Morgunblaðið - 16.08.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.08.1959, Blaðsíða 10
10 r MORCUNRLAÐIÐ Sunnudagur 16. ágúst 1959 WgtfttMðMfr Utg.: H.f. Arvakur Reykjavllt. Framkvsemdastjóri: Sigfús Jónsscn. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. \sk;:iitargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. FRAMSÓKN VALDI MOSKVU - KOMMÚNISTA ' » LÞINGI það^ sem slitið var 1% í gær, var svo skipað, að ■Lsl yfirvofandi hætta var á að þar skapaðist alger sjálfhelda um afgreiðslu mála. Framsóknar- broddarnir vonuðu fram á síðustu stund, að svo mundi reynast og þeim þess vegna takast með ein- hverju móti að hindra samþykkt kj ör dæmabr ey tingarinnar. Til þess að hindra að svo gæti farið, beittu Sjálfstæðismenn sér fyrir samstarfi þeirra þriggja flokka, sem heitið höfðu kjör- dæmabreytingunni stuðningi, um kosningar í trúnaðarstöður á Al- þingi og meðferð stjórnarskrár- frumvarpsins og kosningalag- anna. Loka þáttur þess samstarfs var kosning í yfirkjörstjórmr í hinum nýju kjördæmum. ★ Með þeim kosningum var sam- starfi flokkanna þriggja lokið.. Það var bundið við ákveðið mal- efni og við það staðið af öllum aðilum en var aldrei ætlað að ná lengra. Þá var eftir að kjósa í nokkur ráð og nefndir og átti sú kosning einungis að gilda fram yfir haustkosningar. Þar sem kjósa átti fimm menn fékk Sjálf- stæðisflokkur og Framsókn tvo hvor, en valið var á milli Al- þýðuflokksmanna og kommún- ista. Ætla hefði mátt, að engum lýð- ræðissinna yrði það val torvelt, allra síst þeim, sem eins og Fram sóknarmenn að undanförnu hafa lagt megináherzlu á að greina á milli Alþýðubandalagsmanna og Moskvukommúnista. Framsókn- arbroddarnir og Tíminn hafa ekki átt nógu hörð orð um hina síðarnefndu. Enda ætlaði öll þessi fylking að ærast yfir því, að Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokk- ur skyldu gerast svo djarfir að semja við þá í upphafi þings til að tryggja framgang kjördæma- breytingarinnar. ★ f hinar umdeildu stöður buðu kommúnistar nú fram fjóra rammeflda Moskovita: Brynjólf Bjarnason, Björn Th. Björnsson, Ragnar Ólafsson og Magnús Kjart ansson. Af Alþýðuflokksins hálfu voru aftur á móti í kjöri Kjartan Ólafsson, Benedikt Gröndal, Ein- ar Arnalds, Helgi Sæmundsson. Einhvern tíma hefði Framsókn þótt það ganga guðlasti næst að taka Moskvumenn fram yfir Helga Sæmundsson og Benedikt Gröndal. Benedikt, sem árum saman var ritstjóri Samvinnunn- ar og hefur skrifað meira lof um „fslenzkt samvinnustarf“ en nokkur annar og á trúverðugri hátt en Framsóknarmönnum er lagið. Þá hefði mátt ætla, að ekki væri hik á nokkrum lýðræðis- sinna við að gera upp á milli hins þaulreynda alþýðuforingja Kjart ans Ólafssonar og sjálfs páfa kommúnismans á íslandi Brynj- ólfs Bjarnasonar. Framsókn vildi hins vegar ekki líta við Kjartani en kaus aftur á móti son hans Magnús einungis vegna þess, að hann er trúr lærisveinn meistar- anna í Moskvu. Þá hafnaði Framsókn hinum hlutlausa dómara Einari Arndals en valdi Ragnar Ólafsson, sem að vísu vann sér það til ágætis á sínum tíma að færa sterk rök fyrir ólögmæti Hræðslubanda- lagsins. ★ Svo er að sjá sem Tíminn skammist sín fyrir frammistöðu sinna manna á Alþingi og segir að þeir hafi einungis ekki viljað gera upp á milli kommúnista og Alþýðuflokksmanna. En hver er sá lýðræðissinni, sem í alvöru geti borið fyrir sig slíka afsökun? Hún er og haldlaus ‘vegna þess, að auðvitað gerði Framsókn . þarna upp á milli, þegar hún gekk í bandalagið með kommúnistum. Hitt er svo enn annað, að til- viljunin réði því, að kommúnist- ar hlutu kosningu en ekki Ai- þýðuflokksmenn. Mætti það verða öllum til áminningar um, að varlega skyldi treysta báðum: Framsókn og blindri tilviljun. Báðar eru ámóta áreiðanlegar. „ALLTAF ÁSAKAÐ FRÁMSÓKN" r Iræðu sinni um kjördæma- málið á dögunum ræddi Björn Pálsson m.a. um til- lögur Bjarna Benediktssonar í kjördæmamálinu og sagði. „Hann lagði til hér á árunum að öllu landinu væri skipt í ein- menningskjördæmi. Ég hef satt að segja alltaf ásakað Framsókn- arflokkinn fyrir að hafa þá ekki boðið 1. þingmanni Reykvíkinga upp á heiðarlegt samstarf til þess að leysa kjördæmamálið á þeim grundvelli". í þessum orðum Björns Páls- sonar felst