Morgunblaðið - 19.10.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.10.1963, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ L'augaraagur 19. okt. 1963 - Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. EKKI HVIKAÐ FRÁ' VIÐREISNINNI Cú yfirlýsing Bjarna Bene-^ ^ diktssonur, formanns Sjálfstæðisflokksins, á Varð- ar fundi sl. þriðjudag, að ekki yrði hvikað frá viðreisninni, heldur gerðar ráðstafanir til að treysta hana, hafa vakið almenna ánægju. Undanfarið hafa stjórnar- andstæðingar alið á því, að viðreisnin væri farin út um þúfur. Hækkanir hefðu orðið svo miklar, að efnahagskurfið þyldi þær ekki og þess vegna væri fyrirsjáanleg gengisfell- ing, eða þá nýtt uppbótakerfi. Rannsókn sú, sem að und- anförnu hefur verið gerð á efnahagsástandinu, sýnir að vísu, að hækkanir hafa orðið það miklar, að gengi krón- unnar er í yfirvofandi hættu, ef áfram er haldið á sömu braut, en hinsvegar er krón- an enn ekki fallin og enn hægt að gera þær ráðstafanir, sem nægja til að forða falli hennar. Nú er af hálfu stjórnmála- manna og sérfræðinga ríkis- stjórnarinnar unnið aðtillögu- gerð í þessu efni og munu þær verða kunngerðar innan skamms. Stjórnarandstæðingar hafa ekki síður en aðrir kallað á aðgerðir. Formaður Sjálf- stæðisflokksins hefur skýrt frá því, að ríkistjórnin muni leitast við að hafa samráð við stjórnarandstöðuna um þær leiðir, sem farnar verða. Fróð legt verður að sjá, hver verð- ur afstaða stjórnarandstæð- inga, þegar ríkisstjómin'verð ur við kröfum þeirra um að- gerðir og býður þar að auki fram samstarf. Því miður eru ekki miklar líkur til þess að stjórnarand- stæðingar sýni þann mann- dóm að styðja þessar ráðstaf- anir, en fyrirfram skal þó ekkert fullyrt um það. Við bíðum og sjáum hvað setur. SAMNINGAR UM KJÖR egar Viðreisnarstjórnin gaf út stefnuskrá sína um efnahagsmál lagði hún á- herzlu á það, að hún teldi að samtök vinnuveitenda annars vegar og launþega hinsvegar ættu að semja um kaup og kjör, en ríkisvaldið ætti helzt að standa utan við slíka samn inga. Því miður hefur farið svo, að þessi samtÖk hafa verið vanmáttug að koma heil- brigðri skipan á þessi mál, svo að ríkið hefur stundum þurft að grípa í taumana. Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, hefur í ræðu gert ítarlega grein fyrir þess- um málum. Hann bendir þar á, að bæði launþegasamtökin og samtök vinnuveitenda séu sundruð og vanmáttug. Vinnuveitendur hafa engin heildarsamtök. Vinnuveit- endasamband íslands er að- eins eitt þeirra sambanda, sem vinnuveitendur hafa með sér, iðnrekendur standa þar yfirleitt fyrir utan. Þannig er því einnig varið með útvegs- menn, og svo mætti lengi telja. Að því er Iaunþegasamtök- in varðar, þá hefur hvert fé- lag fyrir sig Samningsrétt, og af því leiðir stöðugt kapp- hlaup milli féláganna, þar sem enginn vill verða eftir- bátur annara. Heildarsamtök- in semja yfirleitt ekki. I’essi vanmáttur Alþýðu- sambands íslands kom greini- legá í ljós, þegar ríkisstjórnin spurðist fyrir um það hjá stjórn Alþýðusambandsins, hvort hún vildi stuðla að því að verkamenn fengju raun- hæfar kjarabætur, en aðrir biðu með launahækkanir, þar til efnahagsástandið hefði batnað. Stjórn ASÍ svaraði þá, að slíkt væri ekki í henn- ar verkahring. Uppíausnin