Morgunblaðið - 19.10.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.10.1963, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 19. okt. 1963 1 Halldór Sigurðsson: AÐUTAIM Baráttan um Sahara Leitið ráða, hver hjá öðrum, og náist eining, þá fer allt vel; fari það á annan veg, þá setið trú ykkar á Allah, og gerið það, sem þið álítið bezt — Kóraninn. — I>að endar með því, að við leggjum undir okkur Mauretaniu. Við gleypum einn bita í dag, annan á morgun. Við höfum þegar sótt tvö hundruð kílómetra í suður. Eyðimörkin er auðug.... Leiðsögumaður minn brostL Hann sat undir stýri á jeppan- um sínuim, sem geystist með óskapar hraða eftir malbik- uðum veginum (Frakkar lögðu hann), sem liggur með- fram Oued Ziz, frá Atlasfjöll- um inn í miðja eyðimörkina. — í hvert skipti, sem við stígum nýtt skref til suðurs, reisum við virki, sagði hann. Hér ætlum við að fara eins að. — Vinur minn stöðvaði jepp- ann, og benti í austur. Hand- an við sandöldur Hammada de Guir liggur Colomb Beohar, franski iðnaðarbærinn, sem byggir ríkulega tilveru sína á hráefnum í jörðu. Liðsforingjanum frá Mar- okkó, sem ég nú var með, kynntist ég á ferð um N- Afríku í fyrra. Nú var hann á eftirlitsferð í héraðinu Ksar- es-Souk. Hann hefur varla kippt sér upp við atburði síð- ustu daga. Fréttirnar um blóðuga bar- daga f Tinjoub og við útvarða- stöðina Hassi-Beidi, sem liggja sitt hvoru megin við ianda- mæri Marokkó og Alsír, eins og þau eru sýnd á flestum kortum, þær gefa til kynna tog streituna ínilli nýju ríkjanna í N-og V-Afríku. Landamærin eru óljós, sums staðar ekki einu sinni að finna á landakortum. Kortalínurnar, sem til eru, voru dregnar, er franska nýlenduveldið stóð hæst. Hirðingjarnir, sem byggja héruð, eru sífellt að skipta um bústað, og hafa sumir aldrei heyrt Alsír eða Marokkó nefnt á nafn. Þeir láta sig landamæri engu skipta. Af raunverulegri tilviljun, þá hefur yngsta N-Afríkurík- inu, Alsír, fallið í hlut stærsta og sennilega auðugasta svæði Sahara-eyðimerkurinnar. — Þetta svæði er 20 sinnum stærra en ísland, og að því eiga sex ríki landamæri. öll eiga þau sína drauma um landvinninga. Frakkaland hefur reynt að koma til móts við kröfur þess- ara þjóða, með því að stofna nokkurs konar ráð, „þjóðum æðra“, þ. e. ráð, sem hefur úr- slitavald (í raun og veru þýð- ir það: „franskt ráð“). Það á að tryggja nýtingu auðæfa Sahara. Nafn þess er „Org- anisation Commune des Regi- ons Sahariennes (OCRS). Til- gangurinn er augljós: Frakkar hafa þegar lagt út í 125 milljarða ísl. króna fjárfest- ingu í Sahara, sérstaklega f olíuvinnslu. Því hafa þeir ekki í huga að láta hrifsa af sér það, sem þeir þegar hafa lagt fram. Þetta á sérstaklega við um þjóðnýtingu í Alsír (Ben Bella tilkynnti fyrir nokkru, að hann myndi þjóðnýta „all- ar franskar eignir“, enda fer forsetinn ekki að Evian-sam- komulaginu). Með tilkomu OCRS hefur Frakkland gert ríkin sex að þátttakendum í þeim leik, sem miðar að því að þrengja að Alsír. Það er Marokkó, sem mest gerir til að láta landvinninga- drauma sína rætast. „Hvert sandkom í Sahara tilheyrir Marokkó“ sagði leiðtogi Ist- iqlal, íhaldsflokksins, fyrir nokkru. Lengi vel hafa kröf- urnar