viðurkenning á því, að Framsókn hafi ekki reynt „heið- arlegt samstarf“ um lausn kjör- dæmamálsins á grundvelli ein- menningskjördæma. En það var ekki einungis, að Framsókn vildi ekki „heiðarlegt samstarf" um skiptingu landsins í einmenningskjördæmi. Hún hef- ur aldrei viljað „heiðarlegt sam- starf“ um neina lausn málsins, sem fæli í sér skerðingu for- réttinda hennar sjálfrar. í einu stað kom, hvort Sjálfstæðisflokk ur, Alþýðuflokkur eða kommún- istar reyndu að leysa málið í sam vinnu við Framsókn. Alls staðar varð raunin hin sama. Viljann til „heiðarlegs samstarfs“ skorti. Þeir landsmenn, sem halda að bet ur hefði farið ef málið hefði ver- ið leyst í samstarfi við Fram- sókn, geta þess vegna kennt for- ystumönnum hennar sjálfrar um að svo varð ekki. Því að fráleitt er að semja við þann, sem skortir heiðarleika í samningum. UTAN ÚR HEIMI j tímans armæðu, en hann taldi hina ný- tízkulegu dansmúsík „niðurdrep- andi“ og „hættulega fyrir sam- félagið“. — Fyrstu árin eftir styrjöldina hafði Mussolini hinn ungi framfæri sitt af því að leika í kaffihúsum og næturklúbbum. Þá var hann algerlega „óþekkt stærð“ — en nú er hljómsveit hans einhver hin vinsælasta sem til er í Ítalíu. ¥ Síðustu mánuðina hefur venð send á markaðinn heil „legíó*' af hljómplötum, sem hljómsveit Mussolinis hefur leikið inn á. — Á dögunum var haldin e.'ns konar „jass-samkeppni“ suður þar. Reyndar voru engin verð- laun. veitt þar, en keppnin vakti athygi eigi að síður — og þar þótt Mussolini og ,,lið“ hans einna kræfast- Það er mikil gróska í jass- músíkinni á Ítalíu um þessar mundir, og þar er sífellt að kuma fram nýjar hljómsveitir — en eitt nafn er lengstum efst á list- anum — Roniano Mussolini Hugsar liann til fjórveldaráð- stefnn? WASHINGTON i í ágúst — Haft er eftir áreiðanlegum heimildum hér í borg, að Eisenhower geri sér vonir um að árangurinn af viðræðum þeirra Krúsjeffs geti leiti til fjórveldaráðstefnu um Berlínarmálið. Þá segja þessir heimildarmenn, að Eisenhower hafi hugboð um það, að Krúsjeff ætli að reyna að ná einhverjum baksamningum við Bamdaríkin og spilla þannig vináttu þeirra og annarra lýðræðisríkja, en Eisen- hower er sagður staðráðinn í því að kæfa allar tilraunir Krúsjeffs í þá átt strax í fæðingunni. — í öðrum fréttum segir, að Eisen- hower muni í London ræða við utanríkisráöherra Spánar. Mussolini riýja — leikur jazz flestum Itölum betur NÚ tala allir ítalskir unglingar um hann Mussolini— nei, ekki foringjann Mussolini („II Duce“), eða fasískar „hugsjónir" hans, sei-sei-nei. — Sá Mussolini, scm nú er í mestum metum hjá ítölsku æskufólki, er 31 eins gam- all sonur hins látna einræðis- herra — Romano að nafni. — En hann Romano er aðeins likur honum pabba sínum í útliti — ekkert meira. ★ Hann á frægð sína að þakka færni sinni í píanóleik, en nann hefur frá blautu barnsbeini haft mikinn áhuga á jassmúsík og byrjaði þegar hann var ungur drengur á hamra á píanóið — föður sínum til hinnar mestu ÞesSi ítalski herra, Giglio Gigli að nafni, gegnir dálítið sér- stöku hlutverki. Með fögrum lokkum og þrýstnum gervibrjóst- um er hann færður í konugervi — en hann skal vera staðgeng- ill Sophiu Loren í kvikmyndinni „Olympia". — Þar á þokka- dísin að sjást á baki stríðólmum fola — en hún treystist ekki til að sitja hestinn sjálf, og enginn önnur kona fannst, sem vildi takast slíkt á hendur. — Menn vonast til, að Gigli þennan megi gera nægilega líkan Sophiu til þess, að áhorfendur taki ekki eftir „svindlinu". Enn hefir dregið til tíðinda í Little Rock. — Hinn 12. þ.m. var haldinn utifundur þar í borg, þar sem Faubus fylkisstjóri talaði meðal annarra. 4 fundinum mátti sjá fjölda „kröfuspjalda“ með ýmiss konar áletrunum, svo sem: — Svertingjar vilja gera Bandaríkjamenn að múlattaþjóð. — Að fundinum loknum hélt allstór hópur manna til Central High School, þar sem mestar óeirðir urðu fyrir tveim árum. Lét lýðurinn dólgslega. — En áður en hópurinn næði þangað, hefti lög- regla för hans og dreifði mannsöfnuðinum — beitti kylfum og sprautaði auk þess vatni yfir lýðinn úr víðum brunaslöngum. — Á myndinni sést einn af óeirðarseggjunum gripinn ómjúkum höndum og færður á braut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.