Morgunblaðið - 19.10.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.10.1963, Blaðsíða 23
T Laugardagur 19. okt. 1963 MORGUNBLADID 23 — Home Framhald af bls. 1. um hana frá Buckinghamhöll, þar sem jafnframt var sagt að Elisabet drottning hafi samþykkt lausnarbeiðnina. Var það einka- ritari Macmillans, Timothy Bligh sem færði drottningu skjalið frá Macmillan. Eftir þriggja stundar fjórðunga dvöl í höllinni hélt Bligh til sjúkrahússins, þar sem Macmillan liggur, og færði hon- um svar drottningar. Var for- sætisráðherranum og stjórn hans allri þar veitt lausn frá embætt- um. Nokkru seinna ók drottning til sjúkrahússins til að ræða við Macmillan. Vakti það nokkra furðu, þar sem hún á von á barni og hefur aflýst öllum opin- berum framkomum. En eftir heimkomuna til Buckinghamhall ar gerði drottningin boð fyrir Home utanríkisráðherra, og var þá fyrst full-ljóst hvað gerzt hafði. Fram að þessu höfðu flest- ir talið að Bulter tæki við. Um hádegið var loks opinberlega tilkynnt í Bukinghamhöll að Home lávarði hafi verið falin etjórnarmyndun. Þetta er í fyrsta skipti á 68 árum að aðalsmanni er falin stjórnarmyndun í Bret- landi. Síðasti aðalsmaðurinn, sem gegndi embeetti forsætisráð- herra, var markgreifinn af Salis- bury, sem gegndi embættinu ár- in 1895 til 1902. Hefur jafnan verið talið nauðsynlegt að for- sætisráðherra ætti sæti í neðri málstofu þingsins, en ekki í lá- varðadeildinni. Ekki er að svo stöddu vitað hvort Home afsalar sér jarlsnafnbót sinni til að geta boðið sig fram til þings, eða hvort hann reynir með laga- breytingum að fá aðgang að neðri málstofunni. Seinni kost- urinn er þó talinn mjög hæpinn. „RÉTTSÝNN OG EINLÆGUR" Er Home lávarður kom af fundi drottningar, boðaði hann til sín ýmsa forystumenn og fyrri ráðherra íhaldsflokksins, og þá fyrst þremenningana, sem auk hans komu til greina sem eftirmenn Macmillans, þ.e. R.A. Butler, Reginald Maudling fjár- málaráðherra og vísindamálaráð herrann Hailsham lávarð. Tók Home á móti þeim í forsætisráð- herrabústaðnum. Nokkur mann- fjöldi hafði safnazt saman fyrir framan ráðherrabústaðinn, og var Butler ákaft hylltur við kom una þangað. Neitaði hann að svara spurningum fréttamanna, en brosti hinsvegar við Ijósmynd urum, sem þar voru saman komnir. Forystumenn og ráðherrar flokksins komu síðan hver af öðrum. Einna fyrstur var J.B. Godber, hermálaráðherra. Við komuna sagði hann við frétta- menn: Ég hef átt náið samstarf við Home lávarð undanfarin þrjú ár, og veit að hann er réttsýnn og einlægup maður, sem getur orðið virðulegur leiðtogi þessa lands. Það er algjör nauðsyn fyrir Home lávarð að ná samstöðu inn- •n flokksins og meðal leiðtog- anna um stjórnarmyndunina, því án samstöðu getur flokkur- Inn klofnað og stjórnarmyndun- in farið út um þúfur. En talið er «ð þegar Home samykkti að taka að sér stjórnarmyndun, hafi hann þegar verið búinn að kanna möguleikana og talið þá góða. SKIPTAR SKOÐANIR Mjög skiptar skoðanir eru með •1 ihaldsmanna á ákvörðun Mac millans. I>eir flokksmenn, sem íhaldssamari eru, hafa lýst yfir ánægju sinni yfir þessum mála- lokum. Aðrir, þeirra á meðal þingmaðurinu Robert Jenkins, eru