verið stórkostlegar. og stefnt hefur verið að yfir- ráðum yfir Mauretaníu í suðri, sem er 840.000 ferkm. Þar , hafa fundizt miklar málm- námur. Marokkó hefur nú komið auga á það, hve slíkar kröfur eru fjarstæðukenndar, en það nægir varla til að vekja þau hundruð manna til lífsins, sem þar týndu lífi þau ár, sem barizt var. Hvorki Hassan, konungur í Marokku, eða Habib Bourgiba, forseti Túnis, virðast hafa gert sér grein fyrir þeirri furðu- legu afstöðu, sem felst í þess- um kröfuní. Hér er um að ræða neo-kolonialisma, sem gefur gamalli heimsvalda- stefnu Frakka lítið eftir. — Landakröfurnar nú byggja á „heilögum, þjóðlegum rétti“. Því fordæmdi liðsforinginn (sem nú hefur verið hækkað- ur í tign) nýlendustefnu Frakka — hann hefur sjálfur barizt í fallhlífarliði frönsku útlendingahersveitarinnar, m. a. í Dien Bien Phu í Indó- Kína — Þetta er einhvers konar tvöfeldnissiðferði, sem ekki er óalgengt meðal nýrri þjóða heims, einnig utan Afríku. Þrátt fyrir tilkynningar frá Alsír og Rabat, sem fullar eru af mótsögnum, þá leikur lítill Halldór Sigurðsson er fæddur á Seyðisfirði 5. maí 1935. Til Danmerkur fluttist hann 1946, en það an fór hann til Brazilíu 1957. Til Evrópu fluttist hann aftur 1961. Menntun sína hlaut hann í Reykja- vík, Árósum og Kaup- mannahöfn. Árið 1952 réðist hann í þjónustu Danska Austur- Asíufélagsins. 1961 hóf hann nám í bókmenntum, en vann á sama tíma fyrir sér með ritstörfum, skrif- aði m.a. greinar fyrir Kaupmannahafnarblaðið „Politiken", auk þriggja annarra blaða á Norður- löndum. Þá annaðist hann fyrirlestra um S-Ameríku fyrir danska ríkisútvarp- ið. Halldór hefur ferðast víða í Evrópu, Afríku og S-Ameríku. Hann er ís- lenzkur ríkisborgari. Grein sú, sem hér birtist, fjallar um bardagana í Sahara, sem mest hef- ur verið rætt und- anfarna daga. Er þetta fyrsta grein Halldórs, en hann mun famvegis rita um erlend málefni fyrir Morgunblaðið. vafi á því, að Marokkó hefur gripið tækifærið nú, þegar illa gengur í innanlandsmálum Alsír, og liggur við algerri uppreisn í Kabýlíu. Tilgangur Marokkó er að leggja undir sig héruð, sem eru auðug af blýi, silfri, mangan, svo að ekki sé minnzt á olíu. Þetta er ástand, sem De Gaulle, Frakklandsforseti — hann á mjög vinsamleg sam- skipti við Hassan, konung — getur ekki virt fyrir sér, án þess að finna til nokkurrar ánægju; enginn hefur leyft sér að standa svo uppi í hár- inu á le grand Charles og ein- mitt Ben Bella í seinni tíð. Marokkó getur gert Alsír erfitt um vik (Marokkó á einn öflugasta her í Afríku: 40.000 vel þjálfaða hermenn, MIG-17 orustuþotur, skrið- dreka og heilar herdeildir fallhlífarhermanna). Aðeins tíminn getur skorið úr um það, hvort Marokkó ætlar með vopnavaldi að taka þann landshluta, sem gekk undir nafninu „kæra systir“, er frelsisstríð Alsír stóð hæst. Til sannindamerkis um, að hér er ekki um að ræða neinn barnaleik, má nefna, að bar- dagarnir við Tindouf í fyrra kostuðu 130 menn lífið. Þessir atburðir munu vekja marga Evrópubúa til umhugs- unar um, hvort vanþróuð lönd séu raunverulega undir það búin að fá sjálfstæði — ekki sízt hvítir menn syðst í Afríku. Hins vegar má benda á, að með tilliti til