Morgunblaðið - 19.10.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.10.1963, Blaðsíða 1
24 síður og lesbök London, 18. október. (AP — NTB) ELISABET Bretlandsdrottning veitti í dag Macmillan for sætisráðherra lausn frá embætti, en hann hefur verið for- sætisráðherra frá því 10. janúar 1957. Almennt var talið líklegast að Richard A. Butler, aðsto ðar-forsætisráðherra tæki við embætti Macmillans, og kom það því mörgum á óvart er drottning fól í dag Home lávarði, sem var utanríkisráðherra í fráfarandi stjórn, að taka að sér stjórnarmyndun. Var þetta gert samkvæmt ósk Macmillans, en í andstöðu við óskir ýmissa annarra for- ystumanna íhaldsflokksins. Home lávarður hefur tekið að sér stjórnarmyndun, og ræddi í dag við ýmsa leiðtoga flokksins. Takist Home að mynda stjórn, er sennilegt að hann afsali sér jarlsnafnbót og bjóði sig fram við aukakosningar til neðri málstofunn- ar. Fari svo mun hann taka upp að nýju skírnarnafn sitt, sem er Alexander Frederick Douglas-Home. Skiptar skoðanir ríkja í Bretlandi um val eftirmanns Macmillans, en erlendis hefur ákvörðun þessari víða verið fagnað, m.a. í Bandaríkjunum, Frakklandi og Vestur-Þý zkalandi. EKKERT var opinberlega látið uppi um ákvörðun Macmillans um að tilnefna Home lávarð sem eftirmann sinn fyrr en eftir að Elisabet Bretadrottning hafði kvatt lávarðinn á sinn fund í morgun. En ýmsum leiðtogum íhaldsflokksins var þó kunnugt um málið, og reyndu á síðustu stundu að fresta endanlegri á- kvöðrun um einn sólarhring. Flestir meðráðherrar Macmill- ans voru fylgjandi því að Ric- hard A. Butler varaforsaetisráð- herra yrði falin stjórnarmyndun. Flokksmenn Macmillans fréttu um ákvörðun hans skömmu fyrir miðnætti í gær. Var þá í skyndi boðað til fundar nokkurra helztu stuðningsmanna Bultfers á heim- ili Enoch Powells héilbrigðis- málaráðherra. Einnig héldu stuðn ingsmenn Hailshams lávarðar og fleiri væntanlegra forsætisráð- herraefna einkafundi til að reyna að fá málinu frestað. Höfðu full- trúar þessara manna samband bæði við Macmillan sjálfan og við ráðgjafa drottningar. En tilraunir þeirra voru árangurs- lausar. LAUSNARBEIÐNIN SAM- ÞYKKT. Drottningu barst lausnarbeiðni Macmillans í morgun, og skömmu seinna var gefin út tilkynning Framh. á bls. 23. New York, 18.. okt. (NTB). FYRSTA fJugi SAS yfir Norð- ur Atlantshaf með skrúfu- vélum af gerðinni DC—7C lauk í New York í morgun kl. 7,50 eftir staðartíma þegar fiugvélin Halvdan Viking lenti á Idlewild flugvelli. Með vél- inni voru 88 farþegar, eða tveimur fleiri en sætin eru Flogið var án viðkomu frá Bergen, og tók ferðin þaðan 13 tima. Ferðir þessar eru farnar í beinni samkeppni við Loftleiðir, því fargjöld eru þau sömu. Talsmaður SAS New York sagði í dag að ef Loftleiðir lækkuðu enn far- gjöldin, gæti SAS gert það einnig. Ekki er vitað hve lengi SAS getur haldið uppi ferðum gegn Loftleiða-fargjöldum. Félagið er aðili að IATA, Alþjóða- samtökum flugfélaga, og verð ur að fara eftir samþykktum þeirra. Hefjast á næstunni framhaldsviðræður IATA um breytingar á fargjöldunum yfir Atlantshaf. Fyrst um sinn eru ferðir þessar ákveðn ar þar til.sumaráætlanir IATA ganga í gildi, hinn 1. apríl næsta vor. En ýms flugfélög innan IATA hafa óskað eftir fargjaldalækkun frá þeim tima. Home lávarður Skipting Þýzkalands or- sakar spennu í heiminum Bonn, 18. okt. — (AP-NTB) LUDWIG ERHARD, hinn nýkjörni kanzlari Vestur- Þýzkalands, flutti í dag fyrsta ávarp ^itt á þingi eftir em- bættistökuna. Hvatti hann til þess að endir yrði bundinn á kalda stríðið, • „sem Rússar hafa kynt undir í 15 ár.“ Lagði hann til að komið yrði á fót nefnd, sem skipuð væri fulltrúum Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Sovétríkjanna, til að reyna að finna iausn á deilumálum varðandi skiptingu Þýzka- lands. Framh. á bls. 23. Óskir Macmillans náðu fram að ganga: Home lávarður forsætis- ráðherra Bretlands Verkamannaflokkurinn mun krefjast kosninga Fyrstu SAS ferð- inni lokið Ríkisstjórnin staðráðin í að varðveita gengi krónunnar Úr ræðu Gylfa Þ. G'islasonar, viðskiptamálaráðherra á fundi Verzlunarráðs Islands VIÐSKIPTAMÁLARÁÐ- HERRA Gylfi Þ. Gíslason flutti að venju ræðu á aðal- fundi Verzlunarráðs íslands. Þar gat hann þess, að ríkis- stjórnin væri staðráðin í að varðveita gengi krónunnar og beita til þess samræmdum aðgerðum á sviði peninga- mála, fjármála og launamála. Hins vegar mun ekki gripið til neins konar hafta á gjald- eyrisviðskiptum eða fjárfest- ingu, eins og áður voru hér. í upphafi ræðu sinnar rakti ráðheri nn þróun efnahagsmál- anna sítastu árin. Hann gat þess m.a., að þjóðartekjur hefðu auk- izt um 7%, eða um 5% á mann, árið 1961 og ’62, en hins vegar mætti ekki gera ráð fyrir nema 4% aukningu þjóðarframleiðsl- unnar á ári næstu árin og jafn- mikilli aukningu þjóðartekna. Hann vék að innflutningsmálum og sagði: „Nú er svo komið að miðað við innflutninginn á sl. ári eru 69% af heildarinnflutningi til landsins frjáls frá öllum löndum. Innflutningur frá jafnkeypislönd um nemur 18—19% innflutnings- ins. Leyfi til innflutnings frá þeim löndum eru veitt án tak- mörkunar. Innflutningur sam- kvæmt hinum svonefndu global- kvótum nemur 12—13% inn- flutningsins, en það er eini innflutningurinn, sem er tak- markaður með leyfisveitingu.“ Árstekjur 65% hærri en 1959 Viðskiptamálaráðherra vék að því, að víðtæk athugun færi nú frarp á verðlagsákvæðum þeim Framh. á bls. 2 Dr. Ludwig Erhard

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.