óánægðir. Segir Jenkins til dæmis að ákvörðun þessi hafi fært Verkamannaflokknum sig- ur við næstu þingkosningar, sem fram eiga að fara á næsta ári. Ákvörðun Macmillans hefur að sjálfsögðu einnig vakið mikla at- hygli innan Verkamannaflokks- ins. Er talið sennilegt að Harold Wilson, formaður flokksins, muni bera fram kröfu um að knsning ar verði látnar fara fram nú þeg- ar. Þessa krofu telja menn að Wilson leggi fram annað hvort í Manchester á morgun (laugar- dag), eða eftir að þingið kemur saman að nýju þriðjudaginn 29. október. HVAÐ HÖFUM VIB GERT? George Brown, varaformaður Verkamannaflokksins, var að leggja af stað flugleiðis frá Lon- don til Glasgow þegar hann frétti um Home lávarð. Þegar fréttamenn tóku hann tali og spurðu um álit hans á þessari ráðstöfun, varð honum að orði: „Fyrstu hugsanir mínar beinast til lands vors. Hvað höfum gert, sem verðskuldar slíka refsingu? I öðru lagi verður mér hugsað til þess að aldrei hefur í nokkr- um flokki komið í ljós jafn al- gjör skortur á gagnkvæmu trausti og innan íhaldsflokksins, að þeir skuli þurfa að grípa til þessa úrræðis tíl að leysa sitt minnsta sameiginlega vanda- mál“. Attlee lávarður, fyrrverandi forsætisráðherra Verkamanna- flokksins, er staddur í Genf. Þar ræddi hann við fréttamenn AFP, og sagði að það væri rangt að skipa forsætisráðherra úr lávarð ardeildinni. Spáði hann því að Verkamannaflokkurinn ynm stórsigur við næstu kosningar. Aðspurður um vinsældir Home lávarðar sagði Attlee: Hann er óþekktur. Jo Grimmond, leiðtogi frjáls- lynda flokksins, sagði í kvöld að í framtíðinni yrðu íhaldsmenn að þegja um klofning innan flokkanna. En sjálfur sagðist hann hafa miklar mætur á Home lávarði og bera virðingu fyrir honum. „Hann hefir marga góða eiginleika", sagði Grimmond, „en það virðist sem það, að hann óskaði ekki eftir að verða for- sætisráðherra, hafi verið þyngra á metunum en eiginleikar hans. Og það er ekki nægilega góður grundvöllur til að gera hann að forsætisráðherra“. Brezki kommúnistaflokkurinn gaf út stutta yfirlýsingu varð- andi Home lávarð, og segir þar að kjör hans sem forsætisráð- herra sé vel yfirveguð móðgun við brezku'þjóðina og lýðræðið. ÁNÆGJA ERLENDIS Þótt skiptar skoðanir virðist ríkja í Bretlandi, eru undirtekt- irnar aðrar erlendis, að því er virðipt af fyrstu fregnum. All- margir þingmenn og aðrir for- ustumenn í Bandaríkjunum hafa látið í Ijós ánægju sína með val Macmillans. Talsmaður Demókrata í Öldungadeildinni, Stuart Symington, sagði: „Af öllum þeim stjórnmálaleiðtog- um, sem komið hafa til Washing ton að undanförnu, hefur enginn verið jafn áhrifamikill og Home lávarður“. í sama streng taka aðrir bandarískir stjórnmála- menn, og virðist þeim ekki hafa komið val Macmillan á óvart. Einnig virtist ánægja ríkja meðal leiðtoga í Frakklandi, og hefur Pompidou forsætisráð- herra sent Home lávarði heilla- óskaskeyti. Þá hefur talsmaður vestur þýzku stjórnarinnar lýst því yfir að stjórnin líti björtum augum á samstarfið við Home forsætisráðherra. Home lávarður er 60 ára, kvæntur og fjögurra barna fað- ir. Eru helztu æfiatriði hans rak- in á bls. 10. — Skipting Framhald af bls. 