Dominguins, konu.ogs nautabananna, og hefur sett því líkt fjör í nautaötin í sumar. Allt æltaði af göflunum að ganga, er ungi nautabaninn hafði lagt nautið og velli. Spánverj- arnir henda jokkum sínum og höfuðfötum hátt á loft upp og létu það rigna yfir nautabanar.n — en Velvakandi reis á fætur og nuddaði botninn, því hann hafði ekki haft vit á að kaupa sér hálm púða við innganginn til að stinga milli sín og glerharðrar stein- steypunnar á bekknum. Þótt ætlunin hafi verið að byrja ekki þætti þessa að nýju fyrr en um miðjan næsta mánuð, þá hafa svo margir atburðir gerzt í heimi frímerkjasafnara, að á- stæða þykir að hefjast handa á ný og skýra lesendum frá því helzta sem fyrir augu og eyru hefur borið síðusíu mánuði. INTERPOSTA. Svo sem getíð var í fréttum í maí s.l. var frí- merkjasýning sú er nefnuist Int- erposta opnuð við háfcíðlega at- höfn í Hamborg þann 22. maí s.l. Sýning þessi var haldin í hinum fagra skemmtigarði „Planten und Blomen" og var komið fyrir í stórum sýningarskálum sem þar eru. Þúsundir manna höfðu safnast saman fyrir utan inn- gönguhlið garðsins og mynduðust þar langar biðraðir. Sýningunni var komið fyrir í fjórum sýningarskálum og sér- staklega góð skipulagning var á öllu því sem þar var sýnt, en í skála sem var merktur „D“ voru frímerki sem póststjórnir 24 landa sýndu og vakti íslenzka deildin töluverða athygli sýn- Vingargesfca, þótt smá væri í samanburði við sýningarefni ann- arra landa. Ennfremur voru til sýnis á INTERPOSTA ö’.l frægustu frí- merkjasöfn sem nú þekkjasí og þar á meðal safn frú Louise Dale í New York og’ er í því safni hið dýrmæta Mauritus frímerki og má hér á myndinni sjá lög- reglumann vera að skoða þetta umtalaða merki. Þá var þarna frímerkjasafn brezku drottning- arinnar og einnig sérsafn Spell- manns kardínála sem frægt er fyrir listræna uppsetningu. Ánægjulegt var einnig að skoða unglingadeildina sem vakti mikla athygli sýningargesta enda voru mörg söfn hinna ungu safnara verðlaunuð (sbr. mynd). Heiðurs verðlaun (Grand Prix d’Honne- ur) hlaut belgískur maður Jean Dupont að nafni. í tilefni sýningarinnar voru gefin út 2 ný frímerki, 10+5 og 20 + 10 Pfg. og var sala þeirra svo mikil, að taka varð upp Úr einum sýningarskála á merki, til minningar um þann merka atburð, að þann 3. sept. n.k. eru liðin 40 ár frá því að flugvél hóf sig fyrst til flugs hér á landi og er það vel að þessa atburðar sé minnzt á þennan hátt. Af myndum af þessum nýju merkjum má sjá, að merkin verða smekkleg, þótt gallar séu í teikningum þeirra og einnig hefðu litir þeirra mátt vera skær- ari. Þá hefur póststjórnin og lát- ið gera sérstakan fyrstadagsstimp il, en allir sérstimplar eru mjög eftirsóttir af umslagasöfnurum, „INTERPOSTA“ bauð að útvega þau þeim, er búa utan Reykjavíkur og ekki hafa tækifæri til að nálgast þau á sölu stað, en heyrst hefur að urgur hafi verið í mönnum þegar sala Vatnajökulsumslaganna átti að hefjast, því þeim var tjáð, að stór hluti þeirra væri uppseldur þegar auglýstur sölutími rann upp og aðeins nokkrir viðskipta- menn hafi verið svo heppnir að VIENTIANE, Laos, 14. ágúst — NTB Reuter. — Stjórnin í Laos mun senda Dag Hammarskjöld framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna beiðni þess efnis, að hann sendi eftirlitsmann til Norður-Laos. Frá þessu var skýrt í Vientiane seint í kvöld. í orð- sendingu frá skrifstofu forsætis- ráðherrans segir, að sérstakur fulltrúi verði sendur til New York á morgun til að hitta fram- kvæmdastjórann að máli. Stjórn Laos hefur þegar sent Sameinuðu þjóðunum bréf, þar sem því er haldið fram að Norð- ur-Vietnam eigi mikinn þátt í árásum uppreisnarmanna í norð- urhéruðum Laos. Formælandi stjórnarinnar sagði í kvöld, að væntanlegur eftirlitsmaður S.