Morgunblaðið - 16.08.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.08.1959, Blaðsíða 3
Sunnudagur 16. ágúst 1959 MORCUNTtT AÐIÐ 3 ★ Niðursuðu iðnaður og glíma Samtal við Jón Helgason, stórkaup- mann í KhiöfrL IJNDANFARNA daga hefur dval- izt hér á landi Jón Helgason stór- kaupmaður í Kaupmannahöfn. Jón hefur lifað mjög margbreyti- lega og viðburðaríka ævi, dval- izt erlendis frá 1908 og þar af tiu ár í Rússlandi. Frá 1920 hefur hann átt heima í Kaupmanna- höfn og lagt þar stund á heild- sölu og átt þar niðursuðuverk- smiðju. Tíðindamaður Mbl. gekk á fund Jóns Helgasonar í fyrra- dag og spurði hann um ýmislegt af því, sem á daga hans hefur drifið. Jón er tæpra 75 ára, en lítur út fyrir að vera tíu til tuttugu árum y^gri. Hann skýrir okkur frá því, að hann sé ættaður frá Grund í Höfðahverfi og foreldr- ar sínir hafi verið Helgi Helga- son, bóndi á Grund og Sigurfljóð Einarsdóttir, ljósmóðir og hann hafi dvalizt í föðurgarði til 16 ára aldurs. — Hvert lá svo leiðin, þegar þér hélduð að heiman? — Ég fór til ísafjarðar um aldamótin og átti að læra þar skósmíði. Lauk ég þar námi og fékk sveinsbréf. Það var annars af sérstökum ástæðum, sem ég fór til þessa náms. Ég hafði kviðslitnað á skíðum og læknir- inn okkar sagði foreldrum mín- um, að drengurinn gæti aldrei unnið fyrir sér nema hann lærði einhverja vinnu, sem hann gæti setið við. Kviðslitið greri nú reyndar fljótlega, en ég vann þarna á ísafirði næstu árin bæði á sjó og landi. — Svo hélduð þér til útlanda? — Það var árið 1908 að við fórum utan fjórir glímumenn til að leita okkur atvinnu sem glímumenn og íþróttamenn. Þeir, sem með mér voru, voru Jó- hannes Jósefsson, Jón Fálsson og Kristján Þorgilsson. Næstu tvö árin ferðuðumst við víða um Evrópu, þar á meðal til Rúss- lands, en Rússarnir urðu svo hrifnir af íslenzku glímunni, að lögreglustjórinn ' í Odessa fékk okkur til þess að kenna lögreglu- mönnunum þar íslenzka glímu sem vörn gegn árásum ofbeldis- manna. Þegar við hættum þessu fór ég á leikfimiskóla í Kaup- mannahöfn og þaðan fór ég svo til Rússlands í árslok 1910 og var kennari í leikfimi við ríkis- skóla í Pétursborg til ársins 1920. — Hvernig líkaði yður við Rússa? — Mér líkaði ljómandi vel við þá, jafnt æðri sem lægri. Ég hef hvergi kynnzt fólki, sem var eins gestrisið og þeir né sem var jafnskemmtilegt í samkvæmislíf- inu. Leikfimi var ekki algeng í rússneskum skólum um þessar muiadir, en jókst hröðum skerf- um og nú eru Rússar orðnir mikil íþróttaþjóð eins og allir vita. — Þér hafið dvalið í Péturs- borg þegar byltingin var gerð og hún hefur ekki haft nein áhrif á starf yðar? — Ekki veruleg. Skólinn hélt áfram þrátt fyrir byltinguna, en ég komst undir stjórn nýju vald- hafanna. — Þér hélduð frá Rússlandi Sr. Óskar J. Þorláksson: Tíminn og tómstundirnar Odessa. Myndin er tekin fyrir 1910. íslendingarnir eru ljós- klæddir í fremri röð og eru þeir talið frá vinstri: Jón Helga- son, Jón Pálsson og Kristján Þorgilsson. I. Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðl- ast viturt hjarta. ( Sálm. 90. 12). ÞESSI bæn hins forna sálma- skálds Hebreanna er fögur og felur í sér dýrmæt lífssannindi. Er hægt að hugsa sér háleitara takmark í lífinu en viturt hjarta í samfélaginu við Guð? Er nokk uð nauðsynlegra en vakandi ábyrgðartilfinning fyrir Guði og mönnum? Tíminn er dýrmætur, hvort heldur það er sjálfur starfstím- inn/sem helgaður er skyldustörf um dagsins, eða það eru tóm- stundirnar, sem gefa oss marg- vísleg tækifæri, til þess að sinna hugðarmálum vorum. En það er vissulega nokkur vandi að nota tímann þannig, að hv£r dagur, sem vér lifum verði oss til góðs, og að vér Ástin kostaði hann tvær skákir! fljótlega eftir byltinguna? — Ég fór til Kaupmannahafn- ar árið 1920 og kom þangað alls- laus, því í Rússlandi