í launamálum byggist fyrst og fremst á þessu skipulagsleysi beggja aðila, launþega og vinnuveit- enda. Er raunar furðulegt að svo lengi skuli hafa dregizt að ráða á þessu bót. Ef þessi mikilvægu samtök í sérhverju lýðræðisþjóðfé- lagi vinda ekki bráðan bug að því sjálf að ráða bót á þessu ástandi, virðist ekki annað fyrir hendi en að lög- gjafarvaldið láti það mál til sín taka og knýi á um úrbæt- ur á einhvern veg. KERFISBUNDIÐ STARFSMAT T aun hinna einstöku starfs- iJ hópa þarf að samræma og finna heilbrigt hlutfall milli launa. Þetta leituðust opinberir starfsmenn við að gera þegar þeir sömdu um launaflokkun við ríkisvaldið og þetta þarf að gera á fleiri sviðum. Hér er um að ræða það, sem nefnt hefur verið kerfisbund- ið starfsmat. Að því er nauð- Wennerström veldur uppþoti — við yfirheyrslu í borgarrétti Stokkhólmi, 17. okt. — (NTB) S Æ N S KI njósnarinn Stig Wennerström, ofursti, olli nokkru uppþoti í réttarsal borgarréttarins í Stokkhólmi í dag, er mál hans kom þar fyrir. Stóð hann upp, þegar dómarinn tilkynnti, að rétt- arhöldin ættu að fara fram fyrir luktum dyrum — sneri sér að fréttamönnum og hróp aði hárri röddu: „Ég skora á fulltrúa blaðanna að beita á- hrifum sínum til þess að öll leynileg réttarhöld verði af- numin í þessu landi/‘ Dauðaþögn sló á alla viðstadda, en síðan varð mikill ys og þys og háreysti, er hver talaði í kapp við annan — dómarinn og sak- sóknarinn, verjandinn við Wenn- erström og fréttamennirnir sín í milli. Skömmu síðar var salur- inn ruddur ög réttarhöldin héldu áfram — fyrir luktum dyrum. Akodemíon verðlaunor Jens August Schude Khöfn, 16. okt. (NTB). Ljóðskáldið Jens August Schade hlaut í dag verðlaun Dönsku Akademiunnar, um 300 þús. ísl. kr. Ritari Akadomíunnar, Karl1 [Bjarnhof, rithöfundur, sagði í dag, að Schade væru veitt' verðlaunin vegna þess að Akademían teldi hann frum-, legastan núlifandi danskra' íjóðskálda. Jens August Söhade er 60 ;ára. Fyrstu ljóðin eftir hann( birtust í tímariti 1925, en síð an hafa verið gefnar út marg( ar bækur eftir hann, og á þessu ári kom út síðasta bind lið af heildarverkum hans. | synlegt að vinna, svo að kom- izt verði hjá skæruhernaðin- um, þar sem verkalýðsfélögin eru í raun réttri að kljást hvert við annað. Stig Wernerström Borgarrétturinn átti að taka af stöðu til tilmæla hins opinbera ákæranda um að taka eignar- námi af eignum Wennerströms sem svaraði 100.000 krónum sænskum. Venjulega þarf hinn ákærði ekki að vera viðstaddur réttarhöldin, þegar svo er — en fréttamenn segja augljóst, að Wennerström hafi ákveðið að gera tilraun til að fá mál sitt rætt fyrir opnum dyrum. Wennerström var hnarreistur er hann gekk í réttarsalinn og að því er virtist óvitandi um hina miklu athygli, er hann vakti. En augljóst var að fang- Þing Kenya vill Brela ú brott LÝÐRÆÐI AUSTRA Austri sá, sem skrifar í kommúnistamálgagnið, er grátklökkur í gær út af því, að kommúnistar hafa ekki fengið menn kjörna í fimm manna nefndir Alþingis og telur það hina mestu rangs- leitni og skort á lýðræðisást. Eins og menn vita hafa kommúnistar hvorki á þingi né meðal þjóðarinnar meira fylgi en svarar til 1/7—1/6. Það getur þess vegna ekki tal- izt neitt sérstakt óréttlæti, að þeir fái ekki % hluta