Þ. mundi einungis fara til norður- héraðanna og skýra frá því, sem þar bæri fyrir augu hans. Hann sagði, að Hammarskjöld ætti sjálfur að ákveða hvort þörf væri að senda fleiri en einn eftirlits- mann og þá hve marga. skrifar úr dagiega lifinu Lögreglumaður skoðar Mauritius frímerkið á „INTERPOSTA“ skömmtun á þeim strax á fyrsta degi og voru seld 2 sett út á hvern aðgöngumiða, en margir sýning- argestir keyptu 5—10 aðgöngu- miða til þess að ná í frímerkin handa sjálfum sér og skiptivinum erlendis. Þessi nýja frímerkjaút- gáfa seldist upp á nokkrum dög- um þótt upplag merkjanna væri stórt og voru þau því fljótlega hækkuð í verði hjá frímerkja- kaupmönnum í Þýzkalandi og kosta þau nú þar í landi Dm 1,75 (ónotuð) og á tveim fyrstadags- umslögum stimpluðum á opnun- ardegi sýningarinnar kosta þau Dm. 6.50 og er það ekki oft að 'frímerki hækka svo skyndilega 'sem þessi útgáfa. Alls komu 85.000 gestir á sýn- inguna og þar af voru 16.000 ung- lingar og börn, og má af þessu ^já, að mikill áhugi ríkir á frí- en stimpill þessi minnir auk þess á 40 ára flug á fslandi. í tilefni þessa afmælis og vegna þessarar frímerkjaútgáfu fékk Flugmálafélag íslands leyfi inn- flutningsyfirvaldanna til að láta útbúa í Danmörku sérstök fyrsta dagsumslög og eru þau mynd- skreytt og prentuð með svo- nefndri silkiprentun og smekk- lega gjörð, en oft hefur verið um það kvartað af frímerkjasöfnur- um hve ósmekklegar umslaga útgáfur hafi verið á boðstólum, þegar ný frímerki hafa komið út hér á landi. Flugmálafélagið hyggst selja umslög þessi til á- góða fyrir starfsemi sína en fé- lagið vinnur að framgangi og þróun flugmála hér á landi og er félag þetta opið öllum lands- mönnum og ætti það því að vera kappsmál sem flestra að stuðla Laos biður um eitirlitsmenn S.Þ. merkjasöfnu* meðal fólks í Þýzkalandi, þótt auðvitað kæmu þarna einnig margir erlendir gestir. Sérstakar söludeildir voru í einum af skálunum og höfðu mörg þekktustu frímerkjafyrir- tæki þarna á boðstólum margt sem var girnilegt fyrir safnara enda var þar oftast þröng mikil. Hér er ekki rúm til frekari frásagna af þessari svo umtöl- uðu frímerkjasýningu, en vera má að tækifæri gefist í næsta þætti til að skýra lesendum frá einstökum merkissöfnum og at- burðum er þarna áttu sér stað. Ný íslenzk frímerki Svo sem tilkynnt hefur verið, verða gefin út tvö ný flugfrí- að þróun flugsins hér, því allir vita hve nauðsynlegt það er í daglegu lífi okkar. Flugmálafé- lagið gaf nýlega út fréttatil- kynningu um sölu umslaga þess- ara og tók fram, af gefnu tilefni, að til þess að sem flestir gætu eignast þau, þá tæki félagið eng- ar fyrirframpantanir en tölu- verðrar óánægju hefur gætt hjá söfnurum úti á landi og einnig erlendis, þegar um slíkar útgáf- ur hefur verið að ræða, eins og t.d. þegar „ballón" flugið var hér sumarið 1957 og nú síðast umslög Jöklarannsóknafélagsins, því eng ir sölustaðir hafi verið utan Reykjavíkur við slík tækifæri, en frímerkjaverzlun ein hér í bæ bætti þó úr þessu hvað varð- ar umslög Flugmálafélagsins og 1. verðlaun afhent fyrir bezta frunerkjasafnið í unglingadeildinnL fá þau keypt, en ekki vil ég þó fullyrða neitt um það atriði, þar sem ég var ekki í bænum á um- ræddum degi. Frímerkjaverðlistar f næstá mánuði koma út fyrstu erlendu frímerkjaverðlistarnir fyrir árið 1960, en þeir eru AFA og Facit og þær upplýsingar hafa borizt hingað, að verð á íslenzk- um frímerkjum, og þá sérstaklega eldri útgáfum, muni breytast all verulega. Ný erlend frímerki Margar nýjar erlendar frí- merkjaútgáfur hafa borizt hing- að í sumar og verður þeirra get- ið í næsta þætti, en ekki get ég látið hjá líða að fara nokkrum INTERPOSTA frímerkin orðum um nýju dönsku merkin sem út komu í maí og júní en það voru danska ballett frímerkið og tvö Rauða kross merki. Danir hafa hér tekið breytingu á fri- merkjaútgáfu sinni, því hér er um einkar smekkleg merki að ræða, bæði hvað litaval, teikn- ingar og gerð snertir. J. Hallgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.