1. Þótt fráfarandi kanzlari, Kon- rad Adenauer, hafi lítt verið fylgjandi því að Erhard tæki við forsætisráðherraembættinu, og ekki minnzt á Erhard í lokaræðu sinni á þingi, var ekki að heyra á ræðu Erhards að hann bæri kala til Adenauers. SÉRSTÆTT í SÖGUNNI „Með tilliti til verkefna og ] framkvæmda,“ sagði Erhard, Bandarískir starfsmenn Loftleiða reyndu bjðrgun EINS og Mbl. skýrði frá sl. þriðjudag varð það slys á Idle- wildflugvelli í New York að þyrla frá New York Airways hrapaði til jarðar með þeim af- leiðingum að allir, sem með henni voru, fórust, alls sex manns. Þyrlan féll til jarðar um 200 metra frá Loftleiðavél, sem stóð á flugvellinum. Þrír bandarískir menn, sem vinna hjá Loftleiðum í New York, þ.e. tveir vélvirkjar og 'einn þjónustumaður (Fleet Service), voru næstir slysinu, hlupu til og reyndu að bjarga fólki því, sem í Þyrlunni var. Tókst einum þeirra að draga flugstjóra þyrlunnar út úr brenn andi flakinu, en flugstjórinn lézt af sárum sínum skömmu síðar. Bandaríkjamennirnir brennd- ust nokkuð við björgunarstarfið, og voru þeir fluttir í sjúkrahús. „er varla í sögu Þýzkalands til það tímabil, sem sambærilegt er þeim fjórtán árum, sem Aden- auer hefur farið hér með for- ustuhlutverk.“ Erhard beindi orð um sínum til Adenauers, sem sat nú meðal þingmanna, og sagði: „Það er fyrst og fremst yður að þakka að okkur hefur tekizt að skipa hinum frjálsa hluta föður- lands okkar virðulegan sess með- al frjálsra þjóða.“ Var orðum Erhards mjög fagn- að, og einnig þegar hann bað Adenauer að vera hinni nýju rík- isstjórn til aðstoðar og ráðlegg- ingar í framtíðinnL Erhard benti á að ein aðalor- sökin fyrir áframhaldandi spennu í heiminum væri að enn hafi ekki tekizt að finna lausn á vandamálunum varðandi skipt- ingu Þýzkalands. Sagði hann að grípa bæri hvert tækifæri í við- ræðum austurs og vesturs til að flýta fyrir lausn þeirra mála. Sagði hann að Sovétríkin litu þetta mál ekki réttum augum, en teldu sínum hagsm'unum bezt borgið með því að Þýzkaland yrði áfram tvö aðskild ríkL EINING EVRÓPU Kanzlarinn lagði áherzlu á að aðild að Atlantshafsbandalaginu og vinsamleg samskipti við að- ildarríkin væri grundvallarstefna Vestur-Þýzkalands. Sagði hann að fyrirhugaður sameiginlegur kjarnorkuher aðildarríkjanna væri verulegt framlag til auk- ins samstarfs á sviði stjórnmála, og að stjórn hans munl gera allt til að auka stjórnmálaeindngu í Evrópu. Varðandi Efnahagsbandalagið, sagði Erhard að Þjóðverjar muni áfram vinna að því að Bretar gerist aðilar, þótt ljóst sé að nýjar viðræður um það mál geti ekki hafizt að svo stöddu. Einn- ig sagði hann að Þjóðverjar muni vinna eindregið að því, að góður árangur náist næsta ár þeg ar viðræður um samskipti Banda ríkjanna og Efnahagsbandalags- ins hefjast. — ★ — Að þingfundi loknum lýstu blaðafulltrúar flokks Erhards, Kristilega demókrataflokksins, því yfir að flokkurinn styddi ein- huga baráttu Erhards fyrir auk- inni samvinnu Evrópuríkjanna. Þá hafa talsmenn Frjálsra demó- krata lýst því yfir að í ávarpi sínu hafi Erhard lagt ákveðinn grund- völl fyrir samstarfi flokkanna. Frá aðaliundi Verzlunar- ráðsins SEINNI dagur aðalfundar