nefnd- armanna. Nairobí, 16. okt. (NTB). ÞINGMENN Kanu-flokksins, sem fer með völd í Kenya, kröfð ust þess í dag, að allir brezkir hermenn yrðu fluttir á brott frá landinu þegar í stað. En krafan borin fram vegna þess, að ekki hefur enn tekizt að leysa ýmis vandamál varðandi stjómarskrá Kenya, en um hana er fjallað á ráðstefnu í London. Meðal full- trúa á ráðstefnunni er forsætis- ráðherra Kenya, Jomo Keny- atta. í gær sendi stjórnin í Nairobí Kenyatta skeyti og bað hann um að hætta samningaviðræðum, koma heim og lýsa yfir sjálf- stæði landsins 20. okt. Áður hafði verið ákveðið að landið fengi sjálfstæði 12. des. n.k., en 20. okt. eru 11 ár liðin frá því að Kenyatta var handtekinn. elsisvistin hafði tekið nokkuð & hann, — vangar hans voru fölir og hann til muna grennri en f sumar. Fulltrúi saksóknarans, Werner Ryhninger, staðhæfði, að ástæða væri til að ætla að Wennerström myndi reyna að komast undan því að greiða þá sekt, er hann e.t.v. yrði dæmdur til og væri það því ósk ákæruvaldsins, að 100.000 króna sænskra virði yrði tekið eignarnámi af eigum hans. Er dómari spurði Wennerström hverju hann svaraði þessum til- mælum, kvaðst hann fallast á slíkt eignanám. Það var Ryhninger, sem ósk- aði eftir því, að réttarhöldin færu fram fyrir luktum dyrum, þar sem fram kynnu að koma upp- lýsingar, er vörðuðu öryggi sænska ríkisins. Er dómarinn varð við þeirri ósk reyndi Wenn- erström að taka til máls, en skip- un dómarans kvað við að nýju: „Gjörið svo vel að setjast niður.14 Þá var það sem Wennerström reis upp og hrópaði til frétta- manna. Svo settist hann hægt niður og huldi andlitið í hönd- um sér. Þetta er í annað sinn, við op- in réttarhöld, sem Wennerström veldur slíkum óróa í réttarsaln- um. — Tíu dæmdir til dauða Damaskus, 17. okt. — NTB Herdómstóll í Damaskus dæmdi í dag tíu menn til dauða fyrir aðild að hinni mis heppnuðu stjórnarbyltingu 18. júlí s.l. Meðal hinna dæmdu eru þrír ofurstar tveir majórar og þrír kaftein- ar. Fjórtán rhenn fengu 1-10 ára fangelsisdóma. Soga verzlonor verður gefin út í SKÝRSLU sem framkvæmda- stjóri, Þorvarður Jón Júlíusson, flutti á fundi Verzlunarráðs 1 gærkvöldi kom m. a. fram að undirbúningur er hafinn að út- gáfu sögu verzlunar á íslandL Hann sagði: Fyrir 35 árum réð- ist Verzlunarráð í það að gefa út sögu einokunarverzlunar á fs landi. Fyrir nokkmm ámm ákvað stjórn ráðsins að stefna a3 því að gefa út framhald verzll unarsögunnar á 50 ára afmæli ráðsins 1967. Svo vel ber til að fræðimaðurinn Sigfús H. Andréa son, cand. mag. hefur um nokk- urra ára skeið kannað heimildir sögunnar, bæði í Kaupmanna- höfn og hér í bænum og hyggst snúa sér að samningu hennar. Það hefur orðið að samkomulagi við hann, að honum verði veitt- ur styrkur til þessa starfs, svo að hann geti helgað sig því óskiptur. Stjóm Verzlunarráðs- ins skipaði nefnd til að sjá um framkvæmd þessa máls. Skipa hana þeir Birgir Kjaran, Gunnar Guðjónsson, Magnús Víglunds- nos, Ólafur O. Johnson og Þor- valdur Guðmundsson. Er nú að- eins eftir að ganga frá form- legri hlið samnings við Sigfús. Nokkur fyrirtæki hafa sýnt þá rausn að lofa ákveðnum fjár- framlögum á ári til þess að standa undir samningu bókar- innar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.