hafði allt verið þjóðnýtt. Fyrstu tvö árin í Kaupmannahöfn starfaði ég sem leikfimikennari í forföllum, en það var ekki starf til að lifa af. Fór ég þá «á verzlunarskóla og var þar við nám í tvo vetur. Upp frá því fór ég að verzla fyrir eigin reikning með íslenzkar af- lurðir, aoallega síld og fisk. I Seinna setti ég á stofn ofurlitla niðursuðuverksmiðju, þar sem einkum var soðin niður síldar- framleiðsla. Við það hef ég svo starfað til þessa unz ég lagði verksmiðjuna niður nýlega vegna þess að húsnæðið, sem bærinn hafði leigt mér, var rifið. — Hvert er álit yðar á fram tíð niðursuðuframleiðslu hér ; landi? Frh. á bls. 18. EKKI verður langt þangað il skákmeistarinn okkar, hann Friðrik, verður enn einu sinni á dagskrá. Nú fer hann til Jugoslaviu til tveggja mánaða baráttu við sjö aðra snillinga um það, hverjum falli sá heið ur í skaut að fá að skora á sjálfan heimsmeistarann til annarrar enn harðari baráttu. Það er búið að. segja svo mik- ið og skrifa um Friðrik, að við það er sennilega engu að bæta, nema þá, að hann er ári eldri en hann var í fyrra, sem sagt 24 ára — og ólofaður, a. m. k. opinberlega. — En eru þær fallegar i Jugoslavíu? spyrjum við, því að í rauninni átti þetta að verða viðtal og á einhverju verður að byrja. — Það er misjafnt, segir hann — fallegri eftir því sem sunnar dregur, en ég hef enn ekki komizt í syðsta hluta landsins. Nú verður teflt í þremur borgum og byrjað nyrzt, enda eins gott. Og svo hlær hann, og við líka. — Já, þið grúfið yfir tafl- borðinu dag og nótt — ekkert kvíðinn eða taugaspenntur? — Því neita ég ekki, þetta er ekkert tilhlökkunarefni. — Menn eru líka alltaf tauga- spenntir fyrstu umferðirnar. Og það þýðir aldrei að slappa af. Um að gera að belgja sig út í upphafi og gefa aldrei eft ir, þá hjaðnar maður niður og nær sér ekki á strik aftur. — Annars eru biðskákirnar erfið astar, þó að hitt geti verið nógu erfitt. — Geta skákmenn nokkuð undirbúið sig fyrir keppnis- dag, kemur þetta ekki allt af sjálfu sér? — Yfirleitt reynir maður að gera einhverja áætlun, athuga skákir mótherjanna, reyna að ótta sig á skákstílnum, finna veilur — og notfæra sér þær. — Það er þá heilt bókasafn í ferðatöskunni? — Ég segi ekki bókasafn, en nokkrar bækur. Annars gildir sama um skákina og allt annað. Það er sama hvern fjandann maður sökkvir sér niður i. Ævin endist ekki til að kafa til botns í neinu, því meira sem menn lesa og velta vöngum yfir einhverju efni — þeim mun Ijósari verður þeim fákunnáttan. Skákin hefur engin endamörk a. m. k. kom- ast menn aldrei í sjónfæri við þau. — En er ekki góð vinátta með ykkur skákmönnunum samt sem áður — enda þótt baráttan sé svona hörð? — Já og nei. Við erum kurt eisir og tillitssamir hver við annan. En það er alltaf eitt- hvað, sem við dyljum — alltaf eitthvað á milli okkar, sem ekki er hægt að brjóta. Kepp- endur, sem koma oft saman á svona mót, verða aldrei vinir. Við gætum aldrei rabbað sam an í hóp eins og gamlir kunn- ingjar. Samræður færu altaf út í skák, þar eiga allir sín leynivopn, þá yrðu menn þvingaðir eða lygnir — eða þá, að farið væri út í algerar saumaklúbbsaðferðir — bak- naga einhverja, sem ekki eru viðstaddir. Og Friðrik brosir. En hann heldur áfram: — Ég varð þess vegna ekki fyrir svo geysilegum vonbrigð um, þegar ég vissi, að Bent Larsen hafði brugðizt. Ég er ekki að segja, að hann sé slæm ur. En við erum keppinautar engu að síður og milli okkar er alltaf sami veggur, sem er á milli allra keppinauta. Ég held, að mig langi frekar til þess að Ingi R. verði með mér. Það er ekki aðeins gott að hafa mann, sem getur sökkt sér niður í skákirnar með mér, því að jafn nauðsynlegt er að hafa einhvern, sem hægt er að rabba við um allt annað en skák og gleyma skákinni stund og stund. Annars væri ég eins og einangraður