Verzl- unarráðs íslands var í gær. Fund ur var settur í Valhöll á Þing- völlum kl. 14:30. Fundarstjóri var Þorsteinn Bernhardsson. Viðalkiptamálaráðiherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, flutti ræðu, sem greint er frá annars staðar í blaðinu í dag. Þá voru nefndarálit tekin fyrir, rædd og afgreidd. Er þar um að ræða nefndarálit um verzl unar-, viðskipta-, tolla- og skatta mál o.s.frv. Þá voru kosnir í kjörnefnd þeir Guido Bernhöft, Páll Jó- hannesson og Árni Árnason. Endurskoðendur voru kosnir Ottó Michelsen og Magnús Helga son. Fundinum lauk með borðlhaldi og kvöldfagnaðL Höfðingleg gjof FRÚ Ásdís Þorgrímsdóttir, ekkja Sigurðar Þórólfssonar, fyrrum skólastjóra lýðháskólans að Hvítárbakka í Borgarfirði, en nú til heimilis að Ásvallagötu 28, Reykjavík, á áttræðisafmæli í dag. Af því tilefni hefir hún fært Styrktarfélagi vangefinna að gjöf peningaupphæð er nem- ur kr. 20,000,00. í bréfi er fylgdi gjöfinni læt- ur frú Ásdis þess getið, að hún óski þess að upphæðinni sé varið til styrktar þeim er vilja afla sér menntunar til þess að ann- ast vangefið fólk. Styrktarfélag vangefinna flyt- ur hér með þessari göfuglyndu konu alúðarþakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Félagið árnar henni heilla og hamingju í til- efni dagsins, og lýsir þeirri trú sinni og von, að sú samúð og skilningur á starfi félagsins er fram kemur af hennar hálfu með gjöf þessari, megi fela í sér ríku- leg laun henni til handa. Erlendar fréttir 1 stuttu máli SÞ, New York, 18. okt. (AP). Fulltrúar frá Fílabeinsströnd inni ok Bolivíu voru í dag kjörnir til að taka sæt i í Öryggisráði Sameinuöu þjóð anna með 92 og 86 atkvæðum af 111, en tvo þriðju atkvæða þarf til kjörs. Gildir kjörið til tveggja ára. Fulltrúar Tékkóeflóvakíu og Malaysíu kepptu um þriðja sætið, og’ hlaut hvorugur tilskilinn; meirihluta við tvennar at- kvæðagreiðslur. Frekari að- gerðum í málinu var frestað til n.k. föstudags. Havana, 18. okt (AP) Cho En-lai forsætisráðherra Kína hefur tilkynnt stjórn- inni á Kúbu að. stjóm hans hafi sent um 75 þúsund tonn af matvælum til bágstaddra á Kúbu. Eru matvælin vænt- anleg á laugardag. París, 18. okt. (AP) Franska varnarir.álaráðuneyt ið tilkynnti í dag að franskri eldflaug með ketti um borð hafi verið skotið út í geiminn frá Hammaguir-tilraunastöð- inni á Sahara-auðninni. Kom kötturinn heilu og höldnu til jarðar í fallhlif. Þing iðnnema í dag 21. ÞING Iðnnemasamibands ís- lands verður sett í Breiðfirðinga búð (uppi) í dag kl. 14. Áætlað er að þinginu Ijúki á sunnudags- kvöld. Þingið munu sitja um 40 fulltrúar frá iðnnemafélögum víðs vegar á landinu. Helztu mál þingsins verða: Iðnfræðslan, kjaramál iðnnema og skipulags- mál sambandsins. Öllum iðnnem um er heimilt að hlýða á um- ræður, meðan húsrúm leyfir. Blað- burðar- börn óskast f þessi blaðahverfi vantar Morunblaðið nú þegar unglinga, röska krakka eða eldra fólk til að bera blaðið til kaupenda þess. Meðst á Laugavegi inn ai 32 Innst á Laugavegi frá 103-166 Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu blaðsins eða skrifstofu. Sími 224 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.