landvinn- ingastyrjalda, þá eru Afríku- menn aðeins um 20 árum á eftir Evrópumönnum. Þar til þeir ná Evrópu- mönnum, verða menn, að láta sér nægja að telja særða og látna. Árni Sveinbjörnsson, Hellnafelli, FIMMTUDAGINN 10. þ.m. var undirritaður við vigtun á kjöti þeirra bænda, sem lagt höfðu inn fé þennan dag. Meðal þeirra var Árni bóndi Svein- björnsson í Hellnafelli og var hann við hlið mér á meðan á vigtuninni stóð. — Við töluðum um daginn og veginn og hentum spaugsyrði á lofti. Vel vissi ég, að Árni hafði ekki gengið heill til skógar hin síðari árin, en hitt grunaði mig ekki, að hann yrði allur að kvöldi hins næsta dags, sem þó varð raunin á. Árni Sveinbjörnsson var fædd ur að Króki í Eyrarsveit hinn 3. des. 1891. Foreidrar hans voru Guðný Margrét Árnadóttir og Sveinbjörn Finnsson, sem bjuggu að Króki, bæ, sem nú er löngu farinn í eyði og síðan í Hellnafelli. Hinn 4. dag nóvem- bermánaðar 1922 gekk Árni að eiga eftirlifandi konu sína Her- dísi Gísladóttur og hafa þau búið allan sinn búskap í Hellna felli eða í röska fjóra tugi ára. Herdís og Árni áttu alls 12 börn og eru þau öll lifandi, nema eitt, drengur sem hét Benedikt Gunn- ar f. 17. ágúst 1937 og dáinn 21. jan. 1944. Hin börnin eru þessi talin í réttri aldursröð: Ingibjörg gift Sigurði Sörens,- syni, Stykkishólmi, Guðbjörg gift Ingvari Ragnarssyni, Stykk- ishólmi, Sveinbjörn kvæntur Magnþóru Þórðardóttur, Reykja vík, Guðný gift Þorgrími Jóns- syni, Reykjavík, Gísli kvæntur Svandísi Jerimíasdóttur, Grund arfirði, Kristín gift Halldóri Sig- urjónssyni, Grundarfirði, Ester Gmndarfirði gift Guðmundi Júlíussyni, Reykjavík, Arndís gift Arnþóri Sigurðssyni, Reykjavík, Sigur- berg kvæntur Jóhönnu Sigurð- ardóttur, Grundarfirði og ívar, kvæntur Jóhönnu Gústafsdótt- ur, Grundarfirði. — Öll þessi börn eru hið myndarlegast fólk og nýtir þegnar sínu þjóðfélagi. Það segir sig sjálft, að ærið verkefni er það að skila sam- félaginu jafn stórum hópi mann vænlegra barna og koma þeim öllum til þroska. Lætur að lík- um, að einhverntíma hafa þau Hellnafellshjón látið hendur standa fram úr ermum og vinnu dagurinn orðið öllu lengri en nú mundi kallast boðlegur. Árni Sveinbjörnsson vandist snemma mikilli vinnu og var jöfnum höndum við störf á sjó eða landi. Árni var líka eftirsóttur til allra vinnu sakir vaskleika síns og trúmennsku. — Kynni okkar Árna hófust þegar eftir komu mína hingað í þetta byggðarlag eða fyrir nær ellefu árum. Hann var fastur viðskiptamað ur þess fyrirtækis, sem ég hef veitt forstöðu og var í vinnu hjá því fyrstu árin eftir að það hóf starfsemi sína. Enda þótt Árni væri þá kominn á þann aldur, sem flestir kjósa sér hin hægari störfin, duldist mér ekki að hann var mjög góður verk- maður og mundi hafa verið ham hleypa á yngri árum. Síðustu árin, eftir að hann gat ekki lagt stund á almenna vinnu hér í kauptúninu, kom varla sá dag- ur fyrir, a.m.k. ekki á vetrarver tíð, að Árni ekki hringdi til mín og spyrði um aflabrögð og ann- að viðkomandi bátunum. Slíkur var áhugi hans allt til þess sið- asta. Gamall félagi Árna og greinargóður, Ásgeir Kristjáns- son, sagði við mig þessi orð: „Það var ekki aðeins, að Árni heitinn væri einn harðduglegasti