fangi í skákþrautum allan tímann. — Hafa þá ekki margir skákmenn eiginkonurnar með á svona mót? — Það er nú upp og ofan, en reynzlan er víst sú, að betra sé að skilja konurnar eft ir heima, a. m. k. fyrir nýgifta. Zabo kom t. d. einu sinni ný- giftur til móts. Hann var fert ugur, hún 17 ára — svo að ekki vantaði sæluna. Hann tapaði líka tveimur fyrstu skákunum, segir Friðrik og hlær. — Það er ekki hægt að hugsa um allt í einu. — En hvað hefur þú þá meðferðis auk bókanna? — Ég hef stundum harð- fisk. þurfum aldrei að kveðja neinn dag með þá tilfinningu í hjarta, að þessum degi hafi maður glatað. Flestir menn kvarta yfir því, að þeir hafi ekki tíma til þess að gera þetta og hitt, sem þá langar til. Lífið er fjölbreytt og hugðarefnin svo mörg, að erfitt getur verið að velja á milli. Áður fyrr urðu menn að vinna langan vinnudag, og því lítið um tómstundir, en nú eru tómstund- irnar jafnvel fleiri en vinnu- stundirnar, og því skapast sá vandi að nota þessar tómstundir, svo að þær verði til blessunar. Algengast er að menn noti tóm stundir sínar til þess að sinna alls konar félagslífi og miklu góðu hafa mörg^félög komið til vegar á sviði líknar og menning- armála, og vissulega er það göfgandi fyrir hvern mann að taka þátt í slíku starfi, þó að menn verði auðvitað að gæta þess að binda sér ekki of þunga bagga með félagsstörfum. Þá nota margir tómstundir sín ar til skemmtana, og þó að vér hljótum að viðurkenna gildi heil- brigðs skemmtanalífs, þá er því ekki að neita, að þar er mörg- um mikill vandi á höndum og ekki miðar þar allt til uppbygg- ingar. Menn geta átt margs konar hugðarefni til þess að fást við í tómstundum sínum, sem hér verð ur ekki tálið, en gallinn við þessa tómstundaiðju er oft sá, að hún tekur einstaka meðlimi fjölskyldunnar burt frá heimil- unum, og það er eitt mesta vandamál nútímans víða um heim, hversu heimilislífið er í molum og að jafnvel foreldrar telja sig ekki hafa tíma til að sinna börnum sinum eða meta annað meira. Foreldrar mega aldrei vera svo önnum kafnir, hvorki við störf eða annað, að þeir megi ekki vera að því að sinna börnunum, meðan þau eru ung. Meðan börn in eru ung er oft ánægjulegasti tími fjölskyldulífsins, foreldrarn ir kenna börnunum margt, en börnin geta líka kennt foreldr- um sínum, því að einlægni og traust barnshjartans gerir alla að betri mönnum, kærleikurinn er alltaf bezti kennarinn. Oft hlýnar mér um hjartaræt- urnar, þegar ég sé ung hjón með börnin sín í kirkju á sunnudög- um, eða á skemmtigöngu, þegar gott er veður. II. Ég held, að vér hugsum of sjald an um það í alvöru, hvernig vér notum þann tíma, sem vér höf- um til umráða. Og aldrei megum vér vera svo önnum kafin við störf og hugðarmál daglega lífs- ins, að vér gefum oss ekki tíma til þess að sinna andlegum mál- um, og hugsa um þær kröfur, sem Guð gerir til vor og vér berum ábyrgð á lífi voru fyrir honum. Og vissulega ber oss að nota nokkuð af þeim tíma, sem Guð gefur oss til þess að styrkja sam félag vort við hann Hefur þú hugsað um það, les- andi góður, að með hverjum nýj um degi gefur Guð þér 24 klukku stundir til umráða og að þetta er eitt af því fáa í þessum heimi, sem þú færð algjörlega ókeypis. Menntun kostar peninga, og oft verða menn að leggja mikið í kostnað, til þess að fá aftur.’ieils una, og það eru lítilfjörleg verð- mæti, sem ekki kosta eitthvað, en þessar 24 stundir kosta ekkert. Hvað gerir þú svo við þennan dýrmæta fjársjóð? Þú verður að nota hann strax, þú getur ekk- ert geymt þér þangað til síðar, þau augnablik, sem þú ekki not- ar eru glötuð. Klukkustundir, dagar, mánuðir og ár koma aldrei aftur, þess vegna er þér hver dagur áminning um það, að tak- mark lífsins er að öðlast viturt hjarta í samfélaginu við Guð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.