maður, sem með mér hefur ver- ið til sjós, heldur var hann slík- ur ágætisdrengur, að fátítt er“. Þessi ummæli hins aldna skips- félaga Árna heitins, segja raun- ar allt, sem segja þarf. Mér er líka kunnugt um, að Sigurður Ágústsson alþingismað ur, sem átti samskipti við Árna um langan aldur, hefur alltaf lit- ið svo á, að þau Hellnafellshjón væru í hópi sinna beztu vina, og slík munu vera eftirmæli flestra þeirra, sem mest og bezt kynni höfðu af honum. Árni var ágætlega greindur, var sjálfstæð- ur í skoðunum og fór ekki dult með það, kunni bezt við að segja kost og löst á hverjum hlut. Svo sem nærri má geta, vann Árni heitinn sitt höfuð ævistarf á sínu heimili. Herdís kona hans hljóðlát, en höfðingleg sóma- kona, var hans styrka stoð. Hún hefur síðari árin átt við nokkra vanheilsu að stríða og leitað lækn ishjálpar oftar en einu sinni. Mér var vel kunnugt um þá um- hyggju, sem Arni bar fyrir konu sinni í veikindum hennar og vildi allt á sig leggja til hjálp- ar henni. Árið 1953 réðst Árni í að byggja nýtt hús á jörð sinni og bygg ég, að honum hafi með því þótt sem hann færði konu sinni nokkurn þakklætisvott langrar og ástúðlegrar sambúðar. Hin síðari árin hafa dvalizt sumar- langt í Hellnafelli fleiri og færri barnabörn hjá afa og ömmu, öllum aðilum til gagnkvæmrar ánægju. Dauða Árna heitins bar að með þeim hætti, að hann hneig í valinn, þar sem hann gætti að kindum, skammt frá heimili sínu. Og mér finnst sem dauðdagi hans, sé dálítið táknrænt fyrir líf hans allt. Þrotlaus vinna og aftur vinna við að sjá sér og sínum farboða, það var hans hlutskipti þar til yfir lauk. Árni heitinn fékk ekki langan undirbúning til fararinnar miklu sem allir eiga fyrir höndum. Hann þurfti þess heldur ekki með. Menn, sem alltaf hafa gert skyldu sína, þeir eru alltaf við- búnir, einnig þegar hið mikla kall kemur. Slíkum mönnum er ekkert að vanbúnaði, þeim er búin heimkoman. — Árni vinur minn Sveinbjörnsson var einn þessara manna. Ég votta Herdísi, börnunum og öllum öðrum aðstandendum innilega samúð mína. Emil Magnússon Fréttabréf Evrópuráðsins MBL. hefur borizt EVRÓPA VÍSAR TIL. VEGAR, fréttabréf Upplýsingadeildar Evrópuráðs- ins. Blaðið er að mestu helgað því, að nú eru tíu ár liðin, síðan mannréttindasáttmáli Evrópu tók gildi. Raktir eru nokkrir á» fangar hans og Mannréttinda- dómstóls Evrópu, og skýrt frá gildi hans. Þá er í blaðinu ávarp utanríkismálaráðherra, Guðmund ur í. Guðmundssonar. Dregin eru saman meginatriðl mannréttindamálsins. Þau eru í stuttu máli þessi: Réttur til lífs, Bann við pyndingum. Bann við þrælkun. Bann við nauðungarvinnu. Réttur til frelsis og mann- helgi. Réttur til réttlátrar máls- ferðar fyrir dómi. Bann við afturvikni hegn- ingarlaga. Friðhelgi einkalífs, fjöl- skyldu, heimilis og bréfa- skipta. Frelsi hugsana, sannfæring- ar og trúar. Skoðana- og tjáningarfrelsi. Funda- og félagsfrelsi. Jafnrétti án manngreinar- álits. Eignarréttur. Réttur til menntunar. Frjálsar kosningar. VILHJÁLMUR ÁRNASON hiL TÓMAS ÁRNASON hdl. LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA l&naðarbankahúsinu. Símar Z463S og 16307

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.